Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 33
DV MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 53 Miðnæturmessa verður í Hall- grímskirkju. Taka lagið á Hallgrímstorgi Miðnæturmessa verður í Hall- grímskirkju í kvöld kl. 23.00. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, sr. Bragi Skúlason sjúkrahússprest- ur og sr. Lárus Halldórsson, þjóna fyrir cdtari. Mótettukór Miðnæturmessa Hallgrímskirkju og Kangakvar- tettinn syngja. Þá kemur ung eþíópísk kona, Galle Sokka, fram en hún er frá Konsó þar sem ís- lenskt trúboð hefur verið rekið í 50 ár. Ef veður leyfir mun söfn- uðurinn ganga syngjandi út í nóttina og taka lagið á Hall- grímstorgi að lokinni messu. Sögur og tónlist að hætti Bubba á Fógetanum. Bubbi á Fógetanum í kvöld, 23. júní, er komið að síð- ustu tónleikum Bubba Morthens í 16 tónleika röð á Fógetanum í Aðal- stræti. Þessi upprifjun hefur staðið yfir undanfamar 8 vikur enda af nógu að taka. Tilefni tónleikanna er 20 ára starfsafmæli Bubba sem tónlistarmanns. Hann rifjar upp ferilinn á tónleikunum í tali og tón- um og tekur fyrir ákveðin tímabil og þær plötur sem komu út á þeim. Að margra mati er Bubbi ekki síðri sögumaður en laga- og textahöfund- , . ur og er ekki Tonleikar ragur við að -------------tala um menn og málefni á sinn hispurslausa hátt. Það má því búast við skemmtilegum sögum og skrautleg- um mannlýsingum í bland við tón- listina á Fógetanum í kvöld. Nú er komið að plötunni Arfi en að auki flytur hann nýtt efiii. Tónleikamir heíjast kl. 22.00. Nútímavæðing og saga A-Asíu í dag, miðvikudag, kl. 16 flytur Jóhann Páll Ámason, prófessor í fé- lagsfræði við La Trobe University í Melbourne, Ástralíu, opinberan fyr- irlestur í boði heimspekideildar Há- skóla fslands í stofu 101 í Odda. Fyr- irlesturinn nefnist „East Asian Modernity: Lessons for Western Theory“ eða Hvaða lærdóm geta vestrænar fræðikenningar dregið af nútímavæðingu Austur-Asíu? Aust- -------------ur-Asía hefur Fvrirlestur getiö af sér rjruiicaiMl nútímaþjóöfé- lög sem eru ólík vestrænum þjóðfélögum og fela í senn í sér ögrun og sérstaka til- hneigingu til sjálfstortímingar. Kreppan sem nú hefur riðið yfir þetta svæði veldur því að nauðsyn- legt er að skoða sögu ríkjanna. Fyr- irlestur Jóhanns Páls Árnasonar verður fluttur á ensku og er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Djasshátíð Egilsstaða Á morgun, 24. júní, hefst þriggja daga djass- hátíð í Valaskjálf á Egilsstöðum. Þetta er í tólfta sinn sem djasshátíð er haldin á Egils- stöðum og kennir þar ýmissa grasa. Danski fiðluleikarinn Finn Ziegler kemur til Egils- staða til að spila á hátíðinni og pianóleikarinn Oliver Antunes kemur með honum. Árni Scheving leikur á vibrófón og Einar Valur Árnason leikur á trommur. Bassaleikur verð- ur í höndum Gunnars Hrafnssonar. Á hátíð- inni verður boðið upp á nýjung í tónlistarlífi íslendinga, þ.e. djassleik um borð i nýja fljóta- bátnum, Lagarfljótsorminum, sem mun sigla um Lagarfljótið. Djasshátíð Hátíðin hefst á morgun í Valaskjálf kl. 21 með upphitun Ungliðasveitar Djasssmiðju Austurlands. Þá leikur Dixielandhljómsveit Bjarna Freys Ágústssonar. Á fostudag kl. 21 spila Vinir Dóra en Blúsbrot Garðars Harðar- sonar hitar upp með íslenskum blúslögum. Á laugardaginn spilar svo dansk-íslenskur kvintett Finns Zieglers en hann hefur verið útnefndur einn af fremstu djassfiðluleikurum heims af dagblaðinu Politiken. Með Finn í fór er Oliver Anatunes sem er 25 ára píanisti sem vann nýlega til svokallaðra Ben Webster-verð- launa í Danmörku og er hann talinn upprenn- andi stórstjarna í djassleik. Hægt er að fræð- ast nánar um djasshátíðina á slóðinni: www.ypsilon-intl.com/egilsjazz. Djassleikarinn Finn Ziegier. Veðrið í dag Sunnanátt og rigning síðdegis f dag lítur áfram út fyrir suðlæga átt á landinu, víðast hvar 5-10 metra á sekúndu. Súld verður eða dálítil rigning á suðvestanverðu landinu en skýjað með köflum á Norður- og Austurlandi. Rigning verður víða um land síðdegis og í kvöld. Hiti verður um 8-18 stig, hlýjast norðaustanlands. Á höfuð- borgarsvæðinu verður suðaustan- átt, 8-10 metrar á sekúndu en lægir síðdegis. í nótt snýst vindur svo til suðvestlægari áttar. Súld eða dálítil rigning með köflum verður í dag en hitinn verður á bilinu 9-11 stig. Sólarupprás í Reykjavík: 02.55 Sólarlag í Reykjavík: 24.04 Árdegisflóð: 02.17 Síðdegisflóð: 15.02 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Bergsstaöir Bolungarvík Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Orlando París Róm Vín Washington Winnipeg hálfskýjaó 11 skýjaó 11 alskýjaó 10 12 súld 9 léttskýjaö 12 þokumóöa 9 súld 8 léttskýjaö 11 skúr á síö. kls. 19 léttskýjaó 12 skúr 11 rigning 11 léttskýjaö 9 skýjaö 6 þokumóöa 18 skýjaö 13 léttskýjaö 18 léttskýjaö 12 þokumóöa 22 skýjaö 12 léttskýjaö 12 léttskýjaö 10 léttskýjaö 11 mistur 5 skýjaö 13 heiöskírt 12 heiðskírt 18 léttskýjaö 22 léttskýjaö 4 heiöskírt 23 skýjaö 24 léttskýjaó 12 skýjað 12 heiöskírt 13 18 FjaUabaksleið nyrðri fær Fært er um Lágheiði en þar eru 5 tonna öxul- þungatakmarkanir. Tveggja tonna öxulþungatak- markanir eru á Þorskafjarðarheiði en hún er talin jeppafær og sömu sögu er að segja um Steinadals- heiði, Tröllatunguheiði, Uxahryggi, Kaldadal og Kjalveg. Fært er um Fjallabaksleið nyrðri, einnig í Lakagíga og Lónsöræfi. Fært er um Hólasand og Færð á vegum búið er að opna veginn úr Kelduhverfi í Vesturdal. Aðrir hálendisvegir eru lokaðir vegna snjóa og aur- bleytu. Grafningsvegur nr. 360, á milli Jórugils og Kattargils, verður lokaður út vikuna vegna vega- gerðar. Að öðru leyti er greiðfært um þjóðvegi landsins Annað barn Sólrúnar og Arnars Þessi myndarlega litla stúlka fæddist á sængur- kvennadeild Landspítal- ans þann 7. júní sl. kl. 14 mínútur yfir tólf. Við fæö- Barn dagsins ingu var hún 4370 grömm aö þyngd og 56 og hálfur sm að lengd. Hún á stóran bróður sem heitir Alex- ander Ágúst en hann er tveggja ára. Foreldrar þeirra eru Sólrún Dögg Guðmundsdóttir og Arn- ar Thor Stefánsson. dags^ skyldu- og húsdýragarðinum. Dulspekingar á Jónsmessu Jónsmessuvaka verður haldin í kvöld í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum í Laugardal. Undanfarin ár hafa álfar og huldufólk komið í heimsókn á Jónsmessu, kýrnar gerst skrafhreifnar og fleira skrýt- ið og skemmtilegt komið upp. Núna koma dulspekingar líka í heimsókn en þeir lesa í framtíð gestanna og leysa ýmis vandamál, m.a. hjálpa þeir fólki að vinna ást- ir draumaprinsins eða draumadís- arinnar. Þá kunna þeir aðferðir við Jónsmessuvaka að gera sig ósýnilegan og margt fleira. Útbúin hefur verið baðað- staða fyrir þá sem vilja velta sér upp úr dögg Jónsmessunæturinn- ar. Hljómsveitin Geirfuglamir kemur á staðinn og sögur sem tengjast Jónsmessunni verða lesn-. jr ar. Garðurinn verður opinn frá kl. 23 til 1 og er aðgangur ókeypis. Jónsmessa í Hellisgerði í Hellisgerði verður einnig hald- in Jónsmessuhátíð. Dagskráin hefst kl. 18 meö ljósmyndaratleik, kynningu á bonsaigarði, hatta- smiðju og grilli. Á milli 20.30 og 21.30 verður skemmtidagskrá á sviði í Hellisgerði en kvikmynda- sýning hefst í Bæjarbíói kl. 22.30 og óvissuferð verður farin með Erlu Stefánsdóttur um kl. 23. Loks verð- * ur Jónsmessunæturganga á vegum Umhverfis- og útvivistarfélags Hafnarfjarðar og Ferðafélags ís- lands yfir Ketilstíg í Krýsuvík. Fræðast má nánar um hátíðina á slóðinni http://194.144.199.6/hafn- arfj.nsf/pages/frettir. Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Lárétt: 1 freðmýri, 8 aur, 9 spíri, 10 tæpum, 12 fjarstæðu, 14 kyrrð, 15 hvetja, 16 nudd, 17 venjan, 19 hjarir, 20 komast. Lóðrétt: 1 nem, 2 ósléttir, 3 bindur, 4 hryggan, 5 rölt, 6 borinn, 7 ekki, 11 tísku, 12 bundin, 13 eirir, 17 drap, 18 lík. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 sundlar, 7 erja, 8 úti, 10 smá, 11 tröð, 12 sulta, na, 15 alls, 17 ugg, 19 sló, 21 úða, 23 kastali. Lóðrétt: 1 sess, 2 urmull, 3 Njáll, datt, 5 lúr, 6 riða, 9 töng, 13 auða, 15 ask, 16 sút, 18 gái, 20 ós, 22 al. Gengið Almennt gengi LÍ 23. 06. 1999 kl. 9.15 Eininn Kaup Sala Tollnenqi Dollar 74,340 74,720 74,600 Pund 117,510 118,110 119,680 Kan. dollar 50,570 50,890 50,560 Dönsk kr. 10,3080 10,3650 10,5400 Norsk kr 9,4820 9,5340 9,5030 Sænsk kr. 8,7910 8,8400 8,7080 Fi. mark 12,8844 12,9618 13,1796 Fra. franki 11,6786 11,7488 11,9463 . Belg. franki 1,8990 1,9104 1,9425 T Sviss. franki 47,9700 48,2300 49,1600 Holl. gyllini 34,7627 34,9716 35,5593 Þýskt mark 39,1685 39,4038 40,0661 ít. líra 0,039560 0,03980 0,040480 Aust. sch. 5,5672 5,6007 5,6948 Port. escudo 0,3821 0,3844 0,3909 Spá. peseti 0,4604 0,4632 0,4710 Jap. yen 0,608400 0,61200 0,617300 írskt pund 97,270 97,855 99,499 SDR 39,090000 99,69000 100,380000 ECU 76,6100 77,0700 78,3600 « Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.