Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 19 Sviðsljós Batnandi konu er best að lifa: Kate Moss edrú á ný Breska ofurfyrirsætan Kate Moss er hrædd fyrir hverja tískusýningu. Öllu heldur allt kampavínið sem flæðir af því tilefni. Kate er nefni- lega búin að segja skilið við brenni- vínið og orðin edrú og ný mann- eskja. „Þegar ég gekk eftir sýningarpall- inum í Mílanó í ársbyrjun var ég edrú í fyrsta sinn í tíu ár við slíkar aðstæður," segir Kate í viðtali við tímaritið Solo. Stúlkan er þó ekki nema 25 ára. Kate þurfti ekki að standa ein 1 baráttunni við Bakkus því fjölskylda hennar og vinir studdu dyggilega við bakið á henni. Kate er staðráðin í að snúa baki við áfengisvímunni. Hún fékk meira að segja prest til að fara með bænir í hverju horni heima hjá sér til að reka áfengisdjöfulinn út. Kate Moss er edrú og hefur aidrei verið sætari en einmitt nú. Leikkonan og fyrirsætan Rebecca Romijn-Stamos stillti sér upp fyrir Ijós- myndarana þegar hún mætti til frumsýningar á grínmyndinni um Austin Powers ofurspæjara fyrir vestan á dögunum. Mel Gibson ætlar ekki í fótspor Seans Connerys Barnakallinn Mel Gibson skyldi þó ekki vera orðinn afbrýðisamur út í gömlu kempuna Sean Connery? Slíkt mætti ætla af nýjasta útspili unga mannsins sem fjargviðraðist um daginn út í þann mikla aldurs- mun sem orðinn er á körlum og konum sem draga sig saman á hvíta tjaldinu. Þar nefndi hann einkum til sögunnar myndina Entrapment með Connery og Catherine Zeta-Jones sem nú er verið að sýna um heim allan. Hann er 68 en hún 29. „Ég lofa því að koma ekki nálægt slíkum hlutverkum þegar ég kemst á þennan aldur,“ segir Mel. Tílkynning frá utanríkisráðuneytinu UtanríkisráSuneytið býSur fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma viS sendiherra Islands, þegar þeir eru staddir hérlendis, til þess aS ræSa hagsmunamál sín erlendis, viSskiptamöguleika og önnur málefni par sem utanríkisþjónustan getur orSiS aS liSi. Svavar Gestsson, aSalræSismaSur Islands í Kanada, verSur til viStals í utanríkisráSuneytinu þriSjudaginn 29. júní nk., kl. 09 til 12, eSa eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar og tímapantanir eru veittar í síma 560 9900. “V JAPISS 6 hátalarar og auk þess: rsir 14" saxnbyggt sjónvarp og vídeó, ferðageislaspilara fyrir öll börn og unglinga á heimilinu sem eru yngri en 18 ára. Dregið 20. ágúst Vikulega verður dreginn út áskrifandi sem fær kr. 30.000 í vöruúttekt að eigin vali í Útilífi. Heildar verðmæti vinninga er 700.000 kr. Heppinn áskrifandi fær SONY Japis sem er: 29" 100 riða sjónvarp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.