Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ1999 31 Sport DV Frá vinstri: Ásgeir S. Herbertsson, Auðunn Kristjánsson, Olil Amble, Logi Laxdal og Einar Ö. Magnússon. Verölaun fyrir sigur í tölti á fjórðungsmótinu á Austurlandi verða 100.000 krónur og 50.000 krónur fyrir sigur í tölti ung- menna, en sá flokkur er opinn. Þaö vakti athygli um síðustu helgi hve margir hestamenn af Suður- og Norðurlandi komu með hross i dóm i Borgarnes. Heyrst hefur að hestamenn hafi komið sér upp þeirri kenningu að kynbóta- hross fái mýkstu meðhöndlunina í Gunnarsholti, næstbest sé að koma með hross í Borgames, þá Hellu en Víðidalurinn sé sístur fyrir kyn- bótahrossin. Tveir nýliðar eru í landsliðinu: Auöunn Kristjánsson og Ásgeir S. Herbertsson. Jónas Kristjánsson ritstjóri er með öflugan hrossabanka á slóð- inni http://www.hestur.is á Net- inu. Niðurstöður allra kynbótasýn- inga landsins í sumar hafa jafnóð- um verið settar á vefmn i gagna- bankanum, sömuleiðis kynbóta- sýningar sumarsins í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi. Hrossagagnabanki Jónasar Kristjánssonar á Netinu er á fjór- um tungumálum, íslensku, dönsku, ensku og þýsku. Honum berast að meðaltali rúmlega 1.700 fyrirspurnir á dag. Félagar í Gusti héldu HM-úr- tökuna með glæsibrag og voru meðal annars með útvarpssending- ar. Við sendinguna var notaður sendiferðabíll merktm- CNN-sjón- varpsstöðinni og héldu margir að úrtökunni væri sjónvarpað beint tU Bandaríkjanna. Allt efni hrossa- bóka Jónasar Kristjánssonar er i gagnabankanum og heUmikið af efni sem aldrei hefur birst á prenti. DV-mynd EJ Úrtaka fyrir HM í Þýskalandi í ágúst hjá Gusti í Kópavogi: Bankinn varfyrst settur á vef- inn 1. nóvember 1997 og hefur síð- an verið uppfærður mánaðarlega á veturna og vikulega á sumrin. Áskrift kostar 5.500 krónrn- á ári. ■s Annað hvert ár er haldin úrtaka fyrir heimsmeistaramót (HM) í hestaíþróttum og í vikunni var haldin á félagssvæði Gusts í Kópa- vogi úrtaka fyrir HM i Þýskalandi í ágúst. Það er eftirsóknarvert fyrir knapa að komast í landslið og eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Af þrjátíu og tveimur skráðum knöp- um í úrtökuna komust einungis fimm í landsliðið en að auki velur Sigurður Sæmundsson tvo í viðbót. Hann mun taka sér tíma til að ákvarða hvaða tveir knapar komast gegnum nálaraugað í sumar. Að þessu sinni var knapa- og hestakostur með jafnara móti og smámistök voru dýr. Farnar voru tvær umferðir í hverri grein og gilti samanlagður árangur til stiga. Eftir fyrri umferð var staðan far- in að skýrast örlítið en þó má segja að þriðjungur knapanna hafi enn átt raunhæfan möguleika á sæti. Það var einungis Logi Laxdal sem hafði tekið frá pláss fyrir sig og Freymóð frá Efsta-Dal með frábær- um sprettum í 250 metra skeiði. Þeir runnu vegalengdina á 21,67 og 22,12 sek., sem er frábær tími, og í síðari umferðinni á 22,11 sek. í síðari umferðinni tindust knap- amir inn í landsliðið. Auðunn Kristjánsson sigraði í fimmgangi á stóðhestinum Baldri frá Bakka, Ás- geir S. Herbertsson sigraði í fjór- gangi á Farsæli frá Arnarhóli og Einar Ö. Magnússon í tölti á stóð- hestinum Glampa frá Kjarri. Þegar einungis tveir sprettir voru eftir í 250 metra skeiði var Olil Amble stigahæsti knapinn með Kjark frá Homi með stig úr tölti, fjórgangi og fimi en Sigurbjöm Bárðarson, Sigurður V. Matthíasson og fleiri áttu möguleika á að fara fram úr henni með góðum skeið- spretti. Það mistókst og Olil var komin í landsliðið á ný. Landsliðið er því skipað: Auð- unni Kristjánssyni, Ásgeiri S. Her- bertssyni á Farsæli frá Arnarhóli, Einari Ö. Magnússyni á Glampa frá Kjarri, Loga Laxdal á Freymóði frá Efsta-Dal og Olil Amble á Kjarki frá Horni. Síðar bætast við tveir knapar, valdir af landsliðseinvaldi, og hugs- anlega þrír knapar sem eiga rétt á að verja heimsmeistaratitil sinn frá síðasta heimsmeistaramóti. -EJ Þeir eru söngelskir, Skagfirð- ingar, og á Syðra-Skörðugili er að flnna tríó stóðhesta sem heita Bassi, Sópran og Tenór. Sópran og Bassi eru undan hryssunni Fiðlu frá Syðra-Skörðugili. / bankanum eru nú krosstengd- ar upplýsingar um 39.000 hross i 17 löndum, 10.200 hrossaræktendur, 5.600 ræktunarjarðir, 1.500 sýning- ar með 26.000 settum af einkunn- um. Þar eru líka 2.500 ljósmyndir, 350 landakort, 500 hrossalitir, 13.400 innlend og 4.500 erlend ætt- bókarnúmer. Nokkrir knapar völdu drauma- iandslið sitt fyrir DV í sumar. Atli Guómundsson valdi þrjá þeirra fimm knapa sem komust í landslið- ið í sitt draumalandslið, Þóröur Þorgeirsson, Logi Laxdal. Bald- vin A. Guölaugsson og Sigur- björn Báröarson völdu tvo og Tómas Ragnarsson einn. í hollensku úrtökumóti sigraði Hollandsmeistarinn Juliet ten Bokum í tölti með hryssuna Gróttu frá Ytri-Tungu. Hlutu þær stöllur 7,72 í einkunn og gætu því hæglega blandað sér í baráttuna á HM ef svo fer fram sem horfir. Nœsta úrtökumót í Hollandi verður haldið í Exloo helgina 25.-27. júní. Meðal dómara á því móti verður íslenskur FEIF-al- þjóðadómari, Siguröur Kolbeins- son úr Keflavík. Tvö sett dómara voru notuð í HM-úrtökunni. Fyrra settið dæmdi hrossin í fyrri umferðinni en síð- ara settið seinni umferðina. Síðari umferðin var léttari þvi margir knapar afskráðu hross þegar þeir sáu að möguleikar á landsliðssæti voru ekki lengur fyrir hendi. Rúna Einarsdóttir sigraði í tölti á hryssunni Stelpu á heima- velli sínum í Forstwald í annarri af þremur HM-úrtökum Þjóðverja. Rúna er með íslenskan rikisborg- ararétt og kemur til greina í lands- liðið en Siguröur Sœmundsson á kost á því. -EJ Víða peningaverðlaun í boði Mörg stórmót eru fram undan hjá hestamönnum. Næstkomandi laugardag kynna nokkur þekkt hestabú í Skagafirði starfsemi sína og ræktun. Þessi bú eru: Flugu- mýri II, Hafsteinsstaðir, Hólar í Hjaltadal, Hrossaræktarbú Sveins og Guðmundar á Sauðárkróki, Miðsitja og Vatnsleysa. Opið verður á milli kl. 13 og 17 og 'getur áhugafólk um hrossarækt heimsótt búin og rætt við staðar- haldara. Þar er að finna mörg landsfræg hross. Um kvöldið er svo fyrirhugað að hafa kynningarsýningu á kynbóta- hrossum á Vindheimamelum fyrir heimamenn og gesti. Á íslandsmótinu á Hellu þurfa knapar að hafa náð lágmarksein- kunnum inn á mótið. Flest mót eru því opin í sumar og um næstu helgi verður haldið opið Silki- prentsmót i Mosfellsbæ. Á sama tíma verður Murneyrarmót á Skeiðum. Þar verða peningaverð- laun fyrir sigur í öllum keppnis- greinum kappreiða og tölti. Hesta- mannafélagið Sleipnir verður 70 ára á þessu ári og verður vandað til mótsins. Úrslit í gæðingakeppni og kappreiðar verða á sunnudegin- um. 50 ára afmælismót Sindra verður einnig haldið um næstu helgi og eru peningaverðlaun fyrir sigur í kappreiðagreinum og tölti. Á Odda halda Glaðsmenn kapp- reiðaveislu á sunnudaginn og verða peningaverðlaun fyrir sigur í kappreiðum og tölti. -EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.