Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 Viðskipti Þetta helst:.. «Viðskipti á Verðbréfaþingi 722 m.kr. ... Mest með ríkisvíxla, 344 m.kr. ... Hlutabréf 54 rn.kr., Mest í Sjávarútvegssjóði íslands, 9 m.kr. ... FBA 8 m.kr. og lækkaði gengið um 1,12% ... Úrvals- vísitala 1.152,2 og hækkaði um 0,152% ... Fasteignaverð hækkar um 8,3% á fjórum mánuðum ... Endurskoðuð þjóðhagsáætlun: Meiri hagvoxtur, verðbolga og viðskiptahalli - almennt eru horfur góðar í endurskoðaðri þjóðhagsáætlun sem Þjóðhagsstofnun birti í gær er gert ráð fyrir að hagvöxtur á þessu ári verði 5,1% sem er 0,3% meira en gert var ráð fyrir í upphafi ársins. Við- skiptahaili verður meiri en upphafleg- ar spár gerðu ráð fyrir, eða 31 milljarð- ur. Þetta er 3 milljörðum meira en gert var ráð fyrir og er aðallega vegna versnandi viðskiptakjara. Þetta sam- svarar því að viðskiptahallinn verði 4,9% af landsframleiðslu. Einnig er gert ráð fyrir að verðlag hækki um 3 prósent á árinu en upphafleg spá gerði ráð fyrir 2,5% hækkun. Hægir á vexti í fjögur ár samfleytt hefur hagvöxt- Einar Farestveit & Co. með Sensormatic Einar Farestveit & Co. hf. hef- ur tekið við söluumboði fyrir bandarísku samsteypuna Sensormatic Electronics. Það fyr- irtæki er leiðandi í framleiðslu rafeindaöryggistækja. Þekktast er fyrirtækiö fyrir vörueftirlitskerfi fyrir verslanir, myndavélakerfí og aðgangseftirlitskerfi. Samning- ur fyrirtækjanna felur í sér sölu og þjónustu á öllum framleiöslu- vörum Sensormatics á Islandi. „Við lítum björtum augum á samstarfið þar sem framleiðsla Sensormatic hentar mjög vel með þeim búnaði sem við erum að selja í dag,“ sagði Hákon Farest- veit, sölustjóri öryggiskerfa hjá Einari Farestveit & Co. „Með þessum samningi eykst breiddin í öryggisbúnaðnum sem við selj- um, einkum á sviði vörueftirlits- kerfa, en verslunareigendur á ís- landi eru nú í auknum mæli að gera sér grein fyrir því að vel sé tryggt að vörur fari ekki út úr verslunum án þess að greitt sé fyrir þær,“ segir Hákon. -bmg ur numið um og yfir 5% á ári en það telst mjög hátt í alþjóðlegum saman- burði. Þjóðhagsstofnun telur að útlit sé fyrir hægari vöxt á næstu árum og þar kemur hvort tveggja til að framleiðslu- þættimir, vinnuafl og fastafjármunir, eru fúllnýttir og útflutningur og eftir- spum mun að óbreyttu vaxa hægar en verið hefúr undanfarin ár. Búist er við 0,5-1% samdrætti i útflutningsfram- leiðslu sjávarafurða árið 2000 en hins vegar er gert ráð fyrir að heildarút- flutningur muni aukast um tæp 2%. Meiri verðbólga Frá því í desember hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,8% miðað við 1,4% á sama tíma í fyrra. Á síðasta ári var það einkum gengi íslensku krón- unnar sem hélt aftur af verðbólgu. Frá desember til júní 1998 hækkaði gengi krónunnar um 2% en það sem af er þessu ári hefur geng- ið aðeins hækkað um 0,5%. Helsta ástæða hækkananna á þessu ári er hækk- un á húsnæðisverði um 6,2%, bensíni um 8,1%, innlendum neysluvörum um 3,7%, auk þess sem opinber þjónusta hefur hækkað í verði um 1,8%. Flestir þessir liðir hafa hækkað töluvert meira á þessu ári en því síðasta. í ljósi þessa gerir Þjóðhags- stofnun ráð fyrir 3% verðbólgu á ár- inu. Þetta er heldur minna en aðrir hafa spáð. Fiestar fjármálastofnanir sem gera spar gera ráð fyrir um 3,8-4% verðbólgu. Utanríkisvið- skipti Það sem af er ár- inu hafa ytri skil- yrði þjóðarbúsins verið verri en á síðasta ári. í mars síðastliðnum var gert ráð fyrir að viðskiptakjör helstu inn- og útflutningsafúrða hefur verið óhagstæðari en í fyrra. Verð sjávarafurða hefur lækkað hratt fyrstu Viðskiptajöfnuður m.kr. mánuði ársins. Einnig hefur verð á kísiljámi lækkað mikið, auk þess sem verð á áli er enn mjög lágt, þó svo ekki sé búist við ffekari lækkunum á þessu ári. Á innflutningshlið hagkerfisins hefur olíuverð hækkað mest. í heiid er nú gert ráö fyrir að viðskiptakjör versni um 4,5% í stað 1,5% sem gert var ráð fyrir í mars. Viðskiptakjör ings og innflutnings. Viðskiptakjör versna ef verð innflutnings hækkar meira en verð úflutnings. Því má skil- greina viðskiptakjör sem kaupmátt út- flutnings gagnvart innflutningi. Góðar fréttir í heild sinni verður þessi enduskoð- aða þjóðhagsáætlun að teljast jákvæð. Töluverðrar neikvæðni hefur gætt í umræðu um efnahagsmál undanfarið. Nokkur hræðsla hefur verið um að verðbólguhjólið sé farið af stað og að viðskiptahallinn sé tifandi tíma- sprengja. Þetta er einfaldlega rangt. Áffam er gert ráð fyrir að kaup- máttur aukist mikið og atvinnuleysi haldist lágt. Ef verðbólguspá Þjóðhags- stofnunar gengur eftir og aðrar for- sendur sem stofnunin gefur sér halda er engin ástæða til að óttast um efna- hag landsins í nánustu framtíð. Þrátt fyrir þessar ágætu horfúr er áfram full ástæða tfl að örva opinberan spamað til að tryggja enn ffekar góðan hag þjóðarinnar. -bmg Lagt gæruverd ognar sauðfjárbændum Verð á gærum á heimsmark- aði er með lægsta móti um þessar mundir. Þetta er áhyggjuefni fyrir íslenska sauð- fjárbændur og ef þetta ástand varir eru líkur á að bændur fái lítið sem ekkert fyrir fram- leiðslu sina, hvort sem fram- leiðslan verður seld hérlendis eða erlendis. Þetta kom fram í Bændablaðinu í gær. Ástæða þessa ástands er fyrst og fremst offramboð á gæmm. Það endur- speglast i lágu verði og sums staðar engu. Bjami Jónasson, framkvæmdastjóri íslensks skinnaiðnaðar, lýsti á fundi með sauðfjárbændum fyrir skömmu hver staðan væri. Bæði landbúnaðar- og iðnað- arráðherra hafa verið upp- lýstir um vandann og em þegar búnir að setja menn í að takast á við vandamálið og reyna fá eitthvað fyrir gær- umar í haust. -bmg viðskipta' molar Opin kerfi og Baugur semja Opin kerfl hf. og Baugur hf. hafa gert samning á sviði rekstrar- þjónustu. Hann felur í sér að Opin kerfi koma að rekstri á öllu staðar- og víðneti Baugs, auk þess að fylgj- ast með kerftnu allan sólarhring- inn með sjálfvirkum hætti frá þjónustumiðstöð Opinna kerfa. Ástæða til að brosa í fyrsta skipti í þrjú ár jókst einka- neysla í Japan auk þess sem atvinnuleysi minnkaði í fyrsta skipti í eitt ár í maí. Þetta eru góðar fréttir fyrir japanskan efnahag og færir bros yfir andlit þeirra. Eins og kunnugt er jókst landsfram- leiðsla í Japan óvænt um 1,9% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Eykur bjartsýni í gær voru birtar nýjar atvinnu- leysistölur í Japan og minnkaði það um 0,2% og mældist 4,6%. í kjölfarið hefur bjartsýni í Japan aukist og Nikkei-hlutabréfavísital- an hækkaði um 255 stig eða 0,9%. Það hafði hins vegar ekki áhrif á gengi jensins gagnvart dollara. Gengisfelling? Verðhjöðnun í Kína undanfarið hefur aukið áhyggjur af að gengið verði fellt til að örva útflutning. Horfur em á að þessi fjölmennasta þjóð heims muni í fyrsta skipti hafa afgang á viðskiptajöfnuði. Hins veg- ar em þetta getgátur erlendra hag- spekinga þvi kínverskar hagtölur em jafna erfitt að flnna. Clinton spámaður Bill Clinton Bandaríkjaforseti spáði glaður í bragði að afgang- ur af ríkissjóð Bandaríkjanna næstu fimmtán árinn yrði þús- und milljarðar dollara og á þessu ári yrði hann 99 milljaðrðar dollara. Clint- on sagði auk þess að búið yrði að greiða niður skuldir ríkisins árið 2015. Siíkt myndi lækka vexti stór- lega. Kári ráðinn Kári Kárason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Flugleiðahótela. Hann tekur við af Bimi Theódórs- syni, sem nú lætur af starfi eftir 30 ára starf hjá fyrirtækinu. Kári er viðskiptafræðingur og hefur starfað hjá Flugleiðum frá árinu 1994. -bmg l! FO-4500 • Prentar á A4 pappír • Laserprentun • 1 mb í minni (ca 50 síður) • 50 blaða frumritamatari • 650 blaða pappírsgeymsla FO-2600 • Innbyggður sfmi • Prentar á A4 pappír • Sjáltvirkur deilir fax/sími • Símsvara tengimöguleiki • Laserprentun • 512 kb minni • 20 blaða frumritamatari • 100 blaða pappírsbakki F-1500M • Faxtæki, sími, símsvari, Windows prentari, skanni, tölvufax.og Ijósriti f einu tæki • Sjálfvirkur deilir fax/sfmi • Hitafilmu prentun • Prentar á A4 pappfr • 20 blaða frumritamatari • 300 blaða pappírsbakki iSi / r FO-1460 • Innbyggður sími • Sjálfvirkur deilir fax/sfmi • Símsvara tengimöguleiki • Hitafilmu prentun • Prentar á A4 pappír • 20 blaða frumritamatari • 200 blaða pappírsbakki Betri faxtæki eru vandfundin! BRÆÐURNIR I j>) OKMSSON Lágmúla 8 • Sími 533 2800 Umbobsmenn u m Ia n d a I I t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.