Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 kþenning W*k * Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson í seinni tíð hafa fá ritverk íslensk vakið ámóta athygli og ævisaga Einars Benedikts- sonar, sem Guðjón Friðriks- son sagíræðingur hefur nú unnið að um nokkurra ára skeið. Út af fyrir sig hefðu nafn og rykti Einars, eins lit- ríkasta persónuleika okkar íslendinga á fyrri hluta aldar- innar, nægt til að selja nán- ast hvaða bók sem er í miklu upplagi. En þegar fyrsta bindi þessarar ævisögu birt- ist fyrir ári síðan, kom í ljós að Guðjón ætlaði ekki að feta meðalveg islenskrar ævi- söguritunar, þar sem venju- lega er áréttuð hin opinbera og hlutlæga sýn á þá persónu sem fjallað er um, eða þá goð- sögnin um hana, þökk sé ís- lensku fámenni og ofúmá- lægð. Þess í stað virtist Guð- jón taka sér til fyrirmyndar heildræna ævisöguritun breskra og bandarískra fræðimanna. Hann gaum- gæfði allar fyrirliggjandi upplýsingar um Einar, auk heimilda sem ekki höfðu áður verið aðgengilegar, og dró upp mynd af honum þar sem birtust öll blæbrigði per- sónuleikans, ekki einasta þau sem sýndu skáldið upp- rennandi í jákvæðu ljósi. Annað gerði Guðjón sem í fyrstu orkaði tvímælis, en vandist og jók á læsileika bókarinnar, nefnilega að skálda í eyður, til dæmis að geta sér til um tilfmningar Einars á ýmsum stijálum augnablikum bemskunnar. Nú liggur fyrir að ævisaga Einars verður alls þrjú bindi, og er áformað að annað bind- ið, sem spannar árin 1907-1917, komi á markað nú í haust. Þar sem hér er um að ræða örlagaríkustu árin á ferli Einars, þegar athafnasemi hans virtust engar skorður settar, em þeir margir sem bíða þessa bindis með óþreyju. Það lá beinast við að spyrja Guðjón hvort viðhorf hans til Einars hefðu tekið einhverjum breytingum við tilkomu nýrra heimilda úr breskum, dönskum og norsk- um skjalasöfnum. Framfara- og gróðahyggja „Ekki í meginatriðum, en hins vegar öðlaðist ég dýpri skilning á persónuleika og fram- kvæmdum Einars við skoðun á þessum heimild- um. Ég fékk til dæmis mikla innsýn í framfara- og gróðahyggjuna sem ríkti um gjörvalla Evr- ópu upp úr aldamótum. Raunar lýsa fáir and- rúmsloftinu á þessum árum betur en Stefan Zweig í bók sinni Veröld sem var, sem margir þekkja. Frelsi i milliríkjaviðskiptum var nær algert og peningaflæði milli landa feiknarlegt. Raf- magnið var galdratæki þess tíma, og vatnsaflið var tækið til að leysa galdurinn úr læðingi. Fyr- ir evrópska ftármálamenn gilti að komast yfrr helstu fossa. Upp úr 1890 voru norskir spek- úlantar famir að kaupa fossa af norskum bænd- um fyrir lítinn pening og selja þá útlendingum fyrir stórfé." Eru það þá Norðmenn sem smita Einar af fossabakteriunni? „Það má eiginlega segja að Einar og Norð- mennimir hafr hist á afar heppiiegum tíma fyr- ir báða. Um 1907 var Einar á höttum eftir ýmsu því sem gæti orðið íslenskri þjóð til framfara, en Norðmenn vora orðnir uppiskroppa með fossa og litu hýra auga til vatnsaflsins á íslandi." Þessir norsku samstarfsaðilar Einars, vora þetta braskarar eða virðulegir kaupsýslumenn? „Þetta vora mjög virtir menn í norsku þjóð- lífi, til að mynda lögmenn á borð við Frederik Hiort, sem verið haföi leiðandi í ýmsum þjóð- þrifamálum í Noregi, til dæmis í málmiðnaði. Og það er enginn efl á því að þessum mönnum þótti mikið til Einars koma; hann gat verið hríf- Guðjón Friðriksson - „öðlaðist dýpri skilning á persónunni" andi séntilmaður fram í fingurgóma. Sannfær- ingarkrafti hans var einnig við bragðið; sumir hafa líkt honum við dáleiðslu. Það var líka fróð- legt að sjá vftnisburðinn sem einn breskur sam- starfsmaður Einars, F. A. Barton að nafni, gaf honum í sjálfsævisögu sinni. Barton talar um af- burðagáfur Einars, auk þess sem hann segir hann hafa talað ensku óaðfmnanlega, „speaking English perfectly“. Viðskiptin magna upp trúar- þörfina Hvemig kom svo til samstarf Einars við breska athafnamenn? „Það kom sennilega til í gegnum Norðmenn- ina. Þeir vora margir með annan fótinn í Bret- landi, þar sem þeir áttu viðskiptahagsmuna að gæta. Það var því auðvelt fýrir Einar að færa sig um set og leita hófanna í Bretlandi. Árið 1910 kynnist hann breskum verkiræðingi, Frederick L. Rawson að nafni, áðumeftrdum Barton og fleiri athafhamönnum sem allir höfðu mikið umleikis, og fann svo frjóan jarðveg fyrir hug- myndir sínar meðal þeftra að hann ákvað að flytja til Lundúna með fjölskyldu sinni. Um þessa bresku fjármálamenn er sömu sögu að segja og þá norsku, þetta vora allt menn sem nutu virðingar á breskum fjármálamarkaði. Þegar við skoðum samsetningu á þeim hlutafé- lögum sem Einar tók þátt í að stofna, til dæmis félaginu um viðreisn íslands, sjáum við að þar er hver silkihúfan upp af annarri í hópi hlut- hafa, stjómmálamenn, lávarðar, lögmenn og að- skiljanlegir viðskiptajöfrar." Það era því hlutafélögin sem færðu Einari upp í hendumar peningana sem hann var svo ósínkur á? „Hann var ýmist framkvæmdastjóri eða starfsmaður þessara hlutafélaga og fékk greidd laun samkvæmt því. Einar var að sönnu eyðslu- kló að eðlisfari, en þess ber einnig að gæta að ætlast var til þess að hann héldi sig vel, hefði Aldarafmæli Borgfirð- ings ráð á að halda mönnum veislur, gefa gjafir o.s.frv." Hvenær er það sem áhugi Einars á trúmálum vaknar fyrir alvöra? „Það gerist um svipað leyti og hann kynnist Bretunum sem ég nefndi, til dæmis Rawson. Eftir- löngun í andlega full- vissu er að sönnu að flnna í jafnvel elstu kvæðum Einars, en við kynni þeirra Rawsons virðist þessi löngun magnast upp. Eins og margft breskir athafna- menn sem aldir vora upp á Viktoríutímanum var Rawson á kafl í andleg- um speglasjónum og rit- aði mikið um þau mál. Þetta vora mikið hugleið- ingar bæði í anda guð- speki og kristinna vís- inda, en hvort tveggja var mjög í tísku meðal framfarasinnaðra at- hafnamanna á þeim tíma. Kristin vísindi höfðuðu sérstaklega til þeirra þar sem í þeim fólst að sjúkdómar og önnur maimleg mein ættu sér ekki raun- verulega tilvera, heldur stöfuðu þeir af andlegri villu sem lækna mátti með réttum skilningi á kenningum Krists. Þetta var sem sagt afar praktísk kristni. Þegar ég fór í gegn- um það sem Rawson skrifaði um andleg málefni sá ég beinan DV-mynd E.ÓI. samhlíóm þess 1 kvæðum Einars." Allt fyrir land og þjóð Komu kvæði Einars þér að gagni við ritun ævisögunnar ? „Ekki nema að því leyti að þau endurspegla oft það sem var að gerast í hinu „opinbera" lífl Einars. Þegar allt gengur honum í haginn fer skáldskapurinn á flug. Og þegar illa árar verður skáldskapurinn allur þyngri og myrkari." Margt af því sem Einar aðhafðist á því tíma- bili sem hér um ræðir, 1907-1917 var af andstæð- ingum hans kennt við brask. Hvert er þitt álit á athafnamanninum Einari, var hann braskari eða hugsjónamaður? „Ég er í engum vafa um að Einar var fyrst og fremst maður mikilla hugsjóna. Allt hans starf miðaði að því að koma íslandi inn í samtímann. Hann hafði aldrei áhuga á peningum einum og sér. Þeir vora tæki til að framkvæma hluti til hagsbótar fyrir land og þjóð. En eins og margir þeir sem ekki taka pen- inga mjög alvarlega var hann stundum glannalegur í peningamálum, sem kom óorði á hann. Því varð hann stundum að sitja undir því að vera kallaður brask- ari.“ Hváð var það helst sem torveldaði þér ævisöguritunina? „Það hljómar kannski undarlega, en það var persónuleiki Einars sjálfs. Hann reiddi sig mest á persónuleg samskipti, áðumefhdan sannfæringarkraft sinn, og var þar af leiðandi litið fyrir að skrifa bréf. Og gerir ævisöguritara sínum þar með erfltt fyrir. Hann var líka einfari, því vora þeir ekki margir sem áttu trúnað hans. Þess vegna era ekki margir til frásagnar um það sem hann var að hugsa hveiju sinni.“ Eins og áður sagði kemur annað bindi ævi- sögu Einars Benediktssonar eftir Guðjón Frið- riksson út í haust hjá bókaútgáfúnni Iðunni, en það þriðja og síðasta haustið 2000. -AI Næstkomandi laugardag verður haldin hátíð í Reykholti í tilefni aldarminningar Jóns Helgason- ar frá Rauðsgili, prófessors og skálds í Kaupmannahöfn. Auk Snorrastofu í Reykholti standa Stofnun Árna Magn- ússonar, Vísindafé- lag íslendinga, Félag íslenskra fræða og Bókaútgáfa Máls og menningar að veg- legri dagskrá þar sem blandað verður saman erindaflutn- ingi og tónlist sem tengjast störfum og skáldskap Jóns. Fyrir hádegi á laugardegi verður haldið að leiði Jóns í Gilsbakka- kirkjugarði, en eftft hádegi hefst dagskrá í Reyk- holtskirkju. Jonna Louis-Jensen ræðir um starf Jóns sem prófessors og forstöðumanns Ámasafns, Jóhan Hendrik W. Poulsen talar um Jón Helgason og Færeyjar, Ólafur Halldórsson ræðir um Jón Helgason og Ólafs sögu helga, Guðrún Nordal fjall- ar um íslensk miðaldakvæði og Vésteinn Ólason segir frá Jóni Helgasyni og íslenskum fomkvæð- um. Eftir hlé talar Kristján Ámason um kveðskap Jóns Helgasonar, Jónas Kristjánsson segir frá Jóni Helgasyni og íslensku nýlendunni í Höfn og Þorsteinn Þorsteinsson klykkir út með umftöllun um uppruna Jóns Helgasonar og ættir í Borgar- fftði. Á milli erinda flytja Hljómeyki og fleiri lista- menn tónlist við ljóð Jóns Helgasonar. Um kvöldið verður síðan fagnaður í Snorra- stofu, en þar er að flnna sýninguna „í skuggsjá nú- tímans", þar sem Jóni Helgasyni er tileinkaður sérstakur sýningarhluti. Leiðsögukver fyrir einfara Páll Ásgeir Ásgeirsson, blaðamaður og göngu- hrólfur (eða öfugt), hefur gefið út leiðsögukver um Homstrandir fyrir „sjálfstæða ferðalanga", það er fyrir þá sem ferðast vilja án sérstakra leiðsögu- manna. í kverinu, sem auð- velt er að stinga í vasa, segir Páll (á mynd) til vegar milli bæja á Hornströndum, vísar á vöð, segir af forvöðum, ftallaskörðum og sandbleyt- um „og öllu því sem islensk náttúra leggur í götu ferða- langs um Homstrandir“, að því er segir í kynningu. Auk þess er kverið sneisafullt af hagnýtum upplýsingum um nesti, fatnað, viðlegubúnað og matseðil hvers dags. Ný- mæli er að í kverinu er birt- ur listi yfft GPS-punkta á mikilvægum stöðum á Hornströndum, auk þess sem höfúndur birtir ítarlegan lista yflr annað les- efni um svæðið. Páll hefur skemmtilega óhefðbundnar skoðanir á bakpokaferðamennsku, er óspar á góð ráð en hvetur lesendur einnig til að fylgja eigin hugboð- um og hyggjuviti. Hann segft hér berum orðum það sem allt útivistarfólk á íslandi veit en sölu- menn á útivistarfatnaði hafa verið tregir að viður- kenna, nefnilega að sá hlifðarfatnaður hefur ekki verið framleiddur sem stenst öll íslensk sumar- veður. Páll mælir líka með því, sem flestir leið- sögumenn gera ekki nema undir rós, að göngufólk fái sér eitt staup af eðalvíni undir svefninn ... Frystikjúklingurinn fljúgandi Nú hafa verið birt úrslit í samkeppni sem flug- félagið íslandsflug efndi til um enskt heiti á félagið. Þeir vísu menn og konur sem sátu i dómnefnd fyrir hönd félagsins afréðu að verðlauna tillögu um skira það Icebird upp á ensku, væntanlega í höfuðið á þekktri banda- rískri samsteypu sem selur gaddfros- inn kjúkling víða um lönd. Heiti flugfélags- ins á alþjóðavettvangi verður því Frystikjúkling- urinn fljúgandi. Og ætti ekki að líða neinum úr minni. Maður mikilla hugsjóna - Guðjón Friðriksson spjallar um annað bindi ævisögu Einars Benediktssonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.