Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 fpéttaljós Landssíminn og Samkeppnisstofnun kýta - Tal hrósar sigri: Landssíminn er fíll í postulínsbúð Fá fyrirtæki hafa verið jafnmikið i sviðsljósinu undanfarin ár og Lands- síminn og Póstur & sími þar á und- an. Fast á hæla Landssímans kemur Samkeppnisstofnun því oft þegar heyrist frá þeirri ágætu stofnun er það tilefni blaðaskrifa og víðtæks ágreinings. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart. Mörg af þeim mál- um sem stofnunin hefur tekist á við eru erfíð viðfangs og oftar en ekki er stofnunin ekki öfundsverð. Þegar stofnunin úrskurðar eða gefur álit er venjulega einhver ósáttur og lætur heyra hátt í sér. Það eru sex ár frá því að núverandi samkeppnislög tóku gildi og frá þeim tíma hefur fiölda mála rekið á fjörur stofnunar- innar. Þó hefur eitt fyrirtæki verið oftar en önnur til athugunar hjá stofnuninni og skal kannski engan undra. Landssíminn, áður Póstur og sími, er án efa eitt stærsta og öflug- asta fyrirtæki landsins. Staða félags- ins er mjög sterk en ljóst er að þessi sterka staða hefur verið byggð upp í krafti ríkiseinokunar í gegnum árin. Þjóðernissinninn Þórarinn Þórólfur Amason um Þórarin V. Þór- arinsson á Viðskiptavakt Bylgjunnar í september 1998: „Þú reynir ýmislegt, Þórarinn. Þú reynir að höfða til þjóðemissinna með i því að taka fram að þetta sé útlendur að- | ili [Tal]. Þú hefur nefnt þetta útibú og ■ tekur það ekki aftur. í dag segir þú að ef ...... samkeppni í fjarskiptaþjónustu á ís- landi eigi að birtast með þeim hætti að það sé ekki hægt að lækka verð til viðskiptavina, þá held ég að það sé bara betra að vera laus við samkeppn- ina. Er þetta ekki óskastaða einokun- araðilans hreinlega, vera laus við StwfcJ samkeppnina?" Fréttaljós Breyttir tímar Nú eru tímamir hins vegar breytt- ir. Landssíminn er orðinn hlutafélag sem ríkisstjómin stefnir að því að selja. Tækninni fleygir fram og vöxt- ur fjarskiptaiðnaðarins hefur verið meiri en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Upp úr þessari tækniþróun hafa sprottið upp mörg fyrirtæki með vel menntuðu ungu fólki sem vill eiga hlut í þessari öru þróun og þeim mikla hagnaði sem eftir er að slægjast þessum geira. En þessi fyr- irtæki Bjarni Már Gylfason eiga við ofurefli að etja. Landssím- inn er risastórt ríkiseinokunarfyrir- tæki og framtakssamir einstaklingar eiga aðeins einn vin í myrkrinu, Samkeppnisstofnun. Þær era ófáar kæramar og álitin sem Samkeppnis- stofnun hefur látið frá sér fara vegna Landssímans og oftar en ekki er það Landssímanum í óhag og málin virð- ast fara fjölgandi. Þessi mál era bæði stór og smá en aliflest tilkomin vegna þess að risinn hefur á einn eða annan hátt stigið á hina smáu keppinauta sína. Skiljanlegar aðgerðir Forsvarsmenn Landssímans hafa verið duglegir að verja stöðu sína og gagnrýna Sam- keppnisstofnun. Fremstur í þeim flokki fer Þórarinn V. Þórarinsson, nýráðinn forstjóri og fráfarandi stjórnarformaður Lands- símans, sem talað hefur digurbarkalega um þetta mál. í máli sínu finnur hann Samkeppnisstofnun allt til foráttu en svo virðist sem margt af þvi sem frá Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunnar, fullyrðir að ákvörðunarorð séu fullkom- lega í samræmi við samkeppnislög og það hlutverk sem löggjaf- inn hefur ætlað stofnuninni. Þegar hvort tveggja er skoðað virð- ist þetta vera rétt. En þá vaknar sú spurning hvort samkeppnis- lögin og hlutverk stofnunarinnar sé ekki of víðtækt. Getur Sam- keppnisstofnun stuðlað að sanngjörnu verði og góðri þjónustu? DV-mynd JAK m honum hefur farið sé óvarlega sagt og jafnvel barnalegt. Þórarinn hefur klagað í Finn Ingólfsson viðskipta- ráðherra og Sturlu Böðvarsson sam- gönguráðherra og fengið þá á sitt band. Eftir stendur Samkeppnis- stofnun með sárt ennið og á erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sitt og getur lítið annað gert en að visa í samkeppnislög og hlutverk stofn- unarinnar. Á meðan hrósa forsvars- menn Tals sigri. En Þórarinn V. hef- ur ítrekað fagnað tilkomu Tals og sagt að með því hafi samkeppni auk- ist og verð lækkað. Það er alla vega ljóst að hagur neytenda hefur stór- batnað og verð lækkað. Ekki verður annað séð en að það sé tilkomu Tals að þakka. Einnig má merkja að rekstur símans hafi batnað á þessum tíma. Alla tíð hefur þeirrar tilhneiging- ar gætt hjá manninum að skapa sér sérréttindi og standa vörð um þau. Landssímamenn era þar engin und- antekning. Besta leiðin til að hamla gegn þessari tilhneigingu Landssím- ans er að breyta eignaraðild hans. Gríðarlegir möguleikar Tal hefur náð geysilega góðum ár- angri frá þvi að fyrirtækið hóf starfs- semi sína. Fyrir skömmu náði fjöldi viðskiptavina Tals 20.000 sem er meira en margir hefðu trúað í upp- hafi. Símkerfi Tals nær til um 80 pró- senta landsmanna og markaðshluti þess hefur vaxið hratt. Þess ber að geta að Tal hefur nær enga markaðshlut- deild á fyrirtækjamarkaði en í framtíðinni era þar miklir möguleikar fyrir Tal ef rétt er haldið á spöðunum. Ætla má að tap hafi veriö á rekstri Tals það sem af er. Hins vegar má alls ekki gleyma því að þessi taprekstur er bæði eðlilegur og eins má líta á hann sem fjárfestingu sem getur skil- að miklum arði síðar. Tal hefur rekið hnitmiðaða markaðsstefnu sem miðast við að ná til sín nýjum og ungum notendur. Þeir eldast og líklegt er að Tal muni eft- ir fremsta megni reyna halda hjá sér ungum notendum ásamt því að bæta við nýjum. Miðað við þetta er ljóst að þó svo að Landssíminn hafi í upphafi ætlað sér að bregða fæti fyrir Tal, þá hefur það ekki tek- ist. Hins vegar era sí- endurteknar kvartan- ir Tals og fleiri aðila fullkomlega skiljan- legar því Landssíminn er án efa þrándur í götu þeirra. Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans. „Samkeppnis- stofnun á heima með furðufyrirbærunum í Undralandi ásamt Lfsu. Samkeppnisstofnun hefur gert það að aðalverkefni sínu að knýja fram hækkanir á þjónustu Landssímans.“ Landsíminn tíður gestur - fjöldi mála hjá Samkeppnisstofnun tengd Landsímanum 5 5 LANDS SÍMINN 2 2 3 '95 '96 '97 '98 '99 txral Tíður gestur Landssíminn hefur verið tíður gestur hjá Samkeppnis- stofnun. Sú stund líður vart að ekki sé eitthvert kæramál í gangi og það hlýtur að vera vís- bending um að samkeppnisum- hverfi á fjarskiptamarkaði sé ábóta- vant. Mörgum sinnum á ári þarf að grípa inn í aðgerðir Landssímans. Þó svo aö Samkeppnisstofhun gangi gott eitt tU þá er eitt og annað í síð- asta úrskurði þeirra vafasamt. Hingað til hefur tíðkast 1 viðskipt- um að veita magnafslátt, nema hjá ÁTVR, þegar stór innkaup era gerð. Þetta vill stofnunin banna þrátt fyr- ir að hafa áður skyldað menn tU að veita magnafslátt. Einnig hefur stofnunin harmað að geta ekki skikkað Landssímann til að hækka verðið. En þannig er er hagsmunum neytenda ekki best borgið. Með því væri Samkeppnisstofnun að stuðla að samkeppni, samkeppninnar vegna. Hlutverk Samkeppnisstofnunar er skýrt í samkeppnislögum frá 1993. Þar stendur að samkeppnisyf- irvöldum sé ætlað að stuðla að því að neytendur fái góða vöru og þjón- ustu á sanngjömu verði. Að þessu skal unnið með því að efla virka samkeppni í viðskiptmn, samhliða því að gæta þess að heilbrigðir við- skiptahættir séu í heiðri hafðir. Efalaust gengur Samkeppnisstofn- un gott eitt tU í störfum sínum inn- an þess lagaramma sem stofnun- inni er skapaður. Frá upphafi hef- DV-mynd Teitur ur Samkeppnisstofnun úrskurðað í mörgum mál- um og leggur eflaust alúð og natni í verk sín. Hins vegar er starf og hlutverk stofnunarinnar vanda- samt og ekki er auðsýnt með hvaða hætti hún get- ur leyst þau verkefni sem fyrir hana eru lögð. Nú- gUdandi samkeppnislög era sex ára gömul. En vegna hins sfbreytUega efnahags- og fyrir- tækjaumhverfis sem við búum í er tímabært að endurskoða lögin. Fíll í postulínsbúð Kannski má segja að Landssíminn sé svo stór að það sé sama hvað hann geri, hann komi aUaf tU með að stiga á og reka sig utan í minni aðUa á fjarskiptamarkaöi. Á meðan Lands- síminn er enn fyrirtæki í eigu ríkis- ins bendir aUt til að svo verði áfram og hann verði eins og fUl í postulíns- búð á íslenskum fjarskiptamarkaði. Um leið kann Samkeppnisstofnun að vera eina vörnin í höndum framsæk- inna einkaaðUia sem vilja hasla sér vöU á þessum sívaxandi vettvangi. Niðurstaðan hlýtur því að verða sú að leiðin út úr þeim vandræðum sem hér hefur verið lýst sé að selja Landssímann, koma honum í dreifða eignaraðild og skapa Samkeppnis- stofnun betri og skýrari lagaramma tU að starfa á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.