Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 Fréttir Úttektin í Mýrarhúsaskóla getur kostað sitt: - bæjaryfirvöldum mikill vandi á höndum Mikill titringur hefur verið í kringum Mýrarhúsaskóla eftir að ráðgjafarfyrirtækið Skref fyrir skref gerði úttekt á stjórnun hans og setti fram tillögur til úrbóta sem skóla- og bæjaryfírvöld hófu þegar að gaumgæfa. Menn spyrja sig hvort þessi aðgerð bæti skóla- starfið þegar upp er staðið eða hvort það taki e.t.v. langan tíma að græða sárin. Svo mikið er víst að skaði er þegar skeður hvað varðar trúnað milli skólastjóra, aðstoðarskólastjóra svo og ann- arra starfsmanna. Upphaf þessa máls, eftir því sem DV kemst næst, er að í nóv- ember sl. stóðu kennarar Mýrar- húsaskóla sjálfir fyrir úttekt á stjórnun og samskiptum innan skólans innan eigin hóps. Þá höfðu lengi heyrst óánægjuraddir meðal starfsfólks. Niðurstaða út- tektarinnar varð sú að við veru- legan vanda væri að etja. Um sama leyti lá fyrir hjá skólanefnd að láta gera faglega út- tekt á stöðu skólans hvað varðaði kennslu o.fl. Þessi könnun skyldi gerð í samvinnu við Rannsóknar- stofnun Kennaraháskóla íslands, eins og tíðkast í skólum landsins. Þetta verkefni var kynnt fyrir kennurum Mýrarhúsaskóla um páskaleytið sl. vetur. Á þeim fundi kom fram hjá þeim að þeir teldu að ekki þýddi að fara út í fag- lega úttekt á skólastarfinu fyrr en stjómun og samskipti innan skól- ans hefðu verið sérstaklega athuguð vegna viðvarandi vandamála. Með fullu samþykki RKHÍ mælti þá með því við skóla- nefnd að hin faglega úttekt yrði ekki gerð fyrr en búið væri að at- huga stjórnunarlega þætti skóla- starfsins betur þar sem kennararnir væru sammála um að þess væri brýn þörf. Skólanefnd vildi bregðast við meintum vanda innan skólans og bauð kennurum að gerð yrði sér- stök úttekt á stjómun og samskipt- um í ljósi vilja þeirra. Þetta var kynnt á kennarafundi síðla vetrar. Tekið var fram að ekki yrði um neina úttekt að ræða nema með fullu samþykki og þátttöku kenn- arafundarins sem samþykkti að út- tektin færi fram. Skólastjóri studdi málið heils hugar, vildi enda taka á óánægju kennara og taldi sig fá stuðning fyrirtækisins við það. Lengi höfðu verið uppi óánægjuraddir meðal starfsfólks við Mýrarhúsaskóla. ráðgjafarfyrirtækisins Skref fyrir skref, en tiiiögur fyrirtækisins hafa valdið miklum titringi. Þær leiddu til úttektar DV-mynd Pjetur Starfsfólk Skrefs fyrir skref tók síðan til óspilltra málanna og ræddi við kennara, skólastjómendur, for- eldraráð, aðra starfsmenn skólans og fulltrúa í skólanefnd. Skýrsla þess endurspeglar það sem fram kom í viötölunum og hvað viðmæl- endur töldu unnt að gera til þess að bæta ástandið. Líklega hefur mörgum brugðið í brún þegar skýrsl- an leit dagsins ljós í síðustu viku og var kynnt starfsfólki Mýrarhúsa- skóla. Þar var starfsfólk m.a. flokk- aö eftir því hvort það var með eða á móti skólastjómendum. Samkvæmt skýrslunni voru 25 prósent „sam- herjar", 30 prósent „andstæðingar." Aðrir vildi ekki taka afstöðu. Starfs- fólk reyndist hins vegar nokkuð sammála um að vandi væri á ferð- inni, hann væri fólginn í stjómun- ar- og samskiptavanda og vissu aga- leysi. Á því þyrfti að taka. Menn voru samdóma um að fara þyrfti í mjög stórt verkefni til að bæta sam- skiptin, auk þess sem uppi vom efa- semdir um hvort samskiptin við skólastjóra og aðstoðarskólastjóra væru þess eðlis að þeim væri við- bjargandi. Ráðgjaf- arfyrirtækið lagði síðan fram margar tillögur til úrbóta, m.a. að farið yrði út í 12 mánaða samskiptaverkefni innan skólans og að skólastjóri og aðstoðarskólastjóri yrðu látnir víkja. Eftirleikinn þekkja lesendur. Samkvæmt heimildum blaðsins átti þorri kennara alls ekki von á að gripið yrði til svo róttækra til- lagna og aðgerða sem síðar varð raunin á og nagar sig nú handar- bökin fyrir bersöglina í ráðgjafavið- tölunum. Guðni Haraldsson, lög- maður Kennarasambands íslands, lítur svo á að uppsagnir séu ólög- mætar aðgerðir samkvæmt stjóm- sýslulögum og lögum um réttindi og skyldur kennara. Dæmdar bætur í þessu sambandi má geta um dóm sem gekk í Héraðsdómi Reykja- ness í fyrradag. Tónlistarskólakenn- ari þar fékk dæmdar bætur þar sem Bessastaðahreppur hafði sagt hon- um upp störfum án þess að áminna hann. Kennarinn, sem hafði verið við störf í einn mánuð fékk litlar 1200 þúsund krónur í bætur. Það má gera sér í hugarlund hvað starfs- menn með allt upp í 30 ára starfs- reynslu fengju í skaðabætur ef dóm- ur gengi þeim í vil á sömu forsend- um. Þess vegna myndu bæjaryfir- völd væntanlega reyna að ná starfs- lokasamningi við aðstoðarskóla- stjóra, sem er æviráðinn, og sam- komulagi um 3ja mánaða uppsagn- arfrest við skólastjóra. Bæjarstjórn Seltjarnamess mun þvi mikill og margvíslegur vandi á höndum þegar hún tekur ákvarðan- ir um framhald málsins á fundi sín- um sem hefst kl. 17 í dag. Kennarar hófu leikinn Skref fyrir skref Upp er komið alvarlegt mál á Seltjarnamesi. Eft- ir því sem fréttir herma mun ráðgjafarfyrirtækið Skref fyrir skref hafa gert úttekt á starfsemi Mýrarhúsaskólans og skipulagningu og eftir að skýrsla fyrirtækisins varð gerð heyrinkunnug fengu skólastjórnendurn- ir tilkynningu um starfs- lok sín. Uppi varð fótur og fit. Skólastjórafélag íslands lýsti frati á skýrsluna og sagöi það illskiljanlegt að skólastjórnendum skyldi sagt upp á grundvelli hennar. Kennarsamband íslands varar við ráðgjaf- arfyrirtækjum og for- maður þess mun taka það til umræðu í stjóm sinni með hvaða hætti „við ráðleggjum félags- mönnum okkar að umgangast svona fyrirtæki“. Bæjarstjórinn á Seltjamesi segir það misskiln- ing að búið sé að segja skólastjómendunum upp og foreldrafélag Mýrarhúsaskóla hvetur bæja- stjórnina til að hafa hagsmuni nemenda skólans að leiðarljósi. Það er svo af ráðgjafarfyrirtækinu Skref fyrir skref að segja að það segir að það hafi alls ekki lagt til að skólastjómendunum skuli sagt upp. Það kemur sem sé í ljós að hér er einhver mis- skilningur á ferðinni. Hvorki skólastjóranum né skólastjómendum hefur verið sagt upp. Samt er allt að verða vitlaust vegna þess að þeim hefur verið sagt upp. Áður en þeim er sagt upp. Hér er sem sagt ekki verið að taka vandamál Mýrarhúsaskóla fyr- ir, skref fyrir skref, heldur er hlaupið til og hamast gegn ákvörðun sem alls ekki er búið að taka og skammast út í Skref fyrir skref fyrir að hafa lagt til að segja skólstjómend- unum upp án þess að Skref fyrir skref hafi lagt til að þeim yrði sagt upp. Þvert á móti er lagt til að vandamál skólans séu leyst skref fyrir skref. En hér verður ekki aftur snúið. Bæði Skólastjórafélagið og Kennarsambandið hafa skorið upp herör gegn þessu ráðgjafarfyrir- tæki og raunar öllum öðrum ráögjafarfyrir- tækjum sem eru orðin aðalvandamálin í augum skólastjóra og kennara vegna þess að þau hafa lagt fram skýrslur sem hafa leitt til steufsloka skólastjómenda án þess þó að þar sé lagt til að skólastjómendurnir séu reknir. Og ef Skref fyrir skref lagði ekki til að reka skólastjórana af hverju var þá Skref fyrir skref að skrifa þessa skýrslu? Og af hverju lagði Skref fyrir skref ekki til að þeir yrðu reknir úr því að þeir skrifuðu skýrsl- una? Það em greinilega engin vandamál í skólanum. Ekki heldur á Seltjarnamesi. Og ekki hjá skól- stjórunum. Vandamálin eru ráðgjafarfyrirtæki sem em beðin um að skrifa skýrslur um vanda- mál sem ekki em til. Sem er vandamál út af fyr- ir sig. Verður ekki að fá nýtt ráðgjafarfyrirtæki til að gera úttekt á þessu vandamáli? Skref fyrir skref. Dagfari sandkorn Skrifaðu nú, Moggi Það er útbreidd skoðun meðal sig- urreifra Vestmannaeyinga að Mogg- inn sé andsnúinn hinu sigursæla en misjafna liði ÍBV í úrvalsdeildinni. TeljaEyjamenn að hið pappírsmikla blað vinni leynt og ljóst gegn sér. Þannig var loft lævi blandið um helgina þegar ÍBV lagði tapsára KR-inga í Eyjum og Mogginn fylgdist með. Þegar ljóst var var að knáir Eyja- menn væru á sigurbraut þá hálfhljóp hinn skapmikli formað- ur knattspyrnuráðs ÍBV, Jóhannes Ólafsson, að borði íþróttafrétta- manns Moggans og æpti: „Skrifaðu nú, Moggi.“ Trúir á sitt fólk Þegar erfiðleikar Vinnslustöðvar- innar vora í sem mestu hámæli og uppsagnir í frystihúsi fyrirtækisins i Þorlákshöfn gengu blaða- og frétta- menn á háa sem lága sem flestir höfðu miklar áhyggj- ur af ástandinu. Einn var þó sem engar áhyggjur hafði - hinn víðsýni og söngelski þingmað- ur, Árni Johnsen. Ámi kvaðst engan hafa beyg af ástandinu þvi að Sunnlend- ingar, eins og annað dreifbýlisfólk, hefðu alltaf kunnað og kynnu enn að bjarga sér betur en Reykvíking- ar. Fréttaritari Sandkoms í Þor- lákshöfn kveðst heldur ekki hafa neinar áhyggjur. Þeir sem misst hafa vinnuna munu örugglega kunna að bjarga sér - með því að flytja til höfuðborgarsvæðisins. í konuleit Hinn marggifti og sjóaði kvenna- maður, Steingrímur St.Th. Sig- urðsson, listmálari og lífskúnstner, mun enn vinna að því að ná til sín væntanlegri danskri brúði sem hinir fornu nýlendukúgarar hafa haldið frá honum með alls kyns brell- um. Steingrímur hefur margsinnis haldið til Dan- merkur til að leysa til sín brúðina en ekki haft erindi sem erfiði. Hann reyndi meira að segja að fara bakdyramegin inn í Danaveldi en allt kom fyrir ekki og himinn og haf skilur að elskenduma. Nú heyr- ist að trúarlegur vandi sé hluti málsins. Steingrímur er nefnilega kaþólskur en snótin ekki og ef af hjónabandi á að verða þarf leyfi Páfagarðs en sú danska mun harð- neita að skipta um trúfélag. Á með- an hímir Steingrímur einn á ísaköldu Fróni... Stefán Jón úti Slagurinn um leiðtogasæti Sam- fylkingar er undirliggjandi og hafa nokkur nöfn veriö nefnd. Þannig var fleygt á loft nafni Stefáns Jóns Hafsteins, fyrram ritstjóra Dags, sem sumir töldu best til þess fallinn að leiða Fylkinguna sundruðu. Þetta mun hafa farið illa fyrir brjóst stuðn- ingsmanna Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgar- stjóra. Stefán Jón mun því ekki lengur vera á dagskrá sem raun- verulegur kostur en líklegt er talið að borgarstjórinn brosmildi ætli sér að setjast sjálf undir stýri. Vísbend- ingar um þetta eru m.a. þær að hún er í óðaönn að breyta valdahlutföll- um innan meirihluta R-listans með því að ýta Helga Hjörvari út i kuldann. Talið er að Ingibjörg Sól- rún ætli sér að skilja borgina eftir í öruggum höndum þegar hún tekur hatt sinn og staf... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.