Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 26. JUNI1999 viðtal Það er ekki langt síðan lamb- hagasalat fór á sjást á borðum hér á landi og þegar menn fóru að velta því fyrir sér hvað salatið ætti skylt við lamb- haga, kom í ljós að þessi tegund er einfaldlega ræktuð á garðyrkjubýli sem heitir Lambhagi. Salat þetta heitir á ensku „rabbit salad“ og er mjög útbreitt um Norðurlönd. Það er garðyrkjubóndinn i Lambhaga, rétt ofan við Vestur- landsveginn í Reykjavík, Hafberg Þórisson, sem hóf ræktunina hér og enn þá er hann einn um að rækta lambhagasalatið sem hann kynntist þegar hann var í námi í Noregi. Hann ræktar einnig dill, graslauk, eikarlaufssalat, Lollo Rosso og höfuðsalat - og fleiri teg- undir eru á leiðinni. En hvað er lambhagasalat? „Þetta er mjög snemmvaxið sal- at,“ segir Hafberg þegar gengið er um átta hundruð fermetra gróður- húsið. „Það er ræktað á færibandi í um 35 daga. Helmingurinn af þeim tíma fer í forræktun og síðan er seinni helmingurinn á færi- bandinu." Þráðormar, maurar og vespur Þetta 35 daga ferli hefst á því að sáningarvél sáir tveimur fræjum i þar til gerða potta. Þaðan fer salatið í vökvun þar sem þráðormar koma til sögu. Eftir það fer salatið í spirunarklefa í þrjá daga og þaðan á forræktunarborðið. „Þetta er kallað vatnsræktun og Hafberg Þórisson er eini garðyrkjubóndinn á landinu sem ræktar lambhagasalat. DV-mynd JAK Lambhagasalat: Gott fyrir kroppinn - ræktað á einum stað á landinu - innan bnrgarmarkanna er lokað hrihgrásarkerfi,“ segir Haf- berg. „ í vatninu eru öll þau næring- arefni sem plantan >þarf, fosfór, kalí, köfnunarefni, ásamt snefilefnum. Eftir að vatnið hefur farið i gegn- um rennurnar sem plantan er rækt- uð í fer það í tank. Þar er því dælt í af stað aftur, en hreinsað í leiðinni. Það er alltaf notað sama vatnið og einungis bætt við eftir því sem það eyðist. Þetta kerfi er sjálfvirkt og tölvustýrt." Hvað með þessa þráðorma? „Þráðormamir em settir í mold- ina með vökvun. Þeir leita uppi egg og lirfur sem gætu hafa sest að í moldinni og útrýma þeim. Síðan nota ég u.þ.b. 25.000 maura á mán- uði. Þeir em agnar-, agnarlitlir og leita uppi önnur þau kvikindi sem gætu veriö í moldinni og annars staðar í húsinu. Að lokum eram við með vespur, um 500 stykki á mán- uði, sem leita að grænni lús, ef ske kynni að hún kæmi upp. Þetta á að halda salatinu fríu við öll óþrif vegna þess að það er aldrei spraut- að með eiturefnum. Því þarf neyt- andinn ekki að þvo það.“ Heilsársræktun Gróðurhúsin í Lambhaga voru reist um 1982 og í tíu ár ræktaði Hafberg þar pottaplöntur sem hann hefur nú lagt af. Gróðurhúsið er að springa utan af öllu salatinu og nú fljótlega verður hafist handa við að reisa tvö 1500 fermetra gróðurhús. En hvemig er hitastigi og birtu haldið við? „Þessi hús era með fullkomnum stjómunarútbúnaði sem sér um að halda réttu loftslagi í húsinu. Salat- ið er ræktað við 16-19" hita sem er kjörhitastigið. Þetta er heilsársræktun og því þarf öfluga lýs- ingu á sumrin en minni á veturna. Það væri hægt að gera enn betur og myndi hjálpa okkur garð- yrkjubændum mikið að fá raforkuna á sama verði og sam- keppnislönd okkar. Við búum í dimmu landi - og ekki bara á veturna, heldur getur verið mjög dimmt yfir á sumrin, eins og best hefur sést í sum- ar. Við vildum gjarn- an vera i sömu stöðu og Kanadamenn sem fá kílóvattstundina á kr. 1,05, sem er um það bil það sama og Áburðarverksmiðjan hér greiðir." Lífræn ræktun hefur vissa annmarka Á liðnum árum hefur mikið verið tal- að um gildi lífrænnar ræktunar og þegar Hafberg er spurður hvort hann sé með Eikarlaufssalatið er annað nýtt salatafbrigði sem Hafberg ræktar. lífræna ræktun, svarar hann: „Nei, ég er með umhverfisvæna ræktun." Hvað er það? „Umhverfisvæn ræktun fer vel með umhverfið sem hún lifir í. Við sleppum engum áburðarefnum út í jarðveginn, því ræktunarferlið okk- ar er alveg lokað. Það eru til svæði i Norður-Evrópu sem eru orðin svo menguð af áburðarefnum að í dag er bannað að nota áburð, og þar með talinn er húsdýraáburður, vegna mengunar í vatnsbólum. Þar era nítrötin og önnur efni orðin of skað- lega hátt hlutfall í neysluvatninu. Líffænt ræktað grænmeti er gott á marga vegu en hefur þó ýmsa ann- marka sem geta verið vegna losun- ar á nítrötum út i jarðveginn og þar era líka möguleikar á bakteríum sem borist geta með matjurtum. Síð- an þarf plantan að breyta líffænum efnum í ólíffæn til þess að geta tek- ið þau upp og nýtt sér þau.“ Umhverfisvæn ræktun „í dag er farið fram á að garð- yrkjubændur reyni að nálgast um- hverfisvæna ræktun eins og hægt er. í Hollandi er til dæmis öll gróð- urhúsaræktun að fara i lokuð kerfi - eins og ég er með - á næsta ári vegna mengunar í jarðvegi á gróð- urhúsasvæðum," segir Hafberg og þegar hann er spurður hvers vegna við ættum að borða salat, svarar hann: „Það er ríkt af jámi, einkum eikarlaufið, mjög ríkt af afeitrunar- efnum og því eitt af því besta fyrir kroppinn og svo er það E-vítamín- ið.“ Og fyrir þá sem ekki vita það, þá er E-vítamín mjög gott fyrir húð- ina. -sús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.