Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 1999 27 Sport i>v til sambýlisfólks Hestamannafélögin Smári og Sleipnir héldu Mumeyrakappreið- ar um helgina. Hjá Sleipni er um 70 ára afmælismót að ræða. Hjá Sleipni stóð efstur í A-flokki Roði frá Egilsstaðakoti með 8,32 í einkunn. Knapi var Halldór Vil- hjálmsson en hann á Roða með Einari Her- mundssyni. í B- flokki stóð efst- ur Ólíver frá Garðsauka með 8,36. Knapi var Ólafur Ás- geirsson en eigendur era Sjöfn Jónsdóttir og Þorsteinn G. Þorsteinsson. Reynir Þ. Jóns- son sigraði í A- flokki ungmenna á Hríslu frá Nýjabæ með 7,82 og í unglingaflokki sigraði Kristinn E. Loftsson á Inga Hrafni frá Egilsstaðabæ með 8,29. í barna- flokki sigraði Sandra Hróbjartsdótt- ir á Verðandi frá Grand með 8,65. Hjá Smára stóð efstur í A- flokki Ás frá Háholti með 8,25 í einkunn. Knapi var Sigurður Ó. Kristins- son en eigandi er Már B-flokki stóð efst Kvika frá Egils- staðakoti með 8,20. Knapi var eig- andinn Birna Káradóttir sem einnig hlaut Sveinsmerki Smára fyrir prúðmannlegar reiðsýningar. Svo skemmtilega vill til aö Bima og Sig- urður Óli era sambýlisfólk en þau sýndu sem fyrr segir efstu hestana í A- og B-flokki hjá Smára. í unglingaflokki sigraði Bjarni Másson á Þramu frá Þrándarholti með 8,26. í barnaflokki sigraði Jó- hanna Þ. Magnúsdóttir á Sörla frá Skúfsstöðum með 8,42. Logi Laxdal kom með nokkra vekringa og náði sér best á strik með Freymóð frá Efsta-Dal en þeir sigraðu í 250 metra skeiði á 22,66 sek. í 350 metra stökki sigraði Lýsing- ur frá Brekku á 25,96 sek. en knapi hans var Sigfús B. Sigfús- son. -EJ Ólafur Ásgeirsson og Ólíver hæst dæmdi B-flokks hesturinn hjá Sleipni á Murneyrum. DV-mynd E.J. Hestamola Bjarni Bjarna- son frá Laugar- vatni stýrði Gunni frá Þóroddsstöðum til sigurs í 150 metra skeiði á kappreiðum á Murneyram i gær og fóru þau á 15,1 sek. Óðinn frá Reyðarfirði, sex vetra, undan Kjarki frá Egilsstaðabæ og Zolu frá Króki fékk hæstu einkunn stóðhests í kynbóta- hrossasýningu í Stekkhólma. Óð- inn fékk 7,93 fyrir byggingu, 8,33 fyrir hæfileika og 8,13 i aðalein- kunn. Óðinn frá Sauðhaga fékk 8,12 í aðaleinkunn. Hylling frá Korpúlfsstöðum verður fulltrúi íslands í elsta flokki hryssna á heimsmeistara- mótinu í hestaíþróttum í Þýska- landi. Ekki er ljóst hver keppir í 6 vetra flokknum en Ásrún frá Ey fer sem 5 vetra fulltrúi. Freyja frá Fremra-Hálsi, undan Hrafni frá Holtsmúla og Von frá Hellubæ fékk 8,01 í aðaleinkunn í kynbótasýningu í Stekkhólma. Hún fékk 7,83 fyrir byggingu og 8,20 fyrir hæfileika. Vaka frá Valþjófsstað 2 fékk 8,00 í aðalein- kunn. Tólf hryssur fengu fúllnaðar- dóm á kynbótasýningu á Höfn og fengu ellefu þeirra hærri aðal- einkunn en 7,50. Hylling frá Korpúlfsstöðum var eina hryss- an sem komst yfir 8,00. Hún fékk 8,39 í aðaleinkunn og er því hæst dæmda kynbótahryssa landsins á þessu ári. Hylling er undan Hrafni frá Holtsmúla og Nótt frá Völlum og fékk 8,28 fyrir bygg- ingu og 8,51 fyrir hæfileika. Glaður frá Hólabaki keppir í elsta flokki stóðhesta fyrir ísland á heimsmeistaramótinu í hesta- íþróttum í Þýskalandi. Ögri frá Háholti keppir í 6 vetra flokkn- um og Hrafn frá Garðabæ í 5 vetra flokknum. Birgitta Magnúsdóttir sigraði í tölti á Murneyrum á Óðni og hlaut fyrir 50.000 ' Engin ung- menni kepptu fyrir Smára á Murneyrum en hjá Sleipni voru tveir flokkar, A og B. Helgi Þ. Guðjónsson frá Kolsholti í Vill- ingaholtshreppi sigraði í B-flokki á Sveiflu frá Kolsholti. í A-flokki ungmenna sigraði Reynir Þ. Jónsson á Hríslu frá Nýjabæ með 7,82. Bœndasamtök íslands og Jónas Kristjánsson hafa gert meö sér samning um markaðs- og rekstrarsamstarf um gagna- banka sína á Internetinu. Nú geta notendur keypt aðgang að báðum bönkunum fyrir 5.500 kr. Svipmót bankanna hvors um sig verður áfram eins og verið hef- ur. -EJ Margir náðu takmarkinu í Mosfellsbæ I Mosfellsbæ var haldið opna Silkiprents-Skiltalandsmótið um helgina. Skráningar voru margar enda vantar nokkra knapa nægi- lega háar einkunnir til að ná lág- marki inn á íslandsmót. Þeir náðu margir takmarkinu. í 1. flokki var Sigurður V. Matthíason sigursæll. Hann sigraði í tölti á Prata, slaktaumatölti og gæðingaskeiði á Demanti, 150 metra skeiði á Samú- el á 13,94 sek., varð stigahæsti knapinn og sigraði í skeiðtví- keppni. Vignir Jónasson sigraði í fimmgangi á Klakk, Berglind Ragn- arsdóttir í fjórgangi á Bassa og bróðir hennar Sveinn í 250 metra skeiði á Framtíð á 22,27 sek. Bjarni Sigurðsson sigraði í ís- lenskri tvíkeppni. í 2. flokki sigraði Þóra Þrastardóttir á Hlyn í tölti og íslenskri tvíkeppni. Sigríður Pjet- ursdóttir sigraði í fimmgangi á Kristal og varð stigahæst knapa, Kolbrún Ólafsdóttir sigraði í íjór- gangi á Mózart og Alexandra Kriegel í skeiðtvíkeppni. í ungmennaflokki sigraði Daníel I. Smárason í tölti og fjórgangi á Seið, Hinrik Þ. Sigurðsson í skeið- tvíkeppni og varð stigahæstur knapa, Siguröur Sigurðarson i fimmgangi á Óðni og Matthías Ó. Barðason i íslenskri tvíkeppni. í unglingaflokki sigraði Berglind R. Guðmundsdóttir í tölti á Sjö- stjömu, fimmgangi á Óttu og skeið- tvíkeppni. Unnur B. Vilhjálmsdótt- ir sigraði í fjórgangi og íslenskri tvíkeppni á Roða en Sigurður St. Pálsson varð stigahæstur knapa. í barnaflokki sigraði Linda R. Pétursdóttir í tölti á Fasa og varð stigahæst knapa, Auður S. Ólafs- dóttir sigraði í fjórgangi á Sóllilju og Halldór S. Guðlaugsson í ís- lenskri tvíkeppni. -EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.