Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1999, Blaðsíða 36
* 36 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 TIV nn Ummæli engjurnar i.Almennt tek ég svona tal ekki nærri mér en ég haföi ekki skopskyn , fyrir samlíkingu , á mér og bomb- , um í Júgóslavíu. Framkoma gagnvart kon- , um er stundum ööru vísi en gagnvart körl- um og maður áttar sig ekki alltaf á því hvers vegna það er þannig." Siv Friðleifsdóttir ráðherra, í Degi, um meinta karl- rembu í Moggagrein. Svona gerir maður ekki „Það sjá það auðvitað allir sem eitthvert vit hafa á mark- aðsmálum að „svona gerir maður ekki“. Við vonum því að sem flestir segi núna NEI TAKK, við seljum ekki lengur vörur merktar keppinautum okkar. Látum ekki valta yfir okkur meira.“ Kristján Sveinsson, eigandi Aktu-taktu, í Mogganum, um sumarleik Vffilfells. Beyglaða heims- myndin „Fátt sýnir beyglaða heims- mynd þessarar stríðsvélar meira en það að þurfa að gera þá sem mest hugsa um vistkerfið , að blóraböggli sínum nú. Náttúruvemd- arsinnar eru þeir einu sem gætu gert lif niðja okkar bærilegt á þessari plánetu." Magnús Skarphéðinsson, um æfingu Nató, Norður- Víking, þar sem barist var gegn „öfgaumhverfissinn- um", í Degi. Hinar nasísku aðferðir „Manni virðist sem heil- brigðisráðuneytinu finnist þessar nasísku aðferðir hafa , verið af hinu góða. En að þá hafi menn bara , ekki verið aö beita þeim á réttan glæp. Nú er hins vegar búið að finna rétta glæpinn - reyking- ar. Niðurstaðan af því er að við búum í þjóðfélagi þar sem það er í lagi aö nota aðferðir sem hingað til hafa verið for- dæmdar.“ Heimir Már Pétursson reyk- ingamaður, í netFókusi. Hjalti Jón Sveinsson, nýráðinn skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri: Er bæði spenntur og fullur tilhlökkunar hef að Laugum gengið í gegnum all- an ferilinn í stjórnun, frá því smæsta til hins stærsta, en á Akur- eyri kem ég að skóla þar sem er mjög fjölmennt starfslið, sérhæft á öllum sviðum, og að skóla sem er í mjög blómlegum rekstri." Hestamennska hefur um áratuga- skeið verið helsta áhugamál Hjalta Jóns og hann hef- ur skrifað nokkrar bækur um það áhugamál sitt. „Hesta- mennskan hefur verið mitt helsta áhugamál og einnig hef ég mjög gaman af því að ferðast," segir Hjalti Jón. Hann á þrjú börn á aldrin- um 19 til 23 ára. -gk DV, Akureyri: „Eg er mjög ánægður með að hafa fengið stöðima og er bæði spenntur og fullur tilhlökkunar að takast á við þetta verkefhi. Ég veit að þetta er mjög góður skóli og spennandi starf sem þar fer fram,“ segir Hjalti Jón Sveinsson sem hefur verið ráð- inn skólameistari við Verkmennta- skólann á Akureyri. Hjalti Jón er borinn og bamfædd- ur Reykvíking- stúdent vaM Maður dagsins Menntaskólan- lækka kostnað vegna hvers nem- anda. Siöustu árin hefur verið fram- kvæmt mikið við skólann, bæði við heimavistina og skólahúsið sjálft, og frekari framkvæmdir standa yfir hér að Laugum". - Svo tekur þú við skóla þar sem sífellt er staðið í uppbyggingu og byggingaframkvæmd- um. „Já, einmitt. Ég hef verið um við Hamrahlíð árið 1973 og lauk síðan magistersnámi í íslensku og í uppeldis- og kennslufræðum við Há- skóla íslands. Þá hefur hann að und- anfömu stimdað fjamám 1 skóla- stjómun við Kennaraháskólann meðfram vinnu. Hjalti Jón á að baki langan kennsluferil, lengst af kenndi hann við Kvennaskólann í Reykjavík en frá árinu 1994 hefur hann verið skólameistari fram- haldsskólíms á Laugum í S-Þingeyj- arsýslu. „Ég hef átt mjög góðan tíma hér að Laugum, skemmtilegan og lær- dómsríkan, og það er með nokkrum söknuði sem ég fer héðan. Mér finnst þó gaman að fara frá skólan- um í þeirri sókn sem hann er í. Aðsókn að skólanum er góð, við höfum unnið vel að hagræðingu í rekstri skólans og tekist að spurður að því hvort það sé ekki einkennileg tilfinning að fara úr einum minnsta fram- haldsskólanum í einn þann allra stærsta og fjöl- mennasta og svara því bara þannig að það sé mjög spenn andi og krefj- andi verk- efni. Ég Hjalti Jón Sveinsson. Tónleikar lagi á íslandi og heldur kórinn tónleika í Sel- tjarnameskirkju í dag, fimmtudag, kl. 20. Á efn- isskrá em lög frá Norð- urlöndunum auk laga eft- ir Purcell, Brahms, Dvorák, Fauré, La Cour • Ingibjörg Guðjónsdóttir stjórnar kórnum í kvöld. Tónleikar Kvennakórs Kaupmanna- hafnar Kvennakór Kaupmanna- hafnar er á tónleikaferða- og Nysted. íslenski kvennakórinn í Kaup- mannahöfn var stofnaður á haustmánuðum 1997 og er nú skipaður 24 konum sem koma vikulega til æfinga í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn. Þrátt fyr- ir ungan aldur hefur kórinn sungið víða og haldið marga tónleika í Danmörku og Svíþjóð. Stjómandi kórs- ins er Ingibjörg Guðjóns- dóttir söngkona. Þvertré Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Það er nóg að gera hjá Landi og sonum. Land og synir til Húsavíkur Hljómsveitin Land og synir leikur i Hlöðufelli á Húsavík ann- að kvöld, föstudagskvöld. Land og synir hafa gert þrjár tilraunir til að komast til Húsavíkur til að spila fyrir bæjarbúa en ávallt hef- ur veðurlagið komið í veg fyrir að þær áætlanir hafi gengið eftir. Hljómsveitin er því staðfóst í aö komast á leiðarenda í þetta sinn, enda fullreynt í fjórða sinn. Skemmtanir Á laugardag leikur hljómsveitin á Ráðhústorginu á Akureyri en þar koma fram Skari Skrípó og dj. Árni Elliot. Á torginu verður haldinn SMS-ratleikur þar sem vinningshafi fær Nokia-farsíma að launum. Um kvöldið verður Frelsisball í Sjallanum en þetta er síðasta ball Lands og sona fyrir mánaðar „sumarfrí" sem þeir taka sér í júlí. Þá verður fór þeima heitið til Benidorm þar sem þeir spila í hálfan mánuð en að því loknu taka við fernir tón- leikar í Færeyjum. Bridge Svíar voru heppnfr að græða 12 impa á þessu spili í sýningarleik sínum gegn Bretum á Evrópumót- inu á Möltu. í opnum sal varð loka- samningurinn 4 spaðar hjá Bretun- um Mouid og Hyett. Mould opnaði á einum spaða á norðurhöndina, Hyett krafði í game með 2 laufum, Mould stökk í 3 spaða og Hyett lyfti í fióra. Sagnhafi fékk 12 slagi i þeim samningi. Sagnir voru flóknari hjá Svíunum og ákveðinn heppnis- stimpill yfir þeim. Vestur gjafari og n-s á hættu: 4 ÁK10432 «4 Á63 * G65 * Á * D976 9» 10942 ♦ 984 4 109 4 G «4 D87 4 ÁK107 * KD763 Norður Austur Suður Vestur Nilsland Stuart Fallen Gerald 1 * pass 1 grand pass 2 4 pass 3 ♦ pass 3 * pass 4 * pass 4 4 pass 5«4 pass 6 * pass 64 p/h Sagnir einkenndust af vandræða- gangi. Laufopnunin var sterk og grandsvariö lofaði jákvæðri hendi með lauflit. Fallenius hafði um það að velja að segja 2 grönd eða 3 tígla við 2 spöðum og hann valdi síðari kostinn. Þrjú hjörtu var gervi- sögn og Fallenius fannst hann vera of sterkur til að segja 3 grönd. Hann valdi 4 lauf í vandræðum sínum og Nilsland sagði þá 4 tígla til að sýna 3 spil í þeim lit. Fallenius var enn í vandræðum og ákvað að stökkva í óljós 5 hjörtu. Nilsland taldi að Fallenius vari að sýna 6-5 skiptingu í láglitunum og bauð þess vegna upp á 6 lauf með ásinn balnkan í litnum. Fallenius leiðrétti i 6 tígla og útlitið var ekki gæfulegt. Útspilið var hjartatía og austur fékk fyrsta slaginn á kóng. En fleiri urðu slagir varnarinnar ekki og 12 impa gróði til Svía sem hefði allt eins getað orðið 13 impa tap. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.