Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 24. JUNI 1999 Viðskipti ÞGttd helst:..Viðskipti á Ví, 560 m.kr. ... Mest með bankavíxla, 190 m.kr ... Hlutabréf, 150 m.kr. ... Hús- bréf, 130 m.kr., verð stöðugt ... Mest viðskipti með FBA, 35 m.kr. ... Olíufélagið, 25 m.kr. ... Pharmaco og Járn- blendifélagið lækka mest ... Skeljungar hækkar mest, 3,7% ... Allar helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu í gær ... Fyrsta loðnan komin á land - verðhrun frá síðasta sumri en von á hækkun í gærmorgun kom Guðmundur Ólaf- ur með fyrstu loðnu sumarsins til Raufarhafnar og eru margir bátar á leið á miðin. Svanur RE var á leið heim af loðnumiðunum eftir að hafa fyllt í fimm köstum. „Við fylltum í fimm köstum og tókum þau öll í röð. Loðnan er samt dreifð og erfitt að fá hana inn í fisksjána hjá okkur. Það er samt hægt að fá ágætisköst ef maður gerir þetta rétt. Það tókst í þetta skipti en auðvitað er allur gangur á þessu. Verðið verður líkiega í kringum 3500 til 4000 kr. Það er mun lakara verð heldur en í fyrra en þá var það í algjör- um toppi. Það væri mun betra ef þetta væri aðeins jafnara en svona er þetta nú,“ segir Gunnar, skipstjóri á Svani RE. Þori ekki að spá Þórður Jónsson, verksmiðjustjóri hjá SR-mjöli á Siglufirði, hefur verið í loðnubransanum í 25 ár. „Ég þori ekki Verðþróun loðnuafurða - vísitölur 1986=100 300 250 200 150 100 50 Loönulýsi Loönumjöl Maí 1998 Gagnrýni Kaup- þings réttmæt Kaupþing gagnrýndi í fyrradag hlutafjáraukningu DeCODE og því var svarað þannig að í útboðs- lýsingunni hefði verið klausa sem réttlætti áðurnefnda hlutaljár- aukningu. í gær var hins vegar sagt í DV að Kaupþing hefði átt að sjá þessa aukningu fyrir. Hins vegar sýnir nánari skoðun á útboðslýsingunni að gagnrýni Kaupþings hafi verið réttmæt. í útboðslýsingunni frá febrúar 1998 segir: „Heildarfjöldi útistanda- hluta er nú 22 milljónir. Ekki er stefnt að því að auka hlutafé fé- lagsins umfram það. Hins vegar ber þess að geta aö félagið getur aukið hlutafé ef til dæmis rekstr- arforsendur breytast." Ekkert bendir til aö rekstrarforsendur hafa breyst síðan. Síðar í útboð- inu stendur: „Ekki er gert ráð fyr- ir frekari hlutfjáraukningu fram að þeim tíma er félagið fer á markað erlendis. Engin trygging er fyrir því að félagið verði skráð á erlendan markað né að það tak- ist að selja hlutabréf í félaginu á einhverju ákveðnu verði.“ Ekki verður annað séð af þess- um orðum en að Kaupþing hafi farið með rétt mál því núna er heildarfjöldi útistandandi hluta 29 milljónir og félagið hefúr ekki enn verið skráð á markað. -bmg að spá um hvemig sumarvertíðin verður. Engin vertíð er eins og loðnan getur horfið á einum degi. Eitt er þó vist að verðið er lágt miðað við síðasta sumar. Síðasta sumar var að vísu al- veg sérstaklega gott. Við höfum reynt að fara betur með hráefnið og nýta allt betur. Við borgum meira fyrir farma sem við teljum vera gott hráefni. Kælitankaskipin bera náttúrlega af í því að koma með gott hráefhi. Við munum stoppa bátana mjög fljótlega ef mikið veiðist. Við getum ekki tekið við það miklu hráefni að það skemmist. Ég Mal 1999 veit ekkert hvemig vertíðin fer, loðn- an er á sama stað núna og hún var í fyrra en hún getur verið úti um allt,“ segir Þórður Verðið fer hækkandi Verð á loðnu og loðnuafurðum hef- ur fallið mikið síðastliðið ár. Frá því í mai 1998 hefur verð á loðnumjöli fallið um rúmlega helming og loðnulýsi enn meira. Þrátt fyrir að verð á loðnumjöli sé lágt nú um þessar mundir ber þess að geta að verð á loðnuafurðum árið Fyrsta loðnan komin á land. 1997 og 1998 var óvenjuhátt. Ástæðan er að lítið framboð var mjöli frá Suður- Ameríku vegna hitabeltisstraumsins E1 Ninjo. Flestir mjölútflytjendur telja hins vegar að botninum sé náð og verð fari aftur hækkandi. Verð hefur verið að hækka að undanfomu og nemur hækkimin um 10%. Helsta ástæða þess er aukin eftirspum og minni birgðir framleiðenda. Fréttir um eiture&i i dýrafóðri í Belgíu hafa einnig aukið spum eftir loðnumjöli sem gjaman er notað í dýrafóður. -ElS/bmg Sátt ríkir um vaxtahækkun Seðlabankans: Styrkir peningastefnuna í sessi Svo virðist sem sátt ríki um þá ákvörðun Seðlabankans í síðustu viku að hækka vexti. Sérfræðingar á fjár- málamarkaði telja að þessar aðgerðir hafi jákvæð áhrif á efnahagslifið þegar til lengri tíma er litið og styrki pen- ingastefnu Seðlabankans í sessi. Það er lykilatriði að Seðlabankinn njóti trausts og byggi upp trúverðuga stefnu í peningamálum og þetta styrkir stjóm efnahagsmála og eykur stöðugleika. Almar Guðmundsson, hagfræðingur hjá Fjárfestingarbanka atvinnulifsins, sagði að þessi hækkun nú væri full- komlega í samræmi við væntingar og hann hefði búist við þessu. „Þessi að- gerð styrkir peningastefnuna og skap- ar svigrúm til styrkingar krónunni. Þessar aðgerðir munu, ásamt áhrifúm lausafjárkvaðar, slá á innlenda eftir- spum. Síðamefndi þátturinn er mjög mikilvægur, þar sem uppsöfhuð verð- hækkunarþörf virðist hafa myndast víða, til dæmis í þjónustugeiranum. Ég tel að peningavextir muni hækka sam- fara þessu og að sú hækkun muni hafa áhrif út óverðtryggða timarófið, að svo miklu leyti sem væntingar um vaxta- hækkun vom ekki þegar komnar inn. Það má því segja að þetta sé heppileg aðgerð miðað við núverandi þróun. Vextir í viðskiptum við lánastofnanir 1 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 Hins vegar verður erfitt að réttlæta aðra svona aðgerð fljótlega," segir Al- mar Guðmundsson. Margvísleg áhrif Ávöxtunarkrafa ríkisvíxla hefur nú þegar hækkað um 0,5%. Sérfræðingar F&M benda á að áhrif vaxtahækkunar á raunverulegan fjármögnunarkostnað til skamms tíma sé óviss því kjör á fjármögnun utan markaða hafa verið mun hærri en markaðskjör. Ástæðuna telja þeir að slik fiármögnun hafi ekki áhrif á laust fé fiármálastofnana. Svo virðist sem útlán bankakerfis- ins séu farin að minnka og á fóstudag- inn vom birtar tölur yfir greiðslu- og vömskiptajöfiiuð við útlönd. Hall- inn á vöraskipt- um hefur minnk- að verulega og þetta bendir til að þensluletjandi aðgerðir séu famar að skila sér. Einnig virð- ist sem þessi vaxtahækkun muni skapa deyfð á hlutabréfamarkaði og slæva markað- inn enn frekar. Viðskipti með hluta- bréf hafa verið með minna móti það sem af er árinu og er það meðal ann- ars rekið til vaxtahækkana fyrr á ár- inu. Einnig má leiða að því líkur að árstíðabundin ró á markaði skýri þessi litlu viðskipti að einhverju leyti. Bent hefur verið á að verð á hlutabréfúm sé í mörgum tilfellum of hátt og kunni að lækka enn frekar. Sérfræðingar F&M telja að aðilar á markaði haldi að sér höndum meðan frekari lækkana er að vænta og verðaðlögun geti því tekið nokkum tíma. -bmg viðskipta- molar Baugur stöðugur Gengi á hlutabréf- um í Baugi er nú 9,97 en útboðsgengi í apr- íl var 9,95. Það þýðir að sá sem keypti fyr- ir 100 þúsund krónur að nafnvirði hefur hagnast um heilar 210 kr. Fyrir skömmu var tilkynnt að Baugur hygðist enn auka hlutafé til að standa straum af kaupum á Vöra- veltunni og Útilífi. Spumingin er hvernig markaðurinn bregst við auknu framboði á bréfum en líklegt má teljast að ef eftirspurnin helst óbreytt þá geti verðið lækkað. Hins vegar má ekki gleyma að spáð er góðum hagnaði hjá félaginu og framtíðarhorfur eru góðar. Þannig er líklegt að slík lækkun yrði aðeins til skamms tíma. Aðalverktakar vinna Vatns- fellsvirkjun Stjóm Landsvirkjunar hefur ákveðið að ganga til samninga við ís- lenskja aðalverktaka hf. um byggingu stíflu,:inntaks og stöðvarhúss Vatns- fellsvirkjunar og við Amarfell ehf. um gröft frárennslisskurðar. Upp- hæð samningsins við Aðalverktaka nemur 3.050 mUljónum króna en tæplega 470 milljónum við Amarfell. Vörudreifing og sam- keppnismál Samtök verslunarinnar halda ráðstefnu um vöradreifingu og sam- keppnismál, sem haldin verður 29. júni á Hótel Sögu. Á ráðstefnunni munu Espen Gjerde, frá Noregi, og Bog Lawrie, frá Bretlandi, halda fyrirlestra um þessi efni. Kögun semur við varnarliðið Kögun hefur gengið frá árlegum samningi sínum við vamarliðið á Keflavíkurflugvelli fyrir þá þjónustu sem fýrirtækið sinnir. Samningurinn felur i sér að verð á þjónustu Kögunar hækkar um 15% en aukin verkefni felast í þessum samningi. Flugfélög í samvinnu Air France og Delta-flugfélagið í Bandaríkjunum hafa kynnt víðtækt samstarf sem félögin hyggjast ráð- ast í. Sérfræðingar hafa um nokkum tíma búist við þessu og jafnvel er talið að þetta sé fyrsta skrefið í mun víðtækari samvinnu og samruna flugfélaga. Talið er að þetta muni herða til muna sam- keppni í flugi og geti haft í fór með sér lægri fargjöld. Það er mikilvægt að taka vel ígmndaða ákvörðun* Nýjustu ISDN-símstöðvarnar frá Siemens hafa svo sannarlega hitt í mark hérlendis. Því bera frábærar viðtökur viðskiptavina okkar órækt vitni. Fjölbreyttir möguleikar kerfanna, s.s. tölvutengingar, talhólf, sjálfvirk svörun, beint innval, þráðlausar lausnir og margt fleira, nýtast breiðum hópi notenda allt frá einstaklingum upp í stærstu fyrirtæki og stofnanir landsins. Við bjóðum afbragðsbúnað, fyrsta flokks þjónustu og hagstætt verð. Láttu í þér heyra. Fáðu verðtilboð. Það margborgar sig. SIEMENS *... það gerðu þau: • Gula línan • Sjúkrahús Reykjavíkur • Ríkisútvarp-Sjónvarp • Félagsþjónustan í Reykjavík • Skeljungur-(SAL-íslenskir aöalverktakar •Flugmálastjórn*Ræsirhf*DomusMedica • Mjólkursamsalan • Hallgrimskirkja • Grimsneshreppur • Magnús Kjaran • Hótel Keflavík* Rafiðnaðarskólinn • Sameinaði lífeyrissjóðurinn • St Jósepsspítali • Taugagreining • Tölvu- og verkfræðiþjónustan • Dagvist barna • Rauði kross íslands • Plastprent • Ölgerð Egils Skallagríms • íslensk miðlun hf. o.fl. o.fl. SMITH & NORLAND sú Nóatúni 4 " / 105 Reykjavík “ i / ' Sími 520 3000 www.sminor.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.