Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 JjV fréff/r Týnda sumarið '99 - minnsta sól í Reykjavík í tíu ár Jæja, nú er nóg komið. Við vilj- um sumar. Eins og flestir hafa tekið eftir hefur júnímánuður ekki verið Reykvíkingum góður. Engin sól og allt of mikil rigning. Það er ekki oft sem við fáum svona lélegan júní- mánuð. Á meðfylgjandi töflu má finna tölur yflr sólarstundir og úr- komu (í mm) júnímánaða síðastlið- inna tíu ára hér í Reykjavík. Það tekur ekki langan tíma að sjá hversu mikill munurinn er nú milli ára, júní í fyrra var með eindæmum góður en sá sem kveður okkur senn afar slæmur. Sá versti í tíu ár. Grátt sálarlíf landans Eins og gefur að skilja hefur veðr- ið áhrif á margt. Sálarlíf landans verður grárra en venjulega og hinar ýmsu atvinnugreinar sem stóla á veðrið tapa. Páll Bergþórsson sagði í DV fyrir skömmu að Islendingar þyrftu ekki að örvænta þvi sumarið yrði yfir meðallagi hvað viðkemur góðu veðri. Svo virðist sem hann Páll hafi ekki haft rétt fyrir sér nema þá að bjartar stundir séu fram undan. Fólk treystir því ekki eins og sést á aukning- unni í sölu utan- landsferða. Þegar maöur ber saman öll tíu árin sést að júní nú í ár er mjög langt undir meðallagi í sólar- stundum. Að vísu lágu ekki fyrir tölur nema til 24. júní en þær segja sitt. Úr- koman hefur ekki verið óvenjumikil, þó í meira lagi og á eflaust eftir að aukast næstu daga. Fólk langþreytt á veðrinu Það undrar engan að þegar tíðin er súr hér heima flykkjast íslendingar eitthvað annað þar sem er heitt og gott. Ferða- skrifstofurnar hcifa aldeilis orðið varar við þetta. Fólk hringir inn í hrönnum og grátbiður um sól og Júníveður í Reykjavík Ár Úrkoma/mm Sól/klst 1989 40,3 185,8 1990 43,9 186,4 1991 14,3 295 1992 79,6 148,6 1993 33,3 136,4 1994 61,9 151,6 1995 39,1 109,8 1996 55,3 153,7 1997 16,1 240,4 1998 26,0 272,1 1999 40,6 65,9 Einkunn sælu. Þetta lýsir sér best í því að salan á utanlandsferðum nú í júní jókst um 25%. „Það hefur verið veruleg aukning í bókun undanfarnar vikur, fólk er greinilega orðið langþreytt á veðr- inu,“ segir Kristín Sigurðardóttir, sölustjóri hjá Samvinnuferðum- Landsýn. „Veðrið héma heima hef- ur ótrúlega mikil áhrif. Tilhugsunin um að komast í eitthvað betra dríf- ur fólk í að fara út. Fólk er oft orð- ið mjög pirrað og þreytt þegar það hringir, hálfórvæntingarfullt. Við verðum vör við mikinn mun.“ Hvað viðkemur flugi hérna heima virðist ástandiö vera óbreytt. Er- lendir ferðamenn streyma til lands- ins, vilja frekar hafa grátt veður ef eitthvað, þannig að lægðin í innan- landsflugi er engin. „Það hefur frekar verið aukning en minnkun. Fleiri fljúga með okk- ur núna en á sama tíma í fyrra. Viö fljúgum á það marga staði úti á landi. Það er alltaf sól einhvers stað- ar. Þetta era hins vegar mestmegn- is erlendir ferðamenn. Aðalstraum- urinn liggur til Akureyrar og Vest- mannaeyja. Fjöldi ferðamanna til Vestmannaeyja hefur aukist mik- ið,“ segir Tryggvi Þráinsson hjá ís- landsflugi. -hvs Málarameistarar með fýldan svip: Málningarsala niöur um 70% Arthúr sleginn af Til stóð að hinn ljóshærði og aríski Arthúr Björgvin Bolla- son tæki við búsforráðum á Skriðuklaustri sem skáldjöfur- inn Gunnar Gunnarsson reisti á sínum tíma. Samkvæmt óstað- festum heimildum Sandkoms var málið nánast frá- gengið þegar bamabam skálds- ins, Franziska Gimnarsdóttir, hafði af þessum áformum spurn- ir. Hún ku hafa sett allt í gang og í skyndingu var horfið frá þessum áformum ... Spaugstofan hætt Nú heyrist að hinn aldna | Spaugstofa muni ekki verða á skjá Sjónvarpsins á vetri kom- anda. Um árabil hafa Karl Ágúst Úlfsson og félagar glatt ; áhorfendur með skondnum upp- 1 átækjum en hin 1 síðari ár hafa þeir þótt dala. Sl. vet- ur þóttu mörgum sem skemmtileg- heitin væra al- veg fyrir bí. !hafa Spa stofumenn w samkvæmt 1 komist *: þeirri niðurstöðu að | tímabært sé að jarða fyrirbærið. * Eftir stendur að minningin um góðu árin lifir ... Bfltæki sem hafa kraftinn KDC-4070R bílgeislaspilarí með útvarpi. FM/MB/LB. 24 stööva minni meö sjálfvirkri stööva innsetningu og háþróaöri RDS móttöku. 4x40W 4 rása magnari. RCA útgangur fyrir kraftmagnara. Fullkomnar tónstillingar. Laus framhliö. Tilboösverö kr. 25.950,- KENWOOD™! Ármúla 17, Reykjavík, sími 568 8840 Mýrarhúsaskóli: Mikil sam- staða „Ég fann fyrir mikilli samstöðu meðal fólksins og við áttum mjög góðan fúnd,“ sagði Fríða Regína Höskuldsdóttir, skólastjóri Mýrarhúsaskóla, eftir fund sem hún átti með kennurum skólans í gær. Fríða Regína kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um máliö að öðru leyti en því að starfsfólk skólans hefði verið sam- mála um að nú væri fyrir höndum mik- ið uppbyggingarstarf, sem ganga þyrfti heilshugar að. „Við tökum á þessum erf- iðleikum, ætlum að snúa þeim okkur til góðs og vonumst til að geta orðið öðrum skólum til fyrirmyndar." -JSS Mýrarhúsaskóli: Óvíst um þátttöku - Skrefs fyrir skref Málarameistarar úti um allan bæ glápa á flagnandi húsveggi með bragðið í munninum en allt kemur fyrir ekki. Bleytan er of mikil. „Blessaður vertu, allir málara- meistarar verða varir við þetta. Það er nærri því kyrr staða í utanhúss- málun,“ segir Þorsteinn Gíslason málarameistari. Þorsteinn hefur rek- ið málningabúðina Málarameistar- ann í þrjátíu ár. „Þetta hefur verið al- veg ótrúleg lægð, salan er komin nið- ur um 70%. Það rambar inn einn og einn sem kaupir utanhússmálningu til þess að vera tilbúinn þegar veður leyfir. Það eru samt mjög fáir. Innan- hússmálningin selst samt óbreytt, eins og gefur að skilja. Það er ekki spurning að þegar veðrið skánar rjúka allir út og byrja að mála. Júlí hefur alltaf verið góður, tíðin hlýtur að fara bráðum i gang. Ástandið get- ur ekki orðið svona í allt surnar." Enginn hefur víst bölvað hinni ís- lensku rigningu eins hressilega og Þór- bergur Þórðarson í kaflanum um rign- ingarsumarið mikla í Ofvitanum. Þetta var á fýrstu árum aldarinriar og Þórbergur barðist við fátækt og at- vinnuleysi í Reykjavík. Að vonum varð hann glaður þegar hann fékk vinnu við að mála hús, þó að vegna reynsluleysis mætti hann aðeins mála húsin að utan og væri þvi háður veðri. Svo fór að það rigndi allt heila sumar- ið og ekkert var hægt að mála þó að hinn sveltandi húsamálari ýmist bölv- aði eða ákallaði almáttugan. Sama hvað hann reyndi, veðurguðimir fóru sínu fram. -hvs ur um róttækar aðgerðir og að fyrir- tækið myndi „fylgja verkefninu eftir í það minnsta eitt skólaár". „Framhald málsins er í höndum skólanefhdar. Hún hefur ekkert fjalfað um þetta atriði enn og mun ekki gera fyrr en á næsta fundi sínum,“ sagði Jón- mundur. „Hún mun þá athuga málið í samvinnu við alla aðila í framhaldi af fyrirliggjandi ákvörðun bæjarstjómar." Jónmundur sagði að ekki hefði ver- ið ákveðið hvenær næsti fundur skóla- nefndar yrði haldiim. -JSS Þegar íbúar suðvesturhornsins klappa hrollinn hver úr öðrum spranga Aust- firðingar um græna móa á stuttbuxunum. Þetta sést best á krökkunum á dagheimilinu Dalborg á Eskifirði. Einmunablíða hefur einkennt Austfirði upp á síðkastið, hitinn hefur farið upp í rúmlega 20 C. Það hefur ekkert verið ákveðið í þeim efnum,“ sagði Jónmundur Guð- marsson, formaður skólanefndar Mýr- arhúsaskóla, aðspurður hvort ráðgjaf- arfyrirtækið Skref fyrir skref tæki þátt í því 12 mánaða uppbyggingarstarfi sem fram undan er í Mýrarhúsaskóla eftir átakatímabil það sem á undan er gengið. í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins um málefni skólans voru gerðar tillög- Samnefnara leitað Menn velta fyrir sér hver verði næsti formaður sam- einaðra vinnuveitendasam- banda, að Þórarni V. Þórar- inssyni gengnum í náðarfaðm Landssímans. Ljóst þykir að sá einstaklingur mun ekki koma úr sjávarútvegi né iðnaði sem elda grátt silfur saman. Þrátt fyrir að iðnað- ur hafi verið að hnýta í sjávarútveg- inn vann full- trúi sjávarútvegsins, Ólafur B. Ólafsson, fulltrúa iðnaðarins, Víglund Þorsteins- son, á síðasta aðalfundi VSÍ. Nú er leitað logandi ljósi að sam- nefnara ... Peningarnir allt Jón Ólafsson, stjórnarfor- maður Stöðvar 2, fór í ferð r stöðvarinnar á fótboltaleik fyrir ■ stuttu. í ferðinni ákvað hópur- inn að hafa getraun um hvernig | leikarnir færu. Jón var einn J þeirra sem þátt tóku og voru nöfnin sett í pott. Valtýr Björn Valtýsson, íþróttafrétta- maöurinn há- væri, sá um að draga út vinn- ingshafann í rútunni á leið á * flugvöllinn. Viti menn, Valtýr ] dró nafn Jóns úr pottinum en þar sem hann var ekki með í fór var hann afskrifaður. Valtýr sagði að Jón væri farinn og auk | þess ætti hann næga peninga, því var dregiö aftur. Öllum að óvöram dúkkaði Jón upp á flug- / vellinum og spurði strax hver ;; hefði unnið. sagði Valtýr honum ] að hann hefði unnið en annar hefði verið dreginn út af fyrr- | greindum ástæðum. „Veistu ekki að peningar eru mér allt,“ sagði Jón Ólafsson og glotti ... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.