Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 1999 23 Sport DV Ekki að bjóða í Helga Colin Todd, framkvæmdastjóri enska knattspymufé- lagsins Bolton, neitaði því í enskum fjölmiðlum um helg- ina aö hann væri í þann veginn að bjóða í Helga Kolviðs- son, íslenska landsliðsmanninn hjá Mainz í Þýskalandi. „Ég hef séð nafn Helga á blaði en veit ekki meira um hann,“ sagði Todd, sem þekktur er fyrir að tala ekki af sér um leikmannakaup sín. Sagt er að Helgi sé metinn á tæpar 100 milljónir króna. -VS Spilum góðan fótbolta Háværar raddir hafa verið á Akureyri um að heitt sé undir Einari Einarssyni, þjálfara 1. deildarliðs KA i knattspyrnu. Einar segir hins vegar að þjálfaraskipti séu örugglega ekki á döfinni. „Við spiluðum góðan fótbolta gegn Fylki og sköpuðum okkur tækifæri en fengum ekki það sem við áttum skilið. Við æfðum við mjög erfiðar að- stæður hérna í vor og þurftum að bíða eftir völlunum okkar þar til í þessari viku,“ sagði Einar við DV. -JJ Markmannsmál KVA leyst Mikil vandræði hafa verið í markmannsmálum knattspyrnuliðs KVA og það sem af er þessu tímabili hafa fjórir menn varið mark þeirra. Þessi vandræði voru leyst á fostudag með tilkomu nýs markmanns, Júgóslavans Zoran Stojadihovic. Zoran spilaði ágæt- lega í sigri KVA á Þrótti R. í 1. deildinni á laugardag. „Þessi mark- maður er kominn til að vera,“ sagði Róbert Haraldsson, fyrirliði KVA, um nýja markmanninn. Til stóð að fá makedónískan lands- liðsmarkmann, en hann reyndist of dýr fyrir Austfirðinga. -ÍBE Þolin- mæði - þegar KVA skellti Þrótti R., 0-1 0-1 Veigur Sveinsson (62.) Þróttarar tóku á móti KVA á Val- bjamarvelli á laugardag í sól og golu. Það voru heimamenn sem byrjuðu betur og stjómuðu algjör- lega leiknum og leit út fyrir að þeir ættu auðveldan sigur fyrir höndum. Svo var ekki því baráttuglaðir KVA- menn gáfust aldrei upp, spiluðu vömina flekklaust og byggðu leik sinn upp á hröðum skyndisóknum. Þróttarar spiluðu boltanum oft mjög skemmtilega á milli sín og var vörn þeirra örugg, miðjan sterk, en allt bit vantaði í sóknarleikinn. KVA-menn spiluðu fyrri hálfleikinn skynsamlega á móti golunni, lágu aftarlega og biðu átekta eftir því að Þróttarar gerðu mistök. í síðari hálfleik héldu Þróttarar áfram að stjórna leiknum, en án ár- angurs. Þolinmæði KVA-manna bar hins vegar árangur er þeir upp- skáru mark eftir homspyrnu. Það var Veigur sem skoraði ömgglega eftir mikið þóf í markteig Þróttara. Eftir markið sóttu Þróttarar gifur- lega stíft en uppskám aðeins stangar- skot og fóru því niðurlútir af velli þegar flautað var til leiksloka. KVA fagnaði hins vegar öðram sigri í röð. „Við börðumst eins og menn, ail- ir fyrir einn. Þegar þeir voru að brenna af þessum fæmm þá sá ég að við áttum þrjú stigin í dag. Þessi deild er nú þannig að það geta allir unnið alla, nema kannski Fylkis- menn, þeir era stöðugastir,“ sagði Róbert Haraldsson, fyrirliði KVA, eftir leikinn. Vörn KVA spilaði öll mjög vel ásamt Sigurjóni Bjöms- syni og Róbert. Hjá Þrótti voru Páll Einarsson, Fjalar Þorgeirsson og Kristján Jónsson bestir. Maður leiksins: Róbert Har- aldsson, KVA. -ÍBE Þjófnaður - þegar Víðir jafnaði gegn Dalvík 1-0 Grétar Einarsson (12.), 1-1 Örvar Eiríksson (56.), 1-2 Atli Viöar Björnsson (60.), 2-2 Grétar Einarsson (90.) Víðismenn vora sannarlega heppnir þegar þeir náðu jafntefli, 2-2, gegn frískum Dalvíkingum í Garð- inum í 1. deildinni á laugardag. Eftir góða byijun þar sem Grétar skoraði gott mark eftir frábæra sendingu frá Antoni Stissi datt allur botn úr leik Víðismanna. Norðanmenn tóku leikinn algerlega í sínar hendur og og á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik skoruðu þeir tvö mörk. Á síðustu sekúndum leiksins átti Gunnar Sveinsson gott skot að marki Dalvíkinga, Atli Már Rúnarsson sló boltann í stöngina og þar kom Grétar og potaði honum yfir marklínuna. Grétar Einarsson sagði að Víðismenn hefðu verið mjög heppnir að ná einu stigi. Magni Blöndal, þjálfari Víðis, sagði að það væri ljóst að það þyrfti aö vinna i ýmsum málum ef liðið ætti að standa undir þeim væntingum sem hann og forráðamenn gerðu. Jónas Baldursson, þjálfari Dalvíkinga, var ánægður með leikinn að mörgu leyti og sagði að ef hans menn næðu að spila svona áfram þá færu stigin að detta inn. Þeir ætluðu ekki að vera farþegar í þessari deild. Maður leiksins: Grétar Einarsson, Víði. -KS Vignir Sverrisson og aðrir Þróttarar urðu að sætta sig við tap gegn KVA á laugardag. Vignir sést hér í baráttu við leikmann KVA á meðan félagi hans horfir á. KA komið á botninn ö-l Gunnar Pétursson (5.) 0-2 Finnur Kolbeinsson (43.) KA situr á botni 1. deildar en Fylkir er í þægilegri stöðu á toppn- um eftir 0-2 sigur Árbæ- inga á Akureyri á fostu- dagskvöldið. KA-menn vora frekar óheppnir. Það gekk ekk- ert upp sem þeir ætluðu að gera. Þeir áttu þó sín færi í leiknum sem þeir náðu ekki að nýta. Fylkis- menn voru skipulagðir í varnarleiknum og það sem fór úrskeiðis náði Kjartan Sturluson að verja eða þá að KA-menn skutu fram hjá. Maður leiksins: Kjartan Sturluson, Fylki. -JJ Líflegt í Borgarnesi 0-1 Jón Þór Eyjólfsson (8.) 0-2 Sævar Gíslason (36.) 1- 2 Hjörtur Hjartarson (40.) 2- 2 Hjörtur Hjartarson (44.) 2- 3 Heiðar Ómarsson (56.) 3- 3 Guðlaugur Rafnsson (81.) Skallagrímur og ÍR skildu jöfn, 3-3, i bráðfjör- ugum leik í 1. deildinni í Borgarnesi á fóstudags- kvöld. í heildina voru úr- slitin sanngjörn, ÍR var meira með boltann en Skallagrímur fékk hættu- legri færi og átti tvö skot í slá og eitt í stöng. Nýju mennirnir, Aleksander Linta og Andrés Jónsson, styrkja Borgnesinga greinilega talsvert og Hilmar var mjög hættuleg- ur ásamt Hirti. Sævar var fremstur í jöfnu liði ÍR. Maður leiksins: Hihnar Hákonarson, SkaUagr. -EP ít*f »• DEILD KARLA Fylkir 6 5 0 1 12-7 15 ÍR 6 3 2 1 16-13 11 Stjarnan 6 3 12 13-8 10 FH 6 3 0 3 15-11 9 Víöir 6 2 2 2 12-14 8 Skallagr. 6 2 13 11-12 7 Þróttur R. 6 2 13 6-7 7 KVA 6 2 13 10-17 7 KA 6 12 3 6-8 5 Dalvík 6 12 3 8-12 5 Markahæstir: Hörður Magnússon, FH . . . 6 Grétar Einarsson, Viöi . . .5 Hjörtur Hjartarson, SkaUagrími . 5 Sævar Þór Gíslason, ÍR . .. . 5 Heiöar Ómarsson, ÍR .. . . . 4 Kári Jónsson, Víði . 4 í 7. umferð, 1. Og 2. júlí mætast: Dalvík-Stjaman, FH-KA, Fylkir- Þróttur R., ÍR-Víðir og KVA-Skalla- grímur. Stjarnan vann í höröum leik 1-0 Reynir Bjömsson (20.), 1-1 Höröur Magnússon (50.), 2-1 Boban Ristic (69.), 3-1 Dragoslav Stojanovic (73.), 4-1 Boban Ristic (90.) Það voru frískir Stjörnumenn sem tóku á móti grönnum sínum, FH-ingum, i Garðabæ á föstudags- kvöld og sigruðu, 4-1. Eftir margar góðar sóknir Stjöm- unnar var Boban felldur innan vita- teigs FH og Reynir skoraði öragg- lega. Eftir markið færðist heilmikil harka í leikinn og bæði lið gerðu sig sek um slæm brot. Stjörnumenn héldu áfram að sækja í síðari hálfleik en náðu ekki að skora. í stað þess sótti Hörður upp hægri kantinn og skoraði glæsi- legasta mark leiksins og jafnaði þar með metin. Stjörnumenn gáfust ekki upp, héldu áfram að sækja og uppskáru þrjú mörk til viðbótar í afar sanngjörnum sigri á FH. Maður leiksins: Boban Ristic, Stjörnunni. -ÍBE Unnin og topuð stig - hjá Eyjamönnum og Víkingum í harðri baráttu liðanna um hvert stig Eyjamenn komu aftur ann- an leikinn í röð eftir að hafa lent undir og unnu nú Vík- inga, 1-2, í Laugardalnum á föstudagskvöld í frekar slök- um knattspymuleik. Nýliðar Víkinga, sem fengu á sig stigamark þriðja leikinn í röð, léku oft ágæt- lega á köflum og höfðu vissu- lega rétt á öðra stiginu þegar upp var staðið. Samtals hafa þessi 3 stigamörk kostað liðið 7 dýrmæt stig í harðri bar- áttu fyrir lífinu í deildinni. Eyjamenn voru með útivallar- hrollinn í upphafi leiks enda aðeins unn- ið 2 af síð- ustu 9 úti- leikjum og má segja að klaufaleg og grátleg mis- tök Gunnars Magnússonar og Þorra Ólafssonar varnar- manns á 18. mínútu leiksins hafi komið þeim inn í leikinn. Á þeim tíma virtist sem liðið væri kom- ið í þrot hvað stemningu og leikgleði varðar en fengu þar mark nánast gefins og björg- uðu svo stigunum þremur. Stigin þijú eru annað gleði- efni Eyjamanna frá þessum leik, hitt er að í síðustu tveimur leikjum hafa þeir í fyrsta sinn í þjálfarasögu Bjarna Jóhannssonar náð að vinna sig út úr því að lenda 0-1 undir og vinna. Leikur liðsins var hins vegar ekki sannfærandi. -ÓÓJ Q.0 Þrándur Sigurðsson (13.) v v afgreiddi inn skallasendingu Sváfnis Gíslasonar alirir á markteig eftir háa sendingu Hauks Úlfarssonar. Q.Q Guóni Rúnar Helgason " ” (18.) sendi boltann í autt mark eftir grátleg mistök og misskilning Gunnars markvarðar og Þorra. 0_ A Gudni Rúnar Helgason (62.) ” með fallegum skutluskaiia úr miðjum teig eftir írábæra fyrirgiöf fvars Bjarklind frá hægri. Víkingur 1 (1) - ÍBV 2 (1) Gunnar Magnússon - Lárus Huldarsson, Þorri Ólafsson, Þrándur Sigurðsson Arnar Hallsson - Bjami Hall Colin McKee (Valur Olfarsson ® 60.), Haukur Úlfarsson, Alan Prentice (Amar Hrafn Jóhannsson 60.) - Sumarliði Ámason @, Sváfnir Gíslason @ (Daníel Hjaltason 70.). Gul spjöld: Amar Hallsson. Birkir Kristinsson - fvar Bjarklind @, Zoran Miljkovic, Kjartan Antonsson @, Hjalti Jóhannesson - Allan Mörköre @ (Goran Aleksic 74.), ívar Ingimarsson, Guðni Rúnar Helgason @, Baldur Bragason @, Rútur Snorrason (Bjarni Geir Viðarsson 74.) - Steingrímur Jóhannesson. Víkingur - ÍBV Víkingur - ÍBV Markskot: 11 11 Horn: 6 4 Áhorfendur: 662. Völlur: Góður Dómari: Kristinn Jakobsson, röggsamur og góður. Maður leiksins: Ivar Bjarklind, ÍBV Lék vel i vörn ÍBV og ógnaði með góðum sendingum og hlaupum. Víkingur:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.