Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÓLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: jSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Eyjabakkar eru skiptimynt Tvær helztu röksemdir nýskipaðs umhverfisráðherra fyrir því, að ekki þurfi umhverfismat fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar eru, að Samfylkingin sé klofin í mál- inu og að nokkrir leiðtogar stjómarandstöðunnar hafi óbeint samþykkt virkjunina fyrir sex árum. Kjarni málsins er einmitt sá, að fátt hefur breytzt hraðar en almannarómur í umhverfismálum. Fyrir nokkrum árum hafði umhverfið lítinn forgang og fólk vissi lítið um Eyjabakka, en nú hefur það séð kvikmynd um þá og veit, að þeim má alls ekki sökkva. Siv Friðleifsdóttir ber jafnlitla virðingu fyrir rökum og umhverfinu. Meintur ágreiningur Samfylkingarinnar um málið felst í slæðingi af atkvæðum á Austfjörðum, sem hafa ekki einu sinni mann á þingi. Aðeins henni dytti í hug að flytja slík rök gegn umhverfismati. Reynslan sýnir, að nýi umhverfisráðherrann er fram- gjarnari en títt er um stjórnmálamenn og er þá mikið sagt. Hún mun áreiðanlega fyrr eða síðar leggja til atlögu við orkumálaráðherrann um varaformennsku í Fram- sóknarfLokknum, helzta óvini íslenzkrar náttúru. Ef það hentar Siv að beita umhverfismálum í slagnum við Finn Ingólfsson, mun hún gera það. Ef það hentar henni að halda friðinn til að grafa undan honum, mun hún gera það. í báðum tilvikum verða umhverfismálin afgangsstærð á framabraut ráðherrans. Guðmundur Bjarnason var að því leyti skárri um- hverfisráðherra, að hann skammaðist sín fyrir að þurfa að láta umhverfið víkja fyrir landbúnaði að kröfu Fram- sóknarflokksins. Honum leið svo illa út af þessu, að hann hætti hreinlega afskiptum af stjórnmálum. Hann lenti hvað eftir annað í úlfakreppu milli stóriðju- drauma flokksins og skyldustarfa sinna sem ráðherra, eins og bezt kom í ljós í afskiptum hans af Ríó-samkomu- laginu í umhverfismálum og Kyoto-bókuninni í béinu framhaldi. Hann gat í hvorugan fótinn stigið. Hinn nýi umhverfisráðherra mun því miður ekki lenda í neinni slíkri úlfakreppu. Hún er áhugalaus í um- hverfismálum, að öðru leyti en því sem sá málaflokkur kunni að varða tilraunir hennar til að komast upp fyrir orkumálaráðherra í goggunarröð Framsóknar. Þeir, sem telja, að varðveita beri Eyjabakka eins og Þjórsárver, eiga því ekki aðeins mikið starf fyrir hönd- um, heldur harða baráttu. Framsóknarflokkurinn gefur ekki með góðu eftir molana, sem hrjóta af allsnægtaborði framkvæmda við orkuver og stóriðju. íslenzkt náttúruverndarfólk þarf ekki aðeins að halda vöku sinni, heldur taka upp andóf til að koma í veg fyr- ir, að Eyjabökkum verði sökkt sem skiptimynt í goggun- arstríði ráðherra orku- og umhverfismála. Eyjabakkar verða ekki varðir með nokkrum ráðstefnum. Framsóknarmenn munu rægja erlenda stuðningsaðila málsins á borð við World Wildlife Fund og kalla þá öfga- hópa, sem ætli að segja íslendingum fyrir verkum. Það mun falla í kram þjóðemissinnaðra öfgamanna, sem eru flölmennir meðal kjósenda Framsóknarflokksins. Staðan er verri en hún var fyrir kosningar. Sam- kvæmt ummælum umhverfisráðherra telja framsóknar- menn sig hafa upp úr kjörkössunum umboð kjósenda til að gera það, sem þeim þóknast gegn náttúru íslands, þótt kannanir sýni stuðning fólks við Eyjabakka. Fyrstu ummæli nýs umhverfisráðherra benda til, að baráttan gegn hinum pólitísku landeyðingaröflum þurfi að verða óvenjulega hörð á þessu kjörtímabili. Jónas Kristjánsson Kennarar a> störfum, hlutskipti fleirra er sérkennilegt eins og Gu>bergur bendir á í grein sinni. Nú fá kennarar á kjaftinn Nú er öldin önnur og hegðunarmynstrið hef- ur snúist við, því krakk- ar gefa kennurum á kjaftinn en félögum sín- um hass með hníf- stungu. Enginn má skilja ástæðuna, ekki einu sinni kennarar. Hún kynni að særa ekki bara freku barnssálina heldur samfélagið líka, svo ekki sé talað um for- eldra. Ef kennari teldi sig vita það sem hann veit myndu margir hjóla i hann, hefði fólk tíma frá vinnu og því að vera í fæðingarorlofum. Svo sveitarfélögin ein sjá um að halda honum „Við barnakennslunni eru að taka miðaldra konur sem hurfu ungar frá námi i barneignir. Þannig verða ólærðir að læri- meisturum, en lærðir kennarar að hornrekum.“ Kjallarinn Gu>bergur Bergsson rithöfundur Einu sinni þótti sjálfsagt að kennar- ar gæfu stundum óþægum krökkum á kjaftinn og máttu setja þá í skammar- krókinn. Talið var að þeir hefðu meira vit en krakk- ar á þvi, hvað væri kennsla, kurteisi og góð hegðun. For- eldrar voru oftast fegin ef einhver lærður tugtaði krakkana til. Það tók ómakið af þeim við matborðið. Þá var haldin lítil rassskellingahátíð á flestum kristnum heimilum, enda eru krakkar tregir til að hlýða og borða það sama og foreldrarnir. Allir sem hafa fæðst vita að höm- um er meðfætt að hafa meira vit en kennarar. Þau vita líka af eðlisávísun hvað er góður mat- ur. Barnið telur auk þess að það hafi alltaf rétt fyrir sér, enda þekk- ir það hvorki heiminn né sjálft sig fyrr en það er næstum of seint og mál að fara i meðferð eða í gröflna með þá fúlmennsku sem áður var kölluð stórbrotin íslensk skap- gerð. niðri með lágum launum. Aðrir láta nægja að telja vandann stafa af ónógri tölvuvæðingu í skólum og skorti á tjáskiptum sem mætti laga með því að öll böm fengju far- síma. Ekki er nóg að kennarar mæti sveitarfélögum, heldúr er komið á menntasviðið nýtt fyrirbrigði. Karlar hverfa óðar úr kennslu og skólamir eru mannaðir kvenkröft- um. Þó halda skólastjórar velli í sinni karlmannlegu mynd, kannski einu karlarnir sem kenna. Aðrir era leiðbeinendur, konur sem bregða sér hálfan dag að heiman eftir uppvaskið, óhræddar við fogin og villingana. Þær hafa gert drauminn að veru- leika, miða allt við hálfsdags getu og þarfir. Við barnakennslunni em að taka miðaldra konur sem hurfu ungar frá námi í barneignir. Þannig verða ólærðir að læri- meistumm, en lærðir kennarar að hornrekum. Af þessu stafar á sinn hátt upp- lausnin í samfélaginu hvað varðar siðina, agann og undirstöðu- menntun. Kennarar þora ekki að tæpa á öðm en kjarabaráttunni. Að því leyti eru þeir eins og hverj- ir aðrir íslenskir röflarar. Þeir röfla hátt, en það tekur í raun og veru enginn mark á röflinu, varla þeir sjálfir, heldur hugsa þeir um að komast í betur launað starf, hjá tölvufyrirtækjum, sem selja í skólana sem þeir hrökkluðust frá með lítilli sæmd. Nú em alltaf til peningar til kaupa á tækjum í landi þar sem áður var ekkert til í skólum nema útsögunarsagir, jafnt fyrir stráka og stelpur, og nokkrar arkir áf kalkipappír sem varð þó að fara sparlega með við að taka upp jólasveina úr dönsku blaði. Guðbergur Bergsson Skoðanir annarra Gráturinn þagnaður „Kristján hefur verið andlit LÍÚ og málsvari svo lengi sem fullorðnustu menn muna. Maður man hann á svarthvítum skjánum, grannan, þunnhærðan og með gríðarsíða barta, sígrátandi yfir stöðu út- gerðarinnar og barmandi sér fyrir örlögum öreiga í stétt útgerðarmanna. Stjáni grátur kölluðu menn hann á þeim tíma. Og hann lék hlutverk sitt af sann- færingarkrafti, sýndist svo aumkunarverður og jafn- vel svangur að maður fékk yfirleitt óstjórnlega sam- úð með aumingja útgerðarmönnunum. Kristján var sem sé fyrirmyndar andlit LÍÚ út á við í svarthvítu sjónvarpi á taprekstrartímanum." Jóhannes Sigurjónsson saknar Kristjáns Ragnars- sonar í greininni Gráturinn þagnaður í Degi á laug- ardaginn. Þaö er gott, blessað veðrið „Fátt á meiri þátt í að gera ísland að góðu landi til að byggja en hressandi veðurfarið. Hvergi í heimin- um er jafn lítil hætta á að fólk lendi í neyð vegna skorts á drykkjarvatni, fái sólsting eða staðni og verði dáðlaust vegna allt of mikillar veðurblíðu. Hér er alltaf eitthvað að gerast, bylur getur dunið yfir í júni, tjöldin geta alltaf fokið um nóttina, sama hvemig útlitið hefur verið um kvöldið. Fjölbreytni er öllum holl og útlendingar era búnir að uppgötva þetta. Þeir flykkjast nú til landsins í sívaxandi mæli, hundleiðir á sólarbreyskjunni heima fyrir og vilja meira fjör.“ Kristján Jónsson ber í bætifláka fyrir íslenskt veður- far og kemst að raun um ágæti þess. Mbl. á laugar- dag. Voðaverkin í Kosovo „Yfirleitt er fólk þeirrar gerðar, að það vill búa í friði. Stundum kalla aðstæður fram í fólki hneigð til ofbeldisverka. Það er auðvelt að skilja þá, sem hafa horft upp á það að konum væri nauðgað, bömum misþyrmt, karlar pyntaðir og fjöldamorö framin, að þeir hinir sömu vilji ná fram hefndum, ef þeir kom- ast í færi til þess. En hefnd kallar á aðra hefnd og svo koll af kolli, kynslóð eftir kynslóð.“ Reykjavíkurbréf Mbl. á sunnudag þar sem fjallað er m.a. um atburðina í Kosovo.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.