Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 JjV fpéttir Grunnskólar smærri sveitarfélaganna standast þeim stærri ekki snúning: Slakari nemendur koma en áður - segir skólameistari Menntaskólans á Akureyri sem vill jafnræöi „Því miður virðist vera að af upp- tökusvæði Menntaskólans á Akur- eyri komi slakari nemendur úr grunnskólum en fyrir nokkrum árum. Við þykjumst sjá aö nemend- ur komi verr undirbúnir úr smærri sveitarfélögum heldur en þeim stærri en erum ekki enn með tölur,“ sagði Tryggvi Gíslason, skólameist- ari Menntaskólans á Akureyri, við DV. Kennarar menntaskólans komu saman til fundar í gær þar sem skólaárið vsir gert upp. Þar var m.a. fjallað um þessa þróun, að sögn Tryggva. Mjög skiptar skoðanir eru á flutningi grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Eru uppi efasemdir í því sambandi um hvort nemendur muni eiga jafna möguleika til sömu menntunar hvort sem þeir koma úr þéttbýli eða dreifbýli, stórum sveit- arfélögum eða litlum. Skólameistari sagði að ekki væri hægt að binda þetta við einhverjar Kyndilboðhlaup í þágu heimsfriðar sem hlaupið er um allan heim - þó ekki af sama fólkinu! Á íslandi verð- ur hlaupið hringinn í kringum landið með ströndinni, alls um 3000 km. Átta til tíu hlaupa í 17 daga og 6 nætur og eru allir velkomnir að spretta úr spori þeim viö hlið. DV-mynd E.ól. IFjármálaeftirlitið: Neitar DV um bréf til lífeyrissjóða - málið til nefndar Fjármálaeftirlitið neitar að sýna DV bréf sem send voru Lif- • eyrissjóði Vestfirðinga og Lífeyr- issjóði Vestmannaeyja. í bréfun- um eru sjóðirnir tveir krafðir j skýringa á ijárfestingum í heima- } fyrirtækjum sem talið er aö geti verið vafasamar með tilliti til ; þeirra kröfu sem hvílir á sjóð- stjórnum um eðlilega ávöxtun fjár. í Vestmannaeyjum fjárfesti | lífeyrissjóðurinn í Vinnslustöð- í inni en á Vestfjörðum var það sama uppi á teningnum hvað | varðaði Básafell hf. í neitun Pjármálaeftirlitsins er sagt að mál sjóðanna sé til skoð- unar og þeirri skoðun sé ekki | lokið og þess vegna ekki hægt að • sýna bréfin. DV hefur þegar vísað málinu | til úrskurðarnefndar um upplýs- l ingamál og krefst þess enn aö fá i að sjá þau bréf sem farið hafa á milli sjóðanna tveggja og Fjár- málaeftirlitsins. -rt ákveðnar námsgreinar en almennt því sem kostur er, hin sömu. Smærri virtist árangur á grunnskóla- prófi slakari en fyrir nokkrum árum á upptöku- svæði MA sem væri Norður- land, vestanvert landið og hluti af Austfjörðum. „Hvort það er vegna flutnings grunn- skóla til sveitarfélaga vil ég ekkert fullyrða. En fyrir mitt leyti er ég og var andvígur því að grunnskólamir flyttust til sveitarfélaganna. Ég held að ríkið eigi að sjá um al- menna grunnmenntun allra Tryggvi Gíslason, skólameistari þegn- sveitarfélög úti um land eiga þess ekki kost að standa stærri sveitarfélögum snún- ing, allra síst þegar farið er út á þá braut að keppa um kennara, eins og nú er farið að gera.“ Tryggvi sagði, að vegna lélegra kjara kennara væru þeir „komnir á uppboðs- markað". Þá gætu lítil sveit- arfélög ekki keppt við þau stærri, sem þegar sýndi sig. Tryggvi sagði enn fremur að flutn- anna og tryggja að tilboðin séu, eftir ingurinn hefði verið illa undirbúinn. Sveitarstjórnarmenn hefðu ekki feng- ið tækifæri til að átta sig á hvaða af- leiðingar hann hefði í raun, t.d. stór- aukinn kostnað. „Ég vil taka upp þessa umræðu að nýju, að grunnskólinn fari tO ríkisins og atvinnulíflð, með stórum staf, taki hins vegar þátt í að mennta fólkið til starfa. Starfsmenntun er lítils metin, m.a. vegna þess að atvinnuvegimir hafa sýnt henni lítinn áhuga. Mér fmnst sjálfsagt að ræða þessa hluti í ljósi reynslunnar. Þetta eru ekkert annað mannasetningar sem vel má breyta." -JSS Nýtt skipurit Landssímans kynnt: Nauðsyn að gera fyrir- tækið neytendavænna - segir Þórarinn V. Þórarinsson Nýtt skipurit var kynnt hjá Landssímanum í gær, fóstudag. Fór vel á því að þetta skipurit væri kynnt á afmælisdegi nýs forstjóra, Þórarins Viðars Þórarinssonar. Skipuritið felur í sér breytingar á stjórn Landssímans. Skipuritinu er skipt í sjö svið sem stýrt verður af sex framkvæmdastjórum. Fjórir aðrir forstöðumenn munu heyra beint undir forstjóra fyrirtækisins. Rót breytinganna er hægt að rekja til haustsins en síðan þá hafa tutt- ugu manns unnið að þessum skipu- lagsbreytingum. Markmið breyting- anna er að auka sjálfstæði og vald- dreifingu innan fyrirtækisins og virkja fleiri menn til ábyrgðar. Framkvæmdastjórum ákveðinna sviða er falin meiri ábyrgð og er það gert til þess að auka sveigjanleika. - Réð gamli stjómarformaðurinn nýjan forstjóra? „Nei, það gerði ég ekki. Þessi ákvörðun kom með stuttum fyrir- vara. Það var ljóst að breyta þyrfti hjá Landssímanum. Nauðsynlegt er að gera fyrirtækið sveigjanlegra og láta það verða neytendavænna. Það hefur ekki tekist sem skyldi," segir Þórarinn V. Þórarinsson, nýr for- stjóri Landssímans. Aðspurður um stríð Landssímans viö Samkeppnisstofnun og ummæli Georgs Ólafssonar um heilagt stríð ákveðinna fyrirtækja við stofnun- ina, segir Þórarinn. „Mér finnast þessi ummæli óheppileg og ekki til þess að auka samvinnu Samkeppn- isstofnunar og Landssímans. Ýmis ummæli, sem starfsmenn Sam- keppisstofnunar hafa haft um Landssímann, eru oft á tíðum ekki eölileg.“ -EIS Friðrik Pálsson, nýr stjórnarformaður Landssímans, ásamt nýjum forstjóra, Þórarni V. Þórarinssyni. DV-mynd JAK Ný veitingakeðja á íslandi - rekur yfir 400 veitingastaði í Bandaríkjunum Ný veitingakeðja, Ruby Tuesday, er á leið á leið til landsins sam- kvæmt vefsíðu CNN á Intemetinu. Ráðgert er að opna fyrsta veitingastaðinn í Reykjavík I haust. Keðjan verður rekin af Týsdegi ehf. Magnús Bjarnason er einn af for svarsmönnum fyrirtækisins. Ruby Tuesday er alþjóöleg keðja sem er með veitingastaði í 17 löndum fyrir utan Bandaríkin og mun keðjan opna 100 nýja staði víða um heim á næstu fimm árum. Stefnt er að því að opna fyrsta staðinn hér á landi nú á næstunni. Era íslensk- ir framkvæmdastjórar nú á tíu vikna námskeiði í Knoxville í Tenn- essee. Veitingahúsakeðjan er mjög stór og á þrjú vörumerki. Ruby Tuesday er stærst vörumerkjanna en hin eru American Cafe og Tia's Tex-Mex. Keðjan rekur 403 veitingastaði í Bandarikjunum, þar af 335 Ruby Tuesday veitingastaði. Þama er um gríðarlega stórt fyrirtæki að ræða sem skráð er á hlutabréfamarkaði í New York. Bætist því enn við ís- lenska veitingahúsaflóru. -EIS stuttar fréttir Mír fengið nýtt hlutverk Geimstöðin Mir mun að öllum lík- indum verða tökustaður fyrir rúss- neska mynd. Leikstjóri myndarinn- ar, Yuri Kara, hefúr sóst eftir þessu og ætlar hann i staðinn að bæta úr þeim fjármagnsskorti sem hrjáð hef- ur rekstm- stöðvarinnar. Vísir greindi frá. Tillögur samþykktar Tvær tillögur, sem Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðis- og trygg- ingarráðherra, lagði ffarn á sam- eiginlegum fúndi norrænna heil- brigðis- og félags- málaráðherra í Noregi í vikunni, voru samþykktar. Dagur sagði frá. Sprautur á víðavangi Unglingum í Vinnuskóla Reykja- víkur hafa verið afhent sérútbúin ílát undir sprautimálar sem þeir finna við vinnu sína. Töluvert er um það að sprautur og sprautunálar, sem notaðar hafa verið til fikniefna- notkunar, finnist á víðavangi en þær geta t.d. borið sýkingu á liffar- bólgu, eyðni o.fl. Bylgjan greindi frá. Nýr sóknarprestur Séra Svavar A. Jónsson hefúr verið skipaður sóknarprestur við Akureyrar- kirkjuffáogmeð 1. september en séra Birgir Snæ- björnsson mun þá láta af störfum sökum aldurs. Þetta kom ffam í Degi. Fé til vímuefnavarna Ríkisstjómin samþykkti í dag 45 milljóna aukafiárveitingu til að bæta úr bráðaþörf í geðvemdar- og vímu- efnavandamálum ungs fólks. Bráða- þjónusta og hluti greiningarstarfs, sem áður var að Stuðlum, flyst nú til bama- og unglingageðdeildar Land- spítalans. Einnig var samþykkt að bæta við nýju meðferðarheimili, auk þess sem ákveðið var að skipa starfs- hópa til að meta árangur meðferðar- starfs ríkisins og hvemig megi sam- hæfa það. Bylgjan greindi ffá. Ríkið sýknað Héraðsdómur Reykjavíkur sýkn- aði í dag ríkið af 100 milljóna kröfu sem tvö fyrirtæki lögðu fram. Tilefni kröfunnar var ólöglegt jöfúunargjald sem lagt var á innfluttar franskar kartöflur. Bylgjan greindi frá. Harpa opnar eigin búðir Málningarverksmiðjan Harpa hf. er þessa dagana að opna þrjár eigin málningarverslanir á höfuðborgar- svæðinu og kynnir þetta framtak sitt m.a. með sendingu nýrra Hörpu- frétta inn á hvert heimili í landinu. Dagur segir ffá. Stonewall minnst Samkynhneigðir minnast Stonewall-uppreisnarinnar með há- tíðahöldum á Ingólfstorgi í dag. Fleiri Albanar Níu Kosovo-AIbanar komu til landsins í fyrrinótt frá Albaníu. Rík- isútvarpið greindi frá. Fólkið hefur fengið dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Fimm fengu styrki Kvikmynda- sjóður veitti fimm framhalds- handritastyrki að upphæð 300 þúsund krónur hver. Tíu hand- rit fengu styrki í janúar og tveir fá lokastyrk i haust. Leiðrétting í frétt fimmtudagsblaðsins um banaslys í Eyjafirði er ranglega sagt að ungur maður hafi verið ökumað- ur bils sem varð stjómlaus með þeim afleiðingum að stúlka lést. Rétt er að ökumaðurinn var 17 ára stúlka sem er nýkomin með bílpróf og stúlkan sem lést var 19 ára en ekki 20, eins og sagði í fréttinni. Beöist er velvirðingar á mistökunum. -ÞA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.