Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 10
28 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 1999 Sport DV Bensín- dropar Hinni árlegu Akra- nestorfæru, sem er liður í DV-Sport íslandsmeistaramótinu í torfæruakstri, hefur verið flýtt um hálfan mánuð. Hún fer fram í malargryfjunum í austanverðu Akrafjalli á laugardaginn kemur, 3. ■ júlí. Til stóð aó keppa í torfær- unni á Egilsstöð- um um næstu helgi en þeirri keppni hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hún gæti farið fram á þeim tima sem ætlaður var fyrir Akranestorfæruna, 17. júlí, en gæti líka fallið alfarið niöur. Tftir timatökur í Formúlu 1 1 Frakklandi voru fimm ökumenn utan 107% reglunnar, þar á meðal\ Damon Hill, en keppnisstjómj ákvað að leifa öllum að heþa keppni vegna óvenjulegra aöstæðna en það rigndi y stíl't á laugardag. Flestir áttu i vandrceóum með að ná góðum tímum í tímatökunni á laugardag en þeir sem biðu eftir að rigningunni slotaði varð ekki að ósk sinni. Þeir ökumenn sem drifu sig strax af staö vegnaði mun betur. Þetta vora þeir Jean Alesi, Rubens Barrichello og Oliver Panis sem allir byrjuðu síðan meðal fremstu manna. Þeir sem biöu, enduðu þannig óvenju aftarlega í rásröð keppninnar í gær. Mika Hakkinen ræsti þannig fjórtándi, Hill 17. en Schumac/ her var heppnari og ræsti/ . úr 6. sæti. Bilun aftur Aflýsa þurfti 3. umferð ís- landsmeistaramótsins í kvartmílu sem fram átti að fara í Kapelluhrauni á laugardaginn. í annað skiptið í sumar kom fram bilun i tímatökubúnaði, sem varð til þess að ekki var hægt að ræsa keppendur. Þeir voru að vonum óhressir, enda mættir og tilbúnir í slaginn. Tímatökubúnaðurinn virtist í lagi þegar hann var yfirfarinn fyrir keppnina, en þegar búið var að koma honum fyrir við brautina fór allt í baklás. Tvær umferðir eru nú ei'tir af íslandsmeistaramótinu og móts- stjórnin veltir því fyrir sér að keppa tvöfalt í hvort skipti til að vinna upp þau tvö mót sem fall- ið hafa niður í sumar. -JAK Páll. Gunnar og Fylkir - sigruðu í rallíkrossinu í Kapelluhrauni í gær Keppt var á íslandsmeistaramót- inu í rallíkrossi í Kapelluhrauni í gær og eftir þá umferð er mesta spennan í rallíkrossflokknum. Þar sigraði Páll Pálsson eftir harða baráttu við Vigni Rúnar Vignisson. Páll er þó aðeins fjóröi í stigakeppninni með 28 stig en Þór Kristjánsson er fyrstur með 44 stig, Vignir Rúnar er með 41 og Sigurð- ur Unnsteinsson 34 stig. í jeppaflokki sigraði Gunnar Hjálmarsson, Pétur Pétursson varð annar og Rúnar Már Gunnarsson þriðji. Þar er Pétur Pétursson með afgerandi forystu, 55 stig, en Stefán Ólafsson kemur næstur með 35. Fylkir Jónsson hélt áfram sigur- göngu sinni í krónuflokknum og er þar með örugga forystu, hefur hlot- ið 50 stig. Guðný Úlfarsdóttir er næst með 34 stig og Rögnvaldur Ei- ríksson þriðji með 31 en þau urðu einmitt í öðru og þriðja sætinu í gær. Allt á fullu í rallíkrossinu í Kapelluhrauninu í gær. DV-mynd ÞOK Öryggisbílinn þurfti að skakka í leikinn þegar hellidemba skall á í franska kappakstrinum í gær og menn þökkuðu fyrir að ekki fór verr og ekki varð stórslys. Rigningin hafði þó mikil áhirf, margir duttu út og viðgerðahléin í framhaldi af henni áttu eftir að hafa mikil áhirf á keppnina. Reuters Finninn Mika Hákkinen, hefur ekki náð góðri forustu í Formúlu eitt einn og óstuddur. Aðstoðar- og viðgerðamenn spila stórt hlutverk og hér sjást þeir huga að bíl Hákkinen sem skilaði honum í annað sætið í gær. Reuters Formúla eitt í Frakklandi: Afturí baráttunni - tilfinningasigur Heinz H. Frentzen Heinz H. Frentzen kom náði að sigra tilfmningaþrunginn sigur á Magny-Cours brautinni í Frakklandi í gær. Fyrir hálfum mánuði lenti hann í geysilega hörðum árekstri í Kanada þegar hann var á góðri leið með að ná örðu sæti. Bremsur í bíl kappans brustu og var ekki að sökum að spyrja að Frentzen lenti utan brautar og á vegg á rétt tæplega 200 kílómetra hraða. Kom, sá og sigraði Frentzen, sem er nýsloppinn í gengnum læknisskoðun, kom sá og sigraði í keppninni sem gæti jafnframt verið síðasta keppni félga hans, Damon Hill. Frentzen, sem hafði verið nánast afskrifaður eftir afleit ár með Williams, fékk náð hjá Eddie Jordan og fékk sæti i liði hans fyrir þetta ár. 23 af 27 stigum Jordan Fyrirfram var fullyrt að Damon Hill yrði máttarstólpi liðsins en annað hefur komið á daginn. Frentzen hefur náð 23 af þeim 27 stigum sem liðið hefur í potti sínum og í gær bætti hann við 10. „Þegar ég er að keppa finn ég ekki fyrir sársauka, en þegar ég kem úr bílnum eru enn verkir," segir hinn 32 ára Þjóðverji, sem vann sinn annan sigur á ferlinum. Frentzen er þó enn aumur eftir byltuna í Kanada. „Vegna þess að við töpuðum sex stigum í Kanada, vildi ég ekki taka neina áhættu í dag. Þess vegna hleypti ég Hákkinen framúr, en ég hafði hann fyrir rest," segir hann reifur og má vera stoltur af glæsilegum akstri og góðri áætlun. Bíllinn var þungur „Þetta var ekki mín ákvörðun. Þegar ég fór inn á viðgerðarsvæðið eftir rigningardekkjunum, tók ég eftir að þeir tóku sér góðan tíma til bensínáfyllingar. Bíllinn var mjög þungur og ég átti í mestu vandræðum með að stjóma honum,“ sagði Frentzen sem vann annan sigur Jordanliðsins. Hann var rétt eins og sigur Damons Hills í rigningu. „Þetta var mjög tæpt, ég þurfti að spara eldsneytið um tíma til að geta komist alla leið án þess að þurfa inn aftur," bætti hann við og þakkaði liði sínu fyrir gott starf. -ÓSG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.