Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 Útlönd Schröder lætur ekki slá sig út af laginu Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, svaraöi í gær gagn- rýnendum sínum og kvaðst ætla aö halda fast viö áætlanir sínar um sársaukafullar umbætur. „Viö ætlum að lækka skatta. Við ætlum ekki að hækka skatta. Viö ætlum að draga úr eyðslu. Það er engin önnur leið,“ sagði kanslarinn í sjónvarpsviðtali. Schröder, sem viðurkenndi að hafa gert mistök fyrstu níu mán- uðina í starfi sinu, sagðist ekki hlusta á gagnrýni á umbótunum, hvorki frá verkalýðsfélögum né iðnrekendum. Ný handtaka vegna díoxín- málsins í Belgíu Saksóknaraembættiö í Belgíu greindi í gær frá þvi aö eigandi fyrirtækisins Fogra í suðurhluta Belgíu, sem endurvinnur notaða olíu og fitu, hefði verið handtek- inn vegna díoxínmálsins. Eigend- ur fyrirtækisins Verkest í Gent, sem verið höfðu í haldi vegna málsins, voru látnir lausir í gær. Talið er mögulegt að vélarolíu hafi verið blandað við steiking- arfitu hjá Fogra. Fyrirtækið sel- ur fóðurframleiðendum fitu. Díoxínmagn fannst í fóðri sem gefið hafði verið kjúklingum, svínum og nautgripum í Belgíu. Útflutningur á kjöti og mjólkurafurðum stöðvaðist vegna díoxínhneykslisins sem kostað hefur Belga tugi milljarða króna. Belgiska stjórnin þagði um langt skeið yfir vitneskju sinni um málið og refsuðu kjósendur stjóminni í nýafstöðnum þingkosningum með því að fella hana. Fjórir utanríkisráðherrar ESB til Kosovo í dag: Flóttamenn hylla Clinton sem hetju Bill Clinton Bandaríkjaforseti átti fullt í fangi með að halda aftur af tárunum þegar honum var fagnað sem hetju í Stankovic-flóttamanna- búðunum í Makedóníu í gær. „Bandarikin, Bandaríkin, Clint- on, Clinton," sungu þúsundir al- banskra flóttamanna þegar Banda- ríkjaforseti kom til búðanna. Clinton og fjölskylda hans heim- sóttu fjölskyldur í Stankovic áöur en forsetinn greip hljóðnema og stökk upp á timburstafla. Hann hvatti flóttamennina til að sýna bið- lund áður en þeir sneru aftur heim til Kosovo þar sem allt er morandi í jarðsprengjum. Fjórir utanríkisráðherrar frá Evrópusambandinu halda til Kosovo í dag til þess að afla stuðn- ings við áform um enduruppbygg- ingu héraðsins og til að sannfæra serbneska íbúa þess að þeim sé Bill Clinton var næstum farinn að gráta í flóttamannabúðum í gær. óhætt undir vemdarvæng Atlants- hafsbandalagsins (NATO). Heim- sókn ráðherranna er sú fyrsta af hálfu háttsettra stjórnmálamanna til Pristina frá því NATO hætti loft- árásum sínum á Júgóslavíu. Bill Clinton hefur lýst yfir skiln- ingi á óskum stjórnvalda í Svart- fjallalandi að skilgreina upp á nýtt samband sitt við Serbíu. Til samans mynda þessu tvö lönd sambandsríki Júgóslavíu og er Svartfjallaland þar litli bróðirinn. Milo Djukanovic, forseti Svart- fjallalands og fylgismaður Vestur- veldanna, greindi frá þessu í gær. Djukanovic hefur ítrekað deilt við Milosevic Júgóslavíuforseta og meðal annars sakað hann um að reyna að grafa undan pólitískum stöðugleika. Ðjukanovic hefur einnig hótað að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um sjálfstæði. Indíánar af Mapuche-ættbálkinum í Chile reyna að komast fram hjá þéttri röð óeirðalögregluþjóna á leið sinni til for- setahallarinnar í höfuðborginni Santiago. Indíánar lögðu af stað fótgangandi frá heimahéraði sínu 675 kflómetra suð- ur af Santiago 17. maí síðastliðinn til að mótmæla því að timburvinnslufyrirtæki skuli starfa á því sem indíánar líta á sem land forfeðra sinna. Blaðbera vantar í Keflavík Eyjabygg> Efstaleiti Vatnsholt Nor> urvelli Uppljisingar gefur umbo> sma> ur í sfma 421 3053 Upplagður göngutúr fyrir heimavinnandi. Blaðberar óskast í eftirtaldar götur: Brekkuhvarf Dimmuhvarf Melahvarf Vatnsendablett Upplýsingar veitir afgreiðsla DV í síma 550 5000 Upplagður göngutúr fyrir heimavinnandi. Ný skoðanakönnun í Serbíu: Milosevic nýtur mesta traustsins Slohodan Milosevic Júgóslavíu- forseti er sá stjórnmálamaður sem Serbar treysta best um þessar mundir, ef eitthvað er að marka skoðanakannanir sem birtust í serbneskum fjölmiðlum í gær. Milosevic nýtur stuðnings 15,6 pró- senta þjóðarinnar en næstur honum kemur rithöfundurinn og stjómar- andstæðingurinn Vuk Draskovic með tíu prósenta fýlgi. Þótt Serbar treysti Milosevic best era 69 prósent þjóðarinnar engu að síður á þeirri skoðun að stríðið í Kosovo hafi verið honum að kenna. Franska blaðið Lihération segir í morgun að staða Milosevics hafi aldrei verið erfiðari frá því hann komst til valda áriö 1987 með því að halda á lofti málstað Serba í Kosovo. Júgóslavíuforseti hefur ver- ið ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu og getur því trauðla farið úr landi án þess að eiga á hættu að verða handtekinn. Og ráðamenn á Vesturlöndum hafa Serbar treysta Slobodan Milosevic allra stjórnmálamanna best. ekki farið dult með þá skoðun sína að þeir telja Milosevic best geymd- an á sakamannabekknum í Haag. Stuttar fréttir i>v Viðræður um N-Kóreu Bandaríkin, S-Kórea og Japan munu ræðast við í Washington á fóstudag um N-Kóreu. Árekstur við lest Kona og fjögur böm létust í Svíþjóð í gær er lest ók á bifreið þeirra á lestarspori. Barak ræðir við Likud Nýr forsætisráðherra ísraels, Ehud Barak, hóf óvænt i gær á ný viðræður við Likudflokkinn í þeirri von að geta myndað breiða sam- steypustjórn. Vonast Barak til að breið sam- steypustjóm veiti honum þann stuðning sem hann þarf til að semja um frið við Sýrland og Palestínumenn. Minni flokkar í bandalagi Baraks óttast hins vegar að þátttaka Likud- flokksins í stjóminni stöðvi frið- arumleitanir. Kók biðst afsökunar Kókfyrirtækið í Belgíu hefur nú beðist afsökunar vegna þeirra óþæginda sem neytendur hafa orðið fyrir. Tugir bama hafa veikst eftir að hafa dmkkið kók. Var röngu gosefni kennt um. Vændiskonur í þrælkun Yfir hundrað konur á þremur vændishúsum í Stuttgart hafa ár- um saman verið i nokkurs konar þrælkunarbúðum. Brenndu lík barns síns Móðir i Flensborg í Danmörku segir að hún og eiginmaður henn- ar hafi brennt lík af 8 mánaða gömlu bami sínu í ofni. Fyrst sagði konan að bamið hefði horf- ið í lest, síðan að bamið hefði lát- ist eftir að hafa fallið af borði og þar næst að misþyrming föður hefði verið dánarorsök. Prodi vill Ritt Nýr forseti framkvæmdastjórnr Evrópusambandsins, Romano Prodi, er sagður hafa áhuga á að Ritt Bjerre- gaard frá Dan- mörku gegni áfram embætti framkvæmda- stjóra umhverf- ismála. Auk hennar eiga aöeins fjórir aðrir framkvæmdastjórar möguleika á að halda áfram. Búist er við að Prodi kynni nýja framkvæmda- stjóm eftir tvær vikur. Boðnir ráðherrastólar Yfirvöld í Sierra Leone hafa samþykkt að bjóða uppreisnar- mönnum tvo ráðherrastóla. Upp- reisnarmenn vOja fleiri ráðherra- embætti. 2 ára á norðurskautið 2 ára hnáta frá Kanada heldur í sumar á norðurskautið með for- eldrum sínum. Stúlkan hefur ver- ið vanin við kulda þar sem glugg- ar á svefnherbergi hennéu- hafa verið hafðir opnir á vetuma. Dónaleg dúkka Bandarísk kona hefur kært leikfangaframleiðanda talandi Austin Power-dúkku sem spurði 11 ára son hennar hvort hann yrði ekki graður af því að sjá hana. Herdómari fjarlægður Tyrknesk yfirvöld létu herdóm- ara, einn þriggja dómara sem tek- ið hafa þátt í réttarhöldun- um yfir kúrdíska PKK- leiðtoganum Abdullah Öcal- an, víkja fyrir borgaralegum dómara. Mann- réttindadómstóll Evrópu dró í efa hlutleysi dómstólsins vegna þátt- töku herdómarans. Búist er við dómi fyrir lok mánaðarins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.