Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Qupperneq 25
I FÖSTUDAGUR 25. JUNI 1999 29 Sigríð- ur Gísla- dóttir opnar mál- verka- sýn- ingu á morg- un. Útisýning helguð Jónsmessu Sigríður Gísladóttir frá Bjarn- arfossi í Staðarsveit opnar útisýn- ingu á málverkum sínum á Snæ- fellsnesi á morgun, laugardag, og stendur hún til 20. ágúst. Sýning- in er helguð Jónsmessunóttinni og karlmönnunum í lífi Sigríðar eins og hún segir sjálf. Um er að ræða þrettán olíumálverk, máluð á striga. Þetta eru hreyfíverk, vind- og veðurverk, mitt á milli flugdreka og fána, unnin með hreyfiolíum, svo sem smurolíum, matarolíum og yfirleitt allri þeirri olíu sem kemur hlutunum á hreyfingu. Sýningarstaðir eru á fimm afmörkuðum stöðum á girð- ingum við þjóðveginn í Staðar- sveit á Snæfellsnesi á 20 km löng- um kafla. Verkin eru meðal ann- ars hugleiðing um að færa björg í bú og ýmsar leiðir sem eru farnar til þess, óður til þeirra sem flytja allar gersemarnar á milli staða, allan sólarhringinn. Sýningar Verkin eru jafnframt hvatning til ökumanna, sem keyra oft á allt of mikilli ferð, um að stoppa bíl- inn oftar, njóta umhverfisins og hugleiða hvað á sér stað í byggð- um landsins. Sigríður Gísladóttir útskrifaðist úr málaradeild MHÍ 1993, og hefur eftir það verið gestanemi við lil- stakademíuna i Ósló og lokið öðr- um námskeiðum i greininni. Sig- ríður hefur haldið nokkrar einka- sýningar og tekið þátt í samsýn- ingum. Sigríður er nú að halda þriðju útisýningu sína á málverk- um, sú fyrsta var i skógi við Gar- demoen í Noregi og í vetur hélt hún málverkasýningu fyrir Ríkis- sjónvarpið undir berum himni. Ýmislegt verður um að vera í Við- ey um helgina. Fj ölskylduhlaupið Skúlaskeið í Viðey Á morgun, laugardag, verður árlegt fjölskylduhlaup í Viðey en það er nefnt Skúlaskeið, eftir Skúla Magnússyni landfógeta. Hér er um að ræða þriggja km skokk eða göngu fyrir alla fjölskylduna. Hlaupið hefst kl. 14 en bátsferðir verða á 20 mínútna fresti frá kl: 11. Þátttökugjald er 600 kr. fyrir fullorðna en 400 kr. fyrir börn. Innifalið er fargjald. Allir þátttak- endur fá bol með mynd úr Viðey, grillaðar pylsur og kalda drykki og verðlaunapening með mynd af innsigli Skúla fógeta. Hlaupið hefst norðan við Viðeyjarstofu og lýkur við grillskálann Viðeyjar- naust. Ferðir í land heíjast aftur upp úr kl. 15. Hefðbundin göngu- ferð í Viðey fellur niður á morgun en ljósmyndasýningin í Viðeyjar- skóla er opin, eins hestaleigan og hægt er að fá lánuð reiðhjól. Veit- ingahúsið er opið alla daga. Útivera Á sunnudag verður Jónsmessu- hátíð Viðeyjarfélagsins sem hefst með messu kl. 2. Sr. Hjalti Guð- mundsson og sr. Þórir Stephensen predika og þjóna fyrir altari. Við- eyingar verða svo með kaffisölu í Tanknum, félagsheimili sínu á Sundbakkanum, en sr. Þórir verð- ur með staðarskoðun sem hefst i kirkjunni strax að lokinni messu. ueir.siim ) .1« Mikið um að vera hjá Stuðmönnum um helgina: Stórhátíð í Snæfellsbæ og á Hofsósi Stuðmenn standa fyrir stórhátíð í Snæfellsbæ í kvöld en þá er ætlunin að leika í Félagsheimil- inu Klifi í Ólafsvík. Auk Stuðmannanna koma fram plötusnúðamir Sér- fræðingarnir að sunnan, Úlfur Eldjárn, Gó-Gó meyjarnar Abba og Dabba og fleiri skemmti- kraftar. Stuðmenn segj- ast nú búa yfir fullkomn- asta hljóð-, ljósá- og myndvarpakerfi landsins og hyggjast spanna allan feril hljómsveitarinnar í kvöld. Ragnar Kjartans- son hannaði leikmynd og búninga, hljóðmaður er ívar B. Ragnarsson, lýs- ingu annast Sigurvald Helgason og sviðsstjóri er Ingólfur Magnússon en hann annast jafnframt skyggnilýsingar. Á morgun, laugardag, kemur hljómsveitin fram á Jónsmessuhá- tíð í Höfðaborg á Hofsósi ásamt sama hópi. Er þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitin leikur á Hofsósi síðan Sumar á Sýrlandi kom út árið 1975 en þá var Hofsós fyrsti við- Útiteknir Stuðmenn spila í Snæfellsbæ og á Hofsósi næstu kvöld. komustaður sveitarinnar á skraut- legri tónleikaferð. Til nokkurra tíð- inda dró á umræddri_____________ uppákomu á Hofsósi og byggðist hin sögufræga kvikmynd að nokkru leyti á því sem þar átti sér stað. Rétt er að taka fram að á báðum Skemmtanir stöðum munu Stuðmenn mæta til leiks orku hlaðnir og útiteknir eftir ----------meinholla útiveru með Græna hernum sem, eins og Stuðmenn sjálf- boðar hið sígilda „Snyrtimennskan ir, fagnaðarerindi: ávallt í fyrirrúmi". Veðrið í dag Rignir áfram suðvestanlands Veðurstofan varar við allhvössum vindi á Suðurlandi, við Faxaflóa og á miðhálendinu fram eftir degi. Veður- horfur á landinu í dag eru annars þær að á suðvestanverðu landinu verður fram eftir degi nokkuð ákveð- inn vindur af suðaustri og austri, eða 13-18 metrar á sekúndu. Talsvert hægari vindur verður norðan- og austanlands. Rigning verður víða um land, þó síst norðaustanlands. Hitinn verður á bilinu 6 til 14 stig, hlýjast norðanlands. Á höfuðborgarsvæðinu lítur út fyrir suðaustanátt, 13-18 metra á sekúndu en síðdegis snýst vindur til austanáttar og lægir. Hit- inn verður 7-11 stig og rignir áfram. í nótt lítur út fyrir norðaustanátt, mun hægari, eða 5-8 metra á sekúndu. Sólarupprás í Reykjavlk: 02.56 Sólarlag í Reykjavík: 24.04 Árdegisflóð: 04.09 Síðdegisflóð: 16.43 Veðrið kl. Akureyri Bergsstaóir Bolungarvík Egilsstaóir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Orlando París Róm Vin Washington Winnipeg 6 í morgun: skýjaö skýjaö skýjað skýjaö rigning skýjaó rigning rigning skýjaó 10 léttskýjaö 17 léttskýjaó 13 léttskýjaö 13 17 rigning 7 léttskýjaö 9 skýjaö 18 léttskýjaö 13 léttskýjaó 17 hálfskýjaö 14 heiöskírt 19 þokumóóa 13 þokumóöa 15 léttskýjaö 14 skýjaö 10 skýjaö 2 mistur 14 heiöskírt 14 heiöskírt 18 skýjaö 24 skýjaö 7 skýjaó 22 alskýjaö 24 heiöskírt 16 heiöskírt 20 heiöskírt 13 hálfskýjaö 18 heiöskírt 9 Fjallabaksleið nyrðri fær Fært er um Lágheiði en þar eru 5 tonna öxul- þungatakmarkanir. Tveggja tonna öxulþungatak- markanir eru á Þorskafjarðarheiði en hún er talin jeppafær og sömu sögu er að segja um Steinadals- heiði, Tröllatunguheiði, Uxahryggi, Kaldadal og Kjalveg. Fært er um Fjallabaksleið nyrðri, einnig í Lakagíga og Lónsöræfi. Fært er um Hólasand og Færð á vegum búið er að opna veginn úr Kelduhverfi í Vesturdal. Aðrir hálendisvegir eru lokaðir vegna snjóa og aur- bleytu. Grafningsvegur nr. 360, á milli Jórugils og Kattargils, verður lokaður út vikuna vegna vega- gerðar. Að öðru leyti er greiðfært um þjóðvegi landsins Guðmundur Helgi fæddur Þessi ungi herramaður heitir Guðmundur Helgi. Hann fæddist á fæðingar- deild Landspítalans föstu- Barn dagsins daginn 7. maí sl. klukkan 18.22. Við fæðingu var hann 4240 grömm að þyngd og 52 sm að lengd. Foreldrar hans eru Guð- ný Birgitta Harðardóttir og Birgir Breiðfjörð Agn- arsson. Ed er meira að segja fylgt í fjöl- skylduboðin. Dagar í lífi Eds EDtv er gamanmynd með dramaívafi. Hún fjallar um hvað gerist þegar forsvarsmenn sjón- varpsstöðvar fá þá nýstárlegu hug- mynd að fylgjast með lífi eins manns allan sólarhringinn á sér- stakri sjónvarpsrás. Ed nokkur, (Matthew McConaughey), verður fyrir valinu. Hann er að mörgu leyti venjulegur meðaljón og vinn- ur í vídeóleigu. Þáttur- inn hans verður vin- '//////// sæOi en nokkurn <////'S'/. I Kvikmyndir hafði órað fyrir og hann verður lands- kunnur á einni nóttu. Vinsældirn- ar aukast enn þegar hann verður ástfanginn af kærustu bróður síns, Shari, sem er leikin af Jennu Elfman, og bróðir hans, Ray, (Woody Harrelson) er ekki sáttur við þróun mála. Áður en langt um líður eru aOir í kringum Ed farnir að þjást af því að hafa ekkert einka- líf lengur en sérstaklega verður samband hans við Shari iOa fyrir barðinu á myndavélunum. Með aðalhlutverk fara Jenna Elfman, Matthew McConaughey, Woody Harrelson, EOen DeGener- es, Sally Kirkland, Martin Landau, Rob Reiner, Dennis Hopper og Elizabeth Hurley. Leik- stjóri er Ron Howard. A NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT I' SÍMA 550 5000 Gengið Almennt gengi Ll 25. 06. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgenqi Dollar 73,560 73,940 74,600 Pund 117,120 117,720 119,680 Kan. dollar 50,020 50,330 50,560 Dönsk kr. 10,3520 10,4090 10,5400 Norsk kr 9,4420 9,4940 9,5030 Sænsk kr. 8,7900 8,8380 8,7080 Fi. mark 12,9325 13,0103 13,1796 Fra.franki 11,7223 11,7928 11,9463 Belg. franki 1,9061 1,9176 1,9425 Sviss. franki 48,1100 48,3800 49,1600 Holl. gyllini 34,8927 35,1024 35,5593 Þýskt mark 39,3150 39,5512 40,0661 ít. líra 0,039710 0,03995 0,040480 Aust. sch. 5,5881 5,6216 5,6948 Port. escudo 0,3835 0,3858 0,3909 Spá. peseti 0,4621 0,4649 0,4710 Jap. yen 0,604800 0,60840 0,617300 írskt pund 97,634 98,221 99,499 SDR 98,600000 99,20000 100,380000 ECU 76,8900 77,3600 78,3600 Símsvari vegna génglsskráningár 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.