Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 23. JUNI 1999 9 DV Kofi Annan hefur áhyggjur af ofbeldisverkum á Austur-Tímor: Frestar kosningun- um um tvær vikur Kofl Annan, aðalframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur frestað kosningunum á Austur- Tímor um tvær vikur vegna of- beldisverka. íbúar þessarar fyrr- um portúgölsku nýlendu áttu að ganga til atkvæða um framtíð sína þann 8. ágúst næstkomandi en nú er gert ráð fyrir að ekki verði kos- ið fyrr en 21. eða 22. ágúst. Kjós- endur munu ákveða hvort landið eigi að verða sjálfstætt eða öðlast víðtæka sjálfstjórn innan indónesíska ríkisins. Vitað er að ráðamenn hjá SÞ vilja heldur að kosið verði þann 21. sem er sunnudagur. Indónesísk stjómvöld vilja aftur á móti að kosið verði mánudaginn 22. ágúst. Þau munu víst óttast að ef kosið verði á sunnudegi muni klerkar landsins, þar sem flestir íbúamir eru rómversk-kaþólskir, reka Indónesískir lögregluþjónar með alvæpni skömmu áður en þeir héldu burt frá Austur-Tímor fyrir skömmu. áróður fyrir sjálfstæði í stólræð- um sínum. Tugir manna hafa fallið eftir að B.J. Habibie Indónesiuforseti til- kynnti í janúar að stjórn sín væri reiðubúin að sleppa hendinni af Austur-Tímor ef íbúarnir höfnuðu sjálfstjóm. Vopnaðar sveitir sem eru andvígar sjálfstæði hafa gengið hvað harðast fram í manndrápunum. Indónesar hernámu Austur- Tímor árið 1975 eftir að Portúgalar yfirgáfu landið og innlimuðu það árið eftir. Þjóðir heims hafa aldrei viðurkennt þann gjöming. Annan sagði að vopnaðar sveitir sambandssinna, sem talið er að fái að fara sínu fram með þegjandi samþykki afla innan indónesíska hersins, hafi hrætt kjósendur til sveita. Á sama tíma mæltu ýmsir embættismenn gegn sjálfstæði landsins. íbúar i vesturhluta Týróls í Austurríki þurftu í gær að sópa snjó af bílum sínum. Snjódýptin var á sumum vegum í Ölpunum allt að 15 sentímetrar. Símamynd Reuter Svíkja út löng typpi og stór brjóst DV, Ósló: Hópur Norðmanna hefur fundið upp á því að láta tryggingafélög borga fyrir stækkun á líkamspört- um sem frá náttúrunnar hendi þóttu um of skornir við nögl. Mað- ur nokkur, tæplega fertugur, fór til Argentínu og lét gera við typp- ið á sér fyrir hálfa aðra milljón ís- lenskra króna. Hann sagðist hafa fengið spark á versta stað. Tæplega þrítug kona fór til Perú og lét stækka á sér brjóstin fyrir hálfa milljón króna en sagði að sér hefði verið nauðgað hrottalega á ferð um landið. Önnm- kona missti skaftpott á nefið á sér og það kost- aði tugi þúsunda í tryggingabætur. Tryggingafélögin segja að 15 prósent af öllum málum sem upp koma á ferðalögum fólks um heiminn séu skipulögð tryggingasvik. -GK Brighton-sprengju- manninum sleppt IRA-félaginn Patrick Magee, sem var heilinn á bak við áætlunina um að myrða Margaret Thatcher, fyrr- verandi forsætisráðherra Bretlans, í Brighton 1984, var látinn laus í gær í samræmi við skilmála friðarsam- komulagsins á N-írlandi. Magee hafði setið 14 ár í Maze- fangelsinu. Hann hafðj verið dæmd- ur í áttfalt lífstíðarfangelsi fyrir sprengjuárás á Grand Hotel í Brighton þegar ársfundur breskra íhaldsmanna fór þar fram. Fimm manns létust í sprengjuárásinni en Thatcher slapp lítið meidd. Magee, sem kallaður hefur verið Brighton-sprengjumaðurinn, er 277. fanginn sem látinn hefur verið laus í samræmi við friðarsamkomulagið Patrick Magee til vinstri. Símamynd Reuter sem var undirritað í apríl í fyrra. Bæði andstæðingar og stuðnings- menn friðarsamkomulagsins hafa mótmælt því að sprengjumaðurinn skyldi hafa verið látinn laus. Breska stjórnin, sem reynir nú að halda friðarferlinu gangandi, reyndi að draga úr gagnrýninni og sagði þennan þátt samkomulagsins erf- iðastan. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, varaði í gær stjórnmála- menn á N-írlandi við. Kvaðst hann orðinn leiður á deilu kaþólikka og mótmælenda um afvopnun IRA, írska lýðveldishersins, sem hefur lamað friðarferlið. Sagði Blair hættu á að friðarsamkomulagið rynni út í sandinn. Útlönd George W. Bush er vondur við Al Gore varaforseta. - Bush kallar Gore afkvæmi stjórnkerfisins George AV. Bush, ríkisstjóri i Texas og væntanlega forsetafram- bjóðandi repúblikana á næsta ári, beindi spjótum sínum að A1 Gore varaforseta í gær. Bush kallaði varaforsetann stjórnkerfiskall úr Washington sem héldi að ríkis- valdið hefði svör við öllu. Ríkisstjórinn var öllu mildari í garð flokksbræðra sinna á Banda- ríkjaþingi og lofaði að standa með þeim yrði hann næsti forseti Bandaríkjanna. „Ég hlakka til að vinna með þeim,“ sagði Bush. Hann hafnaði því að óvinsæl afstaða repúblik- ana á þingi til mála, eins og hertr- ar löggjafar um byssueign, yrði dragbítur á kosningabaráttu hans. Bush hefur augastað á búgarði einum miklum nærri Waco í Texas og er talið að þar muni hann reka ígildi Hvíta hússins á meðan hann er í heimaríkinu, rétt eins og Lyndon Johnson gerði á árunum 1965 til 1969. Hundruð flýja vegna f lóða Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sin í Ungverja- landi vegna flóða sem þar urðu í gær í kjölfar gífurlegs úrhellis. Að sögn ungverska sjónvarps- ins voru um tvö hundruð heimili rýmd í tveimur þorpum í fjall- lendi skammt norður af Búdapest. Bálreiður Blair sat fastur í um- ferðaröngþveiti Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur ákveðið að loka skuli fyrstu strætisvagnaakrein- inni á breskri hraðbraut. Það gerði hann eftir að hann sat fast- ur í umferðarhnút á sömu hrað- braut. „Heinit er að forsætisráðherr- ann hafi orðið bálreiður af því að hann kom of seint á fund vegna umferðaröngþveitisins," segir í Lundúnablaðinu Times í dag. Lífverðir Blairs brugðu loks á það ráð að fara yfir á strætis- vagnaakreinina og bruna með hann á brott. Aðrir ökumenn sem sátu fastir sendu ráðherranum óblítt augnaráð. Blair varð víst hálf kindarlegur fyrir vikið. Tony Blair vill greinilega ekki hafa hraðbrautina út af fyrir sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.