Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 22
26 FÖSTUDAGUR 25. JUNI 1999 Afmæli Haukur Hauksson Haukur Hauksson varaflugmála- stjóri, Meðalbraut 26, Kópavogi, varð fimmtugur þann 21.6. 8.1 Starfsferill Haukur fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Hann lauk fyrrihluta-prófi í verkfræði frá HÍ 1972, M.Sc.-prófi í rafeindaverk- , fræði frá NTH i Þrándheimi 1975 og stundaði nám við FAA Academy, flugtækniskóla bandarísku flug- málastjórnarinnar í Oklahoma 1 Bandaríkjunum 1977. Á námsárunum stundaði Haukur sjómennsku og verktakastarfsemi. Hann var verkfræðingur hjá flug- málastjórn 1975-78, framkvæmda- stjóri flugöryggisþjónustu flugmála- stjórnar 1978-82. Hann hefur verið varaflugmálstjóri og framkvæmda- stjóri flugleiðsöguþjónustá frá 1982. Þá var hann framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Ratsjárstofnun í árs- leyfi 1988. Haukur starfaði í JC-hreyfing- unni 1982-88 og sat í stjórn JC í * Kópavogi, hefur starfað í Rotaryklúbbi Kópavogs frá 1986, verið stallari klúbbsins, ritari hans og forseti 1997-98, og situr í sóknar- nefnd Kársnessóknar frá 1989 og for- maður hennar frá 1996. Hann sat í stjórn knattspyrnudeildar Breiða- bliks 1991-92, í stjórn körfuknatt- leiksdeildar félagsins 1992-96 og for- maður deildarinnar 1992-94, í stjóm blaðaútgáfufélagsins Körfunnar frá 1993, og sat í stjórn KKÍ 1995-99. Haukur hefur setið í ýmsum inn- lendum og alþjóðlegum nefndum og sótt fjölda ráðstefna um flugmál á vegum Flugmálastjórnar. Fjölskylda Haukur kvæntist 18.8. 1973 Magneu Ingibjörgu Kristinsdóttur, f. 3.2. 1951, fulltrúa hjá Náttúruvernd ríkisins. Foreldrar Magneu: Kristinn Magn- ússon, f. 3.3. 1924, d. 1999, húsasmíðameistari í Reykjavík, og k.h., Stein- vör Fjóla Guðlaugsdóttir, f. 11.8. 1928, húsmóðir. Börn Hauks og Magneu eru Fjóla Björk, f. 22.12. 1974, nemi við Lista- háskóla íslands; Jóhannes Hlynur, f. 23.3. 1981, nemi við MK; Heiðrún Ösp, f. 5.8. 1983, nemi við VÍ. Systkini Hauks eru Geir, f. 24.6. 1940, flugvirki hjá Flugleiðum; Auð- ur, f. 4.2. 1942, læknaritari við Sjúkrahús Reykjavíkur; Leifur, f. 11.-11. 1951, ritstjóri dægurmálaút- varps Rásar 2. Foreldrar Hauks eru Haukur Jó- hannesson, f. 15.2.1915, fyrrv. stöðv- arstjóri Pósts og síma á Siglufirði, og k.h., Auður Jónsdóttir, f. 8.9. 1918, leikstjóri. Ætt Meðal föðursystkina Hauks eru Helgi, faðir Jóhannesar hrl., Guðný, móðir Úlfs Árnasonar hvalafræð- ings, Ragnheiður, móðir Ólafs H. Oddssonar, læknis á Akureyri, Haukur Hauksson. Yngvi, fulltrúi í Reykja- vik, faðir Óttars, fyrrv. forstjóra íslensku út- flutningsmiðstöðvarinn- ar, Jakob Smári skáld, faðir Bergþórs Smára læknis og Katrínar Smára, móður Jakobs Yngvasonar eðlisfræð- ings, og Sigurður, faðir Flosa veðurfræðings. Haukur er sonur Jó- hannesar L.L., pr. á Kvennabrekku, bróður Valgerðar, langömmu Guðrúnar Á. Símonar óperusöng- konu. Jóhannes var sonur Jóhanns, pr. á Hesti Tómassonar, stúdents á Stóru-Ásgeirsá, Tómassonar. Móðir Hauks Jóhannessonar var Guðríð- ur, systir Finnboga, föður Gunnars, fyrrv. skólastjóra í Reykjavík. Guð- ríður var dóttir Helga b. á Kvenna- brekku, bróður Þorsteins, föður Bjarna, pr. og tónskálds á Siglufirði, og skipstjóranna Halldórs í Háteigi, Kolbeins og Þorsteins í Þórshamri, afa Þorsteins Gunnarssonar, arki- tekts og leikara. Helgi var sonur Helga, b. á Mel í Hraunhreppi, bróð- ur Helga í Álftártungu, langafa Hauks Helgasonar, aðstoðarritstjóra DV. Annar bróðir Helga var Ólafur, langafi Sigríðar, móður Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara. Helgi var sonur Brands, b. á Saurum í Hraunhreppi, Helgasonar, b. á Beig- alda Gunnlaugssonar, bróður Val- gerðar, langömmu Sigríðar, langömmu Megasar. Móðir Helga Helgasonar var Guðriður Þorsteins- dóttir, pr. á Staðarhrauni, Einars- sonar, pr. á Reynivöllum, Torfason- ar, prófasts á Reynivöllum, Hall- dórssonar, bróður Jóns, vígslubisk- ups og fræðimanns í Hítardal, föður Finns, biskups í Skálholti, fóður Hannesar, biskups í Skálholti, ætt- föður Finsen-ættarinnar, langafa Níelsar Finsen, nóbelsverðlauna- hafa i læknisfræði. Móðir Guðríðar var Guðný Hannesdóttir, b. á Ytri- Hrafnabjörgum, Illugasonar, og Halldóru Vilhjálmsdóttur. Auður er dóttir Geirs Jóns, kenn- ara á ísafirði Jónssonar, b. á Hvarfi í Bárðardal Sigurgeirssonar, b. á Galtastöðum í Fnjóskadal, bróður Sólveigar, móður ráðherranna Kristáns og Péturs Jónssona. Bróðir Sigurgeirs var Benedikt, afi Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra, fóður Hallgríms, forstjóra Árvak- urs. Sigurgeir var sonur Jóns, ætt- föður Reykjahlíðarættar, Þorsteins- sonar. Móðir Geirs Jóns var Helga Jónsdóttir, b. á Eyjardalsá í Bárðar- dal Ingjaldssonar, af Gautlandaætt. Móðir Auðar var María, systir Guðriður, móðir Kjartans Helgason- ar, fyrrv. ferðaskrifstofustjóra. Mar- ía er dóttir Sigurbjörns, skipstjóra á ísafirði, Kristjánssonar, b. á Kjar- valsstöðum í Skagafirði, Guðlaugs- sonar. Móðir Maríu var Björg Há- konardóttir, sjómanns á Hellissandi Einarssonar. Haukur og Magnea taka á móti ættingjum og vinum að heimili sinu, laugard. 26.6. kl. 17.00-20.00. Sigurður Þorsteinsson Sigurður Þorsteinsson bensínaf- greiðslumaður, Skallagrímsgötu 1, Borgarnesi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist í Búöardal en flutti í Borgarnes er hann var á fyrsta árinu og hefur átt þar heima síðan. Hann stundaði nám við barna- og miðskóla Borgarness. Sigurður hóf störf hjá Kaupfélagi Borgfirðinga og var þar við bensín- afgreiðslu 1966-67 og síðan við akst- ur vöruflutningabifreiða 1967-87 að undanskildu einu ári er hann starf- aði hjá Loftorku hf. Hann hóf bens- ínafgreiðslustörf hjá Essó í Borgar- nesi 1987 og hefur starfað við það siðan. Sigurður hefur verið virkur félagi í slysavarnarfélaginu Brák í Borg- arnesi frá 1970 og hefur tekið þátt í brunavörnum Borgarness og ná- grennis frá sextán ára aldri. Fjölskylda Eiginkona Sigurðar er Steinunn Pálsdóttir, f. 26.2. 1950, húsmóðir og tónlistarleiðbeinandi. Hún er dóttir Páls Aðalsteins Þorsteinssonar, f. 3.2.1913, d. 8.3.1988, bóndi og hrepp- stjóri i Álftártungu, og Gróu Guð- mundsdóttur, f. 4.6.1917, húsfreyju. Foreldrar Páls voru Þorsteinn Bjarnason, bókfærslukennari í Reykjavík, og Egillina Jónsdóttir húsmóðir. Foreldrar Gróu voru Guðmundur Árnason, bóndi í Álftártungu, og Sesselja Þorvaldsdóttir. Synir Sigurðar og Steinunnar eru Þórður Sigurðsson, f. 21.3. 1976, vél- smiður en unnusta hans er María Júlía Jónsdóttir, f. 20.2.1979, fóðrun- arfræðingur og hárgreiðslunemi; Sigursteinn Sigurðsson, f. 16.3.1982, nemi. Bræður Sigurðar: Unnsteinn, f. 5.10.1945, d. 11.12.1965; Bjarni Krist- inn, f. 14.7. 1959, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi en kona hans er Guðrún Kristjánsdóttir, f. 17.4. 1962, skrif- stofumaður og eiga þau tvær dætur, Unni Helgu og Þorgerði Erlu; Unn- steinn, f. 17.12. 1965, bensínaf- greiðslumaður. Foreldrar Sigurðar eru Þorsteinn Bjarnason, f. 21.7. 1917, fyrrv. bens- ínafgreiðslumaður í Borgarnesi, og Sigríður Aðalsteinsdóttir, f. 16.2. 1927, húsmóðir. Ætt Þorsteinn var sonur Bjarna, ráðsmanns í Fjósum, bróður Jónasar i Sólheimum, fóður Eyj- ólfs, hestamanns I Sól- heimum sem varð rúm- lega hundrað ára. Bjarni var sonur Guðbrands, b. á Leiðólfsstöðum i Lax- árdal Guðbrandssonar, b. á Leiðólfsstöðum Guð- brandssonar, b. á Saur- um í Helgafellssveit Guðbrandssonar. Móðir Guðbrands yngra á Leiðólfsstöðum var Guð- björg Jónsdóttir, b. á Leiðólfsstöð- um Jónssonar, og Önnu Þórðardótt- ur, pr. í Hvammi í Norðurárdal, Þorsteinssonar. Móðir Bjarna var Sigriður Bjarnadóttir, b. á Hömrum í Laxárdal, Magnússonar, b. á í Lax- árdal í Hrútafirði, ættföður Laxár- dalsættar, Magnússonar. Magnús í Laxárdal, var bróðir Arndísar, langömmu Stefáns frá Hvítadal. Móðir Þorsteins var Kristín Sæmunsdóttir, b. í Þrándarkoti í Laxárdal Jónssonar, b. á Laugum og Hólum i Hvammsveit, Einarssonar, Sigurður Þorsteinsson. og Bjargar Steindórsdótt- ur. Móðir Kristinar var Guðrún Guðmundsdóttir, skipasmiðs á Hóli Orms- sonar, ættföður Ormsætt- ar Sigurðssonar. Sigriður var dóttir Aðal- steins, b. á Vígholtsstöðum í Laxárdal, Guðmundsson- ar, b. á Kveingrjóti í Saur- bæjarhreppi, Jónssonar, b. á Þverdal Hannessonar, b. í Litla-Holti, Guðmunds- sonar, b. á Hafþórsstöðum í Norðurárdal, Guðmunds- sonar. Móðir Aðalsteins var Mar- grét Jónsdóttir, b. á Þverfelli, Magn- ússonar, b. á Staðarhóli, Jónssonar. Móðir Jóns var Valgerður Magnús- dóttir, systir Jochums í Skógum, fóður Matthíasar skálds. Móðir Margrétar var Ingibjörg Grímsdótt- ir, b. í Hvammsdal, Guðmundsson- ar. Móðir Sigríðar var Steinunn Vil- helmina Sigurðardóttir, b. í Sæl- ingsdal, Magnússonar, og Sigríðar Ásgeirsdóttur. Sigurður tekur á móti gestum í Félagsheimilinu Lyngbrekku, laug- ard. 26.6. frá kl. 20.00. Guðmundur Eiríksson Guðmundur F. Eiríks- son rafmagnsverkfræð- ingur, Háholti 7, Hafnar- firði, er fertugur í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist í Garði og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Vélskóla íslands og lauk þaðan vélsrjóraprófi, lærði rafmagnstækni- fræði í Óðinsvéum í Dan- mörku, lauk þaðan tæknifræðiprófi, stund- aði siðan nám við Háskólann í Ála borg og lauk þaðan raf- magnsverkfræðiprófi, sterkstraums 1992. Eftir heimkomuna hefur Guðmundur lengst af starfað hjá Verkfræðistof- unni Vista, Höfðabakka 9, Reykjavík, en starfar nú við Fjargæslu hjá Lands- virkjun. Fjölskylda Guðmundur F. Eiginkona Guðmundar er Eiríksson. Brynja Guðmunsdóttir, f. 19.7. 1963, verslunarmað- ur. Þau hófu sambúð 1983 en giftu sig 25.6. 1994. Hún er dóttir Guð- mundar Ingólfssonar, smiðs og hljómlistarmanns, og k.h., Sigríðar K. Ólafsdóttur, verslunarmanns við Fríhöfnina. Börn Guðmundar og Brynju eru Eirikur Guðmundsson, f. 24.12.1985; Eyrún Guðmundsdóttir, f. 20.7.1987; Lára Guðmundsdóttir, f. 15.9.1993. Hálfbróðir Guðmundar, sam- mæðra, er Jón B. Hauksson, f. 12.9. 1956, doktor í efnafræði, búsettur í Svíþjóð. Alsystkini Guðmundar eru Gísli Rúnar Eiríksson, f. 21.11. 1960, raf- magnstæknifræðingur í Keflavík; Kjartan Mar Eiriksson, f. 10.9. 1962, byggingaverkfræðingur í Reykja- vík; Helga Eiríksdóttir, f. 5.5. 1964, íþróttakennari í Garði; Katrín Mar- ía Eiríksdóttir, f. 25.3.1966, húsmóð- ir í Garði; Svanhildur Eiriksdóttir, f. 4.5. 1968, bókmenntafræðingur i Keflavík. Foreldrar Guðmundar eru Eirík- ur Guðmundsson, f. 24.11. 1927, vél- smiður í Garði, og k.h., Aðalheiður Jónsdóttir, f, 10.11.1932, fiskverkun- arkona. Guðmundur verður heima eftir kl. 16.00 þann 25.6. og býður upp á kaffi og meðlæti. Til hamingju með afmælið 25. júní 75 ára________________ Hólmfríður Guðmundsdóttir, Skógarlundi 1, Garðabæ. Ingibjörg Hansdóttir, Fellaskjóli, Grundarfirði. Sigurbjartur Sigurðsson, Langagerði 34, Reykjavik. Skarphéðinn Guðjónsson, Víðiteigi 30, Mosfellsbæ. Snæbjörn Kristjánsson, Laugabrekku, Reykdælahr. Stefanía Marinósdóttir, Holtsbúð 37, Garðabæ. 70ára Friðgeir Gunnarsson, DrápuhUð 26, Reykjavík. 60 ára________________ Ásdís Guðmannsdóttir, Austurbergi 14, Reykjavik. Ásta Hallvarðsdóttir, Smáratúni 12, Akureyri. Fríður Jónsdóttir, Eyrardal n, Súðavíkurhreppi. Guðmundur Þorgrimsson, Skarðsbraut 17, Akranesi. Harald Snæhólm, Sunnubraut 12, Kópavogi. Ingibjörg H. Valgarðsdóttir, Krónustöðum, Eyjafjarðarsv. Jón Rafnar Jónsson, Hverfisgötu 52 B, Hafnarfirði. Jóna Ingvarsdóttir, Hátúni 6 B, Reykjavík. 50 ára Ásta K. Vilhjálmsdóttir, Kambaseli 17, Reykjavík. Bjarnlaug H. Danielsdóttir, Klukkurima 1, Reykjavík. Esther M. Ragnarsdóttir, Yrsufelli 11, Reykjavík. Hjördls G. Svavarsdóttir, Bogahlíð 24, Reykjavík. Jens A. Jónsson, Reynimel 34, Reykjavík. Jón Hjörleifsson, Reykjamel 11, Mosfellsbæ. Kristrún E. Pétursdóttir, Bröndukvísl 5, Reykjavík. Runólfur Alfreðsson, Stóragerði 8, Vestm.eyjum. Sigríður Ragnarsdóttir, Forsæludal, Áshreppi. Sigurlaug Eggertsdóttir, Áshóli II, Grýtubakkahreppi. Stefania Þorsteinsdóttir, Kjarrhólma 34, Kópavogi. 40 ára Auður Snjólaug Karlsdóttir, Steinkirkju, Hálshreppi. Árni Snorri Árnason, Arnartanga 45, Mosfellsbæ. Ásdís Ásta Oddgeirsdóttir, Unufelli 33, Reykjavík. Ástmar Ingimarsson, Torfufelli 31, Reykjavík. Baldur Danielsson, Mýrarbraut 31, Blönduósi. Björk Alfreðsdóttír, Hjarðarhaga 38, Reykjavik. Guðbjörg B. Karlsdóttir, Fannafold 188, Reykjavík. Guðmundur F. Eiríksson, Háholti 7, Hafnarfirði. Guðmundur S. Héðinsson, Fjöllum n, Kelduneshreppi. Kristbjörg G. Ólafsdóttir, Holtsgötu 10, Sandgerði. Kristin A. Hallgrímsdóttir, Grundargerði 1 F, Akureyri. Lára Stefánsdóttir, Þverbrekku 2, Kópavogi. Linda Garðarsdóttir, Hjallahlíð 6, MosfeUsbæ. Sigrún Ólafía Þórarinsdóttir, Lyngbergi 10, Þorlákshöfn. Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir, Hellulandi, Skagafirði. Sigurður Grendal Magnússon, Blönduhlíð 5, Reykjavík. Sigurlaug Bára Jónasdóttir, Vallarbraut 7, Seltjarnarnesi. Sigþór Sveinn Másson, Holtagerði 67, Kópavogi. Þórdis S. Einarsdóttir, Sólheinium 8, Breiðdalsvik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.