Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 23. JUNI 1999 5 DV Fréttir Útdráttur úr skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Skref fyrir skref: Ófögur mynd af skólastarfi - óstjórn, agaleysi, ofbeldi og biðlistar til sálfræðings Það er ófogur mynd sem ráðgjaf- arfyrirtækið Skref fyrir skref dregur upp af stjórnun og sam- skiptum í Mýrarhúsaskóla. Þau at- riði sem starfsfólk skólans telur helst valda vanda eru óstjórn, skipulagsleysi, samskiptaörðug- leikar, agaleysi og virðingarleysi. Undir flokknum agaleysi er tiltek- ið í skýrslunni „ofheldi í frímínút- um, yngri börnin og foreldrar þeirra óttast frímínútur, nemend- ur ganga í skrokk á kennurum og gangavörðum, biðlistar til sálfræð- ings“. Undir samheitinu virðingarleysi segir að nemendur atyrði starfs- fólk og kennara, samskipti stjórn- enda, kennara og annarra starfs- manna einkennist af virðingar- leysi og skoðanakúgun og það komi fram í samskiptum foreldra ; og kennara. Óstjórn er sögð felast í því að ! ákvörðunum sé ekki fylgt eftir og ekki sé leyst úr málum. Hvað skipulagsleysi varði þá vanti skýra stefnu. og úrlausnir. Sam- skiptaörðugleikar felist í trúnaðar- bresti, samskiptum á hlaupum og gagnslitlum fundum. Þeir víki Þá eru í skýrslunni settar fram tillögur sem sagðar eru til úrbóta. Þær miði að því að Mýrarhúsa- skóli verði „áhugaverður og skap- andi starfsvettvangur allra sem að honum koma. Með breyttum starfsháttum, skýrri stefnu og eft- irfylgni verði skólinn fyrirmynd annarra skóla um skipulag, sam- skipti og stjórnun". Tillögurnar eru hugsaðar sem vinnuferli sem taki a.m.k. eitt ár. Skólastarfið verði síðan metið árlega af „starfs- fólki, foreldrum, nemendum og bæjarfulltrúum". Fyrirtækið gerir ráð fyrir að fylgja verkefninu eftir í það minnsta eitt skólaár. Fyrsta tillaga ráðgjafarfyrirtæk- isins til úrbóta er með þremur val- kostum Megininntakið er: „Skóla- stjórar víki. Ósamstarfshæfir kennarar víki. Óhæfir starfsmenn víki. Verkefna- og ábyrgðarsvið skrifstofumanns aukið og/eða breytt." Hansína B. Einarsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði raunar orðrétt við DV í ; fyrradag að hún „kannaðist ekki ; við að tillögur“ um brottrekstur I starfsfólks Mýrarhúsaskóla væru : meðal tillagna fyrirtækisins. i „Tuð og tittlingaskítur" Þá gerir fyrirtækið tillögur í fjöl- mörgum liðum um ýmsar skipu- lagsbreytingar, verkefni og ráðgjöf, skýrar boðleiðir og nýjar skilgrein- ingar á verkefna- og ábyrgðarsvið- um hinna ýmsu starfsmanna. í lok skýrslunnar eru birtar vald- Aðalfundarfólkið gaf fundarlaunin DV, Skagafirði: Fulltrúar Kaupfélags Skagfirðinga afhentu fyrir skömmu Rauða krossi íslands þrjú hundruð þúsund krónur að gjöf. Þessi gjöf á rætur að rekja til aðalfundar Kaupfélagsins sem hald- inn var seint í april sl. Þá var samþykkt að fulltrúar á fundinum gæfú þau laun sem þeim bæri fyrir að sitja fundinn. Þar sem loftárásimar á Balkanskaga voru þá nýlega hafnar og ljóst að þar var mikil þörf fyrir að- stoð þótti vel við hæfi að Rauði , krossinn yrði þessa styrks aðnjót- andi. Það var Katrín María Andrés- dóttir, starfsmaður Rauða krossins á Sauðárkróki, sem veitti styrknum viðtöku. ÖÞ ar athugasemdir úr viðtölum starfs- manna fyrirtækisins við starfsfólk Mýrarhúsaskóla. Út úr þeim má lesa að óánægja meðal kennara hafi verið byrjuð löngu fyrir skóla- stjóraskiptin. Fleiri hafi sótt um skólastjórastöðuna á sínum tíma, þ. á rri. tveir úr Mýrarhúsaskóla, sem hafi haft sína fylgismenn úr hópi starfsmanna. Grundvallaratriði í mannlegum samskiptum séu stirð og ástandið sé eins og eitthvað sé að springa. Sumir noti hvert tækifæri til að koma höggi á skólastjóra, hafi t.d. snúið kjarabaráttunni upp í árás á skólastjóra. Þá er nefnd skoð- anakúgun af hendi þeirra kennara sem vilji ráða, að skólanefnd hefði átt að hlusta fyrr, virðingarleysi nemenda við starfslið, vísir að ein- elti gegn skólastjóra og að foreldrar séu að hrekja góðu kennarana úr störfum. Enn fremur er rætt um „neikvæða" og „jákvæða" kennara, að umræðuefnið á kennarafundum sé „tuð og tittlingaskítur“ og að menn kvíði þeim. Loks er kennara- liðinu líkt við „óþæga skólakrakka". Ummæli starfsliðs Mýrarhúsaskóla fylla heilar fjórar síður í skýrslu ráðgjafarfyrirtækis- ins. -JSS LIFSSTÍLL ) Lokuð KVEI^NA- OC KARLANAMSKEIÐ Ný 8-vikna námskeið eru að hefjast! 28.Júní hefjast ný 8-vikna námskeið. Markmiðið er að byrja nýjan lífsstíl sem felst í meiri hreyfingu og betra mataræði. Það er margt í boði: • Þjálfun 3x-5x i vikn • Frœðslu- og kynningarfundur • Bókin Betri línur • Fitumœlingar og vigtun • Matardagbók • Uppskriftabókin Léttir réttir (150 frábærar uppskriftir) • Upplýsingabœklingurinn í formi til framtíðar • Mjög mikið aðhald • Vinningar dregnir út í hverri viku • 5 heppin vinna 3ja mán. kort Við bjóðum að venju upp á: morgunhóp, kvöldhóp og framhaldshóp. Barnagæsla er mán. - fös. 9.00-11.00 og 14.00-20.00. Nýr lífsstíll er eitt vandaðasta og árangursríkasta námskeið sem völ er á og við erum stöðugt að leita nýrra leiða til að bæta árangur ykkar. Ath! Sumartilboð: Kortin má leggja inn ef farið er í frí á tímabilinu. Leitaðu upplýsinga í síma eða fáðu upplýsingablað í afgreiðslunni. Hretffmg Viltu flatmaga \ solinni \ sumar? i a h r œ J< t FAXAFENI 14 548 9915 533 3355

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.