Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 33 Myndasögur T3 :0 m v<D Sh ÍH r Sjáöu til. ástin min. Eg þarf Y aö fara snemma á fætur til y '‘aö veiöa. Gætiröu þvl ekki> isleppt öllum- I predikunum? Miajr öí • H 172 Veiðivon Magnús Elliðason með stærsta laxinn úr Rangánum í gærmorgun. Hann var 14,5 punda og tók svartan tóbý á Rangárflúðinni. Þar veiddust fimm laxar DV-mynd Þröstur Elliðason Laxá á Refasveit: Lax í þriðja kasti - veiðin byrjaði vel í Rangánum og Flóku Laxveiðimenn geta ekki kvartað þessa dagana yfir veiðinni. Hún er fln og hefur veiðst vel við opnun, þó hvergi eins vel og í Grímsá í Borgar- firði þetta sumarið. Fyrsta hoUið veiddi 88 laxa og fyrsti dagurinn gaf 66 laxa. „Þetta var gaman, við fengum lax- inn í Gljúfrabúa og hann tók maðk, baráttan stóð yfir í þó nokkurn tíma og fiskurinn var lúsugur," sögðu þeir félagarnir Helgi Ingvarsson og Reyn- ir Ólafsson viö Laxá á Refasveit í gærmorgun en þá hófst veiðin form- lega í ánni þetta árið. Það hafa marg- ir kíkt i Laxá og séð laxa. Fyrir fáein- um dögum litu menn niður fyrir laxastigann og þá sáust 10-12 laxar. í fyrradag sáust laxar nokkru neðan, eða í Hjónahylnum. Laxinn er því kominn í ána en hefur greinilega fært sig ofar. „Laxinn tók í þriðja kasti og þetta var skemmtileg viðureign. Við ætl- um að færa okkur ofar á eftir þvi þar er meiri von um veiði,“ sögðu þeir fé- lagarnir og voru sáttir við fyrsta lax- inn úr ánni sem var 14 punda hæng- ur. 14,5 punda lax á svartan tóbý á Rangárflúðunum „Það hefur verið fjör héma i opnun- inni, það veiddust 6 laxar í Ytri-Rangá og sá stærsti veiddist á Rangárflúð- inni. Hann var 14,5 pund og tók svart- Veiddu lax í Nónhyl, 45 kíló- metra f rá sjó „Þetta er rétt að byrja en við förum rólega í þetta til að byrja með. Við fengum 5 laxa í morg- un og var sá stærsti 15 pund,“ sagði Pétur Pétursson í veiði- húsinu Flóðvangi viö Vatns- dalsá en veiðin hófst þar í gær- morgun. C Umsjón Gunnar Bender „Við fengum stærsta fiskinn í Nónhyl, 15 punda hrygnu, en hylurinn er 45 kílómetra frá sjó og fiskurinn var grálúsugur. Hnausakvömin gaf tvo laxa, Stekkjarfoss og Nónhylur. Það er öllum laxi sleppt eins og ver- ið hefur,“ sagði Pétur í lokin. an tóbý,“ sagði Þröstur Elliðason en Rangámar vora opnaðar í gærmorgun. „Það var Magnús Elliðason sem veiddi fiskinn, þennan 14,5 punda, og þetta var skemmtileg barátta. Laxinn var frá 9 upp í 14,5 pund. Tveir veiddust á spún en fjórir á flugur. Það kom laxar á land í Eystri-Rangá en við vitum ekki hve margir. Við höfum ekki feng- ið svona marga laxa á fyrsta degi svo » þetta lofar góðu,“ sagði Þröstur. Opnunarhollið veiddi 88 laxa í Grímsá „Það hefur aðeins dregið fyrir sólu hérna í Lundarreykjadalnum en þetta er allt í góðu lagi, opnunar- hollið endaði í 88 löxum," sagði Sturla Guðbjarnarson í Fossatúni er við spurðum um stöðuna í Grímsá í Borgarfírði í gærdag. „Stærsti laxinn var 19 pund og hann veiddi Ómar Kristjánsson á maðkinn en stærsti laxinn á flug- una var 16 pund og hann veiddi Kristján Ólafsson. Vatnið hefur að- eins aukist í ánni en menn eru að fá hann,“ sagði Sturla enn fremur. 39 komnir úr Miðfjarðará „Veiðiskapurinn byrjaði hérna á föstudaginn og núna eru komnir 39 laxar á land, sá stærsti er 16 pund,“ sagði Böðvar Sigvaldason á Barði í Miðfirði er við spurðum um stöð- una eftir fyrstu tvo dagana í gær- dag. „Árnar eru vatnsmiklar en það er Upp- og niðurgengið sem opnar ána eins og það hefur gert til fjölda ára,“ sagði Böðvar. Veiddi 8 laxa í beit í Flókadalsá „Ég hef aldrei lent í þessu áður, við hjónin veiddum 8 laxa í beit á maðkinn á Pokabreiðunni, á einum klukkutima og korteri," sagöi Ingv- y ar Ingvarsson á Múlastöðum í gær- dag en Flókadalsá var opnuð á föstudaginn. „Það var fiskur á í hverju kasti og þetta var skemmtilegt. Laxamir vora fjögurra til tólf punda. Fyrsti dag- inn veiddist 21 lax og þaö er víða mikið af honum. í gær var áin orð- in mórauð og erfítt að veiða en hún er öll að koma til,“ sagði Ingvar í lokin. Fyrstu tveir dagarnir í Flóka- dalsá gáfu 25 laxa, sem er mjög gott. ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG INTER SPORT Bíldshöföa 20 • 112 Reykjavík « 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.