Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 8
FOSTUDAGUR 25. JUNI 1999 Utlönd Stuttar fréttir CIA vissi aö sprengjur fóru á vitlaust hús Starfsmaður bandarísku leyni- þjónustunnar CIA greindi félög- um sínum og fleirum frá því þremur dögum fyrir sprengju- árásina á sendiráð Kínverja í Belgrad að herforingjar NATO heföu valið rangt skotmark. Hátt- settir embættismenn CIA fréttu þetta hins vegar aldrei. Starfsmaðurinn tók eftir því að myndir af byggingunni sem flug- vélar NATO ætluðu að gera árás á virtust ekki vera af ráðuneytinu sem ætlað var að sprengja. Að sögn embættismanna vissi starfsmaðurinn ekki að kínverska sendiráðið væri í byggingunni. Þrír létu lífið í sendiráðinu. Víðtæk leit aö lestarmoröingja í Bandaríkjunum: Hættulegur og greindur morðingi Yfirvöld í Kentucky í Bandarikj- unum hafa varað almenning við því að vanmeta greind eftirlýsts lestar- morðingja, Rafaels Resendez- Ramirez. Segja yfirvöld Resendez- Ramirez, sem leitað er nú um öll Bandaríkin vegna gruns um raðmorð, hafa kennt algebra, rúm- fræði og ensku. Resendez-Ramirez, sem er fæddur UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, þriðjudaginn 29. júní 1999, kl. 15.00, á eftirfarandi ________eignum:________ Ármót, Rangárvallahreppi. Þingl. eig. Þorkell Steinar Ellertsson. Gerðarbeiðend- ur eru Lánasjóður landbúnaðarins og Rangárvallahreppur. Breiðibakki, hl., Holta- og Landsveit. Þingl. eig. Jón Kristján Ólafsson. Gerðar- beiðandi er Tollstjórinn í Reykjavík. Fróðholtshjáleiga, Rangárvallahreppi. Þingl. eig. Þorkell Steinar Ellertsson. Gerðarbeiðendur eru Lánasjóður Iandbún- aðarins og Rangárvallahreppur. Geitasandur 8, Hellu. Þingl. eig. Guð- mundur Sverrisson. Gerðarbeiðendur eru Sýslumaður Rangárvallasýslu og Lífeyr- issjóður starfsmanna ríkisins. Hesthúsavegur 18, Hellu. Eigandi Her- mann Ingason. Gerðarbeiðandi er Rangár- vallahreppur. Hvolsvegur 17, Hvolsvelli. Þingl. eig. Einar Pálsson. Gerðarbeiðandi er Bygg- ingarsjóður ríkisins. Litla-Hildisey, A-Landeyjahreppi. Þingl. eig. Fagurey ehf. Gerðarbeiðendur eru Lánasjóður landbúnaðarins og sýslumaður Rangárvallasýslu. Unhóll 1/4, hl. Djúpárhreppi. Þingl. eig. Pálmar Guðbrandsson. Gerðarbeiðandi er Framleiðsluráð landbúnaðarins. SÝSLUMAÐUR RANGÁRVALLA- _________________________SÝSLU UPPBOÐ Uppboö mun byrja á skrifstofu embættisins aö Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir-farandi eign: Grundarstígur 24, íbúð á 3. hæð að sunn-anverðu, inngangur um suðurstigahús, 136,7 fm; geymsla í kjallara, merkt 0011 m.m., Reykjavík, þingl. eig. Kristín S. Rósinkranz, gerðarbeiðendur American Express, Samvinnusjóður íslands hf., Sjó-vá-Almennar tryggingar hf., Tollstjóra-skrifstofa og Wohnform, þriðjudaginn 29. júm' 1999 kl. 15.00. Veghús 31, íbúð á 7. hæð t.v. í austurhorni, merkt 0701, Reykjavík, þingl. eig. Auður Sigurjóna Jónasdóttir og Gísli V Bryn-geirsson, gerðarbeiðendur Tollstjóraskrif-stofa og Veghús 31, húsfélag, þriðjudag-inn 29. júní 1999 kl. 10.00. Hafnarstræti 20, hluti 6 á 4. hæð, Reykja-vík, þingl. eig. Friskir menn ehf., gerðar-beiðandi Landsbanki íslands hf., lögfræði-deild, þriðjudaginn 29. júm' 1999 kl. 13.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf-um sem hér segir: Karlagata 13, 2ja herb. íbúð á neðri hæð, Reykjavík, þingl. eig. Þorsteinn Kristins-son, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður, Ríkisútvarpið, Sparisjóður Norðfjarðar og Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 29. júní 1999 kl. 16.00. Bollagarðar 115, Seltjarnarnesi, þingl. eig. Amar Már Kristinsson, gerðarbeið-andi fbúðalánasjóður, þriðjudaginn 29. júní 1999 kl. 14.00. Klapparstígur 1, 53,9 fm íbúð á 3. hæð, önnur t.v. m.m., og bflastæði nr. 26, matshl. 20, Reykjavík, þingl. eig. Jens Bólstaðarhlíð 40, 86,6 fm íbúð á 4. hæð m.m. ásamt geymslu, merkt 0012, Reykjavík, þingl. eig. Sólrún Anna Ólafs-dóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 29. júní 1999 kl. 14.30. Valdimarsson, gerðarbeiðandi Ibúðalána-sjóður, þriðjudaginn 29. júní 1999 kl. 16.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK í Mexíkó, er eftirlýstur vegna morða nálægt lestarteinum í Illi- nois, Texas og Kentucky í Banda- ríkjunum. Er hann talinn hafa orð- ið átta manns að bana. Fyrstu morð- in vora framin 1997 en fjögur morð- anna hafa verið framin undanfarn- ar vikur. Lögreglan segir að Res- endez-Ramirez sé þekktur fyrir bíl- þjófnaði þannig að hann ferðist ekki eingöngu með lestum. Að sögn lög- reglunnar er hinn meinti raðmorð- ingi duglegur að bjarga sér. Haft er eftir heimUdarmönnum innan rarmsóknarlögreglunnar að morðinginn breiði teppi yfir fórnar- lömb sín og skilji eftir ákveðnar vís- bendingar. Öll morðin vora framin að kvöldlagi. Ýmislegt bendi til að morðinginn vinni hægt og kerfis- bundið og hafi jafnvel ánægju af þvi að sjá fórnarlömb sín deyja. Síðustu fórnarlömb Resendez- Ramirez eru talin hafa verið George Morber, 79 ára, og Carolyn Freder- ick dóttir hans sem var 52 ára. Mor- ber var skotinn í höfuðið 14. júní síðastliðinn og dóttir hans barin til bana. Fingraför Resendez-Ramirez fundust á morðstaðnum. Talið er að morðinginn hafi stokkið úr flutn- ingalest í Gorham í Illinois og hald- ið til húsvagns þar sem feðginin voru. Resendez-Ramirez hefur haft við- urværi af því að undanförnu að gefa blóð og gera við bíla. Samkvæmt bandarísku alríkis- lögreglunni hefur Resendez- Ramirez notað að minnsta kosti þrjátíu dulnefni og fjölda fæðingar- daga. Hann hefur oft breytt útliti sínu. Talið er að Resendez-Ramirez sé 39 ára. Líbanskur slökkví liðsmaður berst við eld sem kviknaði í raforkuveri eftir loft- árásir ísraelska hersins á Líbanon í nótt. ísraelar voru að hefna fyrir árásir skæruliða Hizbollah á norðurhluta ísraels þar sem tveir fórust. Damon Hill búinn að missa neistann. Formúla 1 •*'.*-• 5T;* Israelar hóta að refsa Líbönum fyrir árásirnar ísraelski herinn hóf í gær um- fangsmestu loftárásir sínar á Lí- banon í þrjú ár og hét því að halda þeim áfram á meðan Hiz- bollah-skæruliðar gerðu árásir á ísrael. „Við munum svara í sömu mynt svo lengi sem þeir halda uppi árásum á okkur," sagði ísra- elski herforinginn Oded Ben-Ami í samtali við fréttamann Reuters. ísraelar réðust til atlögu gegn skæruliöum eftir að þeir urðu tveimur óbreyttum borgurum að bana í eldflaugaárás á noröurhluta ísraels. Sjö manns að minnsta kosti féllu í árásum ísraela. Talsmenn ísraelska hersins sögðu í morgun að sex árásir hefðu verið gerðar í nótt og i þeim hefðu orkuver, brýr, símstöð, veg- ir og skotfærageymsla Hizbollah- skæruliða verið lögð i rúst. Fórust í óveöri í Evrópu Að minnsta kosti 25 manns hafa drukknað vegna flóða og lát- ist af völdum eldinga í A-Evrópu undanfarna daga. Neitar innrás Forsætisráðherra Indlands, Atal Bihari Vajpayee, vísaði í gær á bug fregnum um að Indverjar hygðust halda með her inn fyrir markalínuna í Kasmír. Blair með málamiölun Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lagði í morgun fram málamiðlun í deilunni á N-ír- landi. ígrein í blaðinu Times hvetur breski forsætisráð- herrann mót- mælendur á N- írlandi til að leyfa Sinn Fein þátttöku í stjórn- inni gegn loforði um að írski lýð- veldisherinn, IRA, leggi niður vopn fyrir maí á næsta ári. Sam- bandssinnar hafa hingað til kraf- ist þess að IRA afvopnist áður en þeir deili völdum með Sinn Fein. 2000 ára verksmiðja Byggingaverkamenn fundu í síðustu viku helli í austurhluta Jerúsalem þar sem var verk- smiðja fyrir 2 þúsund árum. í verksmiðjunni var borðbúnaður úr steini. Lán til Kína Alþjóðabankinn hefur sam- þykkt 160 milljóna dollara lán til Kína. Lánveitingin hefur vakið reiði ýmissa gagnrýnenda Kina. 4 ára gísl bjargað Rússneskir hermenn hafa frels- að 4 ára telpu úr höndum byssu- manna í Tsjetsjeníu sem rændu henni fyrir 8 mánuðum. Móðir stúlkunnar er rússnesk og starf- aði á leikskóla í Tsjetsjeníu. ViEja flýta stækkun ESB Vegna stríðsins í Kosovo er ástæða til að flýta stækkun Evr- ópusambands- ins, ESB, að mati Paavos Lipponens, for- sætisráðherra Finnlands. Finnar hafa nú tekið við for- mennsku í Evr- ópusambandinu. í ræðu í tilefhi þess útilokaði Lipponen ekki að Serbía yrði aðildarríki að ESB. Klónun manna bönnuð Bresk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau ætluðu ekki að leyfa klónun fósturvísa manna í rann- sóknarskyni. Nýnasisti gómaður Maður sem tengist bresku nýnasistasamtökunum Combat 18 var handtekinn við komuna til Bretlands í gær. Samtökin eru grunuð um að hafa staðið fyrir mannskæðum naglasprengjutil- ræðum í London í apríl. Dómur á þriöjudag Hlé var gert á réttarhöldunum yfir kúrdíska skæruliðaleiðtogan- um Abdullah Öcalan í gær eftir að hann hafði lokið varnarræðu sinni. Búist er við að dómur verði kveðinn upp yfir honum |i þriðjudag og eru allar líkur á aö hann verði dæmdur til dauða fyr- ir landráð og fjöldamorð. Ukraína fær gálgafrest Evrópuráðið samþykkti í gær að fresta því fram í janúar á næsta ári að taka endanlega ákvörðun um hvort víkja beri Úkraínu úr samtökunum vegna mannréttindabrota. Frestunin var samþykkt vegna nýlegra umbóta sem Úkraínumenn gerðu á réttarfari sínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.