Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 Fréttir Afleiðingar flutnings grunnskóla til sveitarfélaga: Geysilegir erfift leikar komið upp - segir bæjarstjóri Seltjarnarness sem telur þó kosti ótvíræöa umfram galla „Það hafa komið upp geysilegir erfiðleikar. Sú nánd, sem komin er á, hefur kallað á það að stjórnendur, foreldrar og börn eru miklu nær okkur heldur en þau voru gagnvart stjórnvöldum áöur," segir Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnar- nesi, um afleiðingar flutnings grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Sigurgeir telur þó kosti flutningsins ótvíræða umfram galla. „Við höfum haft uppi stór orð um að við munum gera vel við skólann okkar. Við höfum verið teknir á orðinu og höfum gert það. Rekstur skólanna hefur kostað okkur miklu meira en við reiknuðum með. Ég tel að metnaður sveitar- stjórnarmanna gagnvart grunn- skólanum hafi aukist verulega. M?nn líta ekki lengur á fjármuni tilhans sem eitt- hvert skylduverk- efni, heldur láta þeir þá af hendi með mikilli ánægju. Grunn- skólinn er að sjálf- sögðu grundvöllur þess sem við erum að gera í sveitarfé- lögunum, að koma fótunum undir yngstu kynslóðina. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri. Samkeppni sveitarfélaga „Nú er komin nokkur keppni í sveitarfélög að gera sína skóla sem besta. Birting einkunna er þáttur í því. Menn eru farnir að horfa á skólana sem þjónustustofnanir, en ekki bara sem stofhanir. Til hinna fyrrnefhdu gerum við allt aðrar kröfur heldur en til skyldustofnana. Skólanefndir, sem sveitarstjórnir kjósa, eru farnar að hafa veruleg áhrif á námsframboðið og eins hve mikið fjármagn er lagt til einstakra þátta rekstrarins. Með öðrum orð- um, ég tel að heimamenn hugsi miklu betur um skólann sinn held- ur en meðan hann var undir ríkinu. íbúarnir geta nú snúið sér beint til þeirra og hafa veruleg áhrif á það hvernig skattfé þeirra er varið. Þá eru komin foreldraráð í alla skóla skv. lögum. Þau hafa orðið umsagn- arrétt um býsna marga hluti." Barátta bitnar á skólastafi Hvað kennara almennt varðar, segir Sigurgeir að þeir hafi ætlað sér stóra hluti þegar þeir fóru frá ríkinu. Þeim hafl greinilega gengið miklu verr að semja við það heldur en sveitarfé- lögin. í síðustu samningum hafi þeir feng- ið verulegar kjarabætur og síðan viðbótar- kjarabætur hjá mörgum sveit- arfélögum. „Þeir telja það samt sem áður ekki nóg, þannig að það fer greinilega töluvert miklu meiri tími í kjaraumræðu hjá kenn- urum en ég teldi æskilegt, einmitt á þessum tima. Ég held að það hljóti að bitna á skólastarfinu. Menn fást ekki lengur til að vera trúnaðar- menn á vinnustöðum af því að þeir lenda sem millimenn í kjarabarátt- unni. Því er eins háttað með skóla- stjórnendur. Við lítum á þá sem okkar trúnaðarmenn og þeir eru næstu yfirmenn á vinnustað. Þeir verða því að gæta hagsmuna beggja aðila. Þeir eru ekki í góðri stöðu. Við fiutning grunnskólanna til sveitarfélaga verða þessi áhrif Birting einkunna í samræmdum prófum er sveitarfélögunum hvatning til að gera sem best við grunnskólanemendur sína. miklu persónulegri. Meðan hægt var að beina máli sínu að ósýnilegri stofhun í Arnarhváli gátu allir ver- ið nokkuð sammála. Þá var enginn á staðnum sem gat svarað fyrir þá stofnun. Nú eru skólastjórarnir taldir okkar starfsmenn en geta með hvorugum aðilanum tekið afstöðu." Sigurgeir sagði flutninginn skapa skólastjórnendum miklu meiri ábyrgð en áður. Um leið og væri far- ið að auka framboð og gera eitthvað sem væri umfram bókina, væri það gert á þeirra eigin ábyrgð. Nú væri farið að gera samninga við skólana um ákveðna rekstrarhluti sem þeir réðu sjálfir. Þetta hefði í för með sér stóraukið starf þeirra stjórnenda, sem hefðu fengið fjárráðarétt yfir öllu öðru en launum. -JSS Sjónvarþsstöðvar kærðar: Kæran byggðá misskilningi - segir Páll Magnússon „Ég tel að kæran byggist á misskilningi. Að minnsta kosti hef ég annan skilning á út- varpslögunum að þessu leyti," segir Páll Magnús- son, frétta- stjóri Stöðvar 2, um kæru Kára Waage á hendur sjón- varpsstöðvun- um. Kári segir í bréfi til útvarps- réttarnefndar að hann álíti að bæði Sjónvarpið og Stöð 2 brjóti 4. grein útvarpslaga með því að hræra saman auglýsingum og fréttum. Páll segist ekki vtija tjá sig frekar um málið fyrr en út- varpsréttarnefnd hafi tekið það Páll Magnússon. Akranes: Aukin fíkniefnaneysla DV, Akranesi: Hvort sem það eru bættar sam- göngur með tilkomu Hvalfjarðar- ganga eða af öðrum orsökum þá hef- ur orðiö vart við aukna fíkniefha- notkun á Akranesi. Efhin koma frá Reykjavík, með skipum á Grundar- tanga auk þess eru þau seld í heima- húsum og á skemmtistöðum . Skemmst er að minnast þess að fjórir grímuklæddir menn ruddust inn á heimili meints fikniefnasala í miðbæ Akraness fyrir skömmu og er sagt að um hafi verið að ræða hefhdaraðgerð vegna fikniefna. Þeir aðilar sem rætt hefur veriö við segja að fikniefnin séu komin inn í grunnskóla bæjarins og að auðvelt sé að nálgast efnin. Gísli Gíslason bæjarstjóri var spurður hvað bæjaryfirvöld á Akra- nesi ætluðu að gera til að sporna við þessari þróun. „Akraneskaupstaður hefur reynt að vinna markvisst að forvörnum, meðal annars með því að leggja fjár- magn til þeirra hluta en starfshópur á vegum bæjarins vinnur að mál- inu. Afar erfitt er að meta hver staða þessara mála er á hverjum tima og lögreglan hefur unnið vel að því að uppræta það sem hún hefur komist yfir," sagði Gísli bæjarstjóri við DV. -DVÓ Sveitarstjórnarmenn á Norðurland vestra: Fá ekki þingmannahækkun Sveitarstjórn Skagafjarðar sam- þykkti á fundi nýlega að laun sveitarstjórnar og nefhda á vegum sveitarfélagsins hækki ekki til samræmis við þá hækkun á þing- fararkaupi sem ákveðin var af kjaradómi 9. maí sl. Það var : ¦ minnihluti sv.e.itarstjórnar ,sern t í lágði fram íiUöguná; IngibjÖrg.Haf-: stað og Snorri Styrkársson. örnefhanefhd sér ekki tilefhi til að skera úr um það hvort tiltekið fjall í Skagafirði heiti Viðvíkur- fiall eða Ásgeirsbrekkufjall. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við þá afgreiðslu örnefnanefndar , enda hafa ekki sprottið deilur í hóraðinuivegná.þes'sai-a. nafna; áð því er kunnugt sé. Menningarmálanefhd Blönduós- bæjar hefur beint þeirri hugmynd til fulltrúa bæjarins í Héraðsnefnd Austur-Húnvefninga að gerður verði minnisvarði um Jón Leifs tón- skáld og hann verði reistur á fæð- orn ingarstað hans., ¦ að Sólheimum í :\ ^áváínsrtóeíill \\ í ]H f j I i íí \ \\ \\\ Hulduher Jóns Vaxandi krafa er uppi innan Sam- fylkingar um að afstýra skipbroti með því að kalla til hinn örgeðja sendiherra, Jón Baldvin Hanni- balsson, til að stýra flokknum í gegnum næstu kosningar og fryggja að niðurlæg- ingin frá síðustu kosningum verði ekki viðvarandi. Víst er aö sendi- herranum leiðist ekki hvatningin, svo sem fram kom í DV, og úr innsfu herbúðum stuðn- ingsmanna hans heyrist að hann sé til í að enda ferilinn á toppnum, og þá helst sem forsætisráðherra. Jóni Baldvin ku leiðast hóglífið í Was- hington og hann mun vera kominn með glímuskjálfta, Þá er í fæðingu hulduher hérna megin Atlantsála sem heldur honum við efhið af ákafa. Reyndar er Gunnar Thoroddsen eini sendiherrann sem átt hefur alvöru „comback" þegar hann sneri frá Kaupmannahöfn og komst til æðstu metoröa meðal sjalla. Áköfustu stuðningsmenn Jóns Baldvins segja að hann eigi ekki minni möguleika... Aðstoðarmaður Árna í fyrradag bárust fréttir af því að Árinann Kr. Ólafsson, eða Manni hjá auglýsingastofunni Nonna og Manna, hefði verið ráðinn'' aðstoðarmað- ur sjávarútvegsráð- herra, Árna Mathies- ens. Höfðu margir búist við því að starfið myndi falla í skaut Jónasi Þór Guðmundssyni, embættismanni í dómsmálaráðuneyt- inu, en svo varð ekki. Segja heimildarmenn Sandkorns aö ástæðan fyrir því aö Jónas Þór fékk ekki hina eftirsóttu aðstoðar- mannsstöðu sé sú að hann var á sín- um tíma stuðningsmaður Jóhanns Bergþórssonar í bæjarmálapólitík- inni i Hafnarfirði, en eins og frægt er orðið þá klauf Jóhann Sjálfstæð- isflokkinn þar í bæ í herðar niður fyrir nokkrum misserum. Mun stuðningur Jónasar Þórs við Jóa Begg ekki hafa hugnast Árna og fieiri sjálfstæðismönnum í Firðin- um og víðar og því hafi Jónas ekki hlotið brautargengi í stöðuna... Sjónvarpskona í frí Hin hugljúfa sjónvarpskona Erna Indriðadóttir mun vera að fara í tveggja ára leyfi frá fréttastofu Sjón- varpsins til að fara í framhaídsnám í Bandaríkjunum. Þar ku hún ætla að mennta sig í stjórn- unarstörfum. ðvíst er að hún snúi aftur ,til Sjónvarpsins og líklegt að hún næli sér í feita stöðu við heimkomuna. Ekki er vitað hver fylla mun skarð hennar... Fjölskyldan Sá prúði biskup, Karl Sigur- björnsson, þarf ekki að seilast langt eftir kröftum fil að koma fram við hin ýmsu tækifæri. Svo vel hagar til þegar þarf að fara yfir sögu kristninnar á íslandi í þúsund ár að eng- inn gerir það betur en mágur hans, séra Bernharður Guð- mundsson, hinn nýi ritari Kristni- hátíðarnefhdar sem fyrir tilviljun ýtti hinum skáldlega séra Erni Bárði Jónssyni út. Og þegar þarf að semja Kristnihátíðarkantötu fyrir af- mælisárið 2000 á Þingvöllum þarf ekki annað en að leita til bróður og góðs tónskálds, Þorkels Sigur- björnssonar... Umsjón Reynir Traustason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.