Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 10
32 MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 1999 Sport Bensín- dropar Sighvatur Sig- urdsson og Ulfar Eysteinsson höföu eng- an jeppa til að etja kappi við. Þeir bíða sjálfsagt spenntir eftir Breska hernum sem hefur samkvæmt venju boðað komu sína í Alþjóö- lega rallið, þeirra uppá- haldsæfingarall síöustu árin. Klukkan 4:00 aöfararnótt laugar- dags voru úrslit kynnt og verðlaunaafhending fór fram aö Essostöðinni Lækjargötu í Hafnarfirði þar sem var formlegt endamark keppninnar. 22 áhafnir voru skráðar til leiks, 13 luku keppni en 9 féllu út af ýmsum ástæðum Ný 'ahorfenda- ' sérleið var ekin í ' Gufunesi en rok, rigning og drulla gleypti eiginlega alla þá umgjörð. ' Komst það ef til vill best skila á Stöð 2 sem í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sýndi beint frá rall- keppni. Fljótustu áhafnir í Gufunes- inu, einu gildandi um- ferðinni, urðu eftirtaldar; (mín/sek); Rúnar/Jón Impreza 2:07, Þorsteinn /Witek Mazda 2:14, Hjörleifur/Páll Lancer 2:15, Baldur/Geir Legacy 2:16, Páll/Jóhannes Lancer 2:17 og takið eftir; Sighvatur/Úlfar 2:17 á Cherokee jeppa, jafnfljótir ís- landsmeisturunum. Fljótasta y eins drifs áhöfnin, Pét-, ur/Daníel, Corolla, 2:23., Engin slys urðu á fólki í Esso- rallinu og allir hittu það vel á veginn að vélfák- ar héldu lögun sinni. Sælir urðu sigurvegarar að sjálfsögðu og allir keppendur eru nokkru hæfari til að takast á viö óvænt vandamál og uppá- komur hinnar daglegu x umferðar. Nœsta rallkeppni er á dagskránni um helg- ina 9. og 10. júlí. Keppnin fer fram í nágrenni Sauðár- króks og gefur stig í keppni ökuþóranna um Islandsmeistaratitilinn. -ÁS Hjörleifur Hilmarsson og Páll Kári Pálsson létu vaða í pollinn á ísólfsskála þrátt fyrir að vera á sprungnu dekki. Úrslit og stadan 1. Rúnar Jónsson/Jón R. Ragnarsson, Subaru Impreza ....................51:39 2. Páll Halldórsson/Jóhannes Jóhannesson, Mitsubishi Lancer Evo4.......53:02 3. Baldur Jónsson/Geir Óskar Hjartarson, Subaru Legacy ................54:29 4. Hjörtur Pálmi Jónsson/ísak Guöjónsson, Toyota Corolla...............55:01 5. Hjörleifur Hilmarsson/Páll Kári Pálsson, Mitsubishi Lancer Evo5 ....55:39 6. Garðar Þór Hilmarsson/Guðmundur Hreinsson, Nissan 240 RS ...........57:57 7. Daníel Sigurðsson/Sunneva Lind Ólafsdóttir,.Toyota Corolla ........1:01:14 8. Sighvatur Sigurðsson/Úlfar Eysteinsson, Jeep Cherokee .............1:01:18 9. Pétur Smárason/Daníel Hinriksson, Toyota Corolla ..................1:02:53 10. Marian Sigurðsson/Jón Þór Jónsson, Suzuki Swift ..................1:06:48 11. Sigurður Óli Gunnarsson/Elsa Kristín Sigurðardóttir, Toyota Corolla . .. 1:07:14 12. Hinrik Jóhannsson/Magnús Torfi Ólafsson, Toyota Corolla...........1:08:37 13. Guömundur Höskuldsson/Ragnar F. Karlsson, Toyota Corolla .........1:09:41 Keppnin var 9 sérleiöir, Rúnar/Jón unnu 7, Páll/Jóhannes 1, og Hjörtur/ísak 1. Staða efstu manna í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn Rúnar/Jón 40 stig, PáO/Jóhannes 32 stig, Hjörtur/ísak 21 stig, Hjörleifur/Páll 18 stig. Páll Halldórsson og Jóhannes Jóhannesson réðu ekki við hraða feðganna og náðu öðru sæti sem oft áður. Baldur Jónsson og Geir Óskar Hjartarson skiluðu Legacy-bílnum hratt í gegnum rökkvaða Reykjanesleið og náðu þriðja sæti í keppninni. - í skemmtilegri keppni í mótorkrossinu á Akureyri Um helgina fór fram önnur motocrosskeppni sumarsins á Ak- ureyri. Keppnin fór fram að Lauga- landi í Eyjafirði, í landi Finns Að- albjömssonar sem jafnframt var keppnisstjóri. Mun það vera sam- dóma álit manna að brautin sé sú besta á landinu og greinilegt að lögð hefur verið mikil vinna í að gera hana sem skemmtilegasta, m.a. eru þrír stökkpallar í henni. Staðan fyrir keppnina í Islands- meistaramótinu var þannig að Ragnar Ingi Stefánsson var með fullt hús, eða 60 stig, Reynir Jóns- son með 51 stig og Viggó Viggósson með 45 stig. Menn mættu því til leiks á laugardaginn ákveðnir að veita íslandsmeistaranum meiri keppni. Keppnin fer þannig fram að keyrð eru þrjú „moto“ og gefur hvert og eitt þeirra stig til íslands- meistara. í því fyrsta var það Viggó sem veitti Ragga mestu keppnina og var bókstaflega nart- andi í hælana á honum allt motoið. Þaö hefði ekki þurft nema ein mis- tök hjá Ragga til að Viggó hefði getað tekið forystuna en mistök eru hlutur sem Raggi er mjög spar á. Þess í stað varð Viggó aö sætta sig viö að taka á móti drullunni undan afturdekki Hondunnar enda var maðurinn orðinn svartur að é'! Keppendur sýndu skemmtileg tilþrif í keppninni á Akureyri um helgina eins og þessi mynd ber með sér. framanverðu þegar því var lokið. Næsta moto var æsispennandi og nú var það Reynir sem slóst við íslandsmeistarann. Reynir var mættur til leiks á nýju hjóli, Kawa- saki KX250, og greinilegt að hann var allur að finna sig á því. Þegar aðeins nokkrir hringir voru eftir náði Reynir skyndilega forystunni og hélt henni að mestu alveg þar til í síðustu beygjunni þegar hann datt þegar hann reyndi að snúa hjólinu í beygjunni sem er 180 gráður. í fyrri hluta síðasta motos hélt Reynir svo góðri forystu alveg þar til að hann féll aftur. Við það missti hann af forystunni og var þá 30 sekúndum á eftir Ragga sem hélt henni allt til enda. Reynir hélt þó áfram að bæta sig og hafði saxað 12 sekúndur af því forskoti áður en yfir lauk. Þetta var i fyrsta sinn sem nýr tímatökubúnaður KLÍA var prófaður í keppni og reyndist hann vel og er mikill munur að geta fylgst með mun manna í sekúndum og öllum hringjum. Úrslitin urðu því þannig að Ragnar Ingi Stefánsson sigraði aft- ur með fullt hús og leiðir hann því íslandsmeistaramótið. í öðru sæti varð Viggó Viggósson og Reynir Jónsson í því þriðja. -NG Verðlaunaafhendingin var skrautleg og efstu menn brugðu á leik í lok skemmtilegrar keppni. DV-myndir NG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.