Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 22
22 kámál LAUGARDAGUR 26. JUNI1999 II Ivan grimmi ii Allt frá þvi áströlsku blöðin fóru að segja frá voðaverkum hans fékk hann nafnið „ívan grimmi". Ástæð- an til nafngiftarinnar var sú að „bakpokafólkið", ferðafólkið sem hann misþyrmdi og myrti síðan, varð að þola ótrúlega skelfilega meðferð áður en það var sent í dauðann. Sagan hófst árið 1992 þeg- ar tvær breskar hjúkrunarkonur, Joanne Walters sem var tuttugu og tveggja ára og Caroline Clark sem var árinu yngri, hurfu sporlaust á leið frá Sydney, en ferðinni var heit- ið út í áströlsku óbyggðimar með viðkomu í Melbourne. Silfurlitur Nissan Patrol-bíll Það síðasta sem sást til þeirra Joanne og Caroline var að þær voru teknar upp í silfurlitan Patrol-bíl á þjóðveginum utan við Melboume, en þangað komu þær aldrei. For- eldrar þeirra áttu von á póstkortum frá þeim, en þau bámst ekki og þær létu heldur ekki frá sér heyra í sima. Loks hringdu aðstandendur stúlknanna í Bretlandi til lögregl- unnar í Sydney. Vörðum laganna þar var nokkuð bragðið, enda var listinn yfir ferðafólk sem lagt hafði upp í ferðir „á puttanum" en kom aldrei fram orðinn alllangur. Allt hafði þetta fólk horfið á nær sömu slóðum. Leit hófst brátt. Einkum beindist tókst með snarræði að víkja sér undan kúlunni og kasta sér út úr bílnum sem var enn á ferð. Honum til happs bar nær samstundis að annan bíl sem hann fékk far með. Þegar ökumaður hans hafði heyrt af drápstilrauninni fór hann strax með Onions á næstu lögreglustöð. Þar skýrði hann frá því sem gerst hafði. Fór aftur til Ástralíu Eftir lestm’inn um hvarf hjúkrun- arkvennanna tveggja þóttist Onions nokkuð viss um að það væri maður- inn sem hafði reynt að skjóta hann sem hefði tekið stúlkumar tvær upp í bíl sinn, og reyndar mætti telja lik- legt að hann bæri ábyrgð á mörgum ef ekki flestum þeirra hvarfa sem sagt var frá í blaðinu. Onions hringdi til lögreglunnar í Sydney, kynnti sig og rifjaði upp söguna af manninum í silfurlita Patrol-bílnum. „Ef þið finnið hann,“ sagði Onions, „finnið þið líklega þann sem hefur líf svo margs „bak- pokafólks" á samviskunni." Lögreglunni fannst mjög áhuga- vert að heyra í manni sem hafði séð þann sem gæti verið sekur um tvo tugi morða. Onions var því beðinn um að koma til Ástralíu til að lýsa manninum og gera betri grein fyrir þeirri óhugnanlegu reynslu sem hann hafði orðið fyrir. Hann ákvað að fara. hún að Belonglo-skóginum fyrir sunnan Sydney, en hann er í eigu ríkisins. Þar hafði margt af ferða- fólkinu síðast sést á lífi. Leitin bar engan árangur, en horfnu ferðafólki ijölgaði stöðugt, og vísbendingar um örlög þess voru engar. Hreyfing kemst á máliö Það var hvarf ensku hjúkrunar- kvennanna tveggja sem varð loks til þess að lögreglan í Nýju Suður-Wa- les ákvað að gera stórátak til að reyna að upplýsa örlög hinna horfnu. Það var einkum stúlkna á aldrinum átján til tuttugu og fimm ára sem saknað var og þegar hér var komið var alls um tuttugu manns saknað. Á Bretlandi skrifuðu blöð mikið um hvarf ensku stúlknanna. Einn af þeim sem lásu fréttimar var Paul Onions, en hann bjó í Birmingham. Það setti að honum mikinn hroll við lesturinn. í janúar 1990 hafði Onions verið á ferð um Ástralíu og ferðast „á putt- anum“ með bakpoka, rétt eins og hjúkrunarkonurnar tvær. Á þjóð- veginum frá Sydney til Melboume hafði hann þegið far hjá manni sem ók silfurlitum Patrol-bíl. Er þeir áttu nokkra kílómetra ófama til Belonglo-skógar dró ökumaðurinn skyndilega upp skammbyssu og reyndi að skjóta Onions. Honum Liótar iðferðir Nú var skriður í þann veginn að komast á rannsókn- ina því um sama leyti og Onions lagði upp í ferðalagið fundust lík ensku hjúkranarkvennanna. Réttar- læknar gátu fljótlega skýrt frá því að þeim hefði báðum verið nauðgaö áður en þær voru myrtar. Drápin voru óvenjulega grimmileg. Báðar höfðu fyrst verið stungnar með hnífi, en siðan skotnar mörgum skotum í höfuðið. Líkin fundust í gilskorningi sem gekk undir nafninu „Fallhleri böð- ulsins". I grenndinni fundust um- merki eftir útilegu. Þar hafði verið kveiktur eldur og var greinilegt að morðinginn eða morðingjarnir höfðu hafst þar við um hríð með fómarlömbunum áður en þau voru tekin af lífi. Nákvæm leit var nú gerð allt í kringum tjaldstæðið og brátt fund- ust lík fleira „bakpokafólks" sem saknað hafði verið. Fáum dögum síðar fundust svo lík þýsks pilts og stúlku, kærastupars. Þau höfðu ver- ið myrt á sérstaklega grimmilegan hátt og hafði ungan stúlkan verið hálshöggvin. Lögregluþjónn sem hafði barist á Kyrrahafseyjunum í síðari heims- styrjöldinni sagði að aðferðirnar minntu á aftökur Japana með sam- úraí-sverðum, en þeir aflífuðu stundum stríðsfanga úr hópi banda- manna á þennan hátt. Skotin á „flótta" Við „Fallhlera böðulsins" fannst mikið af tómum skot- hylkjum og leiddi rannsókn í ljós að þau voru úr tveimur rifflum. Lögreglan reyndi að sviðsetja morðin og varð nið- urstaðan sú að unga fólkið hefði verið myrt á einstaklega djöfullegan og ígrundaðan hátt. Fyrst hefði því verið mis- þyrmt, en síðan talin trú um að það ætti sér lífsvon. Það gæti bjargað sér á flótta. Þótti ljóst að morðinginn eða morð- ingjamir hefðu sagt því að það gæti sloppið „ef það hlypi eins og það ætti lífið að leysa“. Um hreina blekkingu var þó að ræða því þegar unga fólkið hafði tekið til fótanna í trú um að geta bjarg- að sér var það skotið í bakið. Er hér var komið var ljóst hvað orðið var um að minnsta kosti flesta af þeim horfnu og hver örlög þeirra höfðu orðið, en ekkert hafði komið fram við sviðsetning- una sem benti til þess hver eða hverjir bára ábyrgðina. Eina vonin nú var sú að tækist að hafa uppi á manni sem ætti silfurlitan Patrol-bíl og svaraði til þeirra lýsingar sem Onions hafði gefið á manninum sem hafði reynt að skjóta hann. Gífurlegt magn skotfæra Nú hófst athugun sem sumir héldu reyndar fram að hefði átt að gera löngu áður, eða strax um leið og Onions fór á lögreglustöðina 1990 til þess að kæra morðtilraunina við sig. Listi var gerður yfir alla sem áttu bíl af þeirri gerð og í þeim lit sem talinn var koma við sögu morðanna, og þegar hann lá fyrir var hafin kerfisbundin leit að eigendunum. Áður en langt um leið kom röðin að júgóslavneskum byggingaverka- manni sem bjó í einni útborga Sydn- ey. Hann hét Ivan Milat og var fjöratíu og níu ára. Lögreglan réðst inn á heimili hans með leitarheim- ild í höndunum og fann þar heilt vopnabúr, um sextíu skotvopn og sjötíu þúsund byssukúlur. Meðal skotvopnanna vora tveir rifilar sem þóttu líklegir til að koma við sögu morðanna og var farið með þá á byssurannsóknadeild lögreglunnar. Samanburður leiddi í ljós að rifíl- arnir höfðu verið notaðir nærri þeim stað þar sem líkin fundust. . Að auki fannst á heimili Milats myndavél Pauls Onions, en hana hafði hann orðið að skilja eftir í silf- urlita Patrol-bílnum þegar hann kastaði sér út úr honum. Að lokum fannst samúraí-sverð sem líklegt þótti að notað hefði ver- ið þegar þýska stúlkan var háls- höggvin. Blöð í Sydney og víðar skýrðu frá handtöku Milats og fomafn hans varð hluti þeirrar nafngiftar sem hann fékk nú, „ívan grimmi“. Neitaði tíllu en talaði af sár Milat var þegar í stað úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var yfirheyrður hvað eftir annað en játaði ekki á sig neitt morðanna. Honum var gerð grein fyrir því að hann yrði sakfelldur vegna hinna mörgu sönnunargagna í mál- inu, en hann lét það ekki breyta af- stöðu sinni. Þegar málið kom fyrir rétt neitaði Milat sömuleiðis allri sekt, en lítið varð úr viðleitni verjanda til að bæta hlut skjólstæðings síns. Kvið- dómur komst síðan að þeirri niður- stöðu að Ivan Milat væri sekur um mörg morð og var hann dæmdur í nífalt ævilangt fangelsi. Lögreglan var þó ekki hætt rann- sókninni. Enn voru óupplýst mörg hvörf sem Milat var granaður um að bera ábyrgð á. Því var komið fyr- ir hlerunarbúnaði í fangaklefa hans og þar heyrðist hann segja við einn samfanga sinna: „Lögreglan heldur að hún hafi fundið þau öll, en það era enn mörg lík þama út frá.“ Breytist afstaðan með tímanum? Að sjálfsögðu unnu geð- læknar og sálfræðingar að málinu. Áður en hægt var að hefja réttarhöld varð að ganga úr skugga mn að Milat væri sakhæfur. Þegar i ljós kom að hann var það var reynt að varpa ljósi á hvers vegna hann hefði gerst sá grimmi raðmorðingi sem raun bar vitni um. Ekkert mun þó hafa komið fram sem þótti réttlæta opinbera skýringu á athæfi hans. „Okkar eina von um að takast megi að finna aðra sem saknað er liggur í því að fangavistin fái smám saman á hann og hann upplýsi fleiri morð,“ sagði talsmaður lög- reglunnar. „Hann er jú sá eini sem veit um þau öll. Hann mun sitja inni til æviloka því frelsið fær hann aldrei, og það getur ver- ið að þessi langa vist bugi hann að lokum og hann leysi frá skjóðunni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.