Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 10
10 lennmg MIÐVIKUDAGUR 23. JUNI 1999 Frumstæð íslensk hugsun? Eingöngu íslensk tónverk voru á efnisskrá tónleika Sinfón- íuhljómsveitar íslands í Há- skólabíói í gærkvöldi. Fyrsta verk á dagskrá, Eldur eftir Jór- unni Viðar, er balletttónlist, sem var samin í tilefni stofnunar Þjóðleikhússins árið 1950. Á tón- leikunum í gærkvöldi voru engir dansarar, en það skipti litlu máli því æpandi rauðum lit var varp- aö á vegginn fyrir aftan hljóm- sveitina til að skapa leikhús- stemningu. Eldur er ágætis tónsmið, þó þar sé ekki mikið um frumlega hugsun. Mikið er um hefð- bundna flmmundahljóma, og lag- línurnar eru flestar rammis- lenskar. Uppbyggingin er rök- rétt, hendingarnar og hrynjand- in grípandi, og stemningin lifleg. Sjálfsagt voru einhverjir i saln- um sem voru næstum því búnir að standa upp í miðju verki og fá sér snúning, en gátu hamið sig á elleftu stundu. Sem balletttónlist er Eldur vel heppnað verk, þó flutningurinn hefði kannski mátt vera þróttmeiri til að gefa tónlistinni meiri dýpt. Hitt verkið eftir Jórunni á þessum tónleikum, Slátta, var píanókonsert. Konsertinn er saminn samkvæmt viðtekinni venju, enda segir tónskáldið í efnisskránni að upphaflega hafi hugmyndin verið sú aö „semja verk sem sameinaði hefðbundið form píanókonserts minni frum- stæðu íslensku hugsun" .En nú- tímatónskáld sem ætlar sér að feta í fótspor „gömlu meistaranna" verður að hafa formið fullkomlega á valdi sínu, ef afraksturinn á ekki að hljóma eins og hver önnur eftiröpun. Jórunn kann hér greinilega vel til verka, enda píanóleikari sjálf, og er Slátta hin snyrtilegasta tónsmíð þar sem öllum reglum er fylgt af kostgæfni. Ljós og myrkur Konsert Jórunnar er í þessum venjulegu þremur köflum, þar sem sá hægi er draum- kenndur og syngjandi en hinir glaðbeittir og með glæsilegum einleikspörtum. í rauninni Steinunn Birna Ragnarsdóttir - „lék hreint og skýrt og af miklu ör- yggi-“ má segja að allt sem á að vera í píanókonsert sé til staðar í verki Jórunnar í réttri tíma- röð. Þar fyrir utan eru grunnhugmyndimar er svo fyrirsjáanlegur að það er eins og maður hafi heyrt hann áður i fyrra lífi. Hann er þó oft falleg- ur og féll vel í kramið hjá tónleikagestum. Steinunn Birna Ragnarsdóttir stóð sig frábærlega vel í einleikshlutverkinu, hún lék konsertinn hreint og skýrt og af miklu öryggi. Rólegi kaflinn var sérstaklega áhrifaríkur, enda ásláttur Steinunnar Birnu bæði mjúkur og sætur. Er henni því hér með óskað til hamingju með sinn hlut. Eftir hlé var flutt Hljómsveitar- verk IV eftir Finn Torfa Stefáns- son. Verkið var samið í minningu sonar Finns Torfa, sem lést nítján ára gamall. Tónsmíðin er í þrem- ur þáttum, og heitir sá fyrsti Æska, annar Dansaö á torginu og þriðji Endir. Verkið er eins ólíkt tónlist Jórunnar og hugsast getur, Finnur Torfi finnur aldrei ódýrar lausnir, og oft er maður í mesta basli með að skilja upp eða niður i tónlistinni. Hún líður áfram í ein- kennilegri samblöndu af „venju- legum“ hljómum og einhverju allt öðru, og þetta tvískipta eðli er mest áberandi í fyrsta kaflanum. Þar heyrir maður barnslegar hendingar, sem falskur tónn spill- ir í sífellu, en í hinum köflunum verða mörkin óljós og á endanum er ekki lengur neitt ljós eða myrk- ur, heldur hvort tveggja en þó hvorugt. Hljómsveitarverk IV er ein- kennileg tónsmið sem er Tónlist Jónas Sen einfaldar, sama hendingin er gjarnan endur- tekin aftur og aftur í ýmsum myndum, og er ekkert eftir til að brjóta heilann um. Þetta er einmitt helsti gallinn við konsertinn, hann greinilega úthugsuð, og sem slík sann- færandi. Þetta er engin skemmtitónlist og á sjálfsagt ekki að vera það, en mað- ur skynjar hugsun á bak við hana þó á yfirborðinu sé hún ekki áheyrileg. Sinfóníuhljómsveit islands - Tónleikar í Háskólabíói 22.6. 1999. Verk eftir Jórunni Viöar og Finn Torfa Stefánsson. Einleikari: Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Petter Sundquist. Tónlist guða og manna Út er kominn geisladiskur með þremur kvart- ettum og einu tríói eftir Þorkel Sigurbjömsson. Upptökumar era frá ýmsum tímabilum, sú elsta frá því 1968. Hljómgæðin era mismunandi, en þrátt fyrir það er geisladiskurinn hinn eigulegasti þvi Þor- kell er óneitanlega eitt merkasta tónskáld ís- lendinga. Hann er svo merkilegur að hann er nefndur í sjálfsævisögu Nikulásar Slonimski en það er enginn smáræðis heiður. Fyrir þá sem ekki vita var Slonimski tónlistarfræðingur, hljómsveitar- stjóri og séní sem gat spilað etýðu eftir Chopin með appelsínu og hefúr gjarnan verið kallaður Oscar Wilde tónlistarheimsins. Fyrsta verkið á geisladiskinum er Kisum frá árinu 1970 og er fyrir klarínett, víólu og píanó. Það eru þeir Gunnar Egilsson (klarínett), Ingv- ar Jónasson (vióla) og Þorkell sjálfur (píanó) sem leika, og er tónsmíðin í fjóram þáttum. Þor- kell segir í bæklingnum sem fylgir geisladiskin- um að Kisum fjalli um „músík frá ýmsum hefð- bundnum sjónarhomum: sem eftirlíkingu nátt- úruhljóða (vinds, fuglahljóða, hverahljóða o.þ.u.l.), músík í goðsögnum (óhlutbundnir tón- ar, sem í mesta lagi herma eftir sjálfum sér), og músík i mannheimum (islensk þjóðlög og dans- ar, ærsl og einmanaleiki, sorg og gleði)" Þeir Gunnar og Ingvar era þekktir hljóðfæraleikarar en Þorkell kemur á óvart með glæsilegum pí- anóleik og sýnir víða snilldarleg tilþrif. Fyrsti kafli i Kisum er helgaður náttúranni og getur þar að heyra hin kynlegustu hljóð sem hljóð- færaleikaramir framleiða af stakri list. Annar þátturinn birtir okkur innsýn í tflvist guðanna, og þar er víólan áberandi í botnlaus- um einmanaleUía. Hinir kaflamir sem á eftir koma heita Manneskjumúsík, og einkennast oft- Þorkell Sigurbjörnsson - „Kann að segja sögu í tónum.“ Geislaplötur Jónas Sen ar en ekki af lífi og íjöri. í heUd er Kisum litrík tónsmíð, og greinilegt að tónskáldið kann manna best að segja sögu í tónum. Ævintýri í tónum Næsta verkið á geisladiskinum nefnist Hásselbykvartettinn þvi hann var saminn að beiðni menningarstofnunar skandinavísku höf- uðborganna í Hásselby-höU, rétt hjá Stokkhólmi. Að mörgu leyti er þessi strengjakvartett ágæt- lega saminn, en hann er dálítið formfastur á kostnað imyndunaraflsins og því ekki með því besta sem ég hef heyrt eftir Þorkel. Þrátt fyrir það er flutningurinn i höndum Saulesco kvar- tettsins tU fyrirmyndar. Kaupmannahafnarkvartettinn, sem á eftir kemur og var saminn tíu árum seinna, ber vott um meiri hugmyndaauðgi og þar hefur tón- skáldið greinUega verið að springa úr inn- blæstri. Þetta er epískt sniUdarverk, heUt ævin- týri i tónum, þar sem ólíkir kraftar takast á og er útkoman tUkomumikU. Segja má að viðeig- andi sé að Kaupmannahafnarkvartettinn sé leik- inn af Kaupmannahafnarkvartettinum, sem þýðir ekki að tónverkið sé eitthvert sjáifspUandi viðundur heldur era það fjórir hljóðfæraleikar- ar sem kaUa sig þessu nafin og leika samnefnt verk Þorkels af glæsibrag. Síðasti kvartettinn, Heimsókn, er einnig hinn skemmtUegasti. Hann er fluttur af Strengja- kvartettinum í Ósló og var saminn í minningu Edvards Grieg. ÞorkeU málar mynd í tónum af fjóram gestum sem koma i heimsókn tU Griegs, en hann situr eUiær í raggustólnum sínum í TroUhaugen. Andrúmsloftið er oftar en ekki skoplegt, sérstaklega þar sem raddimar fjórar era einkar persónulegar og sjálfstæðar. Þetta er prýðUega samin tónsmíð, og eins og Kaup- mannahafnarkvartettinn og Kisum ber hún hæfUeikum Þorkels glöggt vitni. Ég get því hik- laust mælt með þessum geisladiski fyrir þá sem hafa áhuga á íslenskri samtimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson - Kisum og Þrir kvartettar, íslensk tónverkamiðstöð, 1999 Simpsons-fjölskyldan best Hvaða bandariskur sjónvarpsþáttur er öU- um öðrum fyndnari? Jeff MacGregor, fjölmið- lagagagnrýnandi New York Times, er ekki í neinum vafa. „Simpsons-fjölskyld- an er eini sjónvarpsþátturinn sem hægt er að hlæja að. Hann er mót- vægi gegn flestu þvi sem hrjáir þennan miðU, aUt í senn hnyttUeg- ur og hamslaus, hárbeitto og rostafenginn. Á tíu ára afmæli sínu sýnir þátturinn og sannar að „gæði“ og „sjónvarp" geta stund- um farið sarnan." Hvað er það sem gagnrýnand- inn telur Simpsons-fjölskyldunni tU tekna? „Þátturinn virkar á fleiri en einu plani. Böm og unglingar hafa gaman af sjónbrellum og bellibrögðum þáttarins en foreldrar njóta stríðrar orðræðunnar og orðaleikjanna sem oft miða að því grafa undan viðtekinni alþýðu- speki. Svo er auðvitað til hálffullorðið fólk eins og ég sem hafa gaman af hvoru tveggja. Það má líkja þessu við að horfa á leikrit eftir Noel Coward í flugeldaverksmiðju sem stendur í Ijósum logum.“ Enn fremur segir MacGregor: „Sérhver þátt- ur er eins og kennslubók í skopleik, kvöldskóli í aulafyndni og óðagoti. Handritshöfundar eru í þeirri öfundverðu aðstöðu að þurfa ekki að semja fyrir lifandi fólk og þvi geta þeir látið aUt flakka, þó svo það sé í blóra bæði við góð- an smekk og þyngdarlögmálið. En aðal þáttarins er samt persónusköpunin. Simpsons-fjölskyldan er mun mannlegri en dúkkulísurnar sem koma fyrir í flestum svokölluðum „sitcoms" í bandarísku sjón- varpi.“ Saltarahelgi Nú fer í hönd Davíðssálmahelgi Kirkjulista- hátíðar í Hallgrímskirkju en þá verður haldin sérstök Davíðssálmaráðstefna, auk þess sem kammerkórinn Schola cantorum (á mynd) mun flytja Davíðssálma, eða Saltarann, í ýms- um myndum, aUt frá gregorskum söng til nýrra verka. Ráðstefnan um Davíðssálma hefst í kirkj- unni á laugardag kl. 10.15. Fjögur erindi verða flutt á stefn- unni. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson flyt- ur erindi um útlegg- ingu Lúthers á Dav- íðssálmum, séra Kristján Valur Ing- ólfsson flyto erindi um notkun Saltarans í helgihaldi kirkjunnar, dr. Gunnlaugur A. Jónsson flytur erindi um menningaráhrif Salt- arans og loks flytur Þorkell Sigurbjömsson tónskáld erindi um íslensk tónskáld og Saltar- ann. Milli erinda verður leikið á orgel og snæddur matur að hætti Gyðinga, auk þess sem Michael Levin syngur og kynnir nokkra Davíðssálma á hebresku. Á tónleikum Schola cantorum á sunnudags- kvöldið verða fluttar mótettur frá tveimur skeiðum í kirkjutónlistarsögunni. Fyrst verða fiuttar sjaldheyrðar mótettur frá barokktíma- bilinu eftir Johann Hermann Schein en eftir það verða svo fluttar mótettur frá okkar dög- um, meðal annars nýtt verk eftir Oliver Kent- ish, verk eftir Poulenc, Jón Hlöðver Áskelsson og Hörð Áskelsson, stjórnanda kórsins. Tíu bestu enn og aftur Við lifum á sannkölluðu listatímabili. Hér hafa verið birtir ýmsir listar yfir áhrifamestu höfunda - og listamenn yfirleitt - allra tíma, samkvæmt aðskiljanlegum skoðanakönnun- um, og rétt er að halda uppteknum hætti hvað þetta snertir. í tengslum við nýafstaðna bókamessu í Genf bað svissneska dag- blaðið Temps lesendur sína að tilnefna tíu bestu skáldsögur 20. aldar. Eftir- farandi skáldsögm urðu hlutskarpastar: 1) Útlend- ingurinn eftir Camus (á mynd), 2) I leit að liðinni tíð eftir Proust, 3) í nafni rósarinnar eftir Eco, 4) Hundrað ára einsemd eftir Marquez, 5) Réttarhöldin eftir Kafka, 6) Þrúg- ur reiðinnar eftir Steinbeck, 7) Drottins út- valdi eftir Cohen, 8) Hverjum klukkan glym- ur eftir Hemingway, 9) Vonin eftir Malraux og 10) Gamla konan kemur í bæinn eftir Dúrrenmatt. !r Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson BMHHHI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.