Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 7 Fréttir Magnús Sigurðsson, bóndi á Felli í Broddaneshreppi, að herfa kalið stykki í túni sínu sem síðan verður sáð í. DV-mynd Guðfinnur Strandasýsla Kal í túnum yfir 70% í Árneshreppi DV, Hólmavík: „Ástandið er mun verra en ég gerði mér í hugarlund áður en ég kynntist því að eigin raun. Á nokkrum bæjum er um 70% túnana kalin en fer upp fyrir það í Árnes- hreppi," segir Brynjólfur Sæmunds- son héraðsráðunautur á Hólmavík. Skemmd tún eru um alla sýsluna, - einnig í suðurhlutanum sem þó alla jafnan sleppur betur frá kalinu. Á sumum bæjum hafa bændur grip- ið til þess ráðs að rífa landið upp og sá í það fljótvöxnum tegundum ásamt grasfræi í von um uppskeru í sumarlok. Öðrum bændum hefur í gegnum tíðina við hliðstæðar að- stæður gefist betur að bera á þau, - bæði búfjár- og tilbúinn áburð, sem hefur oft á öðru sumri skilað sæmi- legum árangri. Það fari eftir ástandi þeirra, sýrustigi og fleira. Brynjólfur segir að sumir bændur geti nýtt sér tún eyðijarða, sem líti ekki eins illa út, en fullvíst sé að verulegur uppskerubrestur verði hjá mörgun bændum þetta árið. GF. Lágmúla 8 • Sími 530 2800 w ww. o r msso n. i s íL<V* staðgreiðslu- og greiðslu- kortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur oM mUB hlrnifc Smáauglýsingar 550 5000 Vala Guðrún Flosadóttir Arnardóttir Þórdís Gísladóttir austurbakki hf. og nike hafa lagt metnað sinn í að styrkja konur í íþróttum síðastliðin 10 ár og munu halda því áfram um ókomin ár Halla Marfa Silja Úlfarsdóttir Kvennalið Breiðabliks Jónsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.