Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 15 Hver urðu afdrif Geirfinns? Ákærum gegn sak- borningum í svoneínd- um Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem sífellt eru í umræðunni má skipta í fjóra þætti: 1. Auðgunarbrot. Þau eru flest staðfest með áþreifanlegum hald- bærum rökum. 2. Fíkniefnamisferli. Þar eru i sumum tilfell- um haldbærar sannan- ir. 3. Hvarf Guðmundar Einarssonar. Um afdrif hans er ekkert vitað annað en frásagnir margsaga manna. 4. Hvarf Geirfinns Einarssonar. Um afdrif hans ekkert vitað annað en frásagnir þessara sömu manna. Þær frá- sagnir hafa allar reynst markleysa og heilaspuni. Sem dæmi má Kjallarinn Einar Kristinsson kennari er „Fram að því var smyglinu bein- línis skipað upp, en nú var farið að henda þeim í sjóinn úti á hafi. Þegar svo er komið þarf sam- starfsmenn í landi til að sækja góssið. Þessir samstarfsmenn þurfa að ráða yfír bát, bíl og húsi og eru því líklega fulltíða menn og sæmilega fjáðir. “ nefna ákæruna á hendur Klúbb- mönnum og fleirum. Hvað manns- hvörfin varðar er frásögn þessara sömu manna þannig að einn dag- inn var Geirfinnur drepinn í Dráttarbrautinni með skotvopni og næsta dag fórst hann í átökum úti á sjó. Stundum var lík grafið í Rauðhólunum og næsta dag ann- ars staðar. Þrátt fyrir mikla leit fannst ekkert lík. Ekkert haldbært tengir þessi tvö mannshvörf utan þess að nafn beggja byrjar á G og báðir eru þeir Ein- arssynir. Fiskur um borð, áfengi frá borði Þá vil ég víkja að öðrum þætti sem vissulega var reynt að tengja hvarfi Geirfmns. Það er smygl á áfengi. Ég held að á árunum upp úr 1960 hafi það verið mjög mikið. Sem dæmi vil ég nefna að vorið 1961 var verkfall um allt land nema á Vest- fjörðum. Þá fór ég þangað í atvinnuleit og fékk strax vinnu i frystihúsi. Fáum dögum síðar kom frystiskip beint frá út- löndum að sækja frosinn fisk. Toll- gæsla var í lágmarki. Til að byrja með var skipað upp nánast jafn miklu áfengi og fiskurinn var sem fór um borð. Sennilega voru það nokkrir bílfarmar. Þrátt fyrir þetta varð aðeins einn mað- ur í plássinu full- ur og það bara eina nótt. Á öðr- um sá ekki áfengi næstu þrjá mánuði eða með- an ég var þarna. Ef heimildir eru skoðaðar sést eft- irfarandi: Geirfinnsmálið, aldarfjórðungsgamalt, virðist ætla að lifa áfram. Hér eru leitarmenn lögreglu á ferðinni. “L Þessi atburðaskrá stórsmygls gefur tilefni til að skoða tvö atriði. 1. Það eru fullorðnir menn, aðal- lega farmenn, sem koma við sögu. Það var talið eðlilegt sem uppbót á afar léleg laun þeirra. 2. Upp úr 1970 breyttist aðferðin við að koma veigunum í land. Fram að því var smyglinu beinlínis skip- að upp, en nú var farið að henda þeim í sjóinn úti á hafi. Þegar svo er komið þarf samstarfsmenn í landi til að sækja góssið. Þessir samstarfsmenn þurfa að ráða yfir bát, bíl og húsi og eru því líklega fulltíða menn og sæmilega fjáðir. Hvað ef slys hendir í slíkri ferð? Er trúlegt að sjónarvottar labbi inn á næsu lögreglustöð og tilkynni máls- T"«- % -:i P m 4 stór smyglmál • Æ ■ jjj, St TssÉí'^' 'JB 1965:'Langjókull tekinn í Reykjavík'með 4.000 flöskur, s, aðallega Genever í eins lítra brúsum. 1967: Ásmundur GK 30 skrapp til Hollands og sótti 18 tonn af Genever. 1973: Smygl tekið í Lagarfossi, 3.000 flöskur af vodka. Plastbrúsar meö 300 lítrum af 96% spíra finnast á reki undan Gróttu. Á svipuðum tíma rak áfengi á Akranesi. 'T atvik? Var það kannski þetta sem kom fyrir Geirfinn? í bókinni Áminntur um sann- sögli, eftir Þorstein Antonsson, sem fjallaði um Geirfinnsmálið, kemur fram að Geirfmnur átti við að stríða erfíðleika i hjúskap sín- um, svo mikla reyndar að flestum þykir hann hafa haft ærna ástæðu til að láta sig hverfa. Þá eru tveir möguleikar í stöðunni: 1. Svifta sig lífl á þann hátt að hann fyndist aldrei. 2. Stinga af úr landi og hefja nýtt líf. Á þessum árum var slíkt fremur auðvelt. Má í því sambandi nefna kappana úr Keflavík sem tóku sér far með Loftleiðavél til New York, skruppu þar í bæinn, skemmtu sér eina nótt og tóku síð- an næstu vél heim til Keflavíkur þar sem upp um drengina komst. Hvarf Geirfmns getur því verið: 1. Af eigin völdum. 2. Slys. 3. Til- efnislaust morð, svo snilldarlega framkvæmt að engin sönnunar- gögn eða haldbærar vísbendingar hafa fundist. Hvert var þá tilefni morðsins? Einar Kristinsson Arsbið ungra fíkni- efnaneytenda Eg horfði á fréttatima rikissjón- varpsins 17. júní en það er eitt- hvað sem hefur gerst frekar sjald- an eftir að fréttatíminn var færður til klukkan 19. Það sem vakti at- hygli mína var frétt um Stuðla, meðferðarstöð rikisins fyrir unga fikniefnaneytendur. Þar var gagn- rýni Páls Péturssonar félagsmála- ráðherra á jeppakaup Stuðla vel hrakin af forstöðumanni stofnun- arinnar. í lok fréttarinnar var það nefnt að biðtími eftir plássi á Stuðlum væri eitt ár. Eru að fela eigin vangetu Eitt ár!!! Hvað eru menn að hugsa. Halda menn virkilega að unglingar sem eru komnir út í harða fíkniefna- neyslu megi við því að bíða í eitt ár. Þetta er skömm fyrir þjóðfélag okkar. Félagsmálaráð- herra má skammast sin fyrir að reyna að gera stjómendur Stuðla tortryggi- lega til að fela eigin vangetu. Það er alveg ör- uggt að íslenska ríkið hendir öðr- um eins fjárhæðum í vitleysu á hverju ári eins og þarf til að reka Stuðla og Barna- og unglingageð- deild líkt og aðrar slíkar stofnanir. Stærra herbergi stærsta málið Ekki held ég að menn séu mikið að spara í ríkisrekstrin- um, til dæmis í sendi- ráðum okkar erlend- is. Mér þætti forvitni- legt að fá álit þing- manna á þessum árs biðtíma. Halda þing- menn til dæmis að ís- lenska ríkið sé eitt- hvað að spara með því að ýta vandamál- inu á undan sér? Það er líka furðu- legt hvað stjórnar- andstaðan er mátt- laus þegar svona mál koma upp. Enda er það víst svo að það sem mestu máli skiptir fyrir stærsta stjómarandstöðuflokkinn er að fá stærra herbergi fyrir þingflokkinn á Al- þingi. Mér finnst það algjör hneisa og skömm hvernig stofnanir sem eiga að hlynna að yngstu þegnum þess- arar þjóðar eru fjársveltar. Ársbið eftir plássi á Stuðlum og nokkrir tugir ef ekki meira á biðlista Barna- og unglingageðdeildar. Háttvirtur félags- málaráðherra og hátt- virtur heilbrigðisráð- herra vilja kannski upplýsa mig um rétt- ar tölur og útskýra um leið hvemig verk- efnum er forgangsraðað innan þeirra ráðuneyta. Það væri fróð- legt. Arnar Freyr Guðmundsson „Það er líka furðulegt hvað stjórn- arandstaðan er máttlaus þegar svona mál koma upp.Enda er það víst svo að það sem mestu máli skiptir fyrir stærsta stjórnarand- stöðufíokkinn er að fá stærra her- bergi fyrir þingflokkinn á Alþingi. “ Kjallarinn Arnar Freyr Guðmundsson tölvunarfræðingur Með og á móti Jón Baldvin verði leiötogi Samfylkingar Óvissa er enn um hver verður leiðtogi Samfylkingar á nýrri öld. Hvorki Mar- grét Frímannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins, né Sighvatur Björgvins- son, formaður Alþýðuflokksins, hafa áhuga á oddvitasætinu. Nú er leitað logandi Ijósi að arftaka og Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Was- hington og fyrrum formaður Alþýðu- flokks, er meðal þeirra sem nefndir eru til sögunnar. Jón komi heim „Það er deginum ljósara að menn dauðsakna Jóns Baldvins úr pólitíkinni, jafnt samherjar sem andstæðingar, ungir sem aldnir, og þá ekki síst fréttamenn- imir sem nær- ast á og eru stöðugt á hött- unum á eftir einhverju leiftr- andi og skemmtilegu. Þegar Jón Baldvin er í bar- áttuham er sem margir menn séu að berjast enda maðurinn óhemju þrekmikill til líkama og sálar. Hann er í raun ekki ein- hamur og vafalítið einn lítríkasti og eftirminnilegasti stjórnmála- maður aldarinnar sem er að líða. Sjálfur hlakka ég til þess að fá að taka þátt í nýrri íjölraddaútsetn- ingu á laginu „Jón er kominn heim". Þeir gerðu hann víst að manni mánaðarins vestur í Washington. Ég er með betri hugmynd: Köllum Jön Baldvin heim, feluin honurn forystu nýrrar hreyflngar jafnað- armanna og gerum hann aðmanni aldarinnar - og þá á ég við 21. öld- ina!“ Jakob Frímann Magnússon tónlist- armaöur. Horfum inn á viö „Jón Baldvin er einn okkar merkustu stjórnmálamanna og hann hefur markað djúp spor i stjórnmálasöguna undanfarna áratugi. Hins vegar veit ég ekki betur en hann hafi fundið sér annan starfs- vettvang og ég efa stórlega að hann hafi áhuga á að snúa heim. Við eig- um frekar að _____________ horfa á þá Sem Bryndís Hlöövers- eru á sviðinu; dóttir alþingismaö- annaðhvort í ur- sveitarstjórnum eða annars staðar á vettvangi Samfylkingarinnar. Það er jarð- bundnara sjónarmiö. Maður á auðvitað ekki að útiloka eitt eða neitt en við eigum einfaldlega að horfa okkur nær. Við eigum fullt af góðu fólki sem gæti sinnt þessu hlutverki. Ég nefni til dæmis Ingi- björgu Sóh-únu Gísladóttur borg- arstjóra sem er ein þeirra sem eru á sviðinu. Hún hefur marga góða kosti og býr meðal annars að þeirri reynslu umfram marga aðra að hafa leitt ráðandi afl í stjórnmálum. Það á ekki að úti- leika neitt hæfileikafólk.“ -rt Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjómai- er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.