Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 13 I>V Fréttir Ólafur Ragnar fer í gegnum matseöilinn með sessunaut sínum. Kannski var það hráskafða lambakjötið sem Obuchi átti erfitt með að sjá fyrir sér. Obuchi á íslandi: Stefnt skal að mannúð og friði - er niðurstaða fundar hans og norrænú forsætisráðherranna í gær hófst formlega Islandsheim- sókn japanska forsætisráðherrans Keizo Obuchi og konu hans, Chizuko. Dagurinn byijaði með fundi Obuchi og Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra íslands, i Höfða klukkan 9 en þaðan héldu þeir á Hótel Sögu til fundar við forsætisráðherra Norðurlandanna, Poul Nyrup Rasmussen, Paavo Lipponen, Kjell Magne Bondevik og Göran Persson. Á fundinum, sem bar yfirskriftina „í þágu heims mannlegrar reisnar og friðar - japönsk-norræn samvinna fyr- ir 21. öldina“, ræddu ráðherramir fjöl- mörg mál og þar á meðal ásetning sinn að treysta enn frekar hið góða sam- band sem þegar er milli ríkjanna. Á tímum alþjóðahyggju væri samvinna þjóða nauðsynleg og einsettu ráðherr- arnir sér að samstarfið skyldi einkum miðast við mál á borð við lausn Kosovo-deilunnar og svipaðra vanda- mála. Stefnt skyldi að alheimsfriði, vel- megun og húmanísku samfélagi. Ráð- herramir lýstu allir sem einn ánægju með árangur fundarins og sagðist Obuchi vera þakklátur íslensku þjóð- inni fyrir gestrisnina og var sérstak- lega hrifmn af því hve framarlega Norðurlandaþjóðimar stæðu á sviði jafnréttismála. Sagðist hann ætla að nota það til hliðsjónar við endurskoð- un þeirra mála í heimalandi sínu. Hráskafiö lambakjöt Að fundi loknum var brun- að til Bessa- staða til hádegis- verðar í boði Ólafs Ragnars Grímsson- ar, forseta íslands. Auk ráð- herranna og forset- ans vora meðal ann- arra við- staddir sendiherr-' ar rfkj- anna og Ekki fannst öllum jafngaman á fundinum. Að minnsta kosti sat flugþreytan í sumum meðiimum pressunnar. Keizo Obuchi á fundinum á Sögu, þar sem hann skýrði frá viðræðum ráð- herranna frá sjónarhóli Japans og sagði stefnuna setta á mannúðlegri og friðsælli heim. Davíð Oddsson og Paavo Lipponen hlýða á með athygli. snæddi hópurirm hráskafið iamba- kjöt, villtan lax úr Kjarrá og í eft- irrétt íslensk jarðarber með súkkulaði og rjóma. Áður en sest var að borð- um hélt Ólafur Ragnar stutta tölu þar sem hann fagnaði „virðulegum og áhrifaríkum gestum úr frænd- garði okkar og frá fjarlægri vinaþjóð". í ræðu sinni var Ólafur á sömu línu og ráðherramir á fúndinum fyrr um daginn: „Þjóðir okkar - Norðurlöndin og Japan - era staðráðnar í að gera lýðræði og mannréttindi að homstein- um alþjóðlegrar samvinnu á 21. öld- inni.“ Að gómsætri máltíð lokinni hélt hr. Obuchi til fundar við japanska íbúa á íslandi og því næst við japanska 5öl- miðla. Síðan var fórinni heitið á Þing- velli þar sem Sigurður Líndal kynnti forsætisráðherranum og fylgdarliði hans þjóðgarðinn og sögu hans. í gærkvöld snæddu Obuchi og fra ásamt hinum ráðherranum kvöldverð í Perlunni, í boði forsætisráðherra Is- lands. í dag mun Obuchi heimsækja Al- þingi undir leiðsögn Halldórs Blöndals og því næst Árnastofnun áður en hann heldur af landi brott um kl. 11. -fln Að lokinni uppstillingu og myndatöku ráðherranna á Bessa- stöðum útskýrði Ólafur Ragnar Grfmsson íslenska veðráttu fyrir Obuchi: „Það er alltaf rok á Bessastöðum," mælti forset- inn og sagði veðurguðina vera að heilsa Obuchi á sinn hátt. Obuchi virtist skilja fullkomlega - sem er meira en hægt er að segja um flesta íslendinga þegar kemur að veðri. I^Sundpoki fylgir hverju parTúP júlí eða meðan birgðir endast. / Jói útherji Sendum í póstkröfu. EVRÓPA BILASALA ,TÁKN UM TRAUST ' Faxafeni 8 - sími 581 1560 1996, ekinn 54 þús. km, ssk., útv/segulb., rafdr. rúður + speglar, samlæsingar, ABS, hraðastillir, loftkæling. Afmælishappdrætti Blindrafélagsins 1999. Dregið 16. júnf 1999. ( Vinningar komu á eftirfarandi númerP VW Bora GL, 1,6 I, 4 dyra, að verðmæti kr. 1.725.000. 18212 Ferðavinningar að eigin vali til Benidorm, Mallorca og Rimini m/Samvinnuferðum-Landsýn, kr.100.000. 175, 2457, 2882, 3368, 3529, 4942, 13453, 13683, 14554, 14686, 21698, 23072. 23258. Flugfarseðlar fyrir tvo til London m/Samvinnuferðum-Landsýn, kr. 40.000. 4618, 6303, 6580, 7396, 7599, 8322, 9159, 9465, 10062, 11299, 11920, 12004, 12621, 14602, 15466, 15991, 17428, 17963, 18491, 19147, 19275, 19359, 19920, 22323. Vöruúttekt í Bónusi, kr. 10.000. 780, 1336, 3383, 4981, 5526, 5534, 8286, 9752, 10086, 10354, 11365, 11976, 11978, 12091, 12517, 16088, 20364, 20705, 22634, 23225, 23912, 24184.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.