Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Blaðsíða 4
36 bílar LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 Bílabúð Benna kynnir nýjan Daewoo Nubira II um helgina: Endurbætt útlit, betri fjöðrun og hljóðeinangrun Þótt ekki sé langt um liðiö frá því að Bílabúð Benna tók við umboði fyrir Daewoo hér á landi, eða liðlega ár, hafa þessir kóresku bílar náð ágætri fótfestu hér á landi. í boði hafa verið þrjár gerðir: minnstur er Lanos, þá kemur Nubira og loks Leganza. Um þessa helgi slær Bílabúð Benna tvær flugur í einu höggi: kynnir endurbætta gerð miðbílsins, Nubira II, og opnar um leið nýjan, bjartan og glæsilegan sýningarsal fyrir nýja bíla að Vagnhöfða 23, þar sem verkstæði fyrirtækisins var áður til húsa. Nýtt útlit Við fyrstu sýn virðist ekki mikil breyting frá þeirri Nubira sem ver- ið hefur á markaði fram að þessu en þegar betur er að gáð er breytingin nokkur. Það er bæði búið að breyta fram- og afturenda bílsins, þó mun meira að framan. Þar eru ný og stærri ljós, breytt grill og brotlína í vélarhlíf. Með þessu er heildarsvip- urinn kominn nær best búna bíln- um, Leganza, og í heild nær fólks- bílalínu Daewoo í heild. Þessi leið, að breyta bílum ekki mikið í útliti þótt breytingar í heild séu töluverðar, er að færast í vöxt hjá bílaframleiðendum. Skemmst er þar að minnast nýs Opel Vectra sem kynntur var á liðnum vetri, nýr bíll frá grunni en með svipað útlit og sá fyrri. Keppir í sterkum flokki Nubira II keppir i sterkum flokki því miðað við stærð og búnað er • Stationgerð Nubira hefur átt sérstökum vinsæidum að fagna, enda vel búinn bíll á góðu verði. billinn í efri millistærðarflokki, D- Qokki, en þessi Qokkur nær yfír 19% sölu fólksbíla i Evrópu. í þess- um Qokki seljast hefðbundnir fólks- bílar best, eða 37%, station-bQar 28% og 5 hurða bílar 28%. Helstu keppinautamir í þessum Qokki eru Opel Vectra, Toyota Avensis, Hyundai Elantra og Nissan Primera. Meira rýmj og betri i akstri Minni breyting er á afturenda en í heild hefur bíllinn yfir sér fágað yfirbragð. Að inn- an ber mest á nýju mæla- borði en sæti hafa verið end- urbætt og klæðning innan á hurðum er endurbætt. Höfuðrými hefur einnig verið aukið. Til aukinna þæginda er búið að færa stjómtakka fyrir rafstýrðar rúðuvindur frá miðjustokknum í armpúða í hurðaspjöldum en armpúðamir sjálfir em einnig stærri. Bíllinn er líka þægilegri í akstri, sem mátt reyna í stuttum kynning- arhring á dögunum, en fjallað verð- ur nánar um aksturseiginleika eftir reynsluakstur á næstunni. Þó kom það strax í Ijós á þessum stutta hring að hljóðeinangrun hefur verið bætt verulega og bíllinn því vemlega hljóðlátari. Meðal þess sem hefur ver- ið endurbætt er vökvastýri sem er nýtt og eykur tilQnn- ingu fyrir veginum og akst- ursaðstæðum og einnig em fullkomnir gashöggdeyfar komnir til að taka betur við ójöfnum í akstri. Með þessu nýtist fjöðrunarbúnaðurinn, sem hannaður er hjá sport- bílaframleiðandanum Lotus, enn betur. Enn eitt sem eykur þæg- indi í akstri er að í Nubira II eru komnir loftstokkar sem beina loftstraumi frá mið- stöð og loftræstingu beint til aftursætisfarþega, jafnt og til þeirra sem sitja í fram- sætum. Þeir sem sitja í aft- ursætinu eru einnig komnir með armpúða á milli sín til þæginda. Mesta breytingin í útliti er að framan en þar setja ný Ijós, nýtt grill og nýtt form á vélarhlíf mestan svip á bílinn Goður staðalbúnaður Nubira II er vel búinn bíll hvað varðar staðalbúnað. SX-gerðin er með 1,6 lítra vél, 106 hestaQa, hraða- tengt aQstýri, ABS-hemlalæsivöm frá Bosch með EBD, samlæsingar með þjófavöm og fjarstýringu í lykli, tvo loftpúða, álfelgur að eigin vali, 140 vatta hljómkerQ með geislaspilara og útvarpi og sex há- töluram, sjálfvirka stýringu á mið- stöð og loftræstingu (air condition- ing), rafdrifna og upphitaða hliðar- spegla, hæðar- og veltistillingu á marga vegu á ökumannssæti, auk stillingar á stuðningi við mjóbak, hæðarstillingu á öryggisbeltum við framsæti, 40/60 skiptingu á aftur- sætisbaki, þokuluktir, viðaráferð á mælaborði, hólf milli framsæta, lit- að gler, hæðarstillingu á ökuljósum, samlita stuðara og taumottur. Stationbíllinn er með farangurshlíf og farangursnet á milli farmrýmis og farþegarýmis. Hvað varðar öryggi era öQugir styrktarbitar í öllum fjórum hurð- um. Nubira II er galvanhúðaður til að standast ryðtæringu og með is- lenskri ryðvörn að auki með 3ja ára ábyrgð. CDX-gerðin er til viðbótar viö SX- bílinn með 2,0 lítra, 133 hestaQa vél og diskahemla á öllum hjólum. Enn á góðu verði Eitt helsta tromp Nubira var hve bíllinn var á góðu verði miðað við markaðinn í heild. Þótt verðið haQ færst upp á við með Nubira II er bíllinn enn á góðu verði því 1,6 lítra SX-fólksbíllinn er á 1.449.000 krónur en CDX með 2,0 lítra vélinni er á 1.698.000. Stationbíllinn er í SX-gerð á 1.490.000 krónur en CDX er á 1.780.000. Sjálfskipting lyQir verðinu í öllum gerðum um 100.000 krónur. Nýr sýningarsalur Jafhframt því að framsýna nýjan Nubira II kynnir Bílabúð Benna nýjan bjartan og glæsilegan sýning- arsal fyrir nýja bíla þar sem verk- stæði fyrirtækisins var áður til húsa við Vagnhöfðann. Búið er að Qytja þann rekstur á tvo staði í ná- grenninu, breytingaverkstæðið er sér og stórt þjónustuverkstæði er skammt frá. Auk þess er Bílabúð Benna með standsetningu á nýjum bílum á enn öðrum stað á Ártúns- höfðanum, auk bílasölu fyrir notaða bíla þar sem Bifreiðaeftirlitið var eitt sinn til húsa. Formleg opnun nýja sýningarsal- arins er nú um helgina með sýn- ingu á nýjum Nubira II í dag, laug- ardag, frá kl. 10 tQ 17, og á morgun, sunnudag, frá kl. 13 til 17, og verður jafnframt boðið upp á veitingar.-JR Toyota í Evrópu: 50.700 pantanir á Yaris á tveimur Viðtökumar við nýja smábílnum frá Toyota, Yaris, hafa farið fram úr björt- ustu vonum framleiðendanna. Þegar hafa 50.700 bílar verið pantaðir í Evrópu- löndum í kjölfar þess að bíllinn var sett- ur á markað um miðjan marsmánuð. Þegar í mars, áður en salan hófst opin- berlega, höfðu um 20.000 væntanlegir kaupendur fest sér þennan nýja Yaris og þetta hélt áfrarn í apríl en þá bættust 31.000 pantanir við. Salan hefur farið fram úr áætlunum á öllum markaðssvæðum í Evrópu. Eftir- spumin er mest á Ítalíu en þar bíöa 10.000 pantanir afgreiðslu. Bretland er næst með 5.100 pantanir, Þýskaland 4.600, Holland 3.700, Frakkland 3.300, Grikídand 3.200, Austurríki 2.400 og Portúgal 2.100. Sú ákvörðun að allir umboðsmenn ættu bíla á lager þegar salan hófst virðist hafa skilað sér vel því þegar hafa 22.000 Yaris-bílar komist í hendur nýrra eig- enda „Við erum hæstánægðir með þessar viðtökur," segir Juan Jose Diaz Ruiz, einn aðalstjómenda sölu- og markaðs- mánuðum sviðs Toyota í Evrópu. „í kjölfar góðrar viðtöku fjölmiðla áttum við von á góðri sölu en eftirspumin fór langt ffarn úr vonum okkar sem sýnir að skemmtileg hönnun, mjög rúmgott innanrými og há- þróuö WT-I vélin, ásamt öðram tækninýjungum í bíl í þessum stærðar- flokki, hefúr hlotið hljómgrunn meðal kaupenda í Evrópu," segir hann og bætir Toyota Yaris: Salan hefur farið fram úr björtustu vonum Toyota á öllum markaðssvæðum Evrópu. við að þeir ætli að selja 600.000 bíla af öll- um gerðum Toyota í Evrópu á þessu ári og góðar viðtökur Yaris styrki þá fyrir- ætlan. -JR Mazda 1211.3 '94 Ek. 57. þús. 4d. 5g. Samlæsingar, spoiler. Tilboðsverð kr. 570.000 Opel Astra Station 1.6GL '97 Ek. 44. þús. 5g. dráttarbeisli, samlæsingar. Tilboðsverð kr. 1020.000 tstraktor BÍLAR FYRtR AUA ‘SSTlr Smiðsbúð 2 • Garðabæ • Sími 5 400 800 Fiat Punto 1.2 '97 VW Golf 1.8 GL '94 Ek. 26. þús. 5d. 5g. ABSJoftp. Ek. 106. þús. 5d. 5g. samlæsingar. álfelgur, spoiler, hlífar. Tilboðsverð kr. 820.000 Tilboðsverð kr. 740.000 Suzuki Baleno GL '96 Ek. 30. þús. 3d. 5g. rafm.rúður, 2 loftpúðar. Tilboðsverð kr. 820.000 MMC Lancer St. 4X4 '93 Ek. 65. þús. 5g. rafm. í rúðum, samlæsingar o.fl. Tilboðsverð kr. 870.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.