Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 9 DV Utlönd Konunglegur hiröljósmyndari: Bjó til bros á prinsinn Vilhjálmur prins var eitthvað svo súr á svipinn á myndinni af bresku konungsfjölskyldunni sem var tekin eftir brúðkaup Játvarðs foðurbróð- ur hans og Sofflu að ljósmyndarinn fékk fyrirmæli um að bjarga því. Og með aðstoð nýjustu tækni var sett breitt bros á andlit Vilhjálms. Játvarður prins átti sjálfur frum- kvæðið að þessari endurvinnslu. Honum þótti litli frændi einum um of fýldur á svipinn á myndunum. „Játvarður prins sagði að sér fyndist Vilhjálmur prins ekki líta sem best út en okkur tókst að flytja aðra mynd af Vilhjálmi yfir með að- stoð stafrænnar tækni,“ er haft eftir Geoffrey Shakerley, konunglegum hirðljósmyndara, í einu af bresku blöðunum. Æsiblaðið Sun hefur eftir tals- manni Vilhjálms, syni þeirra Karls rikisarfa og Díönu heitinnar prinsessu, að prinsinn hafi ekki ver- ið í fýlu. „Þetta var bara óheppilegt," segir talsmaðurinn í viðtalinu við Sun. Af brúðhjónunum Játvarði og Sofflu er það annars að frétta að þau drifu sig til Skotlands síðdegis á sunnudag þar sem þau ætla að verja hveitibrauðsdögunum í Balmoral, kastala Elísabetar drottningar við ána Dee. Áður en þau héldu norður buðu þau vinum og vandamönnum til veislu á Bagshot herrasetrinu, framtiðarheimili sínu suður af Lundúnum. Að sögn eins íbúa I grennd við Balmoral er öryggis- gæsla í kringum brúðhjónin ekki mjög áberandi, enda talið að þau muni dvelja í afskekktum hluta kastalans. Sum bresk blöð telja að þau muni fara á sólarströnd eftir fáeina daga. Nakin kona teygir sig í átt til rísandi sólar við Stonehenge steinaþyrpinguna nærri Salisbury á Englandi. Konan tók þátt í helgiathöfn breskra seiðkarla við sumarsólstöður. Það hefur ekki verið gert þar í meira en tíu ár. Krúnurökuðu keppinaut sinn í ástum DV, Osló: Hún fannst krúnurökuð, kinn- beinsbrotin, alblóðug og kviknakin úti í garði. Unga kon- an hafði komið í sakleysi sinu að líta á íbúð, sem auglýst var til sölu, en komst að því að ekkert var falt og að hún átti bara að fá borgað fyrir ástarsamband við mann sem þegar var í sambúð. Tilræðiskonunar voru þrjár og eina þeirra grunaði að tvítug stúlkan héldi við sambýlismann hennar. Játuðu konurnar sekt sína. Sambýlismaðurinn slapp við refsingu. -GK Apwtekið HrcittnHí'jjVmc'rAi GlaxoWelk ilaxoWellcome Gfaxo ome GlaxoWellcomt Wellcome GlaxoWellcome aqj œ{]mMEÉsdJ(ng[jWfP f AprtfHn I Hagk«i|il, SkriftuMl f <«g, 22. |i«l frá 13.M tll 18.M - á mrgu, í A|rfteidn 1 Nýkaipl, Masfellslue frá 13.M til 1S.M mm Sérfrœðingar veita upplýsingar um astma og kenna rétta notkun allra helstu astmalyfja > Kjörið tœkifœri til frœðslu! (DíxdlwmmimmÆmgmiP m súcoíximm GlaxoWellcome GlaxoWeHcome GlaxoWellcome GlaxoWellcome GlaxoWellcome GlaxoWellcome Grand Cherokee limited 5,2,ek. 59 þús km. Ásett verð 2.690.000. Tilboðsverð 2.490.000. Cherokee Jamboree '94, ek. 76 þús km. Ásett verð 1.650.000. Tilboðsverð 1.490.000. Plymouth Voyager, 7 manna, 4x4, ek. 95 þús. km. Ásett verð 1.790.000. Tilboðsverð 1.590.000. Peugeot 406 dísil, ek. 60 þús. km. Ásett verð 1.290.000. Tilboðsverð 1.190.000. Hyundai Elantra 1,8, sjálfsk., ek. 68 þús km. Ásett verð 840.000. Tilboðsverð 690.000. VW Vento '92, ek. 127 þús km. Ásett verð 790.000. Tilboðsverð 690.000. Peugeot 306 '95, ek. 84 þús. km. Ásett verð 690.000. Tilboðsverð 590.000. Peugeot 306 '98, ek. 29 þús. km. Ásett verð 1.190.000. Tilboðsverð 1.090.000. MMC Lancer '90, ek. 135 þús. km. Ásett verð 490.000. Tilboðsverð 390.000. MMC Galant Glsi '89, ek. 212 þús km. Ásett verð 550.000. Tilboðsverð 400.000. Chrysler Saratoga '91, ek. 83 þús. km. Toyota Corolla '90, ek. 134 þús. km. Asett verð 690.000. Ásett verð 390.000. Tilboðsverð 590.000. Tilboðsverð 250.000. Fiat Uno 45 '88, ek. 91 þús. km. Ásett verð 190.000. Tilboðsverð 120.000. MMC Lancer '88, ek. 179 þús. km. Ásett verð 240.000. Tilboðsverð 170.000. Hyundai H-100 sendill disil. '95, ek. 54 þús. km. Ásett verð 1.090.000. Tilboðsverð 890.000. Ford transit pallbíll dfsil, ek. 60 þús. km. Ásettverð 1.490.000. Tilboðsverð 1.290.000. NYBYLAVEGUR 2 • SIMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.