Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 Útlönd Stuttar fréttir dv Forsætisráð- herra Japans nýtur metfylgis Fylgið við Keizo Obuchi, for- sætisráðherra Japans, hefur aldrei verið meira. Samkvæmt skoðanakönnun, sem japanska blaðið Yomiuri Shimbun birti í morgun, eru 49,8 prósent kjós- enda hlynnt stjórn Obuchis. í maí var fylgið við stjómina 44,2 pró- sent. Fylgið nú hefur ekki verið meira frá því að Obuchi tók við forsætisráðherraembættinu í júlí í fyrrasumar. Þeim sem em andvígir ríkis- stjórninni hefur fækkaö úr 38,9 prósentum frá því í maí i 34,8 pró- sent nú. Batnandi efnahag er þakkað hið aukna fylgi. Leiðtogar Bandaríkjanna og Bretlands einhuga: Serbar hvattir til að reka Milosevic Leiðtogar Bandaríkjanna og Bret- lands hvöttu Serba í gær til að losa sig við Slobodan Milosevic Júgóslaviuforseta. Á sama tíma braut lögreglan í Belgrad mótmæla- aðgerðir Serba frá Kosovo á bak aft- ur og heildarsamtök stjórnarand- stöðunnar í Serbíu kröfðust þess að kosningum yrði flýtt. Fyrsta mannfallið i friðargæslu- liði NATO varð i gær þegar tveir breskir gúrkahermenn létu lífið þeg- ar þeir voru að fjarlægja sprengju sem hafði verið varpað úr flugvél NATO í eliefu vikna lofthernaði bandalagsins gegn Júgóslavíu. Bill Clinton Bandaríkjaforseti var harðorður í höfuðborg Slóveníu í gær þegar hann fordæmdi þjóðernis- hreinsanir Serba í Kosovo. „Við viljum að Serbía verði hluti hinnar nýju Evrópu en serbneska þjóðin verður að hafna morðingja- stjórn Milosevics og velja þá leið sem farin var í Slóveníu þar sem þjóðar- brotin hafa eytt ágreiningi sínum og fmna styrk í fjölbreytileika sínum," sagði Clinton. Þessi albanska flóttakona frá Kosovo kom að heimili sínu í rúst- um þegar hún sneri heim. Svipaðs tóns gætti í orðum Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, sem hvatti serbnesku þjóðina til að reka Milosevic af höndum sér. Blair sagði Serba ekki lengur geta horft fram hjá voðaverkum lands þeirra í Kosovo. Serbneska lögreglan leysti upp mótmælaaðgerðir um tvö hundruð Serba frá Kosovo í miðborg Belgrad og handsamaði leiðtoga þeirra, að sögn sjónarvotta. Þá greindu regnhlífarsamtök stjórnarandstöðunnar í Serbíu frá því að þau ætluðu að hefja mót- mælaaðgerðir um allt land til að knýja á um að kosningum verði flýtt og lýðræðisumbætur hafnar. Clinton sagði í gær að Júgóslöv- um yrði hjálpað um raforku næsta vetur til að koma í veg fyrir að fólk frjósi í hel. Hann sagði hins vegar að engin aðstoð yrði veitt til að gera við samgöngukerfi landsins, svo sem brýr. NATO og Frelsisher Kosovo und- irrituðu samkomulag snemma í gærmorgun þar sem Frelsisherinn heitir því að afhenda vopn sín að hluta og lofar jafnframt að leita ekki hefnda á Serbum í Kosovo. Hillary Clinton ætlar að flytja til New York Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, ætlar að flytja frá Hvíta húsinu í Washington til New York í haust, að því er fram kemur í vikuritinu US News & World Report. Ýmsar vangaveltur hafa verið um hjónaband forsetahjónanna í kjölfar Lewinskyhneykslisins. Frá og með haustinu mun Hillary einungis vera í Washington til að gegna skyldum forsetafrúar viö ýmis mikilvæg tækifæri. Sagt er að nauðsynlegt sé fyrir Hillary að flytja svo snemma til New York til að hún geti einbeitt sér að fullu fyrir fyrirhugaða bar- áttu fyrir öldungadeildarkosning- amar i New York á næsta ári. Forsetafrúin hefúr í raun staðfest að hún ætli að bjóða sig fram fyr- ir Demókrataflokkinn og mynda undirbúningsnefnd á næstum vik- um. Þar með fær hún rétt til þess að hefja fjársöfnun og ráða starfs- menn fyrir kosningabaráttuna. Til þess að geta boðið sig fram í kosningunum er nóg að láta skrá lögheimili sitt í ríkinu fyrir sjálf- an kjördaginn. Gert er ráð fyrir að Hillary muni búa á Manhattan eða í Westchester norðan við New York-borg. CAMPEl Belgískur kúabóndi býður óeirðalögregluþjóni í fullum herklæðum dfoxínlausa mjóik í miðborg Brussel. Þúsundir manna tóku þátt í mótmælaaðgerðum vegna díoxínhneykslisins sem hefur gert mikinn usla, bæði t Belgíu og öðr- um löndum Evrópusambandsins. Land^y dvykkjum Hvar er ódýrasti bjórinn, besta brennivínið og fallegasta fólkið? 0 f " —- .. JJ Jj£jJ JJ: am , r DV á föstudaginn Bush eykur for- skot sitt á Gore George W. Bush, ríkisstjóri i Texas, hefur enn aukið forskot sitt á A1 Gore, varaforseta Banda- ríkjanna, í skoðanakönnunum um hvem Bandaríkjamenn vilja sem næsta forseta landsins. Bush hefur nú átján prósentustiga for- skot á Gore. Samkvæmt nýrri könnun Reuters-fréttastofunnar nýtur Bush fylgis 55 prósenta kjósenda en Gore 37 prósenta. Það þykir benda til að Gore hafi ekki grætt neitt á því að hann hóf formlega kosningabaráttu sína í könnunar- vikunni. Réttarhöld í lagi Réttarhöldin í Tyrklandi yfir Abdullah Öcalan, leiðtoga skæm- liða Kúrda, fara heiðarlega fram, að því er fram kemur í skýrslu sem Evrópuráðið hefur sent frá sér. Öcalan hefur verið ákærður fyrir landráð og fjöldamorð. Úrslit í Indónesíu í júlí Úrslit úr þingkosningunum í Indónesíu í júníbyrjun verða í fyrsta lagi birt 8. júll næstkom- andi. Enn hefur ekki nema helm- ingur af 120 milljónum atkvæða verið talinn. Stjórnarflokkurinn er nú í öðru sæti. ESB stefnir Belgíu Evrópusambandið, ESB, ákvað í gær að höfða mál gegn Belgíu vegna díoxínmálsins. Hefur ESB gagnrýnt Belgíu fyrir að hafa ekki varað sambandið við. Drukknar í peningum Bill Gates hefur á einu ári auk- ið við eignir sínar um 3 þúsund mifljarða króna. Það ger- ir um 100 þús- und krónur á sekúndu. Þetta kemur fram í tímaritinu For- bes sem birt hefur árlegan lista sinn yfir ríkustu menn heims. Gates er efstur á listanum og eru eignir hans metnar á um 7 þúsund milljaröa króna. Óvíst um þjóðaratkvæði Óyist er að haldin verði þjóðar- atkvæðagreiðsla á A-Tímor í ágúst um sjálfstæði eða sjálfstjórn vegna blóðugra átaka stríðandi fylkinga á eyjunni. Deilt um súkkulaði Viðræður innan Evrópusam- bandsins um hvað kafla megi súkkulaði sigldu í strand í gær. Fram undan eru viðræður milli framkvæmdastjórnarinnar og ráðherraráðsins. Jarðskjálfti í Mexíkó Öflugur jaröskjálfti reið yfir vestur- og miðhluta Mexíkós í gær. Engar skemmdir urðu af völdum skjálftans en íbúar urðu skelfdir. Fékk Golf í afmælisgjöf Vilhjálmur prins, sonur Karls Bretaprins og Díönu, fékk bíl í af- mælisgjöf. Sam- kvæmt fréttum Sky-sjónvarps- stöðvarinnar bað Vilhjálmur um Volkswagen Golf en ekki lúxussportbíl eins og faðir hans á sínum tíma. Breska hirðin vill af öryggisástæðum ekki gefa upp hvaða bíltegund prinsinn fékk. Vilhjálmur hefur þegar sótt um bráðabirgðaökuleyfi. Felldu 13 Indverja Pakistanar segjast hafa fellt 13 indverska hermenn í átökum um Kasmír. Báðir stríðaðilar segjast njóta stuðnings stórveldanna. Orderud í gæsluvarðhald Per Kristian og Veronica Orderud voru í gær úrskurðuð í 4 vikna gæsluvarðhald. Per Kristi- an er grunaður um að hafa myrt systur sina, Anne Orderud Paust, fyrrverandi ritara norska varnar- málaráðherrans, og foreldra sína. Einrækta panda Kínverskum visindamönnum hefur með frumum úr dauðri pandabimu og eggfrumum jap- anskrar hvítrar kanínu tekist að halda lífi í fóstri í 10 mánuði. Setja á fóstrið í leg valinnar pandabirnu. Kennedyskjöl opinber Bandaríkjamenn ætla að birta opinberlega skjölin varðandi morðið á John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjafor- seta, sem Borís Jelstín Rúss- landsforseti af- henti Bill Clint- on Bandaríkja- forseta síðastliðinn sunnudag. Skjölin fjalla meðal annars um dvöl Lees Harveys Oswalds, morð- ingja Kennedys, i Sovétríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.