Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 Spurningin Ferðu oft í kirkju? Kolbrún Bjarnadóttir, á skrif- stofu lögreglustjóra: Nei, bara á jólunum. Ásdís Dögg Ómarsdóttir, á skrif- stofu lögreglustjóra: Nei, ég hef ekki farið síöan ég fermdist. Sóveig Unnur Ragnarsdóttir, á skrifstofu lögreglustjóra: Nei, ég hef fariö einu sinni síðan að ég fermdist. Sigrún Konráðsdóttir, á skrif- stofu lögreglustjóra: Nei, kannski svona tvisvar á ári. Cecilia Þórðardóttir, á skrifstofu lögreglustjóra: Nei, svona einu sinni á ári. Brynhildur Guðmundsdóttir, á skrtfstofu lögreglustjóra: Nei, svona einu sinni til tvisvar á ári. Lesendur Er Bjorn hræddur við að sýna veiku hliðina? Ásbjörg Magnúsdóttir skrifar þættinum: Ég las heimskulega gagnrýni Björns Æ. Norðfjörðs í Helgarblaði DV þar sem hann fjallaði um mynd- ir Stevens Spielbergs og verð ég að segja að maðurinn veit ekkert um hvað hann er að skrifa. Hann ræddi meðal annars stórmyndir eins og Schindlers List og Saving Private Ryan og verð ég að segja að mér brá að sjá hvernig honum tókst aö hræra í myndunum og misskilja nánast ALLT í sambandi við þær. Schindlers List segir hann lang- dregna og að hún veki lítil viðbrögð hjá sér. Ég bara spyr: Hvernig mað- ur ertu, Björn? Hvernig manneskja getur horft á myndina án þess að hún hafi gífurleg áhrif, nema kannski að Björn sé svona rosalega hræddur við að sýna veiku hliðina á sér. Það er ekki nóg að reyna að slá ryki í augu fólks með því að vera töff og kúl, sjokkera liðið. Þarna sannast aðeins að Björn veit sáralít- ið um kvikmyndir. Mesta bull sem ég hef vitað er þegar Björn segir myndina dæmi- gerða bandariska hetjusögu. Mynd- in er jú hetjusaga en eðlilegt fólk hlýtur að sjá muninn á þessu meist- araverki og til dæmis Armageddon! Það sem Björn augljóslega sér ekki er að myndin er einstaklega raunveruleg og það sannast á um- Schindlers List, stórvirki segir bréfritari, en gagnrýnanda fannst myndin ekki merkileg. mælum hermanna um allan heim sem segja að það eina sem vanti í myndina sé blóðlyktin á vígvellin- um. Hvernig fær hann út að Banda- ríkjamenn hafi verið „góðir mömmustrákar" og Þjóðverjar „hreinræktuð illmenni"? Ég gat ekki séö annað en allir þessir menn hafi verið að sinna skyldum sínum, Bandaríkjamenn drápu Þjóðverja óhikað, og öfugt. Björn misskilur rammafrásögn myndarinnar. Við vorum ekki að fylgjast með frásögn James Ryans. Þvert á móti. Við sáum aðeins James sem gamlan mann votta virð- ingu minningu mannsins sem hann á líf sitt að launa. Myndatakan var snilldarleg og engu hlíft. Maður fékk að sjá hversu hræðilegt þetta var, hvernig þessir ungu menn reyndu að friða samviskuna og sætta sig við þessar hörmulegu að- stæður. Saving Private Ryan er án efa besta stríðsmynd allra tíma og þeir sem segja annað vita ekki bet- ur. Birni ráðlegg ég að finna sér annað til dundurs en skrifa um kvikmyndir. Hroki Stuðmanna GM lét í sér heyra: Ég hef lengi verið mikill aðdáandi Stuðmanna og varð því himinlifandi þegar ég frétti af fyrirhuguðum dansleikjum þeirra í Sjallanum á Akureyri. En mikil voru vonbrigðin með frammistöðuna og virðist mér sem Stuðmenn ættu að horfast í augu staðreyndir - þeir hafa ekkert leyfi til að koma fram við ballgesti af þeim hroka sem þeir gerðu. Hrok- inn fólst fyrst og fremst í því að eft- ir að hafa greitt svimandi háa upp- hæð í aðgangseyri, eða 1800 krónur, Stuðmenn brugðust ballgestum i höfuðstað Norðurlands að sögn bréfritara. máttu ballgestir bíða og bíða eftir þvi að goðin stigju á stokk. Þegar Stuðmenn mættu á svæðið var spil- að í dágóða stund en síðan tekin ákaflega löng pása þar sem diskótek- ið var látið ganga. Þegar því lauk bjuggust flestir við að nú tækju Stuðmenn lagið á ný en þvi var ekki að heilsa. Þá birtust á sviðinu tveir óþekktir félagar Stuðmanna með skemmtara og frömdu þeir miður skemmtilegar listir. Bn sveitavarg- urinn fyrir norðan átti sjálfsagt að standa á öndinni yfir athæfinu! Kyrrð, fegurð og ást - verður ekki metið til fjár Lesandi, sem því miður gleymdi að geta nafns, sendi ágætar hug- leiðingar: Það felst í auðhyggju nútímans að leggja tölu- eða peningamat á öll lífsgæði, hvort sem það eru góðar samgöngur, gott loft eða fagurt landslag. Það felst líka í þessari hyggju eða lífsskoðun að þau gæði sem ekki verða beint metin til fjár séu minna virði en þau sem hægt er að mæla í fjárhæðum og að eðlilegt sé að þau víki þegar fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi. í þessu felst þó sú þversögn að um leið og við metum gæði til fjár gerum við ráð fyrir því að hægt sé að hafa af þeim fjárhagslegan ábata en það getur þýtt að raska þurfi forsendum þeirra á einhvern hátt til að auka ábatann, því fjármagnið heimtar ávöxtun. Gildismat hefur alltaf þvælst fyr- ir mér og vakið ótal spurningar, sem sumum er hugsanlegt að svara, öðrum ekki og við sumum spurn- ingunum geta verið fleiri en eitt svar. Kyrrð er t.a.m. eitt af hinum óhlutstæðu gildum öræfanna. Um leið og við bætum aðgengi að öræf- unum minnkum við kyrrðina. Ef við ætlum að meta öræfakyrrð til fjár hljótum við að miða við ein- nvern staðal. Ef við aukum umferð minnkum við kyrrðina og þar með verðgildi öræfanna. Ef viö minnk- um umferð aukum við kyrrðina en um leið fækkum viö þeim sem fá notið hennar og þá vaknar spurn- ingin hvort við erum að auka eða minnka verðið á öræfunum. Út frá hverju á að meta gildi ósnortinna öræfa? Fyrir tveim árum eða svo las ég grein í vísindatímaritinu Nature eftir 13 höfunda þar sem þeir reyndu að verðleggja vistkerfi jarð- arinnar i Bandaríkjadölum og þá þjónustu sem þau veita okkur mönnunum. Þeir reyndu að verð- meta hlutstæð lífsgæði, svo sem vatnsorku og afrakstur jarðar en einnig óhlutstæð, svo sem hreint vatn og hreint loft ásamt ósnortinni náttúru með jöklum og eyðimörk- um. Meginniðurstöður þeirra voru að ekki væri til mælitækni til að meta þessi gæði til fjár og því hlytu allar niðurstöður að orka tvímælis, en tilraun til slíks mats virðist eðli- leg á tímum takmarkalausrar auð- hyggju. Matið verður þó alltaf af- stætt og gefur tilefni til efasemda og hártogana. Þetta gildir jafnt innan fjölskyldunnar, innan þjóðfélagsins og í ríki náttúrunnar. Fegurð verð- ur aldrei metin til fjár vegna þess að fegurðarmatið býr i huga þess sem nýtur fegurðarinnar og sýn okkar á fegurðina er einstaklings- bundin. Ást verður heldur aldrei metin til fjár vegna þess að gíldi ást- arinnar er huglægt og bundið þeim sem elskar eða er elskaður. Því er líkt farið um náttúruna. Það sem gefur henni gildi getur verið mis- munandi eftir því hvaða mæli- kvarðar eru notaðir og hver metur náttúrugildin. Gildismat bóndans, gildismat ferðamannsins að ekki sé talað um gildismat stóriðjuhöldsins, fara sjaldnast saman. Svo tengjast hags- munir gildismatinu. Þeir hagsmun- ir geta verið bæði stað og tíma- bundnir (dæmi: álver i Reyðarfirði). Spurningin er hverra hagsmuna ber fyrst að gæta og hagsmunum hvers skal fyrst fórnað, þegar huglægum gildum er raskað. Ef notaðir eru eingöngu fjárhagslegir mælikvarðar hljóta þeir oftast að vera stað- og tímabundnir. Fjármagnið leitar ávöxtunar, sem mestrar og sem fyrst. Fjármagnssjónarmið eru í eðli sínu skammtímasjónarmið og mega ekki ein ráða ferðinni við mat á huglægum gildum. Þegar meta á hvort huglægum gildum skuli fórn- að ber fyrst að líta til þess hvort þau eru afturkræf eða ekki. Ef við sökkvum Eyjabökkum í miðlunarlón sökkvum við með þeim gildum sem eru óafturkræf um ald- ur og ævi. Sama gildir ef við þurrk- um Dettifoss. Höfum við leyfi til taka á okkur þá ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum sem kynnu aö hafa annað gildismat? Eða treystum við því að gildi, sem þegar hefur verið fórnaö, séu þeim kynslóðum einskis virði sem aldrei hafa notið öræfakyrrðar, eða horft á Dettifoss byltast í gljúfrum. Afram, kettir Ingunn skrifar: Mig langar til að leggja nokkur orð í belg um kattamálið eða katta- fárið eins og það var kallað í DV 21. júní. I frétt í blaðinu kemur fram að Ingibjörg Sólrún og hennar fólk hefur látið sér detta í hug að tak- marka kattaeign landsmanna og er stefnt að því að banna fólki með lagasetningu að eiga fleiri en tvo ketti eldri en þriggja mánaða. Hvernig má þetta vera? Hvernig er hægt að vera að setja reglur um annað eins á meðan ástandið er eins og það er í skólamálum, svo dæmi sé tekið? Kennarar segja upp í stórum stil og engin lausn í sjón- máli en á meðan sitja borgaryfir- völd á* rökstólum um það hvernig hægt sé að klekkja á kattaeigend- um og leggja drög, í mörgum liðum, að lagasetningu mn takmörkun á kattaeign. Er þetta eðlileg for- gangsröð? Væri ekki meira vit að fara vinna eitthvað í því sem skiptir máli og hætta að hrella fólk, og ketti, að óþörfu? Hlaðið undir landsbyggðina Ólöf Sig. skrifar: Vandræði Rauðsíðu hafa verið til umfjöllunar undanfarið og hef- ur mikið verið talað um að eitt- hvað þyrfti að gera til að koma fyr- irtækinu til bjargar. Þetta hefur farið mjög í taugarnar á mér, því mér leiðist hvernig hlaðið er undir fyrirtæki á landsbyggðinni, um- fram önnur fyrirtæki í landinu. Af hverju mega þessi fyrirtæki úti á landi ekki fara á hausinn ef þau bera sig ekki? Af hverju lúta þau öðrum lögmálum en önnur fyrir- tæki í landinu? Eru þau bara djók og dundur? Sumarbústaðahobbí? Ábending til stjórnenda fyrir- tækja á höfuðborgarsvæðinu sem eru um það bil að fara á hausinn: Hættið að hagræða og spara i rekstrinum. Það er óþarfa puð til einskis. Pakkið draslinu saman og flytjið fyrirtækið út á land. Krefjist síðan úrlausnar og peningaaðstoð- ar. Það er úrræði sem blífur. Daður viö bíleigendur Strætisvagnafarþegi skrifar: Undarleg er sú ráðstöfun borg- arinnar að bjóða bíleigendum ókeypis ferðir frá Háskólalóð og niður í bæ. Bilastæðaskortur í miðborginni er löngu kunnur og þess vegna verður bíleigendum boðið að leggja bílum sínum við Háskólann. Það er svo sem góðra gjalda vert en hvers vegna eiga þeir að fá ókeypis fiutning í mið- bæinn, á sama tíma og SVR hyggst hækka fargjöld fyrir þá sem nauð- synlega þurfa á strætisvögnum að halda? Það eiga ekki allir bíl og því miður hefur þjónustu SVR far- ið mjög aftur síðustu misseri. flla farnast Reykjavíkurlistanum í þessum málum og stórfurðulegt að slíkur flokkur skuli ekki hafa á stefnuskrá sinni að bæta almenn- ingssamgöngur og fækka einkabíl- úm, þótt ekki væri nema út frá umhverfissjónarmiðum. Nei, allt er gert til að létta und- ir með blessuðum bíleigendunum. Þetta daður við bíleigendur er hins vegar með öllu óþolandi. Hvers vegna geta þeir ekki borgað fyrir sig eins og aðrir? Þetta er kolröng stefna og ég hvet Reykja- víkurlistann til að snúa hið snarasta frá villu síns vegar. Það er ekki of seint.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.