Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 25. JUNI 1999 Viðskipti x>v Þetta helst: ... Viðskipti á Verðbréfaþingi, alls 1.114 m.kr. ... Mest með húsbréf 401 m.kr., húsnæðisbréf 255 m.kr. ... Spariskírteini, 343 m.kr. ... Hlutabréf, 88 m.kr. ... Mest með bréf Flugleiða, 18 m.kr. og lækkaði gengið um 1,9% ... Marel og Delta 10 m.kr. ... Delta hækkar um 6,9% ... Karfaviðskipti á Kvótaþingi, 1621 á 42 kr. kg. ... Nýtt hugbúnaðarfyrirtæki á Sauðárkróki: Stefnir á að ná árangri á alþióðlegum markaði DV, Sauðárkróki: Nýlega var formlega opnað á Sauðárkróki nýtt fyrirtæki. Það heitir Origo og mun starfa á sviði hugbúnaðar. „Nýtt íslenskt þekk- ingarfyrirtæki, sem starfar að ný- sköpun í upplýsingatækni fyrir matvælaframeiðendur," eins og seg- ir í kynningu á fyrirtækinu. Þarna hafa margir aðilar safnað saman þekkingu í eitt fyrirtæki og ljóst að eignaraðilar ætla sér stóra hluti. í máli manna var talað um framsæk- ið fyrirtæki sem stefnir að árangri á heimsmælikvarða og að fylgja þar í kjölfar íslenskra fyrirtækja sem hafa gert það gott á alþjóðamarkaði. Origo er stofnað á grunni lausna og þekkingar 20 starfsmanna sem koma frá Kerfi hf., Element - Skynjaratækni hf. og Tæknival hf. Til Origo hefur flust starfsemi tengd Seascape og Hafdísar-kerfum, ásamt skynjaratækni Elements. Þar á meðal eru viðskiptasambönd og verkefni hjá ríflega 50 íslenskum viðskiptavinum í matvælaiðnaði, auk rannsóknar- og þróunarverk- efna á íslenskum og evrópskum grunni. Origo stefnir á náið samstarf við rannsóknarstofnanir í matvælaiðn- aði jafnt á íslandi sem erlendis. Stofnendur Origo eru Kerfi hf., Element hf., Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Iðntæknistofnun íslands. Heimilisfang fyrirtækisins Frá opnun Origo á Sauðárkróki. Gunnar Leó Gunnarsson framkvæmdastjóri lengst til vinstri. DV-mynd Þórhallur verður á Sauðárkróki þar sem þrír starfsmenn verða. Einnig verða starfsstöðvar á Akureyri og Reykja- vík en til að byrja með starfa rúm- lega 20 manns hjá fyrirtækinu. Nokkur ávörp voru flutt við opn- unina. Meðal ræðumanna voru Rúnar Sigurðsson stjórnarformað- ur, Hjörleifur Einarsson frá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, Karl Friðriksson frá Iðntæknistofnun, Gunnar Leó Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Origo, Bjarki Jó- hannesson, forstöðumaður þróunar- sviðs Byggðastofnunar og Herdís Sæmundardóttir, formaður byggða- ráðs Skagafjarðar. Herdís fagnaði því aö svo framsækið, nútímalegt fyrirtæki, hæfi starfsemi á svæðinu og óskaði því vegs hins mesta. Aðr- ir þeir er töluðu tóku í sama streng. -ÞÁ Delta ræður nýj- an fram- kvæmdastjóra Lyfjafyrirtækið Delta hefur ráðið sér nýjan framkvæmda- stjóra. Hann heitir Róbert Wess- mann og hefur gegnt ýmsum stjórnunarstörfum hjá Samskip- um hf., nú síðast sem fram- kvæmdastjóri Bruno Bischoff Group í Bremen. Róbert er kvæntur Ýr Jensdóttur lækni og eiga þau eina dóttur. Delta hf. er stærsta lyfjafram- leiðslufyrirtæki landsins með í kringum 140 starfsmenn. -EIS Jenið upp en evran niður I Tilgátur um að Seðla- banki Japans myndi selja jen í fimmta skipt- ið í röð hækkaði gengi dollars töluvert í gær. Gengið náði hæst 122,36 á móti jeni en endaði í 121,8 undir lok við- skiptadags. Þetta kom fram á 1/2 5 fréttum Búnaðarbankans í gær. Vísbendingar um að næststærsta hagkerfi heims, Japan, sé að ná sér á strik hefur hvatt erlenda fjárfesta til að kaupa jen undanfarið til að fjármagna kaup á japönskum hluta- bréfum. Auk þess hafa japanskir fjárfestar í auknum mæli verið að færa fjárfestingar sínar aftur til I C» U» IX1 I 50f¥ Japans. Þetta tvennt hefur stuðlað að þeirri styrkingu jensins sem raun ber vitni. Þessu hefur Seðla- banki Japas verið að berjast á móti því stjórnmálamenn þar telja að efnahagur landsins sé ekki enn til- búin fyrir styrkingu jensis. Misheppnuð ummæli Evran hefur verið að styrkjast nokkuð undanfarið en tók dýfu í lok gærdagsins vegna misheppnaðra ummæla seðlabankastjóra Frakk- lands. Hann sagði að evran ætti mikla möguleika á að styrkjast að nýju en svo virðist sem fátt hafi verið þessum ummælum til stuðn- ings. Svo virðist því sem evrópskir fjárfestar séu orðinir hundleiðir á ummælum evrópskra ráðamanna og vilji einfaldlega sjá árangur í þeim efnahagsaðgerðum og umbót- um sem verið er að stuðla að með vaxtalækkunum og skattalækkun- um. Fyrr fara þeir ekki að hafa trú á varanlegri styrkingu evrunnar. BGB og Hólmadrangur sam- einast Stjórnir BGB hf. og Hólmadrangs hf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um að stefnt skuli að sameiningu fyr- irtækjanna. í yflrlýsingunni, sem undirrituð var í fyrradag, segir að stefnt skuli að áframhald- andi rekstri í landi á þeim stöðum sem fyrirtækin reka í dag, þ.e. fiskvinnslu á Ár- skógssandi og Drangsnesi, fiskþurrk- un á Dalvík og rækjuvinnslu á Hólmavík. Jafnframt segir að stefnt skuli að því að samræma skipastól félagsins þeim veiðiheimildum sem félagið hefur en sameiginleg úthlut- un þeirra við upphaf yfirstandandi kvótaárs nam um 7.000 þorskígild- um. Þetta kom fram í Viðskiptavef Vísis. Þyngri fjármögnun Ávöxtunarkrafa skuldabréfa í Bandaríkjunum hefur vaxið töluvert að undanfórnu. Helsta ástæðan er ótti við vaxtahækkanir. Þetta hefur í fór með sér þyngri og erfiðari fjár- mögnun fyrir fyrirtæki. Ávöxtunar- krafa ríkisskuldabréfa fór í 6,14% í gær sem er hærri krafa en lengi hef- ur sést. Asíukreppan brátt á enda Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði á fundi í gær að asísk hagkerfi ættu að ná sér á strik innan árs. Hubert Neiss, Asíustjóri Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, sagði að aðgerðir sjóðsins væru greinilega að virka en sagði jafnframt að hagvöxturinn væri brigðull. Hann hvatti til frekari framfara í banka- og lagakerfum. Slíkt gæti leitt til stóðugs hagvaxtar. Yfiitekur Volkswagen Scania? Nú er talið líklegt að þýski bílaframleið- andinn Volkswagen AG muni gera yfirtökutilboð í sænska trukkafram- leiðandann Scania AB. Þjóðverjarnir eru þegar farnir að ræða við helstu hluthafana í Svíþjóð. Góð afkoma Strengs Afkoma hugbúnaðarfyrirtækisins Strengs hf. var mjög góð á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en 22,5 milljóna króna hagnaður varð af starfsemi félagsins eftir skatt. Hagn- aður sem hlutfall af veltu var því tæplega 14% á fyrstu þremur mánuð- um ársins. Hagnaður tímabilsins er ívið meiri en allt árið í fyrra þegar Strengur var rekinn með 29,8 millj- óna króna hagnaði. Þetta kom fram á viðskiptavef Vísis i gær. Viltu öruggan sparnað sem er eignaskattsfrjáls? Sjóður 5 er sérsniðinn fyrir þá sem vilja spara til lengri tíma á öruggan, þægilegan og hagkvæman hátt. Hann fjárfestir einungis í ríkisskuldabréfum og er því eignaskattsfrjáls. Hann er alltaf innleys- anlegur og nafnávöxtun undanfarin 2 ár hefur verið 9,3% að meðaltali. Hægt er að kaupa í honum í áskrift eða fyrir hvaða upphæð sem er. Kostir Sjóðs 5 eru fjölmörgum fjárfestum kunnir enda er hann næststærsti verðbréfasjóður landsins með 7.270 milljónir kr. (VÍB Sjóður 7 er stærstur). VIB VERÐBREFAMAKKAÐURISLANDSBANKA HF. Kirkjusandi • 155 Reykjavík Sími: 560 89 00 • Myndsendir: 560 89 10 Veffang: www.vib.is • Netfang: vib@vib.is t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.