Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 6
24 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 1999 MÁNUDAGUR 28. JtÍNÍ 1999 25 Sport menn tóku veðrinu með jákvæðu hugarfari og úr varð góð fjölskylduskemmtun Aron Gunnarsson hjá Þór var skorfastastur hjá yngri strákunum og Kolbeinn Sigþórsson, Víkingi, hjá þeim eldri. DV, Eyjum Eruð þið héma til að læra? var sagt í hálfkæringi við nokkra liðsmenn íslands- og bikarmeistara ÍBV sem fylgdust með úrslitaleikjunum í Shell- mótinu í Eyjum í gær þar sem áttust við strákar úr 6. flokki. Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, greip spurninguna á lofti og sagði: „Já. Það er eitt sem við getum lært af þessum strák- um, það er leikgleðin sem við sjáum í hverjum einasta leik.“ Þar lýsti Hlynur í einni setn- ingu því sem er aðall Shell- mótsins í Eyjum. Það er sama hverning vindar blása og þó rigni eins og hellt sé úr fótu, strákarnir leika sinn fótbolta eins og ekkert sé og það með hjartanu. Sextánda mótið Þetta er í 16. sinn sem Shell- mótið er haldið og að þessu sinni var voru þátttakendur um 1000, fararstjórar um 200 og áætla mótshaldarar að um 800 foreldrar og aðrir aðstandendur fylgi liðunum þannig að um 2000 manns eru staddir í Eyjum mótsdagana. Þó knattspyrnan sé í öndvegi eru farið í leiki, boðið upp á kvöldvöku, sigl- ingu, skoðunarferðir, grill- veislu og ekki má gleyma móts- setningunni þar sem strákamir ganga fylktu liði um götu bæj- arins að Týsvöllinn þar sem safnast er saman. Herlegheitunum lýkur svo með lokahófi þar sem veitt eru verðlaun fyrir góðan árangur. Þau falla í hlut hinna útvöldu en enginn fer án verðlaunapen- ings frá Eyjum því allir þátttak- endur fá verðlaunapeninga. Héldu sínu striki Mótið hófst á fimmtudaginn í þokkalegu veðri en á fostudag- inn var hífandi rok og rigning sem gerði mótshöldurum og að- standendum strákanna erfitt fyrir, en strákamir héldu sínu striki. „Þetta hefúr allt gengið vel þó við fengjum þetta leið- indaveður á föstudaginn," segir Björn Elíasson, annar fram- kvæmdastjóri mótstins. „Menn tóku veðrinu með já- kvæðu hugarfari í rigningunni og hvassviðrinu. Það kom ekk- ert upp á en við urðum að end- urskipuleggja dagskrána lítils háttar og það gekk vel. Það er gaman að sjá að alltaf fjölgar foreldrum sem fylgja strákun- um og nú er maður farinn að sjá afa og ömmur. Það er greini- legt að mótið er að þróast upp í að vera frekar fjölskyldu- skemmtun en hreint knatt- spymumót. Er það jákvæð þró- un,“ sagði Björn. Orkan til staðar Foreldrar sem DV ræddi við tóku í sama streng og voru und- antekningalaust ánægðir með skipulag mótsins. Sjálflr eru strákamir ánægðir og ánægð- astir með að fá þetta tækifæri til að spila fótbolta. Hvert lið lék sjö leiki nema liðin sem komust í úrslit, þau léku átta leiki. Það segir sig sjálft að þessi leikjafjöldi kostar mikla orku en hún er til staðar og miklu meira en það. Þessi orka, leikgleði, gott skipulag og góðar aðstæður í Eyj- um hafa gert Shellmótið að ein- um af stærstu íþróttaviðburðum ársins. Mótið stóð undir þessum væntingum og hikstaði hvergi. - Shellmótið í Vestmannaeyjum Texti: Rútur Snorrason Myndir: Ómar Garðarsson Sport Hár-rauðir HK-ingar settu skemmtilegan svip á mótið um helgina. Tveir Haukastrákar einbeittir á svip að fylgjast með sínu liði keppa gegn ÍA í hörkuspennandi leik í undanúrsiitum. Móðir úr Stjörnunni: Til fvrirmyndar Unnur Pétursdóttir var á sínu fyrsta Shellmót og þegar við náðum af henni tali var hún að fylgjast með stráknum sínum spila með C-liði Stjörnunnar. - Nú er þetta þitt fyrsta skipti á þessu móti, hvemig líkar þér? „Mér hefur líkað alveg mjög vel og það er alveg frábært hvað allt iöar hér af lífi og fjöri." - Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart hér í Eyjum? „Nei, í rauninni ekki. Ég er bara mjög ánægð með þetta sem af er og mér finnst skipulagningin vera al- veg til fyrirmyndar." - Hvaða lið telur þú vera sigurstranglegust á mótinu? „Ég tel mig ekki vera al- veg færa um að meta það, þar sem ég hef fylgst með svo fáum leikjum og þá bara hjá Stjörnunni." - Verður stefnan tekin á Shellmótið á næsta ári? „Já, það er ekki spuming. Strák- urinn minn er á yngra ári, þannig að ég mun mæta hingað á næsta ári líka,“ sagði Unnur Pétursdóttir. FH-strákar sem spiluðu frábærlega á mótinu og giöddu augað hjá áhorf- endum. ívar Erik Yoeman úr Breiðabliki: Keiko sýndi sig Ivar Erik Yeoman er í C-liði Breiðabliks og var á sínu fyrsta Shellmóti. ívar er vinstri kantmaður og hafði gert átta mörk þeg- ar DV ræddi við hann, í öllum regnbogans litum. Hann vildi ekki gera mik- ið úr þessum mörkum sem hann hefur skorað, heldur segir hann að ár- angur liðsins skipti mestu máli. Hvernig hefur ykkur gengið? „Mjög vel, við erum búnir að spila vel og erum komnir í 8-liða úr- slit.“ - Hvemig finnst þér þjálfarinn ykkar? „Úlfar Hinriksson er að þjálfa okkur og mér fmnst hann mjög góð- ur. Hann er mjög ákveðinn og stýr- ir okkur vel.“ - Hvað er búið að vera skemmtilegast á mót- inu? „Eiginlega allt. Kvöld- vakan var skemmtileg og í bátsferðinni sáum við líka Keikó, sem var mjög gaman. Hvað er flottasta mark sem þú hefur séð? Það var markið sem Bri- an Laudrup skoraði gegn Króatíu í heimsmeistara- keppninni í fyrra. Alveg frábært mcirk! Er eitthvað skemmtilegt sem hef- ur komið upp á hjá ykkur Blikun- um á mótinu? „Já, það eru margir grallarar í hópnum og ég held að mömmur okkar verði ekkert allt of ánægðar ef ég fer að nefna einhver dæmi!“ Úrslitin í Eyjum A-lið: 1.-2. iBV - Þróttur R........5-1 Guðjón Ólafsson 2, Gauti Þorvarðar- son, Eiður A. Sigurbjörnsson, Arnór E. Ólafsson - Páll Fannar Helgason 3.-4. FH - tA ................4-2 5.-8. Fram - Víkingur ........0-3 5.-8. Breiðablik - Fylkir.....3-2 9.-24. Grindavík - Afturelding . . 0-3 Selfoss - ÍA .................1-1 Þór - Fjölnir ................4-2 Keflavík - Valur .............3-3 Haukur - KA...................3-3 KR - Njarðvík.................3-1 Leiknir R. - HK...............4-1 Stjarnan - Grótta ............3-2 Markahæstir: Bjöm Jónsson ÍA og Kolbeinn Sigþorsson, Vikingi 15. B-lið: 1.-2. Breiðablik - Víkingur . . 3-2 Jóhann B. Guðmundsson 2, Viktor V. Illugason - Arnar Ingi Bjarkason, Ernir Pétursson. 3.-4. KR - Fylkir ...........2-1 5.-8. Keflavík - Fjölnir.....0-3 5.-8. Leiknir R. - ÍA........3-0 9.-24. Grindavík - Grótta....3-3 Selfoss - Njarðvík ..........4-1 Fram - HK....................3-3 Haukar - Valur...............4-2 Stjarnan - KA ...............1-4 Þór - FH ....................3-1 ÍBV-ÍR.......................2-1 Þróttur R. - Afturelding.....3-2 Markahæstur: Örn Ingi Bjarkason, Víkingi 15. C-lið: 1.-2. Breiðablik - KR.........4-1 Símon P. Ágústsson 2, Daði Ingólfs- son, sjálfsmark - Hrafn Jónsson. 3.^.Fylkir - Fjölnir...........1-3 5.-8. Þór - Vikingur...........3-1 5.-8. Stjaman - KA ............3-1 9.-24. Haukar - Afturelding .... 2-2 Selfoss -Grótta ...............1-1 IBV-ÍA ........................2-2 Þróttur R. - HK................1-1 Keflavík - FH .................0-3 Leiknir R. - Víkingur .........0-3 Grindavík - ÍR.................1-2 Fram - Njarðvík ...............2-3 Markahæstur: Ingimar Guðbjarts- son, Rjölni 18 mörk. D-lið: 1.-2. FH - Fjölnir...........5-1 Sigmar I. Sigurgeirsson 2, Ámi G. Finnsson, Davíð Þorgilsson, Sævar I. Sigurgeirsson- Stefán Þór Mikaelson. 3.-4. KR - Breiðablik 2-2 (KR vann) Leikir um önnur sæti FH - Breiðablik.................4-2 Fjölnir - KR...................4-2 Breiðablik - KA.................1-1 Þór - ÍA........................2-3 Stjaman - Fylkir...............1-4 KR E - HK......................1-1 Þróttur R. - Leiknir R..........3-0 ÍR - Keflavík...................1-1 Haukar - ÍBV ...................0-2 Markahæstur: Óli Bjöm Karlsson, KR 13 mörk. E-lið: 1.-2. Fjölnir - Fylkir ........4-1 3.-4. FH - Stjaman.............1-0 Leikir um önnur sæti Keflavík - ÍA..................0-3 Víkingur - ÍR..................2-0 Þróttur R. - HK................3-2 Markahæstur: Bjarki Hrafn Sveins- son, Fjölni, 17 mörk. Önnur verðlaun Besti leikmaður mótsins: Rafn Haraldsson, Þrótti R. Besti markmaður mótsins: Bjarki Jónsson, Selfossi. Skothittni, eldri: Guðni Páll Krist- jánsson, FH Skothittni, yngri: Bjartmar Bjöms- son,ÍA. Vítahittni, eldri: Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Val. Vítahittni, yngri: Einar Ómarsson, Grótta. Knattrak, eldri: Sigurberg Rúríks- son, Fram. Knattrak, yngri: Amþór I. Kristins- son,ÍA. Skallaö á milli, eldri: Aron Stefáns- son og Emil Reynisson Haukum Skallað á milli, yngri: Aron Pálma- son og Brynjar Benediktsson, FH. Kappát: Hjálmar Þór Amarson, Víkingi Fimm mork Eyjastrákar í úrslitaleik B-liða gegn Þrótturum DV, Eyjum: Heimamenn úr ÍBV unnu sigur hjá A-liðum þetta árið er liðið lagði Þrótt R, 5-1, í úrslitaleik. Mikil fjöldi Eyjaskeggja var mættur á leikinn aö styðja sitt lið og einnig voru Þróttarar með sterka stuöningsmenn á bak við sig. „Við áttum þennan sigur skilið, enda erum viö búnir að spila mjög vel í mótinu. Það er alveg frábært að fá að spila hér á Hásteinsvelli og þaö er eins og ÍBV geti bara ekki tapað á þessum velli,“ sagði Amór E. Ólafsson, leikmaður með ÍBV, sem átti frábæran leik í liði heimamanna. Ætlaði að skora Blikar unnu bæði sigur í B- og C-liðum, unnu þar Víking og KR. Jóhann B. Guðmundsson skor- aði 2 mörk fyrir Breiðablik í B- leiknum og var að vonum kampa- kátur i leikslok. „Þetta var alveg frábært, við spiluðum betur og vomm ákveðnari. Ég ætlaði mér að reyna að skora í leiknum og það var meiriháttar að gera tvö mörk og tryggja okkur sigurinn," sagöi hinn efhilegi Blikamaður, Jóhann B. Guðmundsson. Loks unnu FH-ingar sigur á Fjölni í úrslitaleik D-liða. -RS Tveir brattir Akurnesingar: Nýtt Skagalag Bjöm Jónsson, 8 ára, og Ás- mundur Jónsson, 10 ára, vora í sólskinsskapi að fylgjast með félög- um sínum keppa í undanúrslitum á laugardeginum. Þeir leika með A-liði ÍA, sem sýndi góða takta. Hvernig hefur ykkur og ykkar liði gengið? „Okkur hefur gengið mjög vel og við eigum að spila viö ÍBV í undanúrslit- um.“ Bjöm er miðjumaöur og lék geysilega vel og hafði skorað hvorki fleiri né færri en 14 mörk. Ásmundur hafði einnig staðið sig vel, skorað tvö mörk og lagt upp mörg fyrir félaga sína, enda sterk- ur kantmaður þar á ferðinni. - Eruð þið ánægðir með þjálf- arann ykkar? „Já, hann hvetur okkur áfram og við lærum mikiö hjá honum.“ - Hver er ykkar uppáhalds- leikmaður? Björn: „Michael Owen í Liver- pool.“ Ásmundur: „David Beck- ham hjá Man.Utd." - Hvað er fall- egasta mark sem þið hafið séð? Björn: „Þau eru mörg öfga flott, en ég man ekki eftir neinu sér- stöku." Ás- mundur: „Það var eitt víti hjá Roberto Carlos. Hann snéri honum alveg frábær- lega i homið.“ - Er eitthvað skemmtilegt sem hefur komið upp á hjá ykk- ur á mótinu? „Já, við höfum verið að dunda okkur við að semja lög og stefnan er að vera búnir að semja nýtt Skagalag þegar mótinu lýkur.“ Sigurdans Eyjamanna Eyjamenn skemmtu sér vel eins og aðrir og tryggðu sér sigur í keppni A-liða með 5-1 sigri á Þrótti f úrslitaieiknum. Á minni myndinni eru liðin sem léku þann leik. Grindavík . -r/ ■ —J «8W9e*»» f ms Leikgleði Fararsíjóraball- ið fór fram á fostudagskvöldið og hefur það sjald- an verið flölmenn- ara. Fólk skemmti sér konunglega og var spilað fyrir dansi til klukkan flögur. Skari skrípó vann hug og hjörtu drengj- anna á kvöld- / vökunni og mátti sjá annan hvem dreng vera að æfa sig í hinum ýmsu töfrabrögðum eftir þessa frá- bæru skemmtun. Mikiö rigndi I Vestmannaeyjum í upphafi móts og voru vellimir orðnir eitt drullusvað og áttu drengirnir oft erfitt með að fóta sig á erííðum völl- unum. Drullan var orðin það mikil að fyrir einn leikinn á mótinu harðneit- aði einn drengurinn að spila i takka- skóm, heldur vildi hann fara eitt- hvert og útvega sér stígvél til að keppa í. Mikil stemning ríkti á leikjunum á mótinu og er greinilegt að liðin leggja mikið upp úr því að vera með öflug- an stuðningshóp á bak við sig. Mikil eftirvœnting var hjá strákun- um í bátsferðinni, enda vddu allir fá að sjá Keikó. Sem betur fer var Keikó í góðu skapi þessa daga og sýndi list- ir sínar fyrir strákana, sem fögn- uðu af mikilli gleði. „Þetta var bullandi varnarsigur," sagði einn pollinn þegar hann gekk af velli. Hann var ánægður með að lið hans, sem ekki hafði gengið vel, hafði ekki tapað eins stórt og i næstu leikjum á undan. Pressuliðið vann landsliðið sann- færandi, 1-3, í skemmtilegum leik. Mörk pressuliðsins skoruðu þeir Kolbeinn Sigþórsson, Vikingi, sem gerði tvö mörk og Brynjar Kristjánsson, Val, eitt mark. Eina mark landsliðsins skoraði Arnór Ingi Finnbjörnsson úr Fram. Sigurvegarar í fimmtudagsmóti innanhúss urðu eftirtalin lið: A- lið FH, B-lió FH, C-lið Breiðabliks, D-lið Fylkis. Sigurvegarar í fóstudagsmóti innan- húss urðu eftirtalin lið: A-lið KR, B- lið Fjölnis, C-lið Fjölnis, D-lið Stjöm- unnar. Grindavík hlaut útnefninguna sterkasta liöið, Víkingar unnu boð- hlaupið, ÍA og Fram voru kosin prúðustu liðin og KR og FH fengu háttvísiverðlaun KSÍ. Gylfi Sigurðsson, FH hélt bolta oft- ast á lofti meðal þeirra yngri og Eió- ur A. Sigurbjörnsson hjá ÍBV hjá eldri strákum mótsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.