Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 Fréttir Jeff Foster segir líklegt að Keikó verði sleppt án netgirðingar með tæki á bakinu: Keikó, komdu heim! - verður fylgt eftir á báti og gefin nokkur tækifæri til að aðlagast öðrum DV, Vestmannaeyjum: JcfF Foster, aðalstjórnandi Keikó- verkefnisins, segir það alls ekki minnka líkurnar eða koma í veg fyrir að Keikó verði sleppt á næst- unni að hann sé enn ekki farinn að éta lifandi fæðu í teljandi mæli. „Langstærsti hluti fæðu hans í Or- egon var lifandi fiskur eða fersk fæða. Þetta verður því minnsta vandamálið. Ég hef aðallega áhyggj- ur af því hvort hann muni aðlagast hópi annarra hvala. Takist það ekki mun hann ekki geta séð um sig sjálfur. Við gætum farið út i að byrja að reyna að sleppa Keikó í haust en ég efast um að það verði fyrr en á næsta ári,“ sagði Jeff í samtali við DV í Vestmannaeyjum. Jeff sagði að menn hefðu beðið í allan vetur og síðan alveg fram á daginn í dag eftir svörum við tækni- legri lausn á því hvemig hægt sé verkfræðilega að koma upp neti fyr- ir Klettsvík - til að stækka svæði Keikós. En lausnin sé einfaldlega ekki fundin enn þá. Straumarnir og aðstæður allar í Klettsvík séu óhag- stæðari en gert hafi verið ráð fyrir. „Það er ekkert gamanmál að koma upp svona neti,“ sagði Hallur Hallsson, talsmaður Keikósamtak- anna. „Það er bæði hætta á að netið flækist jafnvel í Herjólfi og öðrum skipum eða loki háhyminginn hreinlega inni. Það má enga áhættu taka í þessum efnum," sagði Hallur. Keikó, komdu heim! „Við gætum neyðst til að reyna að sleppa Keikó án þess að hafa þjálfað hann á stærra svæði með neti strengdu fyrir Klettsvíkina," sagði Jeff. „Líklega munum við reyna þetta á næsta vori. Við gætum þurft að sætta okkur við að koma netinu ekki upp vegna þess að veðuraðstæðumar eru eins og raun ber vitni - mun erfiðari Akureyri: Uppsagnir hjá Skinnaiðnaöi DV, Akureyri: 37 starfsmönnum hjá Skinna- iðnaöi hf. hefur verið sagt upp störfum, og koma uppsagnirnar flestar til framkvæmda í október. í mörgum tilfellum er um að ræða starfsmenn sem unnið hafa hjá fyrirtækinu í talsverðan tíma. Uppsagnimar miða að því að minnka birgðir fyrirtækisins og fjárbindingu og að laga rekstur fyrirtækisins að þeim markaðsað- stæðum sem eru ríkjandi, en heimsmarkaður á mokkaskinn- um hefur dregist verulega saman að undanförnu. -gk Keikó í gær. Ferðamönnum gefst kostur á að berja hann Erlendir milljónamæringar fóru út að kví Keikós í gær augum í þessum ham í ferðum með PH Viking. DV-myndir GVA á gúmmíbátum. En lengra fengu þeir ekki að fara. Á vísindasetri Keikóverkefnisins í miðbæ Vestmannaeyja þar sem hægt veður að fylgjast með kvínni „í beinni". en við reiknuðum með,“ sagði Jeff. - Verður honum þá sleppt stig af stigi með „Keikó, komdu heim“- að- ferðinni? „Já, það er rétt. Þannig munum við sleppa háhymingnum út úr kvinni, setja á hann tæki sem gerir kleift að hægt verður að fylgjast með honum, fylgja honum eftir á báti og kalla svo á hann heim í kvina þegar svo ber und- ir. Þetta er erfiðari aðferð en við erum að leita fyrir okkur með kafbátanet og aðra möguleika núna. Þetta með netið kemur betur í ljós á næstu tveimur vikum." - Ert þú enn þá bjartsýnn á að Keikó verði sleppt miðað við reynslu síðustu rúmu 9 mánaða með háhyminginnn hér á landi? „Já, mjög. Keikó stendur sig svo vel. Hann er farinn að breyta hegðun sinni mjög, tekur miklum framfórum í rétta átt og heldur sig meira neðan sjávar en áður. Mér fmnst hann miklu hæfari." Áhyggjur af aðlögun - Leikmönnum finnst mörgum að Keikó sé ólíklegur til að spjara sig sjálfur þar sem hann étur ekki lif- andi fæðu? „Það er eitthvað sem við höfúm engar áhyggjur af. Það er eitt það auðveldasta sem hægt verður að þjálfa hann í að gera - að fá hann til að éta lifandi fæðu í umhverfi sínu hér. Þetta sýndi hann okkur í Or- egon. Það sem við hugsum fyrst og fremst um er hvort Keikó verður við- urkenndur í hópi annarra hvala. Geri hann það ekki í þeim tilraunum sem við gefum honum er ég ekki viss um að hann geti séð um sig sjálfúr. í fyrstu munum við t.d. þurfa að gefa honum fæðu, hann veit ekki hvar fæðuna er að finna í sjónum. En þessi dýr eru mjög félagslynd, forvit- in og greind. Þetta vinnur með okk- ur. En við höfúm auðvitað ekki vissu fyrir því hvemig þetta mun ganga. Þetta kemur í ljós.“ Jeff segir að takist ekki að sleppa Keikó og aðlaga hann öðrum háhym- ingum sé líklegast að hann verði í eða við kvína í allt að 20 ár í viðbót, þangað tO hann drepst. -Ótt íslenskt veðurfar: Minnstu mátti muna að Keikóverkefnið væri í voða Talsmenn Keikósamtakanna segja ekkert vafamál að flestir bandariskir starfsmenn þeirra sem verið hafa hér heima, að undanskildum Jeff Foster, hafi alls ekki gert sér í hugarlund hvemig íslenskt og ekki síst „vest- mannaeyskf' veðurfar yrði í kjölfar þess að Keikó kom hingað þann 10. september. Allt hafi gjaman leikið á reiðiskjálfi á kvínni og sumir starfs- mennimir hafi ekki þolað veðurofsann til lengdar, sérstaklega fjölskyidufólk. Sumir fóm heim og komu ekki aftur. „En þeir sem era héma enn þá njóta þess að vinna við kvína og líta á þetta sem ævintýri," sagði Guðmundur Eyjólfsson verkefn- isstjóri. Hann og Jeff sögðu báðir við DV í Eyjum í gær að í raun hefði litlu mátt muna að verk- efnið færi í vaskinn þegar verstu veðrin stóðu yfir - sér- staklega í haust og fyrri hluta vetrar. „Við þurftum til dæmis að skipta um öll akkerin á kvfnni og sum oftar en einu sinni," sagði Jeff. „Það má segja að menn hafi verið heppnir," segir Hallur Hallsson. „Fyrsti veðurhvellurinn kom strax upp úr miðj- um september. Þá fengu menn tíma til að laga það sem aflaga fór og síðan kom alltaf eitthvert hlé eftir hvert óveður þannig að menn náðu ávallt að koma undir sig fótunum á ný.“ Jeff Foster segir að sé litið til næsta vetrar verði aðstæður allar mun hag- stæðari. Menn viti nú hvað helst beri að varast. -Ótt Jeff Foster. Skólastjóradeilan í Skagafirði harðnar: Meirihlutasamstarf í uppnámi DV, Sauðárkróki: Guðrún Helgadóttir, skólastjóri Myndlistar- og handíðaskólans, annar tveggja umsækjenda um skólastjóra- stöðu sameinaðs grunnskóla í austan- verðum Skagafirði, dró umsókn sína til baka skömmu fyrir fund sveitarstjóm- ar í gær. 3 fulltrúar af 5 í skólanefnd höfðu mælt með Guðrúnu i starfið. Hinir tveir studdu Bjöm Bjömsson. Ljóst er að málið stefnir meirihluta- samstarfi Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks í nokkra óvissu. Vegna afstöðu Guðrúnar kom ekki til at- kvæðagreiðslu en málinu var vísað til til meðferðar skólanefndar að nýju að undangengnum snörpum umræðum og til hnútukasts kom milli fulltrúa meiri- hlutans. Ljóst er að nokkum tíma tek- ur að lægja öldurnar. Herdís Sæmunds- dóttir, formaður skólanefndar, las í upphafi bréf Guðrúnar og lagði fram bókun þar sem hún harmaði hvemig málið hefði þróast og taldi ástæðu þess að Guðrún dró umsókn sína til baka m.a. það sem hún kallaði „dæmalausa herferð" sjálfstæðis- manna í málinu, og vitnaði þar til und- irskrifta 160 Ibúa á Hofsósi til stuðn- ings hinum umsækjandanum, Bimi Björmssyni. Miklar umræður urðu í kjölfar þessarar bókunar Herdísar. Gísli Þ. Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar, mótmælti því að um „dæmalausa herferð" væri að ræða og það bæri að hlusta á vilja fólksins. Gísli sagði seinna við umræðuna að málið hefði verið unnið illa allt frá upphafí, og þau orð kölluðu á hörð viðbrögð Herdísar. Hún sagði að vel hefði verið unnið að málinu að öllu leyti og faglegt mat viðhaft. Hún vísaði því á bug að lagaákvæði héldu í þessu máli og vísaði til bókunar minni- hluta skólanefndar. Herdís benti á að jafnréttislögin og lög um reglur og skyldur kennara stönguðust á. Páll Kolbeinsson og Ámi Egils- son, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, tóku einnig þátt í þessari umræðu. Páll sagði sig og Helga Sigurðsson, fulltrúa í skólanefiid, hafa metið af- stöðu sína í málinu á faglegum for- sendum en ekki pólitískum. Þar hefði verið litið til 26 ára farsæls starfs Bjöms við skólastjóm í Skaga- firði og hann virtist hafa lög um regl- ur og skyldur kennara með sér í þessu máli. -ÞÁ Herdís Sæmundsdóttir. Stuttar fréttir r>v Samþykktu Talningu er lokið um í kosningu um kjarasamninga bankamanna sem undirritaðir voru 11. júní. 3.456 vora á kjörskrá og greiddu 78% þeirra atkvæði. Já sögðu 73%, nei sögðu 25,2, auðir og ógildir voru 1,8%. Rætt um sagnir Forseti Is- lands, Ólafur Ragnar Gríms- son, á í dag fund í New York með forstjóra Pengu- in-útgáfúfyrir- tækisins um mannfagnaði tengda útgáfu íslendingasagna. Á morgun á forseti fund með Kofi Ann- an, framkvæmdastjóra SÞ. Guðmundur fyrir Ögmundur Jónasson segir við Dag að sviptingar í yfirstjóm Landssím- ans séu í samræmi við samhengi hlutanna. Stofnað var til einkavæð- ingar Símans til að þjóna peninga- mönnum og hjálparkokkum þeirra og Guðmundur Bjömsson forstjóri var fyrir. Skrifuðu undir Fulltrúar iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytisins, Landsvirkjunar og Hydro Aluminium AS í Noregi skrif- uðu í gær undir yfirlýsingu um að ákveða kannski næsta vor að byggja álver við Reyðarfjörð. Fleiri ferðamenn Ferðamenn til landsins fyrstu ftmm mánuði þessa árs voru 16,4% fleiri en á sama tíma í fyrra. Finnskum ferða- mönnum fjölgaði mest hlutfallslega eða um 94%. Þjóðverjar eru sem fyrr flest- ir erlendra ferðamanna og hefur fjölg- að um 10% frá síðasta ári. Vistvænar samgöngur Á fundi samgönguráðherra Norð- urlanda í gær var ákveðið að setja vistvænar samgöngur á dagskrá, miðla upplýsingum milli landanna, bæta samgöngur á Vestur-Norður- löndum og skipuleggja umferðarör- yggisdaga í Eystrasaltslöndunum þar sem umferðarmenning er sögð slæm. Þrasað í Holti Úrskurðar- nefhd Þjóðkirkj- unnar hefur fengið erindi frá sóknamefnd Holtssóknar í Önundarfirði vegna óánægju með sóknar- prestinn, sr. Gunnar Bjömsson. Kirkjukór og organisti era hættir að sögn Dags. Þróunaráætlun Ný þróunar- og skipulagsáætlun miðborgar Reykjavíkur var kynnt í gær. Samkvæmt henni á að byggja upp þennan bæjarhluta. Rússar á ferð Tvær rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn fyrir loftvamasvæði íslands síðastliðinn fostudag meðan á vamaræfmgunni Norður-Víkingi stóð. Hefur þetta ekki gerst síðan i septem- ber 1991 aö sögn Morgunblaðsins. Guðrún í frí Guðrún Ágústsdóttir, forseti borg- arstjómar, óskaði í gær eftir því að víkja tímabundið úr borgarstjóm frá 1. ágúst næstkomandi að telja, eins og komið hefur áður fram í DV. Mæðraverndarmiðstöð Miðstöð mæðravemdar tekur til starfa 1. október í haust i Heilsuvemd- arstöð Reykjavikur. Þar með verður sameinuð mæðravemd kvennadeildar Landspítalans og mæðradeildar Heilsu- vemdarstöövar Reykjavíkur. Umhverfismat Steingrímur Hermannsson, fyrrv. forsætis- ráðherra, afhenti í gær Davíð Oddssyni áskor- un 32 umhverfis- , útivistar- og hagsmunasam- taka og ferðaþjónustufyrirtækja um að láta meta umhverfisáhrif af fyrir- huguðum framkvæmdum við Fljóts- dalsvirkjun. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.