Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 14
Uppiýsing^þjúriusliaii Kirkjubæjarklaustri Hótel Reynihlíð 660 Reykjahlíð • Mývatnssveit Sími: 464 4170 • Fax: 464 43 Netfang: rhlid@mmedia.is http://wwiv. mmedia is/reynihlid Hattu fundinn í friði og ró hjá okkur. Hótet Reynihlíð býður frábæra námskeiðs- og fundaraðstöðu J hjarta byggðarinnar við Mývatn. Ferðir innanlands MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 Bill Toppferða fer alveg upp á topp Heklu. Snjóbílaferðir á Heklu - möguleiki d hópferðum d toppinn Toppferðir á Hellu hófu nú í vor að bjóða ferðir á Heklu með snjóbíl. Erlingur Gíslason er í forsvari fyrir fyrirtækið. „Ég byrjaði með þetta í apríl þegar ég festi kaup á ágætis snjóbíl. Þó að fyrirtækið sé þar með ungt er hugmyndin gömul og hefur lengi blundað í mér. Við bjóðum upp á 5-6 tíma ferðir á Heklu og er stoppað einu sinni á leiðinni og svo klukkutíma á toppnum. Annars er ég opinn fyrir hvers kyns hugmynd- um ef fólk vill hafa ferðir sínar öðruvísi. Ég hef fengið fjölda fyrir- spurna um ferðirnar og býst ég við för Toppferða. að þær verði vinsælar þar sem Toppferðir eru eina fyrirtækið á svæðinu sem bjóða upp á svona ferðir." Allt að 30 manns upp á topp Að sögn Erlings tekur snjóbíllinn 9 farþega. Hins vegar ef gott veður er og aðstæður góðar er möguleiki að flytja allt að 30 farþega upp á topp á hverjum degi. Þá hefur Er- lingur Econoline-bíl sér til aðstoðar sem flytur fólk langleiðina upp en snjóbíllinn fer svo upp á topp. Er ljóst að þarna er tilvalið fyrir hópa að hittast og njóta ægifagurrar nátt- úru undir öruggri leiðsögn. -hdm Magnús Bergsson fer allra sinna ferða d fjallahjóli: „Noregur toppar allt“ Magnús Bergsson er um það bil að fara að leggja upp í þriggja mán- aða ferðalag um Evrópu þegar hringt er í hann og hann beðinn um að svara spurningum um hjólreiðar fyrir Ferðablað DV. Hann er af- slappaður og rólegur og er ekki að heyra að hann sé stressaður fyrir ferðina enda þaulvanur ferðalögum bæði innanlands og utan. Hann er fyrst spurður af hverju hann kjósi að ferðast um á hjóli fremur en í bil. „Það er bara miklu skemmtilegra. Síðan er það líka það að ef fólk not- ar bíla of mikið brenglast fjarlægð- arskyn þess með tímanum og það hættir að sjá smáatriðin í náttúr- unni. Sumir gleyma því jafnvel að hún sé til.“ En það er náttúrlega erflðara að hjóla en keyra? „Nei, alls ekki,“ svarar hann ró- lega, greinilega vanur fullyrðing- unni. „Ef fólk temur sér jákvæðni í daglegu lífl og tekst á við þá erfið- leika sem koma upp af þolinmæði þá breytir það um skoðun. Hugar- farið skiptir öllu máli. Síðan verða menn náttúrlega líka að kunna að búa sig rétt. Þeir verða að gefa sér góðan tíma til að venjast hjólinu, yf- irfara það vel, nota réttar töskur og skjólfatnað og varast að taka of mik- ið með sér. Ef þeir passa þessi atriði ætti ferðalagið að ganga nokkuð áfallcdaust fyrir sig.“ Magnús hefur ferðast mikið inn- anlands en þegar hann er beðinn um að rifja upp eftirminnilegt ferða- lag nefnir hann 4 mánaða ferð um Evrópu sem hann fór árið 1992. „Þá hjólaði ég um Bretland, ír- land, Frakkland, Þýskaland, Dan- mörku og Noreg og það var mjög eft- Eins og sjá má þarf farangur i þriggja mánaða ferðalag ekki að vera fyrirferðarmikill. irminnileg ferð að öllu leyti. Ég lenti til dæmis í verkfollum í Frakk- landi og vegartálmar voru úti um allt. Mér var samt alltaf hleypt fram hjá þeim og hjólaði þess vegna einn eftir hraðbrautunum sem var óneit- anlega sérstök upplifun." Eftir nokkra umhugsun segir hann: „Mér fannst Noregur trúlega skemmtileg- astur af þessum löndum sem ég heimsótti - toppurinn á ferðinni. Þar er bæði fallegt landslag, fjöllótt og fjölbreytilegt og að öllu leyti gott að vera.“ Og ætlarðu að fara þangað aftur núna? „Já, en ég ætla nú að byrja á því að kynna mér frágang hjólreiðastíga í Hollandi, Þýskalandi, Danmörku og Svíþjóð og framleiðslu Recumbents- sethjóla sem ég spái að verði farartæki framtíðarinnar. Framleiðsla þeirra er á þróunarstigi enn sem komið er og þess vegna er spennandi að fá að fylgj- ast með þvi sem er að gerast í þeim málum. Siðan kem ég til með að enda í Noregi og verða þar nokkum tíma. Ég ætla að klára það sem ég komst ekki yfir síðast, „ segir Magnús reið- hjólakappi ögn hógvær að lokum. Tékklisti fyrir hjólreiðamenn - nauösynlegur farangur í vikuferðalag Grunnbúnabur 1. Tjald 2. Svefnpoki 3. Dýna 4. Prímus 5. Pottasett 6. Hnífasett Fatnabur 1. Coop-goretexúlpa 2. Goretexbuxur 3. Coop-buxur 4. Karrimor-jakki 5. Lycra-buxur 6. Sokkapör - þunn 7. Ullarsokkar 8. Stuttbuxur 9. Lowe Alpine bolir 10. Bolur/peysa með ermum 11. Grifílur 12. Vettlingar 13. Trefill 14. Húfa Matur 1. Brauð (flatbrauð) 2. 4-6 pk. þurrmatur 3. 5 pk. núðlur 4. 5 pk. bollasúpur Útbúnabur fyrir hjólib 1. Passandi sexkantar og 8,10 mm fastir lyklar, keðjulykill, dekkjaspennur 2. 2 bremsupúðasett 3. 1 slanga 4. Bætur 5. Passandi teinar 6. Teinalykill 7. Pumpa 8. 4 varaskrúfur 9. Gírvír 10. Bremsuvír Eitt og annab 1. Victorinox-hnífur með kveikjara 2. LW/SW vasaútvarp 3. Gormakort, 1:500.000 4. Ferðafélagsskírteini 5. Farfuglaskírteini 6. Myndavél 7. Tannbursti 5. Smjör 6. Hnetusmjör 7. Kaffi 8. Kakó 9. Kex

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.