Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgafustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON Og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. rn. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Röng ákvörðun leiðrétt Úrsögn úr Alþjóða hvalveiðiráðinu árið 1991 er ein vit- lausasta ákvörðun sem íslendingar hafa tekið í sjávarút- vegsmálum. Með útgöngu var í raun komið í veg fyrir að íslendingar gætu komið sjónarmiðum sínum á framfæri og unnið málstað sínum - hvalveiðum - fylgi. Vegna þessa hafa ekki verið stundaðar hvalveiðar við landið, þrátt fyr- ir tilraunir nokkurra alþingismanna í gegnum árin að fá stjórnvöld til að leyfa veiðar. Mikill meirihluti íslendinga er því fylgjandi að hvalveið- ar verði hafnar hér við land að nýju, þó ekki sé ljóst hvaða veiðar menn vilja stunda. í skoðanakönnun DV í mars sl. kom þetta berlega í ljós. Sama könnun sýndi hins vegar að andstæðingum hvalveiða fer fjölgandi, enda gífurlegir hagsmunir í húfi, ekki síst hjá ferðaþjónustunni sem tek- ist hefur að gera lifandi hval að auðlind. Á sex árum hef- ur andstæðingum hvalveiða fjölgað úr 8,5% í 22,6%. Við íslendingar getum aldrei afsalað rétti okkar til að nýta auðlindir hafsins, þess vegna er það spuming um hvenær en ekki hvort hvalveiðar verða hafnar á ný, enda benda öll vísindaleg rök til þess að flestir hvalastofnar við landið þoli veiði ágætlega. Hitt er hins vegar rétt að þeir hagsmunir sem eru í húfi eru miklir og áhrif hvalveiða á viðskiptahagsmuni okkar erlendis geta orðið alvarlegir sé ekki rétt á spilum haldið. Hvalveiðar verða ekki hafnar við ísland á næstunni þrátt fyrir samþykkt Alþingis um að bann við veiðum standi ekki lengur - ríkisstjórninni var falið að undirbúa veiðar þannig að þær geti hafist sem fyrst. Skynsamlegast fyrir okkur íslendinga er að ganga aftur til liðs við Alþjóða hvalveiðiráðið, með það yfirlýsta markmið að hefja hval- veiðar, enda merki um að raddir skynseminnar séu að styrkjast innan ráðsins. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur nýlega gefið til kynna að breytinga sé að vænta varðandi afstöðu ríkis- stjórnarinnar til hvalveiðiráðsins. Þar með hefur forsætis- ráðherra opnað á þann möguleika að ísland taki aftur þátt sem fullgildur meðlimur í ráðinu. Skynsemin er þannig að ná yfirhöndinni. Réttur til andmæla Helgasti réttur hvers manns er rétturinn til að tjá hug sinn og koma skoðunum sínum á framfæri með friðsamleg- um hætti. Mikilvægasta hlutverk löggjafans og fram- kvæmdavaldsins er að tryggja þennan rétt. Þrir ungir menn töldu sig knúna til þess að taka sér stöðu á Austurvelli á liðnum þjóðhátíðardegi til að mót- mæla veru íslands í NATO. Nú er það í sjálfu sér aðdáun- arvert af þessum ungu mönnum að berja hausnum við steininn í baráttunni gegn Atlantshafsbandalaginu, en það hlýtur að vera nöturlegt að berjast fyrir málstað sem sagan hefur fyrir löngu dæmt rangan. En réttur þeirra félaga til að láta skoðun sína í ljós með friðsamlegum hætti - jafnvit- laus sem hún annars er - er ótvíræður og óumdeildur. Þegar lögreglan telur sig knúna að handtaka mótmælend- ur sem nýta sér helgan rétt er eitthvað orðið að í íslensku þjóðfélagi eða skiptir máli hvaða skoðunum menn vilja koma á framfæri þegar þjóðarleiðtogar koma saman á Aust- urvelli? „Ég er andvígur því sem þú segir en ég mun verja upp á líf og dauða rétt þinn til að halda því fram,“ sagði Voltaire. Þjóðhátíðardagur okkar íslendinga er ekki hátíðisdagur þeirra sem hafa rétt fyrir sér heldur allra íslendinga, sem sameiginlega geta fagnað því að þrátt fyrir allt ríkir hér mál- og skoðanafrelsi. íslendingar eiga öðrum þjóðum frem- ur að tileinka sér orð franska rithöfundarins. Óli Bjöm Kárason Fólkið á landsbyggðinni er þar komið vegna fisksins, sem enn stendur undir velferðinni og allir landsmenn njóta góðs af. Hér er mynd frá Þingeyri þar sem glímt er vlð erfiðan rekstur fiskiðjunnar. DV-mynd Teitur Samúðarlausa Þórunn Kjallarinn Guðmundur Ingvarsson stöðvarstjóri Þingeyri lánum að sunnan til fyrirtækjanna, ríkið á aö sjá um afkomuna," kveður Þórunn hin samúðarlausa. Það er nú svo, Þórunn. Menn freistast til þess að sækja peningana þangað sem þeir hafa safnast. Peningaveld- ið er nú einu sinni á höfuðborgarsvæðinu. Á hverju stendur Þórunn samúðar- lausa? Þórunn hefur líka áhyggjur af því að Vestfirðingar séu ómagar á ríkinu. „En það er ekki það „Vonandi myndast aldrei grátkór af völdum hamfara í þéttbýli ís- lands, þar sem stærstur hluti þjóöarinnar býr.u Samúðarlaus kona, Þórunn að nafni, ryðst fram á ritvöll- inn í DV daginn fyrir þjóðhátíðina og hirtir okkur Vestfirðinga svo undan svíður. Fyrirsögn greinar- innar er: Aurskriður ef ekki snjóskriður. í þessari grein stend- ur: „Ég verð að segja fyrir mitt leyti að ég hef ekki nokkra sam- úð með þessum ibú- um Vestfjarða, sem eru að kvarta og kveina yfir illu ár- ferði af mannavöld- um. Þarna er það fiskurinn sem öllu ræður.“ Þórunn hittir naglann á höfuðið. í sjávarbyggðum Vest- fjarða er það einmitt fiskurinn sem ræður. Fiskurinn ræður víð- ar á landi hér. Fiskur- inn ræðiu- öllu þjóð- arbúinu að heita má, ekki síst á lands- byggðinni. Hvernig skyldu svo sjávarþorp eða sjávarútvegsbæir hafa orðið til? Jú, þessir staðir uxu upp í kringum fískinn. Land- búnaður, iðnaður og þjónusta koma svo í kjölfarið. Vestfirðingar eru kunnir fyrir að veiða fisk, gera það enn þá og munu trúlega gera svo lengi sem þeir mega. Vestfirðingar hafa löngum unnið í fiskvinnslunni og gera enn. Útlendingar hafa þar einnig komið við sögu og reynst vel, getið sér gott orð og verið aufúsugestir. Þeir hafa þar með staðið að verðmætaaukningu í þjóðfélaginu sem hefur komið íbú- um landsins vel, líka Þórunni samúðarlausu. „íbúamir bíða svo í ofvæni eftir versta,“ heldur hún áfram. íbúam- ir búa við sífellda hættu af völdum náttúrunnar. „Ef það eru ekki snjóskriður, þá aurskriður og eng- inn vill kannast við að þarna er ekki búandi vegna hættuástands á allar hliðar". Ef ég gef mér það, Þórunn, að þú búir á suðvesturhorninu, hefur þú þá aldrei leitt hugann að því að þú kynnir að búa í glerhúsi, þegar kemur að því að ræða hættur af völdum náttúrunnar. ísland er land náttúruhamfara og má neftia að á einni nóttu loguðu eldar um byggð Vestmannaeyja ekki alls fyrir löngu. Hefur þú, Þórunn, þá gert þér grein fyrir því á hverju þú stendur. Eldvirkni er i jaðri höfuð- borgarsvæðisins. Það er talað um Suðurlandsskjálfta, ekki hvort hann komi, heldur hvenær. Náttúruöflin búa svo sannarlega líka þarna og spyrja ekki um hvar eða hvenær þau láta til skarar skríða. Vonandi myndast aldrei grátkór af völdum hamfara í þéttbýli ís- lands, þar sem stærstur hluti þjóð- arinnar býr. Mín skoðun er sú að það eitt nægi sem ég hef hér nefnt um hugsanlega hættu af völdum náttúmnnar til þess að byggð þurfi að vera um ísland allt. Gæti allt eins verið að þeir sem búa samúðarlaust á Vestfjörðum í dag og mynda meintan grátkór Þór- unnar gætu komið að gagni við hugsanlegar slíkar aðstæður. Hin fróma Þróunn talar um kveinstafi Vestfirðinga yfir illu ár- ferði af mannavöldum. Nærtækt er að nefna hið stórgallaða flsk- veiðistjórnunarkerfi sem er sann- anlega mannanna verk. Löggjaf- inn getur ekki fríað sig af því. Viturlegri orð ritstjórans Ég vil að endingu vitna í niður- lag ritstjórnarpistils ritstjóra Dagblaðsins í sama blaði og „skriður falla Þórunnar". Það hljómar svo, og er miklu vitlegri lesning: „Á sama tíma hefur skipulega verið grafið undan sjálfsbjargarvið- leitni með því að gera þau verð- mæti sem sköpuð eru í dreifbýli upptæk að stórum hluta og flytja þau á Austurvöll og í Arnarhvál. Höfuðborgarsvæðið sogar þannig lífskraftinn úr byggðarlögum sem annars gætu átt góða lífsmöguleika. Þingmenn sem telja sig knúna til að taka til máls í utandagskrárum- ræðu á Alþingi ættu því að beina athyglinni að þeirri fjármagns- ryksugu sem þeir hafa búið til, ein- göngu svo þeir megi skammta landsbyggðinni aftur úr hnefa.“ Guðmundur Ingvarsson Skoðanir annarra Efnishyggja og græðgi Vesturlandabúa „En biskup sagði fleira á prestastefnu. Hann and- skotaðist hressilega á taumlausri efnishyggju og græögi vesturlandabúa, þeirrar Satans óheftu sam- keppni sem leiddi einungis til þess að bilið milli fá- tækra og ríkra í heiminum breikkaði og Afríka sæti eftir með hungur og hörmungar. Þama mælti hann enn manna heilastur. Því það eru ekki nema svona þrir áratugir frá því virtur prestur reit grein í Kirkjuritið og talaði fyrir því að íslendingar for- gangsröðuðu í neyðarhjálp og legðu meiri áherslu á að styrkja Pólverja, sem væru miklu líkari okkur í flestu tilliti, fremur en sauðsvarta Afríkubúa." Jóhannes Sigurjónsson i Degi í gær. Halldór um uppbyggingu í Kosovo „Utanríkisráðherra hefur lagt áherslu á að reynsl- an af uppbyggingunni í Bosníu, jafht uppbyggingu efhislegra verðmæta sem lýðræðislegra stofnana, muni koma að notum við það umfangsmikla starf sem fyrir höndum er varðandi Kosovo. Þaö er ánægjulegt að íslendingar skuli hafa nýtt sér það tækifæri sem formennskan í Evrópuráðinu er til að koma að þessum málum með beinum hætti. Það gef- ur íslensku utanríkisþjónustunni færi á að sýna að hún standi undir því að taka að sér viðamikil verk- efni á alþjóðavettvangi og skila þeim með sóma.“ Úr leiðara Morgunblaðsins í gær. Hámenntaöir starfskraftar DeCODE „Innkoma íslenskrar erfðagreiningar, dótturfyrir- tækis DeCODE Genetics Inc., í íslenskt efnahagsum- hverfi er mikið ævintýri. Mikill fengur er að slíkri starfsemi fyrir efnahagslíf okkar og að því að hér sé hægt að skapa arðvænlega framtíð fyrir þann mannauð sem saman er kominn í starfsfólki fyrir- tækisins. Af um 240 starfsmönnum félagsins hafa 40 doktorspróf eða læknispróf og 150 aðrar æðri skóla- gráður." Viðskiptablaðið í leiðara. Næst ekki til þeirra stóru „Aldrei heyrast fréttir af handtöku þeirra sem fjármagna eiturlyfjasöluna en til þess að kaupa lyfin þarf mikið fjármagn sem litlu mennimir í bransan- um hafa ekki yfir að ráða.“ Brynjólfur Brynjólfsson ræðir um fíkniefnamarkað- inn í Degi á fimmtudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.