Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Page 7
FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 7 Fréttir Guðlaugur Þór Þórðarson. Sveigjanlegur opnunartími: Tóm þvæla hjá Helga Hjörvari Pólskar fiskvinnslukonur á Þingeyri. Þær óttast að þurfa að leita sér að nýrri vinnu. DV-mynd Teitur - segir Guölaugur Þór Þingeyri: Heimafólk óttast um afdrif byggðarlagsins DV, Þingeyri: „Viö vitum ekki hvað er að gerast hjá stjóm fyrirtækisins eða hvort hún kann að hafa einhver úr- ræði til að'halda áfram rekstri frystihússins. Ég get ekki neitað því að ég er ansi svartsýnn," sagði Guðmundur Ingvarsson, stöðvarstjóri íslandspósts á Þingeyri, í samtali við DV á Þingeyri í fyrradag um stöðvun frystihússins á staðnum. Þingeyringar eru að vonum slegnir yflr ástandi atvinnumálanna í kjölfar þess að rekstur Rauðsíðu á frystihúsinu hefur stöðvast. Um tvö ár em síðan Rauðsíða hóf vinnslu á Rússafiski í frystihúsinu en fram til þess tíma hafði það verið lokað í hátt í eitt ár í kjöl- far þrots kaupfélagsins á staðnum. Að- eins um 200 tonna kvóti er í eigu út- gerða á Þingeyri. Heimamenn óttast að ef engar aðgerðir fara í gang þegar í stað til að tryggja áframhaldandi rekst- ur frystihússins með einhvetjum hætti flosni fólk einfaldlega upp og hverfi al- farið á brott úr þorpinu og því blæði hratt út. Nokkrir húseigendur hafa sett húseignir sínar á söluskrá og ný- lega seldi ein flölskylda einbýlishús sitt fyrir sem svarar fjórðung þess verðs sem sambærilegt hús kostar á höfúðborgarsvæðinu. Stór hluti vinnuaflsins i frystihús- inu hefúr verið Pólverjar og um 50 ar færi allt á versta veg á Þingeyri. Margir Pólveijanna sögðust vera á leið í sumarfri sem þeir ættu inni en myndu leita á ný mið þegar því lyki, hefði þá ekki greiðst úr málum frysti- hússins á Þingeyri. -SÁ „Þetta er tóm þvæla hjá Helga. Menn hafa ekki unnið heima- vinnuna sína,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson um skýringar Helga Hjörvars á töf á fram- kvæmd þess veitingastaða hafi opið sveigjanlega. Helgi sagði að ástæðan væri að mikill fjöldi um- sókna um slík vínveitingaleyfi hefði borist. „Það var ákveðið í vinnuhópi sem ég sat í ásamt Helga að til- raunin hæflst snemma í vor en ekkert hefur gerst. Sú afsökun að málið hafi tafist vegna þess að umsóknir séu svo margar stenst ekki þar sem fjöldi þeirra lá fyrir sl. haust,“ segir Guðlaugur. -rt Matgorzata Sarnaska og Valdís Bára Kristjánsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins á Þingeyri, í hópi pólsks fiskvinnslufólks í fyrradag í matsal frystihússins á Þing- eyri. Starfsfólkið bíður þess að örlög frystihússins á staðnum verði ráðin. DV-mynd Teitur þeirra búa að staðaldri á Þingeyri. í samtölum sem DV átti við þá i fyrra- dag kom fram að komist reksturinn ekki gang að nýju hverfl þeir á braut og leiti sér vinnu annars staðar. Það mun hafa í for með sér mikla röskun í 'byggðarlaginu og svo dæmi sé tekið koma hart niður á tveimur mat- og ný- lenduvöruverslunum þorpsins. Pólska fiskvinnslufólkið sagðist við DV ekki vera á heimleið til Póllands heldur hygðist það leita fyrir sér annars stað- Vínveitingaleyfi Keisarans viö Hlemm: Nágrannar vilja staðinn burt Nágrannar veitingahússins Keis- arans við Hlemmtorg vilja staðinn og viðskiptavini hans á bak og burt. Þeir hafa kvartað undan veitinga- húsinu og farið þess á leit við Reykjavíkurborg að endurnýja ekki vínveitingaleyfl þess. Trygginga- stofnun og starfsfólk hennar hafa m.a. ritað borgaryfirvöldum bréf þess efnis. Jafnframt hefur Trygg- ingastofnun gert eiganda Keisarans kauptilboð í húsnæði staðarins sem hefur verið hafnað. Gunnar Þor- láksson, skrifstofustjóri hjá Reykja- víkurborg, staðfesti í samtali við DV að þrýstingur væri á sveitarfé- lagið að afturkalla vínveitingaleyfi staðarins. Gunnar segir að fyrir dyrum standi að endurnýja leyfi Keisarans til áframhaldandi rekstrar í núver- andi mynd. Jákvæðar umsagnir byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftir- lits og lögreglu liggi þegar fyrir þannig að lítið vanti annaö en um- sögn eldvamaeftirlits til að hægt sé að afgreiða málið af hans borði til borgarráðs sem síðan afgreiðir það endanlega. Gunnar sagði að af- greiðslu borgarráðs væri að vænta í fyrsta lagi 6. júlí en líklega þó ekki fyrr en 13. júlí. -SÁ Tágasett í sólskálann - Furusett í sælureitinn - aðeins kr. 19.760,- stgr. Stóllíim Alvöru útigrill - aðeins kr. 59.945,- stgr. Smiðjuvegi 6D • Rauð gata 200 Kópavogur • Sími 554 4544

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.