Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 Fréttir Heitt í kolunum í Vesturbyggð: Bæjarráðsmaður kærir bæjarráðið - mér er vísvitandi haldið frá fundum ráðsins, segir Guðbrandur Stígur Ágústsson Guðbrandur Stígur Ágústsson, bæjarfulltrúi í Vesturbyggð og frá- farandi skólastjóri, hefur ákveðið að kæra það háttalag meirihluta bæjarráðs Vesturbyggðar að boða sig ekki á fundi í og útiloka sig frá fundum ráðsins. Bæjarráðið hefur undanfarna daga átt fundi með bæjarráði ísafjarðarbæjar, bæði um atvinnuástandið á Vestfjörðum í kjölfar erfiðleika fyrirtækja Rauða hersins og um málefni Orkubús Vestfjarða. Guðbrandur Stígur var ekki boðaður á þá fundi. „Ég hef ekkert verið boðað- ur þótt ég eigi sæti í bæjar- ráði. Mér er vísvitandi haldið frá því að taka þátt I stjórn sveitarfélagsins," segir Guðbrandur Stígur í samtali við DV. Guðbrandur Stígur hafði samband við ráðuneytis- stjóra félagsmálaráðuneytis- ins vegna þessa máls um miðjan dag í gær, eftir að hafa orðið þess áskynja í fréttum á Vísi.is að fyrmefnd Guðbrandur Stígur Ágústsson. funda- höld stæðu yfir. Eftir að Guðbrandur Stígur hafði kynnt ráðuneytisstjóra þá ákvörðun sína að kæra, hafði einn bæjarráðs- manna meirihlutans sam- band við hann og tilkynnti að til hans væri á leiðinni fundarboð um fund í Bol- ungarvík kl. 17.30 í gær með bæjarráði ísafjarðar- bæjar og ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins um atvinnuástandið í fjórðungnum. Fundarboðið barst en nokkru síðar kom bæjarstjóri Vesturbyggðar með afboðun fundarins kl. 17.30 heim til Guðbrandar Stígs, bað konu hans að afhenda sér fyrra fundarboðið, sem hún neitaði. Hann afhenti henni sið- an nýtt fundarboð um fund kl. 18.30 á sama stað. Guðbrandur, sem staddur var þá tjarri heimili sinu, sá sér hins vegar ekki fært að sækja fund til Bolungarvíkur með svo skömmum fyrirvara og varð því af fundinum. -SÁ Við Miklubraut á móts við Hagkaup var grafa í óðaönn að rífa upp jarðveg. Þetta væri ekki fréttnæmt nema fyrir það að rétt fyrir 17. júní voru túlípanar gróðursettir á þessu svæði. Nú nokkrum dögum síðar er þeim rutt í burtu því ákveðið hafði ver- ið að hafa útskot fyrir strætó á þessum stað. Hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir oft á tíðum. DV-mynd Pjetur Formaður Kennarasambands íslands: Varar við ráðgjafarfyrirtæki - skólanefnd réð það, segir bæjarstjóri Latibær: í viðræðum við stórfyrirtæki „Við höfum verið í sambandi við marga erlenda aðila. Ég vonast til þess að Latibær geti orðið álíka stórt apparat hér á landi og Tinni er í Belg- íu,“ segir Magnús Scheving líkams- ræktarfrömuður en hann og aðilar sem standa að Latabæ hafa verið í samningaviðræðum við mörg stórfyr- irtæki erlendis. Magnús segir að ef af verður geti Latibær farið um ailan heim en það út- heimti mikla vinnu. „Við höfum verið í því að endurskil- greina Latabæ því helsta gagnrýnin á fyrsta leikritið var að þetta var of áróð- urslegt. Það má vera eitthvað til í því en eftirspumin eftir ofbeldislausu bamaefni er mikil og fer vaxandi..“ Aðspurður um samstarf við stórfyr- irtæki á borð við Disney, Fox og fleiri segir Magnús: „Það ferli tekur tvö ár. 120 manns hafa unnið eitthvað í tengslum við Latabæ undanfarið. Við erum að búa til demo sem sýnt verður erlendum fyrirtækjum í haust og eftir það mun ferlið fara á fullt.“ -EIS Frétt um DeCODE á Vísi.is: Veldur uppnámi Eftir frétt sem birtist á Viðskiptavefn- um á Visi.is i gær, um DeCODE, móður- fyrirtæki íslenskrar Erfðagreiningar, varð símkerfi Kaupþings rauðglóandi. í fréttinni, sem byggð var á Morgun- punktum Kaupþings, var greint frá því að fjárfestar myndu líklega halda að sér höndum þegar kæmi að því að fjárfesta í DeCODE. Einnig var þvi haldið fram að lífeyrissjóðir mættu ekki fjárfesta í fyrirtækinu og að upplýsingagjöf fyrir- tækisins væri ábótavant. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og höfðu starfs- menn Kaupþings og annarra veröbréfa- fyrirtækja mikið að gera við að svara fýrirspumum fjárfesta. „Eftir að fréttin birtist á Viðskiptavefnum á Vísi.is kl. 13.49 í gær varð simkerfið rauðglóandi," sagði starfsmaður Kaupþings í samtali við DV. Sjá einnig frétt á bls. 6. „Ég mun leggja það upp í stjórn Kennarasambandsins að við athug- um með hvaða hætti við ráðleggjum félagsmönnum okkar að umgangast svona fyrirtæki," sagði Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasam- bands íslands, vegna úttektar ráð- gjafarfyrirtækisins Skref fyrir skref á skólastarfi í Mýrarhúsaskóla. Sem kunnugt er leiddu niðurstöð- ur úttektarinnar til þess að skóla- stjóra og aðstoðarskólastjóra var til- kynnt um starfslok sín. Lögmaður Kennarasambandsins fer nú með mál þeirra. Eiríkur sagði það sitt álit að til greina kæmi að Kennarasambandiö beindi því til fé- lagsmanna sinna að fara varlega í að blanda geði við starfsfólk þessa fyrirtækis, ef það yrði ráðið til að gera úttekt á öðrum skólum. „Spurningin er sú hvort yfir höf- uð sé óhætt fyrir einstakling að leggja sig á svona höggstokk og leika sér að eigin mannorði þar sem leikreglur eru virtar að vettugi. í niöurstöðum skýrslunnar er ekki boðið upp á neitt annað en það sem stenst ekki lög. Brottrekstur þess- ara tveggja einstaklinga er kolólög- legur,“ sagði Eiríkur. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjamarnesi, sagði að ekki væri búið að segja skólastjóranum og að- stoðarskólastjóranum upp. Mál þeirra yrði rætt á bæjarstjórnar- fundi nk. miðvikudag og þar hlyti ákvörðun að verða tekin um hvort til uppsagna kæmi. Bæjarstjórn hefði um þrjár tillögur að velja, en vildi ekki segja hverjar þær væru. „Skólanefnd réð þetta fyrirtæki," sagði Sigurgeir. „Ég reikna með að hún hafi beðið um þetta vegna ein- hvers óróa í skólanum. -JSS Héraösdómur Norðurlands eystra: Milljónabætur vegna vinnuslyss DV, Akureyri: Kaupfélag Eyfirðinga hefur í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra verið dæmt til að greiða fyrrum starfs- manni sínum 3,6 milljóna króna bætur vegna vinnuslyss og afleiö- inga þess en slysið átti sér stað síðla árs 1989. Maðurinn hafði krafist 12 milljóna króna bóta. Tildrög slyssins voru þau að mað- urinn, sem er frá Dalvík, var send- ur ásamt öðrum manni um borð í togarann SólfeU sem var i eigu Kaupfélags Eyfirðinga og lá við bryggju í Hrísey. Áttu þeir að koma fyrir þungum járnstyttum í lest skipsins. Við það verk fékk stefn- andi hnykk á bakið þegar hann var að lyfta einni jámstyttunni, féU í gólfið og slasaðist. Maðurinn gekkst undir rannsóknir og aðgerðir í framhaldi af slysinu og í umsögn Vinnueftirlits ríkisins sagði um slysið og tildrög þess: „...orsök slyss- ins má rekja til ofraunar á bak í kjölfar þess að slasaða var ætlað að lyfta hlut sem var þyngri en hægt er að ætla einum manni að lyfta. Mögulegt er að gólf lestarinnar hafi verið hál.“ Maðurinn var síðar metinn sem 100% öryrki í 9 mánuði eftir slysið, til 50% örorku í 5 mánuði þar á eft- ir og varanlega sem 25% öryrki. Sem fyrr sagði krafðist hann 12 milljóna króna bóta en KEA var dæmt til að greiða lionum 3,6 millj- ónir króna auk vaxta og tæplega 750 króna málskostnaðar. Gjafsókn stefnanda, sem var um 300 þúsund krónur og þóknun lögmanns hans, um 450 þúsund krónur, greiðast úr ríkissjóði. -gk Stuttar fréttir xy\r Ráðherra Finnur Ing- ólfsson sagðist eftir fund með forstjóra Sam- keppnisstofnun- ar ekki telja að Samkeppnis- stofnun hefði far- ið yfir verksvið sitt í Landssímamálinu. Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra lýsti því yfir á Alþingi í siöustu viku að stofn- unin hefði gengið of langt í niður- stöðu sinni um ríkisaðstoð til Lands- simans. Dagur sagði frá. Bílslys Slæmt umferðarslys varð í Dala- sýslu í gær þegar bíll valt í Hörðu- dal. Stúlka um tvítugt slasaðist og var flutt með þyrlu á spítala í Reykjavík. Dagur sagði frá. Berir í miðbænum Þrír menn hlupu um naktir í miðborginni um helgina. Þeir sögðu við lögreglu að þeir væru að æfa sig fyrir Jónsmessuna. Fornar grafir fundnar Sextán fomar grafir hafa fundist að Þórarinsstöðum í Seyðisfirði en þar er nú unnið að uppgreftri ann- að árið í röð. Hluti grafanna er frá því í heiðni en aðrar frá því eftir að kristni komst á. Síðasta sumar fannst fyrsta stafkirkja landsins að Þórarinsstöðum. Hún var reist úr rekaviði. Vísir.is sagði frá. Kosningauppgjör Kosningabar- átta og flokks- staif Vinstri- hreyfmgarinnar - græns fram- boðs, flokks Steingríms J. Sigfussonar, kostaði 9,3 millj- ónir kr. Framlög frá rikinu námu um helmingi tekna flokksins. Löghlýðinn Hálfþrítugm- maður, vitni í e- töflumáhnu, sagðist í gær fyrir dómi hafa hringt frá Spáni í ís- lenskan lögreglumann til að láta vita af fikniefhainnflutningi nóttina áður en Bretinn Kio Alexander Briggs var handtekinn í Leifsstöð með 2.031 e-töflu í farangri sínum. Hann sagðist hafa viljað koma í veg fyrir innflutninginn en ekki hringt til að fá mildari meðferð í eigin sakamálum. Kaupir Þórustaði Hitaveita Suðumesja hefur keypt jörðina Þórastaði á Vatnsleysu- strönd til að tryggja sér nýtingu hitaréttinda á svæðinu. Morgun- blaðið sagði frá. Mikilvæg samvinna Forsætisráðherrar Norðurland- anna telja að mikilvægi norrænnar samvinnu aukist stöðugt, ekki síst til að þjóðimar nái að gæta hags- muna hver annarrar á vettvangi Evrópusambandsins. Finnar heita að beita sér fyrir því að tekið verði tillit til hagsmuna íslendinga og Norðmanna við mótun hemaðar- samstarfs innan Evrópusambands- ins. RÚV og Morgunblaðið sögðu frá. Ólögmæt uppsögn Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Bessastaðahrepp til að greiða kennara við skólann 1,2 milljóna kr. skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Eldur í Hlíðaskóla Eldur kviknaði í sagi í smíðastofu Hliðaskóla um miðjan dag í gær. Vegfarandi varð eldsins var og kall- aði til Slökkviliðið. Eldsupptök em ókunn. Nýr skólameistari Menntamála- ráðherra hefur skipað Hjalta Jón Sveinsson skólameistara Verkmennta- skólans á Akur- eyri um fimm ára skeið frá 1. ágúst 1999. Hjalti Jón hefur verið skólameistari að Laugum tO þessa. -SÁ greinir a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.