Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 3
21 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 1999 Sport Get ekki gengið - Andri Sigþórsson 5 næstu vikur á sjúkrahúsi, spilar varla meira í ár Andri Sigþórsson, knattspyrnu- maðurinn efnilegi úr KR, leikur lík- lega ekki meira með Vesturbæingum i úrvalsdeildinni i sumar. Andri var fluttur á Landspítalann fyrir helgina og þarf að dvelja þar næstu fimm vikurnar í það minnsta. Hann getur ekki gengið, en læknar hafa ekki fundið út hvað er að. „Það eru bólgur við lífbeinið, og það er jafnvel eitthvað að beininu sjálfu. Þetta er einhvers konar sýk- ing. Ég ligg hér með sýklalyf í æð og get ekki gengið, varla hreyft lappirn- ar, og þarf hjálp til að komast fram úr rúminu. Það versta er að læknarn- ir vita ekki hvað þetta er, en væntan- lega nota þeir þessar fimm vikur sem ég á að liggja héma til að finna út úr því með rannsóknum," sagði Andri þegar DV ræddi við hann í gær. Píndi mig áfram og bruddi bólgueyðandi Andri telur að líkamlegt álag sé að koma honum í koli, hann hafi ein- faldlega ekki getað meira. „Ég er búinn að spila meiddur síð- an í leiknum við Leiftur í deildabik- arnum í vor. Ég hef pínt mig áfram, bruddi bólgueyðandi til að reyna að vinna á sársaukanum en var alltaf með verki. Ég tel að líkaminn hafi einfaldlega sagt stopp, ég hafi verið búinn að ofgera mér,“ sagði Andri. Andri hefur verið óheppinn með meiðsli á ferlinum og misst mikið úr þó árin séu aðeins 22. „Það hefur alltaf eitt tekið við af öðru. Nú var ökklinn orðinn nokkuð góður, en þá kom þetta til. En ég mun ekki gefast upp og ætla að standa þetta af mér eins og annað. Það er þó nokkuð ljóst að ég leik ekki knatt- spymu í sumar nema mikil breyting eigi sér stað,“ sagði Andri Sigþórsson að lokum. Brotthvarf Andra er geysilegt áfall fyrir KR-inga. Hann hefur verið þeirra hættulegasti sóknarmaður og skoraði 3 mörk í fyrstu þremur um- ferðum úrvalsdeildarinnar. -VS íslensk náttúra var í aðalhlutverki á Arctic Open, enda er mótið orðið frægt víða um heim fyrir sérstöðu sína og um- gjörð. Þessi kylfingur mundaði kylfuna á Jaðarsvelli og sló kúluna inn í sólarlagið. DV-mynd Anton Brink Arctic Open á Akureyri; Heimapiltar bestir íí) HOREGUR Jp. .... Odd Grenland - Rosenborg .... 0-0 Lilleström - Molde...........0-1 Moss - Brann..................0-2 Skeid - Bodö/Glimt............1-3 Stabæk - Viking ..............3-1 Tromsö - Strömsgodset ........3-2 Rosenborg 12 9 2 1 /33-8 29 Molde 12 8 2 2 20-8 26 Brann 12 8 0 4 22-19 24 Stabæk 12 7 2 3 28-16 23 Lilleström 12 7 2 3 26-19 23 Tromsö 12 6 2 4 32-21 20 Odd Grenl. 13 5 2 6 15-26 17 Bodö 13 4 2 7 24-31 14 Viking 12 4 1 7 17-18 13 Válerenga 11 4 1 6 15-19 13 Skeid 13 4 1 8 14-30 13 Moss 13 4 0 9 19-28 12 Strömsg. 12 3 1 8 17-30 10 Kongsving. 11 3 0 8 14-23 9 Tvö frá Tryggva Tryggvi Guðmundsson hélt í gær uppteknum hætti og skoraði tvívegis fyrir Tromsö þegar lið- ið sigraði Ströms- godset, 3-2, í norsku A-deild- inni. Tryggvi þótti með bestu mönnum vallar- ins. Hann hefur þá gert 6 mörk i síðustu tveimur leikjum því hann gerði fjögur í bikarleik síð- asta miðvikudag. Alls er Tryggvi kominn með 16 mörk á tímabil- inu, 7 í deild og 9 í bikar. Tryggvi kom Tromsö í 1-0 á 13. mínútu og síðan í 2-1 á 30. mínútu. Það var svo hinn eftir- sótti Rune Lange sem skoraði sigurmark norðanmanna um miðjan síðari hálfleik. Stefán Gíslason lék síðustu 10 mínút- urnar með Strömsgodset en Val- ur bróðir hans var ekki með. Helgi og Ríkharður skor- uðu báðir Stabæk lagði Viking, 3-1, í ís- lendingaslag í Osló, og þar komu tvö íslensk mörk í viðbót. Helgi Sigurðsson kom Stabæk yfir á 13. mínútu en það var síðan Rík- harður Daðason sem gerði mark Viking, minnkaði þá muninn í 2-1 í lok fyrri hálfleiks. Fjórir ís- lenskir landsliðsmenn léku leik- inn, til viðbótar voru það Pétur Marteinsson með Stabæk og Auðun Helgason með Viking, og spiluðu allir til enda. Rúnar Kristinsson lék vel með Lilleström sem tapaði ósann- gjarnt fyrir Molde, en Heiðar Helguson var ekki með. -VS Það voru heimamenn sem röðuðu sér í efstu sætin á Arctic Open-golf- mótinu sem haldið var á Akureyri í fjórtánda skipti og lauk aðfaranótt laugardagsins. Birgir Haraldsson lék mjög vel og sigraði á 143 högg- um, einu yfir pari valiarins, en næstir komu Sigurpáll Geir Sveins- son á 148 og Ómar Halldórsson á 149 höggum. Þeir eru allir úr Golfklúbbi Akureyrar sem hélt mótið að vanda. Mótið sjálft hófst á fimmtudags- kvöld og lauk aðfaranótt laugar- dags. Sjálf dagskráin stóð hins veg- ar frá miðvikudegi og fram á laug- ardagskvöld. Þátttakendur voru alls 176, þar af um 60 erlendir sem komu frá átta löndum. Flestir frá Banda- ríkjunum og Bretlandi en einnig voru keppendur mættir frá Dan- mörku, írlandi, Hollandi, Þýska- landi, Suður-Afríku og Japan. Vandamálin leyst með bros á vör „Þetta gekk allt virkilega vel, enda er fólk hér komið með mikla reynslu og kann vel til verka. Veðr- ið var stórfenglegt fyrri nóttina og náttúran skartaði sínu fegursta fyr- ir erlendu gestina, en seinni nóttina var sólskinið frekar blautt. Þetta er alvörumót, eins og sést á árangri þeirra bestu, en hinsvegar er það ekki jafn formfast og venjuleg golf- mót og lausara um suma hluti. Menn taka fyrst og fremst með sér góða skapið og leysa með bros á vör öll vandamál sem upp kunna að koma,“ sagði Kolbeinn Sigurbjörns- son, mótsstjóri á Arctic Open, í sam- tali við DV. Hrafnkell Túliníus, GO, sigraði í keppni með forgjöf á 130 höggum nettó, einu höggi minna en Jim Hanley frá Bandaríkjunum. Fremst kvenna án forgjafar varð Erla Ad- olfsdóttir, GA, sem lék á 170 högg- um og varð í 28. sæti. -VS Bficmd í Davið Þorsteinsson, blakmaður úr KA, mun spila með ÍS næsta vetur. Hann er á leið í nám við Háskóla ís- lands i Reykjavík. Andri Þór Magn- ússon úr KAfetar líklega í fótspor hans en gæti þó farið til Noregs í nám og spilað með þarlendu liði. Heiómar Felixson, handknattleiks- maður úr Stjömunni, tekur væntan- lega fram knattspyrnuskóna á ný til að styrkja Þórsara, sem eru í erfiðri stöðu í 2. deildinni. Heiðmar lék með Þór í 1. deildinni í fyrra. Jón Baldvinsson, sendiráðsprestur í London, mætti í tíunda skiptið á Arctic Open-golfmótið á Akureyri og stóð sig með sóma, varð í 25. sæti. Jón hélt forkeppni í London og kom með hóp Breta með sér á mótið. Rúnar Geir Gunnarsson, NK, vann tvöfaldan sigur bæði með og án for- gjafar í opna Eimskip-golfmótinu sem var haldið á Nesvellinum 26. júní. Ingólfur Pálsson varð annar og Þórður Ágústsson þriðji en allir eru þeir í Nesklúbbnum. Pjetur Sigurðsson verður fjórði dómari, eða varadómari, á leik IA og Lokeren i Intertoto-keppninni á Akranesi þann 10. júli. Dómaratríóið kemur annars frá Finnlandi og Mika Peltola dæmir leikinn. Jon Skjervold frá Noregi dæmir fyrri leik liðanna í Belgíu næsta laugardag. Ingólfur Gissurarson sigraöi í karlaflokki og Bryndis Ernstsdóttir í kvennaflokki í Mývatnsmaraþoninu á laugardag en það var jafnframt fs- landsmótið i greininni. Bryndís hafði yfirburði í kvennaílokki en Ingólfur vann karlaílokkinn eftir harða keppni við Lárus Thorlacius og Sig- uró Pétur Sigmundsson sem urðu í tveimur næstu sætum. Marta Ernstsdóttir (til hægri), systir Bryndísar, sigraði i hálfu maraþoni kvenna og Jósef Magnússon í hálfu maraþoni karla. ívar Trausti Jósa- fatsson og Fríða Rún Þóróardóttir sigruðu í 10 km hlaupi í Mývatnsmaraþoninu. Brynjar Björn Gunnarsson og fé- lagar í Örgryte gerðu 0-0 jafntefli við Trelleborg í sænsku A-deildinni í knattspyrnu í gær. Örgryte tókst þar með ekki að endurheimta toppsætið. Helsingborg er þar með 25 stig en Ör- gryte 23. Brynjar Björn hefur leikið mjög vel það sem af ér tímabilinu og sam- kvæmt heimildum DV fylgist þýska B-deildarliðið Hannover grannt með frammistöðu hans. -JJ/ÓÓJ/VS ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG V INTER SPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.