Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 7 dv______________________________________________________________Fréttir f. Skagafjöröur: Átök vegna ráðningar skólastjóra - klofningur innan sveitarstjórnarinnar DV, Akureyri: Talsverð átök eiga sér nú stað innan meirihlutans í sveitarstjórn Háhyrningar við Stykkis- hólm DV, Vesturlandi: Það hljóp á snærið hjá farþegum í Brimrúnu írá Stykkishólmi um síð- ustu helgi. Skipið var að fara í sína venjubundnu skoðunarferð á vegum Eyjaferða um eyjamar við innanverð- an Breiðafjörð. Var skipið rétt komið út úr höfninni þegar það mætti hópi háhyminga. Að sögn Péturs Ágústssonar skip- stjóra var þama á ferð háhymingafjöl- skylda og minnist Pétur þess ekki að hafa séð háhvming svo innarlega á Breiðafírði fyrr. En hvalaskoðunar- ferðir em famar á vegum Eyjaferða frá Ólafsvík á utanverðan Breiðafiörð yfir sumarið. DVÓ/GK Skagafjörður: Mikil atvinna hjá iðnaðar- ménnum DV, Akureyri: Mjög mikil atvinna er nú hjá iðnað- armönnum í byggingaiðnaði í Skaga- firði og vöntun á mönnum í þeim starfsgreinum. Meðal verkefna sem unnið er að má nefna byggingu við endurhæfmgarstöð við sjúkrahúsið á Sauðárkróki, íbúðir fyrir sambýli á Króknum og bygging nemendabústaða að Hólum í Hjaltadal. Þá hefur mnhverfis- og tækideild út- hlutað fimm lóðum fyrir einbýlishús á Sauðárkróki og er bygging einhverra þeirra þegar hafin og vinna við hin húsið að hefjast. Mjög mikil aðsókn er eftir leiguí- búðum á Sauðárkróki og erfitt að kom- ast yfir slíkar íbúðir. Fólki hefur fiölg- að á Sauðárkróki að undanfórnu og er almennt mikil atvinna og velta Skag- firðingar því nú fyrir sér hvort góðær- ið margumtalaða sé nú loksins komið til þeirra. -gk Úr upplýsingamiðstöðinni: Sigrún Lilja Elnarsdóttir starfsmaður og Reynir Ragnarsson. DV-mynd Njörður Upplýsingamið- stöð í Brydebúð í Mýrdal Fyrsti hluti Brydebúðar í Vik í Mýr- dal var tekinn formlega í notkun 17 júní. Um er að ræða miðhluta hússins og í honum verður rekin upplýsinga- miðstöð fyrir ferðamenn í sumar. Framkvæmdir hófust við húsið vetur- inn ‘96—’97 og nú er endurbygging þess að utan langt komin. Framhlið hússins og gaflar hafa verið klædd að nýju og búið er að skipta um járn á helmingi þaksins. Miklu er enn ólokið innandyra. í þeim hluta sem eftir er er gert ráð fyr- ir að komið verði upp Kötlusafni þar sem Katla og afleiðingar Kötlugosa verður meginviðfangsefnið. -NH Skagafjarðar vegna ráðningar í stöðu skólastjóra í sameinuðum grunnskóla að Hólum, á Hofsósi og í Fljótum. Tveir umsækjendur eru um stöðuna, Guðrún Helgadóttir, skólastjóri Myndlista- og handiða- skólans í Reykjavík, og Björn Björnsson, skólastjóri grunnskól- ans á Hofsósi. DV hefur öruggar heimildir fyr- ir því að meirihluti sé fyrir þvi í skólanefnd að ráða Guðrúnu í starfið og munu einhver mótmæli gegn því hafa verið skipulögð á starfssvæði skólans á Hofsósi. í sveitarstjórn Skagafiarðar eru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur í meirihluta og þykja það allnokkur tíðindi að ganga eigi fram hjá Birni við ráðninguna þar sem hann er yfirlýstur sjálfstæðis- maður. Björn var áður skólastjóri Barnaskóla Sauðárkróks áður en sá skóli var sameinaður fram- haldsskólanum á staðnum. Þótt skólanefnd ákveði að mæla með því að Guðrún hljóti nýja starfið er málinu ekki endanlega lokið. Það þarf að hljóta afgreiðslu hjá sveitarstjórn þar sem sjálf- stæðismenn eiga 5 af 11 fulltrúum og það er hart tekist á um málið innan meirihlutans um þetta mál þessa dagana og talsverð „plottað“ eins og einn viðmælandi DV orð- aði það. -gk Rafmagnssláttuvél 800 w 29 cm sláttubreidd Hæðarstilling Frá 2,5 cm - 5,5 cm Grassafhari 20 lítrar Þyngd 10 kg Fyrir allt að 300 fm lóð Rafmagnssláttuvél 1300 w 40 cm sláttubreidd Hæðarstilling Frá 2,5 cm - 7,0 cm Grassafnari 50 lítrar Þyngd 23 kg Fyrir allt að 500 fm Ióð kr 1040^ Bensínsláttuvél 3,5 Hö Briggs & Stratton mótor 46 cm sláttubreidd Hæðarstilling Frá 2,5 cm - 7,0 cm Grassafhari 50 lítrar Þyngd 26 kg Fyrir allt að 1000 fm lóð kr 27.360 460 blómcMjal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.