Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 13 Aðeins bæjarstjórn Kópavogs Styrkir Allir þeir er haft geta gagn af starfseminni hafa aðgang að Byrginu, áfeng- is- og flkniefnasjúklingar, og reyndar fleiri, eru vel- komnir. Hátt á 5. hundrað manns hafa þekkst boð okkar frá upphafl (tæp þrjú ár). í dag eru á veg- um Byrgisins, kristilegs líknarfélags, um 80 manns og fer fjölgandi. Til okkar kom ungur maður sem hefur verið 3 mánuði hjá Byrginu. Hann kom þangað ásamt bónda sem hafði komið að honum þar sem hann ætlaði að kasta sér í Ölf- usá. Þessum aðila hefur að eigin sögn aldrei liðið betur en í skjóli Byrgis- ins. Mörg dæmi eru um fólk sem hef- ur verið á eins konar geymslustöðum fyrir fólk með félagsleg og geðræn vandamál. Hvers vegna kemur fólkið? Flestir koma af sjálfsdáðum. Margir koma vegna ábendinga frá öðrum meðferð- araðilum sem ekki treysta sér til að hafa fólkið. Mjög algengt er að fólk komi vegna ábendinga lögreglu, lækna, lögmanna, félagsmálayfir- valda og jafnvel Fangelsismálastofn- unar. Fæstir eiga í annað hús að venda. Fólk sem hefur um margra ára skeið átt í vímuefnavanda ásamt götu- fólki og afbrotamönnum á athvarf hjá Byrginu. Þar eru menn sem hafa ver- ið allt að 14 ár í fangesi vegna flkni- efnabrota. Menn með langan feril í of- beldisbrotum og margdæmdir sem slíkir. Hjá Byrginu eru sprautuflklar sem oft á tíðum hafa verið að abbast upp á fólk með betli og hnupli. Yfir 30 af þeim sem nú eru hjá Byrginu eru fólk sem þessi lýsing á við og hafa margir verið hjá Byrginu allt frá upp- hafl, eða í tæp 3 ár, án þess að misstíga sig. Þetta fólk er nú að hjálpa sínum líkum og er stolt af því að geta gefið. Fólkið vill verða nýtir þjóðfé- lagsþegnar á ný. Stuðningur við starfsemina Einstaklingar og fyr- irtæki hafa reynst Byrginu best. Matar- gjaflr, fot, rúmföt, húsgögn og húsbúnaður hefur borist að gjöf strax frá fyrstu tíð, en er alltaf að aukast. Sem dæmi um fyrirtæki sem hafa sýnt stuðning í verki af stór- hug má nefna Hótel Esju, Rúm- fatalagerinn, Kjamafæði, Ágæti, Fjallalamb, Reykjagarð, ýmsa bakara og matarvinnslur, auk fjölda annarra. Með þessum gjöfum hefur allslausu fólki verið haldið uppi af Byrginu. Sem dæmi má nefna að Reykvíkingar einir sem verið hafa hjá Byrginu, sjálfum sér, Reykjavíkur- borg og fleirum að kostnaðarlausu skulda Byrginu í framfærslu yflr 4 milljónir króna. Sama er að segja um fólk annars staðar að. Opinberir aðilar sýna skilning, en lítið er um aðstoð við starfið af þeirra hálfu. Fyrir rúmum mánuði var öllum sveitarfélögum sent bréf, þar sem beð- ið var um stuðning. Kópavogur ákvað að styrkja um kr. 50.000. Bæjarstjórn Kópavogs á þakkir skildar. Allir aðrir höfnuðu aðstoð. Byrgið býður áfram alla velkomna, svo lengi sem stætt er. Staðan nú Ekki síst vegna þess að Byrgið Kjallarinn Guðmundur Jónsson forstöðumaður Byrgisins „Fyrír rúmum mánuði var öllum sveitarfélögum sent bréf þar sem beðið var um stuðning. Kópavogur ákvað að styrkja um kr. 50.000. Bæjarstjórn Kópavogs á þakkir skildar. Allir aðrir höfn- uðu aðstoð.“ Byrgið Byrgisfólk vinnur hörðum höndum að því að breyta ratsjárstöðinni í Rockville í meðferðarheimili fyrir áfengis- og ffkniefnasjúklinga. hefur tekið á móti öllum sem þess þurfa, hvort sem þeir skulda Byrg- inu eða ekki, eða yfir höfuð án tillits til þess hvort þeir geta borgað, hefur afkoman verið slök síðustu mánuði. Verið er að byggja í Rockville fyrstu langtímameðferðarstöð í Evrópu. Nú fyrst hafa þeir athvarf sem verða að lifa mánuðum og jafnvel árum sam- an í skjóli til þess að ná tökum á eig- in lífi, án þess að þurfa að vera á geðdeildum eða í fangelsum. Upp- byggingin í Rockville hefur þegar kostað Byrgið meira en staðið verð- ur undir að óbreyttu. Þann 1. júlí verður Byrgið að loka Hlíðardalsskóla, enda náðist ekki að fjármagna leiguna þar, þ.e. kr. 3.050.000 tO 1. september næstkom- andi. Undirritaður hefur í höndun- um bréf, dags. í dag, þar sem segir að annað tveggja verði að borga ríf- lega inn á skuldina og semja um eft- irstöðvar, eða borið verði út um næstu mánaðamót. Húsnæði Byrgisins á Vesturgötu í Hafnarfirði stenst ekki kröfur eld- varnaeftirlits og á að rifa húsið. Ekki er talið borga sig að koma því í nauðsynlegt lag. Þau störf sem nú eru unnin í Rockville eru unnin af sjálfboðalið- um og effir því sem lög og reglur krefjast af iðnaðarmönnum sem Byrgið greiðir laun. Áætlað var að flytja inn 1. september nk. Rafmagn og hiti átti að vera komið 15. ágúst nk. Mikil bjartsýni ríkir hjá skjól- stæðingum Byrgisins vegna staðar- ins og þeirra möguleika er hann býður upp á. Kostnaðurinn við hita og rafmagn greiðist af Hitaveitu Suðurnesja. Byrginu ber að greiða tengigjöld, samtals kr. 5,6 milljónir. Verkið liggur niðri þar til þessar greiðslur verða tryggðar. Rockvillesvæðið verður að stór- um hluta sjálfbært meðferðarsvæði með léttri atvinnustarfsemi, þar sem þeir er ekki geta lifað án vímu, nema í vernduðu umhverfl, geta dvalið. Þetta er stór spamaður fyrir ríkisvaldið og sveitarfélögin, dregur stórlega úr afbrotum og mun leiða til minni eiturlyfjaneyslu. Það fjármagn sem Byrgið þarf nú er ekki nema sem nemur þeim greiðslum sem Byrgið hefur eytt til framfærslu og til meðferðar fólks sem á ekki fyrir framfærslunni og sem opinberir aðilar með réttu eiga að styrkja. Starfið í Rockville mun í framtíðinni verða rós í hnappagat ís- lendinga í meðferðarmálum. Þar verður unnið með aðstoð helstu sér- fræðinga í Bandaríkjunum í lang- tímameðferð, auk þess sem einn reyndasti sérfræðingur Norðurlanda á þessu sviði hefur kynnt sér starfið vel og vill koma til starfa strax. Ef... Það er nauðsyn að gera eitthvað strax, ef ekki eiga að hljótast af mik- il vandræði. Ekki bara fyrir skjól- stæðinga Byrgisins, heldur ekki síð- ur þá sem verða fyrir barðinu á þeim verði þeir sviptir skjólinu. Margir munu falla strax með öllu því sem óhjákvæmilega fylgir. Viljir þú leggja eitthvað af mörkum, þá vinsamlegast hringdu í 565 3777 á skrifstofutíma. Guðmundur Jónsson Ófremdarástand á Þingeyri Þegar ég sest niður til að skrifa pistil þennan er það líkast því sem maður væri að byrja á skáldsögu. Hér er þó engan veginn um skáld- skap að ræða heldur blákaldan og napran veruleikann. Það er þá fyrst til að taka fyrirtækið Rauðsíðu og afkomu hennar, og þar með afkomu okkar allra hér á Þingeyri. En það er ekki bara afkoma Rauðsíðu sem er að ergja okkur heldur finnst mér nú bæjarstjómin vera nokkuð lin. Okkur þó til málsbóta og þar með úrbóta. Það er líka kannske of mikil heimtufrekja að fara fram á skjótar aðgerðir í því lífsspursmáli að við höfum til hnífs og skeiðar hér á Þingeyri. Ósmekkleg viðbrögð Ég tel meinið ekki vera það að við hofum lélegan bæjarstjóra sem er Halldór Halldórsson, heldur hitt, að líklega er hann ekki í góðri aðstöðu, á milli tveggja kvenna, sem báðar vilja ráða en eru ekki samstíga. Að mínu mati er það nokkuð snúið varðandi þá sem ætla að vinna sam- an að hagsmunum okkar að fara sinn í hverja átt. Afleiðingin; tog- streyta, valdagræðgi og öfimd. Það er einnig ekki gott, að mínu mati, hvernig forseti bæjarstjórnar metur vanda okkar hér á Þingeyri og bregst við honum með ýmsu móti, og ósmekklega. Á ég þar helst við hvemig hann (hún) túlkar viðleitni Ragnheiðar Ólafsdóttur til þess að fá viðbrögð við því sem Ragnheiður nefnir réttilega „móðuharðindi af mannavöldum". - „Að segja sig úr lögum við íslenska ríkið“, það hefur nú komið úr fleiri munnrnn en Ragn- heiðar Ólafsdóttur. - Að best væri að Vestfirðir klyfú sig frá og kjálkinn yrði sjálfstætt ríki - sá hugsunarháttur ríkir kannske enn í dag. En við þyrft- um þá að fá óskert veiðiréttindi og allan þann rétt sem hefur verið færð- ur frá okkur víðs vegar um landið. Hin volaða sameining Eftir að hafa lesið orðræðu Ragn- heiðar í DV, sem forseti bæjarstjóm- ar (Bima Lámsdóttir) kallar því óvirðulega nafni „snepil" , ásamt blaðamönnum sem hún ber nú ekki mikla virðingu fyrir, hringir hún í Ragnheiði með þungar ásakanir og likir henni við landráðamann. Það em ansi stór orð úr munni forseta bæjarstjómar. Ég tek upp hanskann fyrir Ragnheiði Ólafsdóttur og veit að hún telst ekki til landráða- manna. Forseti bæjarstjórnar vildi nú gera meira, sem sagt að slá sig til riddara fyrir framgang sinn í því að stofna hið nýja „ÁTAK“. Ég sá hann (hana) ekki á þeim fundi, það hefði nú ekki farið leynt ef svo hefði verið. Sam- kvæmt lögum þess félags em aðalmenn í bæj- arstjórn ekki kjörgengir þar. Forseti bæjai'stjórnar segir í DV 12/6. „Ég bý nú á Þingeyri, svo sem, það ætti nú ekki að vera erfitt að ná í mig.“ Satt er það, Ég get sagt það af reynslu minni að ekki var erfitt að ná í forseta bæjarstjórnar, en ekki hafði ég mikið upp úr þvi, enda forseti bæjarstjórnar í fullu starfi á sinni meðgöngu. Ég fyrir mitt leyti tel að Ragn- heiður Ólafsdóttir hafi ekki farið með rangt mál í þessum pistlum sínum og er ég henni innilega sam- mála um okkar hlut úr þessari vol- uðu sameiningu bæjarfélaganna. Hann var ekki mikill. Ég var aldrei fylgismaður sameiningarinnar. Hún var í gildi greypt og er það enn. En sé ég í „niðurrifs- hópnum", þá það. Hvaða niðurrifsfólk? Mér finnst Ragnheiður hafa gert sitt til þess að við hér á Þingeyri mættum halda haus og ekki hef ég orðið vör við að hún nýtti krafta sína til munns eða handa, til niður- rifs eða landráðs. Ég myndi hins vegar vilja spyrja for- seta bæjarstjórnar hverjir séu niðxuTifsfólkið sem hann er hræddur við. Ég vona að öllum þeim óhugnaði sem steðjar að okkur núna vegna Rauðsíðu, sem og í öðrum málum, verði snúið til baka, öllum tO heilla sem byggja Dýra- fjörð í framtíðinni. Að Birnu sögn er búið að gera heilmikið á Flateyri og Súganda- firði. En hvað um Þingeyri með tvo bæjarfulltrúa? Hvað um eignir fólks- ins, húsin og aðrar eigur sem eru lífstíðarafkoma þess fólks sem hefur þrælað þar alla sína tíð? Við erum ekki í þeim flokki manna sem geta verið í húsnæði á kostnað almenn- ings og þar af leiðandi þurfum við og höfum áhyggjur af okkar lífs- möguleikum á staðnum. Við getum vonandi farið að vinna aftur á okkar gamla vinnustað, og að í framtíðinni sjái þeir sem stjórna þessu landi að við sem byggj- um landsbyggðina eigum lika til- verurétt. Kristjana S. Vagnsdóttir „Ég fyrir mitt leyti tel að Ragn- heiður Ólafsdóttir hafí ekki farið með rangt mál í þessum pistlum sínum og er ég henni innilega sammála um okkar hlut úr þessari voluðu sameiningu bæjarfélag- anna. Hann var ekki mikili.u Kjallarinn Kristjana S. Vagnsdóttir sérhæfður fiskvinnslumaður Með og á móti Bann við munntóbaks- notkun íþróttamanna íþrótta- og Ólympíusamband íslands hefur sent öllum íþrótta- og ung- mennafélögum landslns bréf þess efnls að þau hafl áhrif í þá átt að íþróttamenn og þjálfarar láti af notk- un munntóbaks. Tóbaksvarnarnefnd, sem ÍSÍ á í samstarfi við, segir að samkvæmt upplýsingum sem hún hafi með höndum muni munntó- baksneysla hafa breiðst út svo um munar á undanförnum árum og að brögð séu að því að munntóbak sé mikið notað af íþróttamönnum og þjálfurum. Stefán Konráðs- son, framkvæmda- stjórí ÍSÍ: Algerlega óviðeigandi „Við viljum einkum leggja áherslu á tvö atriði og óskum eft- ir að íþróttamenn, þjálfarar og leiðtogar framfylgi þeim. í fyrsta lagi vill ÍSÍ út- rýma munntó- baksnotkun þjálfara og íþróttamanna. Munntóbaks- notkun er al- gerlega óvið- eigandi í leik og æfingum. Við biðjum íþróttamenn, þjálfara og fé- lög um að stuðla að því að eng- inn leikmaður noti munntóbak, hvorki á æfingum né í leik. í öðru lagi vill ÍSÍ útrýma reyking- um á félagssvæðum og í stúkum utanhúss, alveg eins og bannað er að reykja inni í íþróttamann- virkjum. Þjálfarar og íþrótta- menn eru afar mikilvægar fyrir- myndir fyrir böm og unglinga sem llta upp til þeirra og fylgjast vel meö háttsemi þeirra og lífs- stíl. íþróttahreyfingin á að vera fyrirmynd, ekki bara varðandi líkamlegt atgervi heldur einnig hvað varðar baráttu gegn áfengi, tóbaki og vímuefnum. Við leggj- um áherslu á að allir innan íþróttahreyfingarinnar hjálpist að í baráttunni gegn tó- baksneyslu og stuðli þannig að bættri ímynd íþróttahreyfingar- innar. íþróttahreyfingin er stærsta forvarnarhreyfing lands- ins og með markvissum átökum af þessu tagi höldum við áfram að vera góð fyrirmynd." Forræðis- hyggja tröll- ríður öllu „Ég get út af fyrir sig fallist á að það sé ekki heppilegt að íþróttamenn noti tóbak í leikjum og á æfingum, enda held ég að það geri eigin- lega enginn. Mér finnst hins vegar að íþróttasam- bandið eigi ekki að vera með skipuleg- ar miðstýrðar aðgerðir til að fá menn til að gera hitt og þetta. íþrótta- menn, sem margir hverjir eru fyrirmyndir ungu kynslóðarinn- ar, eiga að hafa þroska og vit sjálfir tU að átta sig á ábyrgð sinni og haga sér samkvæmt því. Með þessum aðgerðum iþrótta- sambandandsins birtist í enn annarri mynd sú forræðishyggja sem tröllríður öllu hér í landinu. Ég tel mun farsælla fyrir land og þjóð aö leyfa fólki að taka ákvarðanir um líf sitt sjálft. Þvi fleiri ákvarðanir sem fólki er sjálfu treyst fyrir, þeim mun ábyrgara verður það. Þetta er gamla spurningin um hænuna og eggið.“ -ILK Elnar Baldvin Árna- son, lögfræöingur og handknattleiks- maöur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.