Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Side 9
FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 9 Utlönd Fé til höfuös stríösglæpamönnum í Júgóslavíu: Milosevic metinn á Veður tefur hrefnuveiðar við Noreg DV, Ósló: Norskir hvalveiöimenn vilja fá lengri tíma til að ná þeim dýrum sem leyfdegt er að skjóta á vertíð- inni. Nú þegar tvær vikur eru til vertíðarloka hefur tæpur helm- ingur af kvóta sumarsins upp á 756 hrefnur náðst. Aðeins fjórir bátar af 36 hafa náð að veiða upp í kvóta sína. Tíð hefur verið erfíð við Nor- egsstrendur í vor og í sumar; þrá- lát vestanátt með rigningum og stormi. Jan Kristiansen, formaður hvalveiðimanna, segir að fáist veiðitímabilið framlengt muni all- ur kvótinn nást. Hvalavinir undir forystu Pauis Watsons hafa af og til verið á sveimi á miðunum en ekki náð að trufla veiðarnar. 5 milljónir dollara JgPfAOfW (( VDO ) Suðurlandsbraut 16, sími 588 9747. Borgartúni 36. sími 568 8220. Gífurleg spenna er nú í Kosovo, þrátt fyrir fjölmennt friðargæslulið Atlantshafsbandalagsins (NATO) þegar þúsundir albanskra fLótta- manna snúa aftur til síns heima og Serbar flýja margir hverjir af ótta við að verða látnir gjalda fyrir voða- verk serbneskra hersveita undan- farna mánuði. Annars staðar í Serbíu hefur gætt vaxandi ólgu og andófs gegn Slobod- an Milosevic Júgóslavíuforseta, bæði frá hermönnum sem hafa ekki fengið laun sín greidd og frá stjóm- arandstæðingum. Bandarísk stjórnvöld lögðu í gær flmm milljónir dollara til höfúðs Milosevic og öðmm meintum stríðs- glæpamönnum í Júgóslavíu. Júgóslavneska þingið samþykkti í gær tillögu stjórnarinnar um að af- nema stríðsástandslög í landinu þar sem settar voru miklar hömlur á allt líf óbreyttra borgara. Ofbeldisverk gegn Serbum í Kosovo hafa mjög færst í aukana. Ráðamenn NATO í heimsókn i Kosovo í gær sáu ástæðu til að hvetja íbúana til að binda enda á deilur þjóðarbrotanna. „Ég er ekki að biðja neinn að gleyma, ég bið menn um að fyrir- gefa, að horfa fram á við en ekki um öxl,“ sagði Javier Solana, fram- kvæmdastjóri NATO, á fundi með Breskir friðargæsluliðar handsama albanska menn sem létu greipar sópa um verslun í Pristina í Kosovo í gær. fréttamönnum eftir fundi með leið- togum Albana og Serba í Kosovo. Solana fékk mjög hlýjar móttökur í flóttamannabúðunum. Sífellt fleiri sögur um voðaverk Serba berast nú frá þeim sem komust lifandi frá hildarleiknum, sögur um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar. „Sagt er að hægt hafi verið að heyra ópin í börnunum í gegnum snarkið í eldinum," sagði gömul al- bönsk kona um morðin á tuttugu Albönum í bænum Djakovica í apr- íl síðastliðnum. Atburður árþúsundsins Á síöasta ári þessa árþúsunds kanna DV, Bylgjan, Vísir.is og SS hverjir það eru aö mati íslendinga sem skaraö hafa fram úr og hvaöa atburðir hafa sett hvað mestan svip á síðustu 1000 árin í sögu íslands. Eftirtaldir atburðir fengu flestar tilnefningar: ísland fullvalda Stofnun lýöveldisins Kristnitakan Hernámiö Fyrsta stjórnarskráin Gamli sáttmáli Svartidauöi Móöuharöindi Bjór leyfður aö nýju Nú stendur yfir val á ATBURÐI árþúsundsins og lýkur því miövikudaginn 30. júní. Taktu þátt á www.visir.is Niðurstöður verða kynntar fimmtudaginn 1. júlí. IBYLGJANI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.