Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 25 Myndasögur 3 > X Veiðivon Sæmundur Kristjánsson og Gísli Ólafsson voru við veiðar í Laxá á Ásum á dögunum ásamt Finni Sæmundssyni. Myndin var tekin við Fluguhyl en alls hafa veiðst um 35 laxar í Ásunum það sem af er verttðinni. DV-mynd G.Bender Jökulhlaupið við Hagavatn: Menn halda enn í vonina - staðan betri en á horfðist í fyrstu „Staðan hér er betri en á horfðist í fyrstu. Menn halda jafnvel að þetta verði í lagi í sumar en þó er kannski of snemmt að segja til um það,“ sagði Ágúst Morthens í Veiðisporti á Selfossi i samtali við DV í gær. Fyrsti laxinn á stöng veiddist í fyrradag í Ölfusá og lifnaði þá yfir mönnum í kjölfar jökulhlaupsins við Hagavatn. Útlitið var slæmt um tíma en síðustu dagana hefur vatn minnkað stórlega í ánni og svo virð- ist sem áin hafi einnig hreinsast töluvert. Ekki eru margir dagar síð- an klappir við ós Ölfusár voru hvít- ar af leirdrullu. Laxinn hefur gengið í Ölfusá því samkvæmt heimildum DV höfðu um 60 laxar veiðst í netin við Sel- foss í gær. Var sá lax bjartur og fal- legur og ekkert athugavert að sjá við flskinn. Enn er of snemmt að segja til um hvort veiði verður með eðlilegum hætti í sumar í Ölfusá, vatnasvæði Hvítár og hliðarám hennar og má þar nefna Sogið og Stóru Laxá í Hreppum. Verið getur að hlaupsins Veiðivon G. Bender sé ekki enn farið að gæta að fullu en menn sem DV ræddi við í gær eru frekar á þeirri skoðun að áhrif hlaupsins væru þegar komin fram að fiillu. Ekki er enn hægt að fullyrða hvort veiði verður með eðlilegum hætti í sumar. Laxinn verður blind- ur er hann gengur í mengað vatnið og því getur hann hafa ratað í netin þótt blindur væri. Frekar er að marka hvemig veiðin gengur á stöng og enn hefur aðeins einn lax veiðst við Selfoss og í gær fréttist af þremur eða fjórum veiddum löxum við Langholt. „Ég hef rætt þetta ástand við kunnuga menn hér um slóðir og þeir telja að seiðabúskapur hafi ekki beðið tjón vegna hlaupsins. Vonandi hafa þeir rétt fyrir sér. Ölf- usá er enn að minnka og menn eru bjartsýnir á að þetta sé að falla í eðlilegt horf,“ sagði Ágúst Morthens ennfremur. 11 fiskar í Volanum í gær var Ari Kristjánsson við veiðar í Volanum og fékk hann 11 fiska á stuttum tíma, 1-3 pund. Um var að ræða urriða og bleikju og var mikið af fiski. „Veiðimaðurinn var svo ánægður með gang mála þegar hann hringdi í mig að hann pantaði annan dag samstundis," sagði Ágúst Morthens við DV í gær. 20 punda fiskur úr Haffjarð- ará Erlingur Arnarson veiddi í fyrra- dag 20 punda lax í Haffjarðará og er það stærsti laxinn úr ánni í sumar. Opnunarhollið veiddi 21 lax og var stærsti fiskurinn 13 pund. Að- eins var veitt á fjórar stangir og var áin vatnsmikil og yfirborð hennar mun hærra en vant er. Lax er i Haf- fjarðará frá Kvörninni og niður úr. Laxá í Dölum og Leirvogsá opnuðu í mörgun Veiði hófst í morgun í Laxá í Döl- um og Leirvogsá. Reikna má með góðri veiði í þessum ám í sumar. Ungir veiðimenn með góðan afla. DV-mynd G.Bender ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG IINTER ccnByr I Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.