Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 Ferðir innanlands 27 Sniglarnir, Bifhjólasamtök lýbveldisins: „Frá forstjórum niður í sleða“ „Það er ekkert gaman að vera einn á hjóli. Hefur þú prófað að vera ein í bíl?“ spyr Marri, Snigill nr. #660 þegar hann er spurður út í það hvers vegna hann hafi gengið til liðs við Sniglana. Það er sem sagt fé- lagsskapurinn, umfram annað, sem fólk er að sækjast eftir þegar það gengur í Sniglana. En hvers konar félagsskapur er þetta? Hvaða fólk sækir um inn- göngu í Sniglana? „Þetta er bara þverskurðurinn af þjóðfélaginu; alveg frá forstjórum og ráðherrum og niður í einhverja sleða,“ segir Marri til útskýringar. „Þetta er einstaklingshópíþrótt og þar af leiðandi félagsskapur fyrir fé- lagslynda einstaklingshyggjumenn; fólk sem hefur þetta áhugamál, að hjóla." Sniglarnir eru 15 ára um þessar mundir og eru skráðir meðlimir í Heilræði frd Sniglun- um, Bifhjólasamtök- um lýöveldisins: Tékklisti fyrir mótorhjólaferðir Fyrir vikuferöalag út á land 1. Það fer enginn út að hjóla nema í viðurkenndum örygg- isfatnaði og með hjálm 2. Tjald og svefþoki 3. Föt til skiptanna 4. Sundfatnaður og stuttbuxur 5. Góðar vatnsheldar töskur og poki fyrir farangur 6. Vatns- og vindheldur hlífð- argalli 7. Vatnsheldir vettlingar 8. Vatnsheldar skóhlífar (eða plastpoki) 9. Helstu verkfæri 10. Límband 11. Startkaplar 12.1 lítri af mótorolíu 13. Olíutrekt 14. Dekkjaviðgerðasett 15. Bensínslanga (ca 1 metri) 16. Sjúkragögn 17. Hafa hitabrúsa uppi við með kaffi/kakói 18. Saumaveski Snigla 19. Smokkar (ef menn eru heppnir) 20. Dömubindi (fyrir þær óheppnu) 21. Peningar og koss bless frá mömmu Hvers vegna œtti ég að fara til Mývatns? Sigbjörn Gunnarsson, sveit- arstjóri í Mývatnssveit: „Það er ætíð mjög sérstakt andrúms- loft í Mý- vatnssveit á sumrin sem ís- lenskir ferðamenn hafa farið of mikið á mis við. Mikil nátt- úrufegurð einkennir svæðið. Það eru fjölmörg náttúru- undur og sérkenni i Mývatnssveit og má þar helst nefna Dimmuborg- ir. Góðar gönguleiðir eru í sveit- inni og nágrenni og við erum með öfluga ferðaþjónustu sem byggir á gamalli hefð. Ég held að ég geti fullyrt að Hótel Reynihlíð sé elsta hótel á landinu utan þéttbýlis en við bjóðum einnig upp á aðra gist- ingu sv.o sem tjaldsvæði og gisti- heimili. Hér er öflug upplýsinga- miðstöð fyrir ferðamenn og góðir veitingastaðir." félaginu um 1200. Þeir eru þó ekki allir virkir því að sögn Marra verða menn „að vera greiddir", þ.e.a.s. að hafa greitt félagsgjöld til að teljast virkir í félaginu. Menn hittast og hjóla, halda fundi einu sinni í viku og síðan er farið í ferðir, eina tor- færuferð fyrstu helgina í september í Landmannalaugar og síðan aðrar styttri óskipulagðar ferðir hingað og þangað um landið. „Við fórum til dæmis upp á Akra- nes í 'kaffi um helgina," segir Marri þegar hann er beðinn um útlistun á týpiskum túr. „Hrelltum fólk í göng- unum og svona,“ bætir hann við og geispar síðan letilega Hvað áttu við? Eruð þið í því að abbast upp á fólk? „Nei, nei. Það tekur bara svo langan tíma að afgreiða hjól í göng- unum. Menn þurfa að taka af sér hjálma og vettlinga og annað til að ná í veskin og þegar við erum 30-40 saman eins og þarna þá tekur þetta heillangan tíma. Enda fór allt í háa- loft. Menn voru að verða vitlausir á okkur,“ segir Marri og er ekki að heyra að hann hafi tekið þessa taugaveiklun í bíleigendum nærri sér. „Svo erum við með hjóladag á laugardaginn, tökum þá monttúr um borgina og svona, og síðan landsmót Sniglanna," segir hann um það sem er á döfinni í nánustu framtíð. „Á landsmóti koma menn saman til að monta sig, hver sem betur getur, af nýja hjólinu eða bara hinu og þessu sem þeir hafa verið að gera,“ bætir hann við en fyrir þá sem ekki vita er rétt að taka fram að landsmótið verður haldið í Tjarn- arlundi í Búðardal fyrstu helgina í júlí. Að sögn Marra er þverskurðurinn af þjóðfélaginu í Sniglunum. En hvað þurfa menn að gera til þess að fá inngöngu i félagið? Eruð þið með ströng inntökuskilyrði? „Ja, það geta náttúrlega allir sótt um. En menn verða að fá meðmæli frá 13 Sniglum til að verða sam- þykktir," segir Marri nokkuð drýg- indalega en bætir við, til vara: „Við erum samt ekkert mjög strangir við fólk. Það verður bara að prófa.“ -esig ...aó þú getur s&tt 3 msk. af Nescafé i kaffikönnu og bætt \/iö 1 /. af nýsoðnu \/atni þegar gesti ber að garði. Combi Camp Tjaldvagn / með Tvær stærðir / Þ TITAN Feliihvsi og fortiöld Sportbúð Títan ehf Seljavegur 2 / Héðinshús 101 Reykjavík S: 551-6080/ 511-1650 Coachmen fellihýsi - 9 og 12 fet, Fortjöld á fellihýsi / stór og smá. pottasett, ofl., ofl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.