Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 25. JUNI 1999 13 Kvikmyndir og unga fólkið Þegar ég var að alast upp úti á landi var þaö helsta skemmtun okkar krakkanna um helgar að fara í þrjúbíó á sunnu- dögum. Myndir voru sýndar klukkan 1, 3, 5, 7, 9 og 11. Við fengum aura fyrir apótekaralakkrís eða ís og stóðum svo í biðröð til að ná í bíómiða sem kostuðu að mig minnir 4 krónur. Roy á Trigger Á hvíta tjaldinu sáum við Roy, hreinan og strokinn, syngjandi ljúfa söngva, halda uppi lóg- um og reglu og taka fasta þrjóta, ríðandi á ~~""""¦ Trigger sínum. Hrakfallabálkana Abott og Costello brjóta leirtau, Litla og Stóra detta á rassinn og Tarsan sveifla sér milli trjánna með Jane í fanginu. Tarsan varð fljót- lega eins og einn úr fjölskyldunni Kjallarinn Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur „Ungt, brosandi fólk í þjóöbún- ingum, syngjandi ogjóolandi ást- arsöngva í tæru dalalofti svo bergmálaoi milli fjallanna og blandaoist hljómi úr kúabjöllun- um, jarmi í kindunum og gelti í vitrum hundum sem vísuöu á fólk í snjó og háska". og sógurnar um hann lesnar upp til agna og við systkinin lékum þessar hetjur þar sem ég stóð löngum uppi á miðstöðvarofni og beið þess að mér væri bjargað en ljónið orgaði á gólfinu fyrir neðan, teygjandi klærnar í áttina til mín. Síðasti bærinn í dalnum. Ein af minnisstæðustu uppá- haldsmyndum þessa tima er ís- lenska kvikmyndin Síðasti bærinn í dalnum. Ég man líka eftir myndinni um bjórgunina við Látrabjarg þar sem ótrúlegt afrek var unnið við hrikaleg- ar aðstæður. Fimmbíó * Svo kom að því að maður óx upp úr því að hafa gaman af þrjúbíói og fór að stunda fimm-sýning- ar sem voru meira við hæfi unglinga. Á þeim tíma voru oft sýndar þýskar ¦¦"¦"""^^- myndir. Ungt, bros- andi fólk í þjóðbúningum, syngj- andi og jóðlandi ástarsöngva í tæru dalalofti svo bergmálaði milli fjall- anna og blandaðist hljómi úr kúa- bjöllunum, jarmi í kindunum og gelti í vitrum hundum sem vísuðu ______, á fólk í snjó og háska. Stúlkurnar í þessum myndum voru laglegar, með þykkar fléttur vafðar um höfuðið og piltarnir fríðir, sléttgreiddir og kurteisir, Ég man líka eftir mynd um Vínardrengjakór- inn sem tekin var í fallegu umhverfi þar sem næstum allir voru góðir. Oft voru þetta söngvamyndir í létt- um dúr en einnig sá maður þýskar spennumyndir inn á milli. Myndir með ítölskum leikurum eins og Sophiu Loren og Gínu Loll- obrigidu, að ógleymdri hinni frönsku Birgittu Bardot, glöddu einnig augað. Amerískt millistéttarlíf í dag er nær eingöngu boðið upp Roy og hesturinn Trigger voru í miklu dálæti hjá ungu fólki um allt land upp úr miðri öldinnl. á amerískt efni eða myndir með ensku tali og á það við bæði um kvikmyndahúsin og sjónvarpið. Margar þessara mynda sýna líf millistéttarfólks í Ameríku og finnst mér síbyljan nálgast innræt- ingu. Að ég tali nú ekki um óraun- veruleika spennumynda sem fram- leiddar eru. Það er lyginni líkast hvernig hetjurnar sigrast á erfið- leikunum með aðstoð tæknibrellna. Evrópskar myndir Sem betur fer fáum við að sjá eina og eina mynd sem framleidd er á öðrum málsvæðum en enskum. Minnist ég mynda eins og H Postino, Cinema Paradiso og dönsku myndarinnar Festen sem sýnd var á kvikmyndaviku í vetur. Ekki veit ég hvað ræður vali á myndum til sýninga í kvikmynda- húsum en ég teldi það auka fjöl- breytni að fá að sjá myndir með öðru tali en ensku. Þær eru ekki verri afþreying en hvað annað, fyr- ir utan að þær geta verið ágæt til- breyting og þjálfun í að hlusta á önnur tungumál en ensku. Gunnhildur Hrólfsdóttir Sagan - grunnur að sjálfs- mynd eða hrátt skinn? Fyrir skömmu heyrði ég viðtal við valinkunnan sómamann sem að undanförnu hefur haft atvinnu sína af þvi að „selja landið". Hér á ég ekki við hina illræmdu sölu á • Esjunni. Verkefnið felst í að laða og lokka hingað erlenda fjárfesta og fyrirtæki, ef ég skildi manninn rétt. Ein þeirra raka sem hann taldi að sér hefðu reynst vel í staríi sínu var að hér væri háþró- uð og gamalgróin menning. Hér starfaði sinfóníuhljómsveit og hér anna. Það sýnir að menning er ekki veruleikafirrt skraut, eins og margur virðist telja. Þvert á móti er hún raunverulegur áhrifavald- ur í nútímasamfélagi. Það sýnir líka að viðskiptalífið er ekki eins sjálfhverft og oft virðist. Hér er þó margt sem veldur vangaveltum. Ungur aldur ekki til að skammast sín fyrir Allir vita að Háskóli íslands var ekki stofnaður árið 1056 heldur -----------------1 1911. Hann er „Hvao felst þá í því að segja að hér hafi starfaö háskóli þegar ário 1056? Er það sniougur leikur að orðum, sögufölsun, skrum eða bara óskóp saklaust bull? Um- fram allt vekja ummæli sem þessi þó spurningar um það hvað sagan só og hvernig við umgöngumst hana." hefði verið stofnaður háskóli þeg- ar árið 1056. Nú er það gleðiefni að mjúk rök á borð við þessi skuli notuð og duga vel í hörðum heimi viðskipt- þess vegna með- al yngstu þjóðar- háskóla veraldar sé það hugtak notað um elsta og lengi vel eina háskóla heillar þjóðar. Þessi ungi aldur er þó ekkert til að skammast. sín fyrir. Þvert á móti er hann eðlilegur með til- liti til efnahagsá- stands og pólitískraUngur aldur ekki til að skammast sin fyrirr stöðu landsins fyrr á tímum. Þá sýnir það óneitanlega mikla menn- ingarlega burði þjóðarinnar að hér skyldi stofnaður háskóli áður en sjálf- stæði var náð. Hið sanna i málinu er að í Skálholti var ekki stofnaður neinn skóli um miðja 11. öld þótt þar kunni að hafa hafist kennsla skömmu eftir að ís- leifur Gissurarson tók þar við búi. Starf hans hefur þó verið nær því að vera einkakennsla en skólahald í nútíma- skilningi. Einhvern tíma á miðöldum hafa síðan komist á skólar í Skálholti og ^^^^^- á Hólum. Þetta voru þó ekki há- skólar enda er almennt ekki rætt um slík menntasetur í Evrópu fyrr en komið var fram á 12. öld. Hugs- anlega má líta á Skálholtsskóla sem forvera Menntaskólans i Reykjavík. Jafnvel það kann þó að vera einföldun. Fyrsta visi að há- skólakennslu hér á landi má síðan rekja til Prestaskólans (1847), Læknaskólans (1876) og Lagaskól- ans (1908). Nú til dags er sennilega raunhæfast að segja að þeir hafi verið á háskólastigi án þess að um Kjallarinn háskóla hafi verið að ræða. Hjalti Hugason prófessor Sögufölsun eða skrum? Hvað felst þá í því að segja að hér hafi starf- að háskóli þegar árið 1056? Er það sniðugur leikur að orðum, sögufólsun, skrum eða bara ósköp sak- laust bull? Umfram allt vekja ummæli sem þessi þó spurn- ingar um það hvað sagan sé og hvernig við umgöngumst hana. Er sagan ef til ^^"^^- vill aðeins líkt og hvert annað hrátt skinn sem við getum teygt og togað á alla kanta, allt eftir því til hvers við viljum nota hana? Ef svo er verðum við líka að velta því fyrir okkur hvert gagn við getum í raun og veru haft af sögunni. Saga sem hægt er að hagræða að vild við hátíðleg tæki- færi eða af markaðsástæðum get- ur a.m.k. aldrei orðið grunnur að sjálfsmynd þjóðar í síbreytilegum heimi. En er það ekki hið raun- verulega hlutverk sögunnar? Hjalti Hugason Meðog á móti A Island að ganga í Alþjóða hvalveiðiráðið? Mikið hefur verið rætt um hvort Islend- ingar eigi að ganga í Alþjóða hval- veiðiráðið á nýjan leik. Forsætisráð- herra Japans, sem var hér á dögun- um, talaði um það við fslenska ráða- menn. Auk þessa hefur nýr sjávarút- vegsráðherra, Árni Mathiesen, talað um inngöngu. Arnl Flnnsson, Náttúruverndar- samtökum íslands. Hagsmunir felast í þátttöku „Með aðild sinni að hafréttar- sáttmála Sameinuðu þjóðanna skuldbundu ís- lendingar sig til að vinna að verndun og stjórnun hvala- stofna í sam- starfi við aðild- arþjóðir sátt- málans, innan vébanda viðeig- andi alþjóða- stofhana, þ.e.a.s. hval- veiðiráðið. Þau riki sem taka Norður-Atlantshafsspendýraráðið (NAMMCO) alvarlega eru teljandi á fingrum annarrar handar. Sú ákvörðun að segja ísland úr Al- þjóða hvalveiðiráðinu byggðist á flausturslegri samantekt en ekki vandaðri greiningu á stöðu mála. Hagsmunir íslands felast í virkri og öflugri þátttöku í alþjó- legu samstarfi um umhverfis- vernd. Einu gildir hvort um er að ræða Alþjóöa hvalveiðíráðið, Rammasamning SÞ til að forðast loftslagsbreytingar af völdum gróðurhúsaáhrifa eða alþjóðlega samningagerð um lagalega bind- andi sáttmála til að koma veg fyr- ir mengun sjávar af völdum þrá- virkra lífrænna efna. Segi íslendingar sig úr leik á einum vettvangi eða neiti að und- irrita tímamótasamþykktir á borð Kyoto-bókunina er hætt við að trúverðugleiki íslands á alþjóða- vettvangi - þar sem umhvérfismál eru til umræðu - skaðist." Enginn tilgangur án fyrirvara „Það hefur engan tilgang fyrir ísland að ganga í Alþjóðahval- veiðiráðið án fyrirvara. Ef það er talið geta þjónað hags- munum íslands að ganga í Al- þjóða hvalveiði- ráðið verður það að gerast meðþeimhætti Kristián urftsson, að ísland lýsi forsljórl Hvals. því yfir við inn- göngu að landið sé óbundið af samþykkt ráðsins hvað varðar hið svokallaða hvalveiðibann, sam- þykkt sem Alþingi ákvað að mót- mæla ekki árið 1983 en ísland var þá aöildarþjóð Alþjóða hvalveiði- ráðsins. Arið 1992 sagði ríkis stjórnin ísland úr Alþjóða hval- veiðiráðinu. Þessi fyrirvari er nauðsynlegur því annars er ísland komið í sömu stöðu og fyrir úr- sögnina úr Alþjóða hvalveiðiráð- inu og þannig uppákoma þjónar engum tilgangi." -EIS Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.