Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 Fréttir______________________________________________________________pv Náfrænka salmonellubakteríunnar grasserar 1 fólki og dýrum: Dauðaleit gerð að hættulegri bakteríu - Sýklafræöideild, Hollustuvernd og yfirdýralæknir í tugmilljónaátaki Fjöldi Campylobacter sýkinga Uppruni erlendis eöa óþekktur Uppruni innanlands Maí 1999 42 tilfelli 16 .10 .1 33 23 iflj 35 21 14 60 24 36 J. Maí 1998 2 tilfelli 220 69 151 68 93 49 48 26 39 20 40 44 22 19 28 1994 1995 1996 1997 1998 RANNÍS hefur veitt 15 milljónir króna til rannsókna á bakteríunni campylobacter sem hráir hundruð manns árlega, Mikil aukning hefur orðið á sýkingum af völdum bakt- eríunnar og hafa nú Hollustu- vemd, SýklafræðideUd Landspítalans, yfirdýra- læknir, sóttvamalæknir, Tilraunastofa Háskólans á Keldum og Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins sameinast um rannsókn- ir á sýklinum sem sára- lítið er vitað um. AUs er gert ráð fyrir að kostn- aður verði um 30 miUj- ónir króna. Bakterían hefur í vaxandi mæli lagst á fólk og stefnir nú í metár sýkinga annað árið í röð. Á síðasta ári virtist bakterian eiga upptök í kjúklingaslát- urhúsi á Hellu en í ár virðist hún hafa dreifst viðar, að sögn Hrafns Friðrikssonar, heilsu- gæslulæknis á HeUu. Bakterían veldur starfs- mönnum HoUustuvemd- ar ríkisins áhyggjum og heilabrotum enda fuU- komin óvissa um út- breiðslu og uppruna. „E instaklingsýkingar hafa verið að aukast mjög mikið. Það varð mikil aukning í fyrra og aftur á fyrrihluta þessa árs. Vandinn er sá að við vitum ekki ástæðumar,“ segir Jón Gíslason, for- stöðumaður matvæla- og heilbrigð- issviðs HoUustuvemdar ríkisins. Metfjöldi sýkinga Aldrei hafa sýkst jafnmargir og á síðasta ári þegar skráð voru 220 tU- vik og sum það alvarleg að sjúkra- húslega þurfti að koma tU. Nú stefn- ir enn í að met verði slegið því í maímánuði sl. greindust 39 einstak- lingar með smit á móti aðeins tveimur i fyrra. í apríl sl. greindist 41. AUs greindust fyrstu 5 mánuði ársins 120 tilvik sem er mun meira en á sama tímabili í fyrra. Campylobacter er náskyld salmon- eUu sem valdið hefur mörgum hóp- sýkingum en munurinn er sá að campylobacter veldur frekar ein- staklingssýkingum. Þessir sýklar valda algengustu sýkingum í heim- inum og eru ein helsta dánarorsök bama í þróunarlöndunum. Hérlend- is hefur fólk orðiö illa veikt vegna þessa en ekki er vitað um dauðsfóU. Auk þess að áðumefndir aðUar gera dauðaleit að hýsli og viðgangi bakteríunnar er áformuð mikU fræðsluherferð tU að upplýsa al- menning í því skyni að fækka sýk- ingum. Þannig er fólki ráðlagt að forðast að blóðvökvi úr hráu kjöti berist í önnur matvæli og steikja eða sjóða kjöt vand- lega. Erlendis hafa rannsóknir leitt í ljós að helstu smitieiðir eru við meðhöndlun á hráu alifuglakjöti og neyslu á Ula soðnu eða iUa steiktum kjúkling- um. Þá leiða rannsókn- ir í ljós að neysla ómeð- höndlaðs yfirborðs- vatns og neysla á ógerilsneyddri mjólk og grUluðu svínakjöti hefur leitt af sér sýkingu. Fólki er því ein- dregið ráðlagt að forðast bakteríuna með öUum tUtækum ráðum, t.d. með því að meðhöndla kjúklinga og aðra alifugla þannig að ekki hljótist skaði af. Varast ber að hrátt kjöt komist í snertingu við önnur matvæli og sjóða og steikja þannig að hin Ulvíga campylobacter drepist. Fiskurinn hreinn Rannsóknir á matvælum hérlendis hafa leitt i ljós að fiskur er laus við umrædda sýkla. Tekin vora 50 sýni úr ferskum fiski árið 1989 og vora öU sýnin neikvæð. Þá hafa verið tekin sýni úr nauta- kjöti sem reynst hafa verið hrein. Þegar kjúklingar hafa verið rann- sakaðir kemur í ljós að sýkUinn er að finna í aUt að 90 prósentum tUvika. Sl. haust vora tekin 22 sýni og reyndust 14 þeirra innihalda sýkUinn eða um 64 prósent tUvika. Einnig hefur bakterían fúndist í örfá- um tUvikum í yfirborðsvatni. „TUgangur rcmnsóknarverkefn- isins, sem nú er að fara af stað, er að fmna uppranann. Þessar sýkingar era ekki eins alvarlegar og sýkingar vegna salmoneUu," segir Jón. Það getur verið varasamt að flýta sér of mikið við að grilla og allt eins viðbúið að sjúkrahús- vist taki við af grillveislunni. Fréttaljós Reynir Traustason Burt með þennan Rauða her Nú er í tísku að varðveita ómengaða náttúru og hreinrækt- aða stofna. Serbar hafa gert heiðarlega tilraun tU að bola Kosovo-Al- bönum burt af sínu yf- irráðasvæði. Nasist- amir gerðu líka sitt tU að útrýma gyðingun- um. Þeir eru aUs staðar þessir minnihlutahóp- ar, sem skapa usla og óróa í sannkristnum samfélögum hreinrækt- aðra íbúa, hópar, sem heimta sömu réttindi og aðrir og eru bara fyrir þegar í harðbakk- ann slær. Þetta kemur vel fram á Þingeyri þessa dagana. Þar hafa Pól- verjar hreiðrað um sig og þegar fiskvinnslufyrirtækið á staðnum fær ekki lengur fisk eða peninga tU að halda rekstr- inum áfram, kemur þessi pólski minnihluti og kvartar undan því að hafa ekki fengið laun í sex vikur. Fólkið skUur ekki að auðvitað er ekki hægt að borga laun þegar enginn fiskur kemur í land og enginn peningur er tU reiðu tU að borga þeim sem hafa unnið í fiskvinnslunni. Þetta fólk held- ur að það geti fengið borgað fyrir að gera ekki neitt!! Pólski minnihlutinn á Þingeyri er kaUaður Rauði herinn. Hann segist ékki eiga til hnífs eða skeiðar. Og hvað með það? Var einhver að biðja þetta fólk um að hanga á Þingeyri eftir að fisk- vinnslan fór á hausinn? Enda hafa íslendingar kært sig koUótta. Atvinnuleysisbótasjóður borgar ekki fólki nema það vanti hráefni og bæjarfélag- iö veitir ekki félagslega aðstoð fólki, sem er að- flutt aUa leið frá PóUandi. Félagsmálaráðherrra dæsir af armæðu og nennir varla að vera eyða tíma í að bjarga einhverjum fiármálum hjá ókunnu og útiendu fólki. Hann segist ekki sjá út úr þessu. Pólverjamir eru sem sagt réttiausir og aUslaus- ir vestur á Þingeyri og kerfið sér ekki hvað því kemur það við þótt verkafólk í litlum bæ, vestur á fiörðum, eigi ekki til hnífs og skeiðar og fái ekki borguð laun í nokkrar vikur. Það getur bara farið, segja hreinræktaðir ís- lendingar og ábyrgðarmenn hins íslenska stofns, og forsætisráöherra hefur mun meiri áhyggjur af hinu íslenska kúakyni heldur en pólsku aðkomu- fóUci. Enda er kúakynið hreinræktað og stendur ógn af innflutningi norskra kúa. Það er í þessum sterka íslenska stofni sem arfleið þjóðarinnar varðveitist og þegar ^itthvað bjátar á og þegar erfiðleikar steðja að, þá standa menn vörð um ís- lenska stofninn og láta aöra lönd og leið. Viðbrögð kerfisins gagnvart rauða hemum fyr- ir vestan er aðferð íslendinga tU að halda landinu ómenguðu. Hún er þægUegri og auðveldari og kemur í veg fyrir að Nató fari að skipta sér af þessari sjálfsögðu hreinsun sem felst í því að koma Pólverjunum burt. Dagfari sandkorn Tölvustýrt heimili Velgengni fyrirtækisins OZ.COM á alþjóðavettvangi hefur víst farið fram hjá fæstiun. Guðjón Már Guð- jónsson, einn stofnenda fyrirtækis- ins og stjómarformaður þess, hefur aftur á móti nýver- ið fest kaup á hinu fomfræga húsi Næpunni i mið- bænum. PUtur hefur látið taka húsið í gegn svo um munar. Þannig er hægt að horfa á sjón- varp í húsinu á stóra breiðtjaldi og flest það sem við hin þurfum að basla við dags daglega verður hægt að gera með skipunum á tölvu. Guð- jón og fiölskylda geta kveikt ljósin með aðstoð tölvunnar, látið renna í baðkarið úr bUnum og þannig spar- að sér fiölmörg erfið sporin... KR þagnaði Svo sem fram hefur komið í Sand- korni eru sumir forsvarsmanna ÍBV-liðsins í knattspymu afar skap- miklir og ráða sér vart á leikjum, annaðhvort vegna kæti eða bræði, aUt gftir gengi Eyjaliðsins. Þegar hið svarthvíta lið KR kom tU Eyja um síð- ustu helgi blés ekki byrlega hjá heima- mönnum í upphafi þar sem Vesturbæj- arliðið seinheppna komst marki yfir. Þegar svo rann upp hið óumflýjanlega augnablik þar sem ÍBV jafnaði stökk Þor- steinn Gunnarsson, framkvæmda- stjóri knattspyrnuráðs ÍBV, hæð sína í loft upp og réðst síðan að stúkunni sem hýsti Útvarp-KR og lamdi að utan með krepptum hnef- um. Það vUdi ekki betur tU en svo að útsending KR-inganna rofnaði. Kannski var það eins gott því út- varpið hafði engin fagnaðarerindi að boða eftir jöfnunarmarkið... Skál fyrir Marx í þáttasyrpunni Maður er nefndur í Sjónvarpinu eru tilkaUaðir ýmsir skemmtilegir kvistir. í vikunni ræddi primadonnan geðríka, Kol- brún Bergþórsdóttir, við hinn fornfræga útvarps- þul, Pétur Péturs- son, sem hafði frá ýmsu að segja, enda maðurinn nokkuð við aldur. Pétur er sanntrúaður marxisti svo sem alkunna er. Þeir voru færri sem vissu hvað skál sem var á borði sem skötuhjúin sátu við hafði að geyma. Þar var nefnUega mynd af gúrú lífs Péturs, sjálfum Karli Marx, sem Pétur hafði með sér í upptökuna... Hefnd sambýlismanns Hann var seinheppinn, maðurinn sem ætiaði að ná sér í huggulega tU- breytingu. Um er að ræða harðgfrtan afreksmann í íþróttum sem ágirntist konu nágranna síns og hann mann- aði sig upp í að hringja í __ hana og fékk samband við talhólf þar sem hann tjáði löngun sína tU nánari kynna: „Ég veit að þú ert í sambúð en eru það ekki aUir,“ var boðskapurinn. Ekki vUdi betur til en svo að sambýlismaður draumastúlkunnar komst í talhólfið og tók upp boðin og kom í tölvutækt form. Þetta sendi hann síðan í hefndarskyni vítt og breitt um Netið í tölvupósti sem gengur nú sem eldur í sinu og hjóna- band hins seinheppna leikur á reiði- skjálfi. Setja margir spumingar- merki við siðferði sambýlismanns- ins smáða... Umsjón Reynír Traustason Netfang: sandkorn @£f. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.