Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 25 Sport Sport Rakel Ogmundsdóttir sést her með knöttinn í sínum fyrsta leik meó Breiðabliki í tvö ár en hún kom inn í iið Breiðabliks ásamt Katrinu Jónsdóttur sem sést á litlu myndinni skora fyrra mark Blika í 2-0 sigri. DVfyndir ÞÖK ■ ÚRVALSD. KV. KR 5 5 0 0 27-2 15 Valur 6 5 0 1 21-5 15 Breiðablik 6 4 1 1 15-7 13 Stjarnan 5 3 1 1 14-8 10 ÍBV 5 2 0 3 17-11 6 ÍA 5 1 0 4 5-16 3 Grindavík 5 0 0 5 2-27 0 Fjölnir 5 0 0 5 1-26 0 Markahæstar: Ásgerður Ingibergsdóttir, Val .... 9 Helena Ólafsdóttir, KR ...........8 Karen Burke, ÍBV..................6 Þrir leikir eru i kvöld: KR-Stjaman, ÍA-Grindavík og Fjölnir-ÍBV. 2. DEILD KARLA Vegna mistaka birtist gömul staða í blaðinu í gær. Rétt staða í 2. deild er þannig: Tindastóll 5 4 10 1M 13 Leiknir R. 5 3 2 0 9-2 11 Fyrsta körtukeppni sumarsins: Komin til að vera Deschamps til Chelsea Didier Deschamps, fyrirliði heimsmeistaraliðs Frakka í knattspymu, skrifaði í gær undir þriggja ára samning við enska félagið Chelsea. Deschamps hefur undanfarin fimm ár leikið með Juventus þar sem hann varð þrisvar ítalskur meistari og Evrópumeistari 1996. Þá lék hann við hliðina á Gianluca Vialli, núverandi fram- kvæmdastjóra Chelsea. Með Chelsea leikur besti vinur Des- champs, Marcel Desailly, og líklega réð það miklu um ákvörð- un hans. -VS Hér sjást tveir keppendanna á bílum sínum og fyrir ofan er Kristinn Kristins- son með Dynobikarinn. DV-myndir NG Evrópumótiö í körfu: Króatar björg- uðu sér í lokin Evrópumótið í körfuknattleik hófst í Frakklandi í gær. Aðeins Króatar unnu leik sinn af þeim þremur löndum sem voru með Is- landi í riðli í undankeppninni. Króatar unnu Itali með 2 stigum eftir að hafa verið 19 stigum undir í hálfleik, Bosnía tapaði fyrir Tyrklandi og Tékkar unnu Litháa óvenju létt með 16 stiga mun. Úrslitin: A-riðill Makedónía - Frakkland ........67-71 ísrael - Júgóslavía ..........61-81 B-riðUl Ungverjaland - Spánn..........75-84 Sóvenía - Rússland............47-68 C-riðill Króatia - Ítalía..............70-68 Bosnia - Tyrkland.............42-57 D-riðiU Þýskaland - Grikkland ........59-58 Tékkland - Litháen............78-62 -ÓÓJ Ástralinn sigraði í Veggsporti I framhaldi af sýningu sinni 17. júní stóð Bílaklúbbur Akureyrar fyrir mikilli mótorsportshátíð um síðustu helgi. Meðal þess sem var á dagskrá var fyrsta Go-kart keppnin þar sem keppt var um Dynobikarinn. Keppnin var haldin í Frostagötu sem hafði verið lokað sérstaklega og settar upp varnargirðingar. Alls komu um 20 bílar til leiks og var 100% mæting frá Akureyri en þar eru 12 bílar. Voru keppendur mjög ánægðir með framkvæmd keppninnar og brautina en bleyta kom í veg fyrir að hægt væri að keyra hana á fullri ferð. Fyrst fóru fram tímatökur til að raða keppendum á ráslínu og síðan voru keyrðar þrjár keppnir sem allar voru mjög skemmtilegar á að horfa. Eitthvað var um samstuð og að kepp- endur keyrðu út af en vegna góðs ör- yggisbúnaðar var aldrei hætta á ferð- um. Kristinn Kristinsson varð í fyrsta sæti, Marinó Sveinsson í öðru og Við- ar Sigþórsson í því þriðja. Þessi keppni gerði meira en nokkuð annað í að sýna og sanna að þessi keppnisgrein er komin til að vera hér á landi. Búast má við hörkuspennandi keppni í sumar á nýju brautinni í Kapelluhrauni. -NG Vetrarleikarnir 2006 í Tórínó: Martröð hjá Ríkharði Ríkharður Daðason, landsliðsmiðherji í knattspymu, upplifði hreina martröð á sunnudag. Hann fékk sex dauðafæri þegar Vik- ing mætti Skeid i norsku A-deildinni en nýtti ekkert þeirra og Skeid vann óvæntan útisigur, 0-1. I viðtali við Stavanger Aften- blad í gær sagðist Ríkharður ekki skilja hvað væri á seyði. „I þremur síðustu leikjum hef ég fengið haug af marktækifær- um en ekki nýtt eitt ein- asta. Það er eitthvað að, en ég veit ekki hvað það er,“ sagði Ríkharður við blaðið. -VS Þriðji úrslitaleikur NBA í nótt: New York - sigraði SA Spurs í nótt, 89-Sl Leikmenn New York Knicks hafa ekki játað sig sigraða í einvíginu gegn SA Spurs um NBA-meistaratitil- inn. I nótt gerðu þeir sér lítið fyrir og unnu þriðju viðureign liðanna á heimavelli sínum í Madison Square Garden, 89-81, og galopnuðu þar með einvígið en staðan eftir þessa þrjá leiki er 2-1, SA Spurs í hag. Þar var stórleikur Allans Houston ásamt góðum leik Latrells Sprewell og Larrys Johnson, sem lék nú að nýju eftir meiðsli, sem tryggði heima- mönnum sigurinn en þeir skoruðu saman 74 af 89 stigum sinna manna. „Houston var hreint ótrúlegur all- an leikinn út í gegn,“ sagði Tim Duncan, stórstjama í liði Spurs sem skoraði 20 stig en náði ekki skora stig í fjórða leikhluta. Larry Johnson lék vörnina vel gekk Duncan og það skipti sköpum í leiknum. Stig New York: Houston 34, Sprewell 24, Johnson 16, Camby 5, Childs 4, Ward 2, Thomas 2, Dundley 2. Stig SA Spurs: Robinson 25, Duncan 20, Johnson 10, Daniels 8, Elliot 7, Elie 6, S. Kerr 5. Næstu tveir leikir á miðvikudag og fostudag fara einnig David fram á heimavelli New York. -GH Robison skoraði 25 stig fyrir SA Spurs gegn New York í nótt. Hefnd Svisslendingar era ævareiðir vegna þess að meðlimir Alþjóða ólympíu- nefndarinnar, IOC, ákváðu um liðna helgi að vetrarólympíuleikarnir árið 2006 skyldu fara fram i Tórínó á Ítalíu. Sex borgir sóttu um að halda leik- ana, Helsinki, Finnlandi, Klagenfurt, Austurríki, Poprad Tatry, Slóvakíu, Zakopane, Póllandi, Sion, Sviss, og Tórínó á Ítalíu. Flestir áttu von á því að IOC myndi ákveða með atkvæðagreiðslu að leik- arnir færa fram í Sion. Eftir fyrstu umferð atkvæðagreiðslunnar stóð val- ið á milli Tórínó og Sion. Þegar gert var upp á milli þessara borga fékk Tórínó 53 atkvæði en Sion 36. Eins og áður sagði olli þessi niður- staða Svisslendingum gríðarlegum vonbrigðum. Þetta var þriðja umsókn Sion um vetrarleika og sú síðasta að sögn undirbúningsaðila eftir að niður- staðan varð ljós. Siðapostulinn Juan Antonio Samar- anch, forseti IOC, tilkynnti niðurstöð- una. Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum víða um heim hefur hann margbrotið siðareglur IOC en drottn- ar enn yfir nefndinni í skjóli sið- lausra meðlima sem hann hefúr sjálf- ur skipað í nefndina. Uppljóstranir Hodlers höfðu mikið að segja Svisslendingurinn Marc Hodler, sem sæti átti i IOC, kom upp um spill- ingu og mútur innan IOC í lok síðasta árs sem endaði með því að 10 meðlim- X 9) IWCUNP Forráóamenn italska liðsins Lazio hafa nú gert Arsenal lokatilboð í Frakkann Nicolas Anelka. Tilboð ítalanna hljóðar upp á 2,5 milljarða króna og stendur það tilboð fram i miöja vikuna. West Ham hefur gert skoska A-deild- arliðinu Celtic tilboð i ástralska landsliðsmanninn Mark Viduka. West Ham er tilbúið að láta ísraelska landsliðsmanninn Eyal Berkovic til Celtic í staðinn en hann er metinn á 660 milljónir króna. Tottenham hefur einnig sýnt áhuga á að fá Viduka og hefur boðið 550 miUjónir í leikmann- inn. Dave Bassett, hinn nýi framkvæmda- stjóri Bamsley, hefur sett sig í sam- band við sitt gamla félag, Nottingham Forest, og óskað eftir því að fá mark- vörðinn Dave Beasant. Bassett og hinn 40 ára gamli Beasant em góðir vinir en Beasant lék undir stjóm Bas- setts hjá Wimbledon og Forest. Graham Taylor, sem stýrði Watford upp í A-deildina, ætlar að styrkja lið sitt með einhverjum „reynslubolta". Taylor var á höttunum eftir Giu- seppe Bergomi, hinum 36 ára gamla varnarmanni Inter, en nú lítur allt út fyrir að hann sé á leið í bandarisku deildina. Taylor hefur nú sett sig í samband við umboðsmann Búlgarans Hristo Stoichkov en þessi 33 ára gamli framherji er laus allra mála frá Japan þar sem hann lék í vetur. David Wetherall, varnarmaður Leeds, gæti verið á leið til Southamp- ton. David Jones, stjóri Southamp- ton, vill fá Wetherall i stað Kens Monkou sem lýsti því yfir að hann vildi fara frá félaginu. Ronnie Whelan, fyrrum leikmaður Liverpool, vUl að sitt gamla félag geri Phil Thompson að framkvæmda- stjóra liðsins í staö Frakkans Gerard Houlliers. Whelan segir að Houllier sé fær þjálfari en það sé erfitt að þjálfa og stjóma félagi á sama tíma. Whelan segir að Thompson sé fæddur sigurvegari og það besta sem Liver- pool myndi gera væri að gera hann að framkvæmdastjóra. John Carew, hinn 19 ára gamli fram- hetji hjá norska A-deildarliðinu Vál- erenga, er á leið til enska A-deildar- liðsins Wimbledon. Egil Drillo Ol- sen stjómar málum hjá Wimbledon en Carew lék undir hans stjórn hjá Válerenga. Ekki er komið á hreint hvort Carew fari til Wimbledon eftir tímabilið í Noregi eða strax. Alan Curbishley, stjóri Charlton, hefur skrifað undir nýjan ijögurra ára samning við félagið. Forráða- menn Charlton em mjög ánægðir með störf Curbishley þrátt fyrir að liðið hafi faUiö í B-deildina undir hans stjóm og telja hann einn þann efnilegasta í faginu. -GH Júgóslavi til Skallagríms? - Franson ekki áfram DV, Vesturlandi: Úrvalsdeildarlið Skallagríms í körfu- knattleik á nú í viðræðum við Júgóslav- neskan leikmann. Sá er 2,03 á hæð og er miðframherji og kemur hann til með að styrkja mjög lið Skallagríms á komandi vetri. Þá era hverfandi líkur á því að Eric Franson verði áfram þjálfari Skallagríms næsta vetur að sögn Birgis Mikaelssonar, framkvæmdastjóra körfuknattleiksdeildar Skallagríms, en deildin er að leita að er- lendum þjálfara þessa dagana. Allir þeir leikmenn sem léku í fyrravet- ur með Skallagrími verða áfram í herbúð- um þeirra. Auk þess mun Birgir einnig leika með þeim. Þannig að það lítur út fyr- ir að Skallamir verði mjög sterkir á kom- andi leiktíð. -DVÓ Schmeichel fær 56 milljónir Peter Schmeichel, fyrram markvörður Manchester United, ætti að eiga fyrir salti í grautinn í Portúgal en kappinn gerði um helgina tveggja ára samning við Sporting Lissabon eftir 8 góð ár á Old Trafford. Smeich- el, sem er 35 ára gamall, fær litlar 56 milljónir króna í árslaun hjá nýj- um vinnuveitendum sem ætla sér stóra hluti á næstunni með hðið. Það réð fyrir nokkra ítalann Giuseppe Materazzi í starf þjálfara og honum er ætlað að koma Sporting í fremstu röð en liðið hefúr ekki unnið meistara- titilinn í 17 ár. Fleiri sterkir leikmenn verða keyptir til félagsins fyrir næsta tímabil enda peningastaðan ágæt eftir að liðið seldi Simao Sabrosa til Barcelona fyrir 1 milljarð króna. -GH ir IOC vora reknir úr nefndinni. Er það útbreidd skoðun að með atkvæða- greiðslunni hafi nefndarmenn viljað hefna sín á Svisslendingum vegna uppljóstrana Hodlers. „Ég tel að uppljóstranir Hodlers hafi haft mikið með það að gera að við töpuðum atkvæðagreiðslunni. Með- limum IOC tókst ekki að greina á milli afskipta Hodlers og umsóknar okkar. Þeir vildu refsa okkur og hefna sín á Svisslendingum og gerðu það,“ sagði Raymond Loretan, formaður undirbúningsnefndarinnar í Sion, eft- ir að niðurstaðan varð ljós. IOC er með höfúðstöðvar sínar í Lausanne í Sviss, 100 kílómetra frá Sion. Strax eftir atkvæðagreiðsluna varð almenningur viti sínu fjær af reiði og ekki leið langur tími þar til orðið mafia hafði verið krotað á byggingu IOC í Lausanne. Ljóst er að hafi ein- hverjir Svisslendingar haft ögn af áliti á IOC eft- ir allar mútumar og sið- leysið hvarf það endan- lega með atkvæðagreiðsl- unni. Svisslendingum hafði nefnilega verið gefið hressilega undir fótinn varðandi umsókn Sion áður en ósköpin dundu yfir í lok síðasta árs. Að flestra áliti var Sion mun „girnilegri" ólympiuborg en Tórínó. -SK Bland í nolca Nevada Bob golfmótið var haldið hjá Golfklúbbnum Keili um helg- ina. Mótið var höggleikur af hvít- um teigum og bláum en punkta- keppni af gulum og rauðum teigum. Ólafur Már Sigurósson, GK, sigr- aði í höggleiknum á 68 höggum, Styrmir Gunnarsson, NK, varð annar á 70 höggum og Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, þriðja á 73 höggum. í punktakeppninni sigraði Einar Gunnarsson, GK, með 44 punkta, Siggeir Vilhjálmsson, GSE, varð annar með 43 punkta og Stefán Guðjónsson, GS, þriðji með 42 punkta. Golfklúbbur Ólafsjjaröar heldur innanfélagsmót á Golfvellinum að Lónakoti í Skagafíröi á laugardag- inn og hefst mótið klukkan 13. Elvar Skarphéðinsson, GMS, sigr- aði í karlaflokki og Anne Mette Kokholm, GOB, í kvennaflokki á opnu golfmóti sem haldið var í Stykkishólmi á laugardag og var kennt við Sjóvá-Almennar og Tölvuverk ehf. Með forgjöf sigruðu Heiðar Breiðfjörð, GK, og Friða Óskarsdóttir, GOB. Kristvin Bjarnason, GL, sigraði án forgjafar á minningarmóti Sig- urðar Bjarnason sem haldið var á Vallarhúsavelli í Sandgerði um helgina. Kristvin lék á 71 höggi. Ólafur Már Sigurðsson, GK, kom næstur á 72 höggum og Svanþór Laxdal, GKG, þriðji á 73 höggum. í keppni með forgjöf sigraði Sœvar Már Gunnarsson, GSG, á 63 högg- um. í kvennaflokki sigraöi Hulda Björg Birgisdóttir, GS, á 64 högg- um. Þóra Eggertsdóttir, GKG, kom næst á 69 höggum og Elín Gunnarsdóttir, GS, þriðja á 70 höggum. Þórdis Geirsdóttir, GK, átti besta skor án forgjafar eða 76 högg. Norski landsliðsmarkvörðurinn Frode Grodas er kominn aftur til þýska liðsins Sehalke. Hann hefur verið í láni hjá Racing Santander á Spáni og neitaði að vera þar áfram. í DV i gœr féll niður millinafn markaskorara KVA gegn KA í 1. deild karla í knattspyrnu. Rétt nafn markaskorarans er Egill Örn Sverrisson. Haraldur Ing- ólfsson lék síð- ustu 20 mínút- umar með Elfs- borg í gærkvöld þegar liðið gerði jafntefli, 2-2, við AIKí sænsku A- deildinni i knattspymu. Frölunda vann Trelleborg, 2-1. Elfsborg er í 9. sæti með 12 stig en á toppnum em Örgryte og Helsingborg með 22 stig og Habnstad með 20 stig. Enska knattspyrnufélagið New- castle keypti f gær spænska lands- liösmiðvörðinn Marcelino Elena frá Mallorca fyrir rúman milljarð króna. Toni Jimenez, landsliðsmarkvörð- ur Spánar í knattspymu, gekk í gær til liös við Atletico Madrid, en hefur leikið með Espanyol undan- farin sex ár. Knattspyrnudeild ÍBV tilkynnti í gær að ekki yrði lögð fram kæra á hendur Val fyrir að nota leikmann gegn ÍBV í úrvalsdeild kvenna sem ekki var á leikskýrslu. Eyjamenn segja að augljóslega hafi verið um mistök að ræða, gleymst hafi að skrá varamann sem síðan var not- aður í leiknum og hann hafl ekki haft afgerandi áhrif á úrslitin en Valur vann, 2-1. -GH/SK/VS Fyrsta tapið - Blikar urðu fyrstir til að vinna Valsstúlkur í sumar Breiðablik varð i gær fyrsta liðið til að vinna Val, 2-0, í úrvalsdeild kvenna líkt og í fyrra en nú kom tap Vals í 6. leik en í fyrra i þeim 11. Blikastúlkur mættu sterkar til leiks styrktar af þremur leikmönnum sem voru að spila sinn fyrsta leik í sumar og í fyrri hálíleik var aðeins eitt lið á vellinum. Rakel Ögmunds- dóttir (frá Bandaríkjunum), Katrín Jónsdóttir (frá Noregi) og Helga Ósk Hannesdóttir (úr meiðslum) efldu Blika með tilkomu sinni í liðið og það var oft stórskemmtilegt að fylgj- ast með því þegar Breiðablik yfirspil- aði Valsliðið fyrri hluta leiksins. Það tók Katrínu til dæmis aðeins 10 mínútur og 11 sekúndur að opna markareikninginn er hún skallaði inn góða aukaspyrnu Margrétar Ólafsdóttur í bláhornið. 12 mínútmn síðar bætti Erna Sigurðardóttir marki við eftir góða fyrirgjöf Hildar Sævarsdóttur frá hægri. Katrín Jónsdóttir lék vel fyrir Blika og fagnaði sigri í fyrsta leik. „Það er rosalega gaman að koma og spila aftur með stelpunum. Þetta gekk betur í fyrri hálfleik þegar við áttum miðjuna og við náðum síðan að halda þessu sem er jákvætt," sagði Katrín, sem spilar þó aðeins einn leik til viðbótar þar sem deild- in úti byrjar aftur strax í júlf. Valskonur unnu á og áttu mun betri seinni hálfleik en slakur fyrri hálfleikur varð þeim að falli, vora í raun heppnar að sleppa þar með aðeins tvö mörk á sig. -ÓÓJ Blcmd í noka Sólborg Hermundsdóttir tryggði Tindastóli 0-1 sigur á Hvöt í B-riðli fyrstu deildar kvenna í knattspyrnu í gær. Sindri stendur best að vígi i C-riðli 1. deildar kvenna eftir tvo leiki við Ein- herja á Homafirði um helgina. Fyrst varð 0-0 jafntefli og síðan sigraði Sindri, 1-0. Huginn/Höttur og KVA skildu jöfn, 1-1, í gærkvöld. Sindri er með 7 stig, Huginn/Höttur 5, Einherji 4 og KVA 2. Sigurjón Arnarson, GR, sigraði á opna FedEx golfmótinu hjá Golfklúbbnum Setbergi á sunnudaginn. Hann lék á 72 höggum en Otto Sigurðsson, GKG, og Styrmir Guðmundsson, NK, á 73 hvor og sigraði Otto í bráðabana um annað sætið. Sigurgeir M. Sigurgeirsson, GSE, sigraði i keppni með forgjöf. Poul Erik Andreassen, þjálfari Rík- harðs Daóasonar, Auðuns Helgasonar og félaga hjá Viking Stavanger i norsku knattspyrnunni, þykir valtur í sessi eft- ir fjögur töp i röð. Vangaveltur um eftir- mann hans eru komnar i gang og meðal þeirra sem nefndir hafa verið til sög- unnar er Tony Knapp, fyrrum lands- liðsþjálfari fslands. Knapp, sem er rúm- lega sextugur, þjálfar D-deildarlið i ná- grenni Stavanger en margir telja að hann hafi þann kraft sem til þurfi til að rífa liðið upp. KSÍ og Landssíminn undirrituðu í gær samning um að úrvalsdeild kvenna skyldi nefnd Landssímadeildim rétt eins og úrvalsdeild karla. -ÖÓJ/VS - Kim Magnús náði lengst Islendinganna á alþjóðlega miðnæturmótinu í skvassi Sindri 5 2 3 0 7-2 9 HK 5 2 2 1 12-10 8 KS 5 2 1 2 9-8 7 Ægir 5 1 3 1 8-11 6 Selfoss 5 1 2 2 9-9 5 Þór A. 5 1 1 3 5-11 4 Léttir 5 1 0 4 9-18 3 Völsungur 5 0 1 4 5-16 1 Miðnæturmótiö í skvassi var haldið í Veggsporti um helgina. 36 erlendir keppendur tóku þátt í mótinu auk 10 íslendinga en mótið gaf punkta á heimslistann. Á meðal erlendu keppendanna var Paul Price frá Ástralíu sem er í 15. sæti á heimslistanum og Jenny Tran- field frá Englandi sem er í 25. sæti. Það var Paul Price sem varð hlut- skarpastur í karlafkokki en hann hafði betur gegn Juliana Wellings frá Englandi í úrslitaleik, 3-0. Ikvenna- flokki fagnaði Tegwen Malik frá Wa- les sigri en hún lagði Rachael Grin- ham frá Ástralíu í úrslitum, 3-0. íslandsmeistarinn Kim Magnús Nielsen stóð sig best íslensku kepp- endanna en hann tapaði fyrir Danan- um Mads Korsbjerg í B-úrslitum, 3-0. I B-riðlinum kepptu þeir sem töpuðu í 1. umferð i A-riðlinum. Magnús Helga- son og Sigurður G. Sveinsson komu svo í 3. -4. sæti í B-riðlinum. Ásta Ólafsdóttir var í 3.-4. sæti í B- riðlinum í kvennaflokki. Mótið tókst mjög vel í alla staði og vora erlendu þátttakendurnir mjög ánægðir með mótið og aðstöðuna í Veggsporti. -GH Bland í noka Heimsmeistaramótió í knattspymu kvenna hófst í Bandarfkjunum um helgina. I fyrrinótt léku heimsmeist- arar Norðmanna sinn fyrsta leik á mótinu og þeir hófu titilvömina með 2-1 sigri á Rússum. Brit Sandaune og Marianne Pettersen komu Norð- mönnum í 2-0 áður en Galina Kom- arova minnkaði muninn fyrir Rússa 10 mínútum fyrir leikslok. Önnur úr- slit í fyrrinótt urðu þau aö Ástralía og Ghana skildu jöfn, 1-1, ítalia og Þýskaland gerðu einnig 1-1 jafntefli og Nigeria hafði betur gegn N-Kóreu, 2-1. Guðlaugur Guðlaugsson, GK, sigr- aði á opna Lacoste-mótinu í golfi sem fram fór á Korpúlfsstaðavelli um helgina. Leiknar voru 18 holur og var um punktamót að ræða. Guðlaugur hlaut 41 punkt fyrir 1. sæti. Kristján O. Jóhannesson, GR, varð annar með 39 og Gunnsteinn Skúlason, GR, þriðji með 38 punkta. Með besta brúttó skor var Sváfnir Hreiðars- son, GK, á 78 höggum. Elsa Karen Jónsdóttir, GR, sigraði á kvennamóti Hans Petersen sem fram fór í Grafarholti. Elsa hlaut 40 punkta. Hólmfríöur G. Kristinsdótt- ir, GR, varð önnur með 38 punkta og Ingunn G. Guðmundsdóttir, GR, þriðja með 38 punkta. Katla Krist- jánsdóttir var með besta brúttó skor- ið eða 84 högg. Jónshlaupið svokallaða fer fram á Héraðsmóti HSK á Laugarvatni á morgun. Mótið er til heiðurs Jóni H. Sigurðssyni sem á árum áður var einn helsti langhlaupari HSK eða allt þar til hann lenti í alvarlegu slysi og lamaðist á fótum. Jónshlaupið er eina greinin á Héraðsmóti HSK sem opin er til þátttöku utanhéraösfólks. Allir sem áhuga hafa á þátttöku geta látið skrá sig með því að senda tölvupóst <kari@ismennt.is> eða hringja i 896- 5650. Tekið er við skráningum allt fram aö 30 mínútum fyrir hlaupið og er skráningargjald krónur 500. Hið árlega pollamót Þórs og Flugfé- lags íslands fer fram dagana 2. og 3. júlí á íþróttasvæði Þórs á Akureyri. Nú þegar hefur veriö send út þátt- tökutilkynning til allra þeirra liða sem tóku þátt í síðasta móti svo og til þeirra sem hafa óskað eftir því að fá að vera með. Ef það eru einhverjir sem telja sig ekki hafa fengið um- ræddar tilkynningar þá eru þeir beðnir að hafa samband við Svölu Stefánsdóttur í síma 461-2080 eða á tölvupósti <thor@nett.is>. AUra síð- asti möguleiki til að greiða þátttöku- gjaldið og að komast á mótið er 24. júní. Það verða Barcelona og Real Ma- drid sem verða fulltrúar Spánar i meistaradeild Evrópu i knattspymu á næstu leiktíð. Síðasta umferð spænsku A-deildarinnar var leikin í fyrrakvöld. Börsungar voru fyrir löngu búnir að tryggja sér titilinn en baráttan um 2. sætið og um leið sæti i meistaradeildinni stóö á milli Mall- orca og Real Madrid. Mallorca stóð betur að vígi fyrir lokaumferðina en liðið tapaði fyrir Valencia, 3-0, á með- an Real Madrid sigraði Deportivo Coruna, 3-1. Þar með náði Madridar- liðið öðm sætinu í deildinni. Raul Gonzales var hetja Real Ma- drid. Hann skoraði 2 mörk gegn Deportivo og varð markahæsti leik- maðurinn í deildinni með 25 mörk, einu marki meira en Brasilíumaður- inn Rivaldo hjá Barcelona. Breyting- ar eru í vændum hjá Real Madrid en Christian Panucci, Davor Suker, Predrag Mijatovic og Clarence Seedorf era allir á forum frá félag- inu. Payne Stewart sem sigraði á opna banda- ríska meistaramót- inu í fyrradag hefur færst upp um tvö sæti á nýjum styrk- leikalista og er kom- inn í 11. sætið. Þrir Bandaríkjamenn era á toppnum. David Duval er efstur, Tiger Woods annar og Davis Love er þriðji, Vijay Singh frá Fiji er fjórði, Bretinn Colin Montgomerie fimmti, Mark O’Me- ara, Bandaríkjunum, sjötti, Ernie Els, S-Afríku, sjöundi, Phil Mickel- son, áttundi, Lee Westwood, Bret- landi, er níundi og Nick Price, Zimbabwe, tíundi. Eftirlit með ólöglegu lyfjaáti kepp- enda verður með öflugasta móti á Wimbledon-stórmótinu í tennis sem hefst innan skamms í Englandi. Mót- ið stendur yfir í hálfan mánuð og Alþjóða tennissambandið hefur nú lýst því yfir að alls verði 100 kepp- endur teknir í lyfjapróf meðan á mótinu stendur. -GH/-SK +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.